Ísafold - 08.07.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.07.1916, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD sem þingið hefir kjörið, og verið prófuð og rannsökuð niður í kjölinn. Niðurstaðan er sú, að stjórnin, sendimaður hennar og velferðarnefnd- in — eru einróma á pað sátt, að ullri veljerð landsins sé pað hollast að °era samkotnulag pað við Breta, sem skýrt hcjir verið Jrá. En þá rís upp heijtblindur skrif- finnur í þjónustu þversummanna og fyllir málgagn þeirra með öfgum og vitleysum — kærir sig kollóttan um landsheill — en einblínir á vonina um að geta skapað augnabliks and- róðurshvell gegn sér miklu lýðhollari mönnum — hjá lítilmótlegum tor- trygnis-sálum — og er svo auð- yirðilegur þegn síns þjóðfélags, að reyna að gera það að flokkadeilu- og æsingamáli, sem hvarvetna ann- arssíaðar í heiminum er talið sið- ferðisskylt að halda fyrir ojan flokka- deilur. Hverjum á svo þjóðin að trúa? Á hún að trúa landsstjórninni, sendimanni hennar og hinni þing- kjörnu fulltrúanefnd allra flokka? Eða á hún að trúa >Lands«-ráða- manninum? Fjármálin, Fáfnir Ofl skrifstofustjórinn. Skrifstofustjórinn á 3. skrifstofu er í einhverju stórveldaskapi um þessar mundir. Berjast vill hann, hvort sem nokkur sigurvon er eða engin. Því miður er eg sem stend- nr ekki í neinum vígahug og læt mér nægja að verjast. Mér þykir verst að nú hefir hann tekið frá mér fyrirsögnina og veifar henni hróðugur, alveg eins og við værum ekki í Bernarsambandinu. Bækur og menn. Ekki er eg það skáld, að eg blandi saman bókum og mönnum þó skrifstofustjórinn gefi það í skyn. Eg er eins og hann, að eg hef aldrei þekt fjármálamann, sem vari bók og gyltur á kjölnum. Hitt er mér fuliijóst, að alla undir- stöðu, alla almenna mentun, um stærri fjármál, banka og þvilíkt verða menn að sækja i bækur líkt og er um aðr- ar fræðigreinar.J) Um reynslu heims- ins og álit snjöllustu fræðimatina fræða góðar bækur. Eg met þetta mjög mikils, þó skrifstofustjórinu sé upp úr því vaxinn. Eg þori að fullyrða að hvorki Gladstone né aðr- ir erlendir fjármálamenn hafa fyrir- litið bækurnar. Það er að eins okk- ar elskulegi skrifstofustjóri, sem er sjáfum sér nógur og veit alt af sinu eigin hyggjuviti. En bækur eru ekki einhlítar. Þó menn hafi lesið margt um fjármál, jafnvel tekið próf í þeim fræðum eða orðið skrifstofustjórar, þá er það vissulega engin sönnun fyrir því, að þeir séu góðir fjármálamenn. Þeir sem það eru i raun og veru, hafa eigi að eins nauðsynlegustu bóklega þekkingu, heldur eru að náttúrufari óvenjulega skarpskygnir í þessum efnum. Þeir þekkjast á því að þeir eru líkrar náttúru og Midas konungur; alt verður að gulli í hönd- um þeirra. Fari þeir fyrir sig verða 1) Hvað bækprnar okkar á Akur- eyri snfrtir, sem skrifstofustjórinn hefir svo íítið álít á, þá var ein sú helzta Conrads Handwörterb. der Staatswissensch. Hún var síðar keyþt hér handa Landsbókasafninu fyrir til- mæli min og fleiri. Eg hef ekki orðið var við miklar prenvillur í henni. þeir vellauðugir; gefi þeir sig við stjórnmálum blómgast fjárhagur land- anna. Og eina óraka sönnunin fyrir