Ísafold - 12.07.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.07.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 3--5 herbergja íbúð með stúlkuherbergi og geymslu óskast frá i. október eða fyr, á góðum stað i bænum.1 Upplýsinear á skrifstofu ísafoldar.. Sítpi 48- Einkasaii fyrir Zig-Zag skósvertu. Einkasali fyrir vora Zig-Zag skósvertu óskast, sem heimsækir kaup- menn i Reykjavík og nágrenni. Svettan er hrein olíusverta og ekki blönd- uð með vatni, rennur ekki af leðrinu og ver það gegn bleytu. Tilboð merkt: 4869, sendist: Oentralpavillonen, Kbhavn B., Danmark. Cigarettur. Það er ómaksins vert að bera saman tóbaksgæðin, í sambandi við verðið á innlendu og útlendu cigarettunum, það atriði fer ekki fram hjá neinum þeim, seha þekkingu hefir á tóbaki og gæðum þess. Gullfoss-eigrarettan er búin til úr sama tóbaki og »Ti;ee Castle«, sem flestir reykjendur hér kannast við, en verðið er alt að 2o°/0 lægra. Sama er að segja um hinar tegundirnar: Isl. Flagg, Fjóla og Nanna að þær eru um og yfir 20% ódýrari en útlendar sambærilegar tegundir. Þetta ættu cigarettuneytendur vel að athuga, og borga ekki tvo pen- inga fyrir einn, heldur nota einungis ofantaldar tegundir. Þær fást i Levi’s tóbaksverzlunum og víðar. Knattspyrnukappleikur. Furðu- legt er það, að eigi skuli fleiri Reyk- víkingar »ota gönguteinum« út á íþróttavöll þessi kvöldin, er knatt- spyrnukappleikar eru þreyttir af svo miklum áhuga, sem raun ber vitni. Ekki hamlar veðrið — svo yndislegt sem það er á kveldi hverju. Nógur er »spenningurinn«, ef fylgt er með. Og ekki fer kappleikurinn einu sinni eins djúpt í pyngjuna eins og kvik- myndas/ningar. Er það svo, sem sumir voru hræddir við, er íþróttavallargerðin var fullráðin á þessum stað, að fólk mundi telja eftir sporin út á Melana? Skyldi það geta verið? Slíkt nenning- arleysi er harla ótrúlegt, þótt sila- keppshátturinn í göngulagi og hreyf- ingum höfuðstaðarbúa frekar styrki en veiki þá tilgátu. Nei. Það sem veldur fámenninu er líklega helzt makinda- og misskilnings- hugsunarhátturinn: — »Ætli það só nokkuð varið í þetta! Fari það! Ekki nenni eg! Nennir þú?« — Þessi bráð- drepandi fjörleysisaudi, kyrstöðunnar dyrkari og vonleysisins vegandi félagi. Ef fólk nenti eiuu sinni, góðveðurs- kvöld, að ómaka sig út á »Völlinn« og horfa á æskumenn höfuðstaðarins þreytahinaþrekeflandiog viljahvetjandi knattspyrnu-íþrótt — þá mundi það vekjast úr dvala og þora að láta sér detta í hug kinnroðalaust erindi skálds- ins: Táp og fjör og frískir menn — o. s. frv. Tvö síðustu kvöldin hafa knatt- spyrnufólagið »Fram« og Reykjakvikur- félagið þreytt af kappi — með þeim hætti, að »Fram« beið ósigur í fyrra- kvöld með 1 vinning móti 4 hjá Reykjavlkurfélaginu, en sótti sig aftur í gærkveldi og hlaut þá þrjá vinninga, en Rvíkurfél. einn. Það er mikil ánægja stundum að sjá þessa flokka þreyta list sína og má sennilega naumast milli sjá, hver skjöld- inu eigi að bera, svo eru þeir jafn- vígir. — En ef gera ætti upp milli þeirra, mundi sá dómurinn sennilega sanni næstur, að Rvíkurfólagið á þrekið meira en Fram-félagið mjúkleika og leikni, svo að áhorfendum þykir meiri ánægja að knattarmeðferð þess. í kvöld og næsta kvöld verður kapp- leikar áfram haðir, og ættu Reykvik- ingar svo að kunna að meta þá list, að fjölment verði á áhorfendasvæðinu. Látin er í Laugardælum síðastlið- inn föstudag frú Halldóra E. Jóns- son, f. Waage, áður gift Oddi lækni Jónssyni. Hún lézt í svefni. Yar lið- lega sextug að aldri. Skipafregn : »Gullfoss« kom á sunnudag með »fult hús« farþega. •— Meðal þeirra voru : Frú Lára Pálsdóttir, Halldór Kristins- son læknir, Karl Einarsson svslumaður, Vestmanneyjum, Gísli Johnsen