sérstakri fjármálasnilli er, 'í raun og raun og veru, stórgróði hjá sjálfum mönnunum eða þeim sem að þeirra ráðum fara. Skrifstofustjórinn heldur að eg hafi ekkert lart í þessum fræðum, líklega af því að eg hef ekki tekið próf i þeim. Reyndar er eg hóti betur sett- ur að þessu leyti en Ricardo, sem ekki hafði einu sinni stúdentspróf, að mig minnir, og hart þykir mér það, að allur minn lestur á hagskýrslum skrifstofustjórans skuli hafa engan ávöxt borið. Mér þykir undarlegast hvaðan mér kemur það, að hafa þekt fyrir löngu búríkiskenninguna (Physiokrati)og alt annað, sem eg hef lesið í greinum skrifstofu- stjórans viðvíkjandi fjármálafræðum að frátöldum íslenzkum hagskýrslum. fafnvel hefir mér fundist fræðsla hans í þeim efnum hálfgert gutl, en þetta stafar eflaust af þvi að eg kann ekki að meta hana. Bændavit og skrifstofuvit. Sktif- stofustjórinn finuur mér það til for- áttu að eg hugsi eins og bóndi í fjármálum. Eg læt mér það vel lynda. Flestir vitrustu og beztu menn þessa lands hafa verið bændur og sumir vel lærðir. Bændur hafa það framyfir skrifstofustjóra, að þekking þeirra á mýmörgu er bygð á lifandi reynslu, en ekki blóðlausum misjafn- lega réttum skýrslutölum. Þetta er mikilsvirði, þó fjármálamentun þeirra kunni annars að vera af helzt til skornum skamti. Hitt dettur auð- vitað hvorki mér né bændum í hug, að »enginn ætti að taka lán«, þó skrifstofustjórinn eigni mér þá kenn- ingu. Meðan hann getur ekki bent mér á einhvern stað, þar sem eg hef haldið slíku fram, verð eg að telja þessa uppíundning hans — skáld- skap. SparisjóOsféð. Skrifstofustjórinn vill nú alt í einu gera litið úr því, sem starfsfé fyrir banka vora, segir að það sé látið »liggja á vöxtum erlendis mikinn hluta ársins,* vegna þess að það sé tekið út, er minst vonum varir. Til sönnunar þessu setur hann skýrslu um útborganir á sparisjóðsfé íslands banka árin 1908 —1910. Hefir öll árin verið meira tekið út af sparisjóðsfé en stóð inni í ársbyrjun. Ef skýrsla þessi, svo ófullkomin sem hún er, sannar nokk- uð, þá er það helzt það, að spari- sjóðsviðskifti íslands banka fara mink- andi, eins og líka vera ætti, því sparisjóðsfé í Reykjavík ætti alt að vera í Landsbankanum. Til þess að gefa glöggvari hugmynd um hreyf- ingu sparisjóðsfjár set eg hér skýrslu yfir sparisjóðsfé Landbankans 1915, sem stjórn hans hefir góðfúslega látið mér i té. Mán- Innborg- utborg- ínnstæöa nðnr. anir. anir. i mán.lok.’ kr. aur. kr. anr. kr. anr. j Jan. 337492.67 218055.12 3333239.26 Fébrl 2,37§70T25^f50120.30'I342TÖ89'2Í Marz 217397.21 195299.25 3443187.17 Apríl 199081.62 252231.82 3390036.97 Maí 323816.33 248958.58 3464894.72 Júní 417357.64 246880.08 3635372.18 Júli 462330.88 250011.12 3847691.94 Ágúst 393746.19 249303.00 3992135.13 Sept. 379518.13 394013.63 3977639.63 Okt. 575603.72 440270.89 4112972.46 Nóv. 477144.52 302876.87 4287240.11 De^. 423325.92 306110.26 4404455.77 Kr. 4444784.98 3254130.92 *) Við erum á sama máli um hana. »Búríkiskenningin var almenn hér i álfu fyrjr 100 árum síðan, en er nú fyrir löngu úrelt og styðst við mjög lítið.f (G. H.: Tveir fyrirlestrar um íslenzk stjórnmál. Ak. 1905). Hvaðan hefir annars skrifstofustjórinn þekk- ingu sina um búrikiskenninguna? Ekki vænti eg úr bókum? Á skýrslu þessari má sjá, að spari- sjóðsféð, hreyfist tiltölulega lítið eins og innstæðan i mánaðarlokin sýnir. Eg held að það sé alger óþarfi fyrir íslands banka að láta sparisjóðsfé sitt liggja erlendis, og algerlega víst að sparisjóðsféð er og hefir verið bönk- um vorum hinn mesti bakhjarl. Vera má að Hamilton Hay telji það nauðsynlegt að sparisjóðir borgi sparifé hvenær sem krafist er. Mér er að minsta kosti kunnugt um að Englendingar telja það nauðsyn, enda hefir stjórn þeirra á sparisjóðum tekist miður vel. En þó svo sé i Bretlandi, er ekki sag t að svo sé hjá oss. íslenzku bankarnir áskilja sér 3 mánaða frest áður stærri upphæð- eru borgaðar, sparisjóðir voiir (og á Norðurlöndum að mig minnir) áskilja sér allir borgunarfrest, og setja aðal- lega fé sitt i fasteignar- eða ábyrgðar- lán, sem ekki verða itnheimt fyrir- varalaust. Þetta blessast oss vel, hvað sem Englendingum líður, er jafnvel að áliti sumra hagfræðinga ágætt fyrirkomulag. Vér þurfum ekki enn sem komið er að borga það miklu nemur af sparisjóðsfé fyrir- varalaust, þótt oftast sé það gert ef sjóðunum er það meinfangalaust. Gegn áhlaupi fjölda manna sem eiga inni (run), hvort heldur sem er i bönkum eða sparisjóðum tryggir ekkert fyllilega. Nei, eg held að hann sé ekki svo voðalegur þessi agnúi á sparisjóðs- fénu, sem skrifstofustjórinn talar um. Mér finst hún líka eitthvað dular- full þessi saga sem hann hefir lesið í einhverri söqubók um orsakir pen- ingakreppunnar 1907. Hún á að hafa stafað af byggingu San Fransiscos eftir jarðskjálftann. Nú hafði að minsta kosti einn fjármálamaður séð kreppuna fyrir og ritað bækling um það mál áður en jarðskjálftinn kom, meira að segja sagt að peningaeklan hlyti að brjótast út ekki síðar en 1907. Eg kalla manninn forvitran ef hann hefir séð jarðskjálftann fyrir I Hann setti reyndar peningaekluna í samband við alt annað: ógatilega notkun lána og sivaxandi eyðslu manna yfir ejni fram. Meira að segja hefir peningamarkaðurinn aldrei náð sér síðan. Mikið mega þeir hafa bygt þar í San Fransisco. Fáfnir. Eg hafði i einfeldni minni haldið að bankar græddu'mestan hluta f]ár sins á landsmönnum, sem þeir skiíta við og aðallega á alþýðu manna. Þetta vill skrifstofustjórínn ekki kannast við og telur það fávizku. Það er eins og hann haldi að Islands banki sé annar Fáfnir, að gullið vaxi undir honum af sjálfsdáðum eða af einhverjum fítonskrafti, en ekki af aurum almenningsins, sem bankinn sogar til sín. Að skuldugur almenn- ingur borgi útlánsvextina neitar hann að vísu ekki og að þeir hafa lengst af verið miklu hærri síðan íslands- banki tók til starfa en þeir voru áður og eru enn í flestum spari- sjóðum: 5 % vóru þeir er bankinn komst á fót, en 1906 voru þeir um S1/*—6 0/0, 1907 7% eða þar yfir og ekki lækka víxlavextir við sífeld- ar framlengingar, sem aukaþóknun er greidd fyrir. Lánin haja orðið dýrari og nckkurn þátt á íslands banki í þvi að minni hyggju. Hvað ómakslaun banka snertir, þá