konsúll, Guðm. Eggerz sýslumaður, Konráð Hjálmarsson kaupm., Mjóafirði, Einar bóndi á Eiríksstöðum á Jökuldal og Steinunn kona hans, Pótur Bóasson frá Reyðarfirði, Gísli Högnason frá Búðum og kona hans, Sigurjón Jó- hannesson bæjarfulltrúi frá Seyðisfirði, Ólafur Óskar læknir Lárusson og frú frá Brekku o. fl. »Tjaldur« kom í gær um miðjan dag. — Farþegar: Einar Arnórsson ráðherra, (ý Johnson konsúll, Hallgr. Bened:ktssonstórkaupm., Captein Trolle, Petersen Bio-stjóri, Jón Sivertsen stór- kaupmaður, Fenger stórkaupmaður. Stúdeutarir Einar Jónsson og Halldór Kolbeins, Forberg landsímastjóri, tveir útlendingar o. fl. Látinn er í gærkveldi í Landakots- spltala Guðmundur Gunnlaugsson verzlunarmaður, á fertugsaldri. Guðmundur var um mörg ár við verzlun hjá Guðmundi kaupmanni 01- sen hór í bænum, lipurmenni og hvers manns hugljúfi, er honum kyntist. Báskapar-horfur segja hygnir búandmenn alt ann- að en glæsilegar. Grasspretta hin rýrasta, en kaupafólksgjald afskap- legra en nokkrn sinni áður. Sildinni norðanlands kent um. Fljóttekinn til- viljunar-síidargróði meira metinn en hinn tryggi laadbúnaður. Bókarfreg*!!. Eimreiðin I. h. 1916. Þegar eg sá Eimreiðarböggulinn i harðindunum í vetur, sagði eg við sjálfan mig: Nú þarf dr. Valtýr að friðþægja fyrir »Þrjátíu ára stríðið* það í fyrra. Síðasta hefti árgangs- ins 1915 var fult af frásögninni um það og heilt eimreiðarhlass af svið- um frá því krónumarga striði. Sumir mætir menn vildu ekki láta binda það hefti Eimreiðarinnar ásamt öðrum Eimreiðarheftum — vildu ekki vita af því i hillunni. Eg drep á þetta til fróðleiks, þó að það beri keim af ofstæki. Reyndar er sú of- stæki ekki meiri né verri en ofstæki templara gagnvart vínvinum. Og ekki hefir þeim sumum — templ- urum — gengið svo vel að láta vera óbrotin tíu lagaboðorð guðs, að þeim farist að ámæla hinum, sem brjóta bannlögin. Dr. Þorvaldur situr i öndvegi Eim- reiðarinnar að þessu sinni og sýnir alþýðu stjörnudýrð festingarinnar, hugkvæmur og handlaginn. Þá kemur St. G. St. með vel kveðnar vísur úr ýmsum áttum. Næstur er undirritaður með »Föstudaginn langa 1914«, endurminningar utan af voða- auðn þess fimbulvetrar. Þá var alt líf á heljarþrimi ódæma fannkyngju. En hins vegar var gengið til alþing- iskosninga með þeirri angurgapa- mensku víðsvegar um land, sem andskota árs og friðar orkaði páska- hláturs bak við tjöldin stórhríðar- innar. Frúin háaldraða í Stykkishóln.i rit- ar enn um æskuminningar sínar, vel og fróðlega. Sú kerling er »ger- semi sem mest« og mætti enn þá opna blekbyttuna. — fakob Thorar- ensen á tvö kvæði i þessu hefti, snildarleg bæði, stuttorð og frumleg. Annað er um »sjálfstæðinginn« á pappírnum, sem er þó aumasti ætt- leri í öllum sönnum greinum. Hitt er um syndara, sem er að hrapa fram af hömrum. Skáldið afspikar syndaselinn í hrapinu og tekur inn- an úr honum um leið með þeim handtökum og orðakyngi, sem eg get ekki annað en öfundað hann af'. — Axel Thorsteinsson skálds ritar frásögu og fer efnilega af stað. Þá eru smágreinar um bækur og þess- háttar. Dr. Valtýr er glöggur ritdómari og sanngjarn — þegar hann vill þann flötinn uppi hafa. En stund- um verður honum sú skissan á, að gerast smásmuglegur og fara þá á mýflugnaveiðar og með »tinukerin« í berjamó. Þó að svo kunni til að bera, að hann komi inn fyrir landa- merki mín i þessum erindum, þá er mér það til alls engrar gremju. Hann er pó góður gestur og vel- kominn. En eg þykist allgóður heim að sækja, þó að eg játi ekki hverju orði, sem aufúsugestur mælir. Og með þessum formála er eg þá kominn að þeim atriðum, sem okk- ur dr. Valtý greinir á um. »0g liti nú á þeir, sem spekimenn eru«, sagði Glúmur. Dr. Valtýr segir í ritdómi um 120 