virðist skrifstofustjórinn ætla að þau komi ekki almenningnum við. Mér sýnist sem þau lendi á almenningnum er öllu er á botninn hvolft, þó kaup- menn greiði þau venjulega í sjálf- an bankann. Þeir leggja þau aftur á vörur sínar og viðskifti, en ekki nenni eg að útlista þetta einfalda mál nánar í þetta skifti. Til þess að fyrirbyggja nýjan mis- skilning vil eg að lokum taka fram, að eg tel banka nauðsynlegar stofu- anir þó dýrir verði þeir stundum almenningnum og að mér hefir aldrei dottið í hug að fordæma öll lán. Eg skoða að eins lán tvleggjað sverð, sem ekki sé við allra hæfi og varlega skuli fara með, hvort sem einstakir menn eða ríki eiga í hlut. Um skuldirnar hugsa eg líkt og Muhamed spámaður. Um hann er sögð þessi saga: »Menn komu eitt sinn með lík- börur til spámannsins og báðu hann biðja fyrir hinum dána. »Dó hann skuldugur ?« spurði spámaðurinn. »Já,« svöruðu þeir. »Átti hann þá fyrir skuldunum ?« spurði spámaður- inn. — »Nei,« svöruðu þeir. »Biðjið pið pá jyrir honum piltar. Ekki geri eg pað!« sagði spámaðurinn. G. H. Ófriðar-annáll. Frh. Orustan viO Verdun. Allan maímán. jafnt og þétt hefir orustunni haldið áfram við Verdun. Rétt á meðan óvíst var um mála- lokin við Ameríku dró úr ákafanum í Þjóðverjum. Eigi ber á öðru en stórskotatæki Frakka við Verdun geti nú fyllilega jafnast á við tæki Þjóðverja. Þótt allir hljóti að hugsa til þess- arar heljar orustu með ógn og skelf- ingu, þá geta menn nú naumast búist við þvi, að þar verði barist til nokkurra úrslita. Er orustan hafði staðið 3 mánuði, var talið, að Þjóð- verjar hefðu mist 300,000 liðsmanna. Frakkar nokkru minna. Því þótt þeir láti ekki undan og barist sé mánuð eftir mánuð á sömu stöðum, um sömu skotgrafirnar, hæðirnar og skógana, .þá eru Þjóðverjar oftast nær frekari í áhlaupunum. Frakkar spara heldur mannslífin. En hvað meina Þjóðverjar með þessari gegndarlausu orustu ? Her Frakka er hinn öflugasti og æfðasti sambandsþjóðanna, Þjóðverjum hættu- legasti. Vonin um að brjóta vörn Frakka á bak aftur við Verdun hlýtur að vera farinn að sljófgvast eftir 100 daga orustu. En hve lengi geta Frakkar haldið áfram slíkri vörn, án þess bolmagn hersins bili? Skyldi það vera áform Þjóðvera að eyða þarna merg Frakka — að þeir hugsi á þá leið, að þegar mergur þeirra er dottinn úr sögunni, getum við sigrað hina ? Verdun er í raun og veru vígborg, viggirt »uppá gamla móðinn«. En Frakkar létu afdrif slikra vigja í Belgiu og Norður-Frakklandi sér að kenningu verða í byrjun ófriðarins. Barist er því hér sem annarsstaðar um skotgryfjur, sem gerðar hafa verið síðan ófriðurinn hófst. \æru vigstöðvarnar með sömu ummerkjum og fyrir ófriðinn, þá mætti ganga að því vísu, að Þjóðverjar þektu þar hvern krók og kima. Þ. 22. mai unnu Frakkar Douau- mont-vigið úr höndum Þjóðverja. Vigi þetta höfðu Þjóðverjar unnið 25. febr. Þótti sá sigur Þjóðverja glæsilegur. — En að Frakkar skuli vinna sama vigi þrem . mánuðum seinna — eða öllu heldur rústirnar, vígi getur það víst varla heitið lengur —. það sýnir ljósast, hvernig þeir hjakka í sama farinu mánuð eftir mánuð. — Eftir nokkra daga náðu Þjóðverjar rústunum aftur á sitt vald. Dag eftir dag og mánuð eftir mánuð, er huudruðum og þúsundum sigað i dauðann. — Allar orustir undangengnar verða að engu, við hlið þessara hjaðningavíga. Dag eftir dag nýjar þúsundir í byssukjaftana. Aldrei áður hafa þúsundir manna verið eins búnar að grimd og æði — eða á að kalla það hreysti og hetjuskap. Hvað veldur, hvar lend- ir? Sultaróp svangra miljóna héyr- ist að baki Þjóðverjanna. Þung ör- laga þruma vofir í lofti yfir frönsku þjóðinni, sem veif, að líf hennar liggur við. Undrunin vex eftir því, sem íengra liður, að Englendingar skuli láta Frakka eina um vörnina við Verdun. Það umtal er komið alla leið á varir sir Edv. Greys utanrikisráðherra. — Hefir hann i ræðu í enska parla- mentinu þakkað Frökkum með mörg- um fögrum orðum frábæra vörn þeirra, og að þeir hafi þar einir frelsað Frakklaud og sambandsþjóðir þess. í lok mánaðarins segir sir Douglas Haig svo frá, að Englendingar hafi tekið að sér allstórt orustusvæði í Frakklandi til þess að létta undir með Frökkum. Þeir hafi ekki farið fram á aðra hjálp. Sýnir þetta hið óbilandi traust Frakka á her sinum. Annars mætti líta svo á, að Eng- lendingar vildu spara kraftana, með- an Þjóðverjar hamast, til þess að geta staðið óhaltir f úrslitaorustunni. Baktal Þjóðverja um Englendinga verður auðvitað ekki tekið mark á. Þeir telja Engletidinga í raun og veru enga happagesti í Fiakklandi og spá því, að Englendingum þyki vissara að hafa her þar i landi eftir ófriðinn, vesalings Frökkum til stuðn-- ings. Að þeir líti hýru auga til þess að eiga ból í Calais — og »þá muni mörgum kotbóndanum* o. s. frv. Austurríki og Xtalia. Lítið hefir heyrst eða verið hugs- að um Italiu, siðan hún flæktist í ófriðinn. Lengi var beðið eftir þvF að vita, hverju megin hún yrði. — Álitið að hún, 6. stórveldið, myndi geta riðið baggamuninn. — En það reyndist síður en svo, Þótt baristí hafi verið þar suður í Ólpunum á takmörkum Austurrikis og Italíu, þá hafa þær orustur þótt svo ómerkK legar, að þeim hefir verið lítil gaum-- ur gefinn. Nú um miðjan maí tóku Austur-- rikismenn lögg á sig og berja mik^ inn á ítölum. Aður höfðu þeir að’ eins varist lítilfjörlegum árásum ítala^ Er það auðsjáanlega áform þeirra að brjótast inn á Langbarðaland og þá alla leið til Feneyja. Eftir viku tíma fór þó að hægja á framrás Austur- rikismanna. Og urðu þá Italir strax hinir rólegustu og sögðu, að Austur- rikismenn gætu aldrei komið stór- byssunum, sem þeir notuðu fyrsta daganna, yfir fjöll þau, sem voru á vegi þeirra. Arás Austurrikismanna er á millí ánna Avige og Brenta. Sú leið er ekki venjulega herleiðin milli land- anna, og því eru víggirðingar þar tæplega eins góðar og við ísonzo, þar seni aðalorastur hafa verið bæði í þessum ófriði og áður. En þarna, sem árásin er nú, er leiðin einna styzt frá takmörkum Austurrikis og niður úr fjöllunum, þetta 15—20 km. Er torsótt leið er það mjög. Allan siðari hluta maímán. mjak- ast Austurríkismenn áfram, og um mánaðamótin eru þeir búnir að rjúfa tvær herlínur Itala og vtnna

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.