hrinohendur: »Hefir hann stund- um orðið að gripa til rangra eða afbakaðra orðmynda vegna bins dýra ríms, t. d. heið fyrir heiði, þögl fyrir þögul og jafna fyrir jafnan«. Eg get nú sagt dr. Valtý það, að eg set ekki eitt einasta orð i kvæði, sem eg þykist vanbúinn til að verja, og naumast í sundurlaust mál, svo nákvæmlega athuga eg hvert orð. En það er satt, að ávalt er það álita- mál, sem deila má um, hvort eitt orð sé rétt eða ekki rétt. Niður- slaðan fer eftir því, hvort vörnin er bygð á undirstöðu framburðar-mál- venju eða uppruna orðsins, eins og vér þekkjum hann frá fornu fari. Þó að eg taki nú tii máls um fáein atriði, sem okkur dr. Valtý greinir á um, er ekki svo að skilja, að þrætugirni komi mér af stað. Hitt er heldur, að eg hefi gaman af að malda i móinn, þar sem islenzkan og málfræðin eiga ber á hverri þúfu og móinn með. Þóql er ómótmælanlega rétt orð- mynd. Og er hver maður firru- maður, sem finnur að notkun þess orðs. Það er jafnrétt sem brullaup fyrir brúðhlaup. »Þöglar ásti«« heitir prentuð saga, og fer vel á því nafni. Naumast mundi nokkur bragðnæm- ur maður á mál kjósa heldur pöqul- ar ástir. Þess háttar samdráttur orð- anna er algengur í fornu máli, bæði samföstum orðum og sundurlausum. — »Alla jafna« stóð nýlega í ísa- fold í ritgerð, og þá er það skálda- ieyfi, að segja einungis jafna fyrir alla jafna. »Hann kvaðst þat gjarna vilja« stendur í einni íslendingasögu, ekki gjarnan. Björn heitinn Jóns- son ritaði helzti fyrir helzt til. Sú orðmynd — helzti — kemur fyrir í Njálu og hölsti í Vopnfirðingasögu. Þá kem eg að orðinu heið. Eg mun hafa sett i handritið heið’ með úrfellingarmerki, en það hefir þá fallið niður í »prentverkinu«. En eg þarf ekki að koma þessu af mér. Heið er gilt og gott og á fornan rétt á sér og mun hafa verið til i fornmálinu. Tií þess benda samsett orð, t. d. heiðló og heiðmyrkur. En hvað sem þv} líður, þá er það skálda- leyfi, að nota orðstofna eins og full- komin orð. Og heið er þó stofn orðsins eða sú undirrót, sem ýmsar orðgreinar hafa kvíslast frá með litið breyttum merkingum. Páll Vidalin kemst inn á upprunaóðal heiðarinn- ar og rekur frumþýðingu þess orðs rækilega i ritgerð sinni »Heiðingi« í Skýringum yfir fornyrði lögbókar. Hann segir, að upprunaþýðing orðs- ins heiðingi sé sú, að sá sé heið- ingi, sem býr i birtunni, því að heiði, þ. e. a. s. hálendið og heiði himinsins, séu samvaxnar i frum- hugmyndinni. Og vist er um það, að þetta orð er gamalt og frjósamt og deilist víða og á ýmsar lundir; hefir og margar myndirnar. Heiður er völvunafn og harla fornt, dregið af heið eða heiði. Þá er heiðna, ísgljá með heiðríkjulit. Heiðni er eitt systurorðið. Þá er kynlaust nafn í fleirtölu heið — »ok váru heið upp í himininn« segir í Bjarnar sögu Hítdælakappa. Svo mikið þanþol hefir þetta orð. Upprunaorðið er vafalaust heið. En ef þvi verður neitað, þá er þó stofn- inn eftir. En stofnar eru stundum hafðir i stað orðanna sjálfra i skáld- skap. Ginrt og %ár kemur fyrir í Íslendingasögum og Fornaldarsögum. En nú er sagt meira — bætt við endingum: ginningar og gárungar. Það er og skáldaleyfi, að taka fram fyrir hljóðvörp. »Tveim skjaldnm« sagði Eyvindur skáldaspillir. Og Steinunn móðir Skáld Refs sagði jarðu fyrir jörðu. Þessi afbrigði málsins eru fögur. Og stýfð orð, þ. e. endingarlaus, eru fögur, bæði reið (eimreið) og heið. Höfundur Grettissögu nefnir Spjótsmýrr í nefni- falli, en mýri í öðru orðinu, ekki þó í vísu, svo að rímþörfinni er alls ekki um að kenna. Svo er að sjá, sem fornu snillingarnir bregði fyrir sig frábrigðum orða að gamni sínu, eins og þegar t. d. mófugl stendur á öðrum fæti og syngur og hneigir sig. Dr. Valtýr talar um rímgalla, þar sem eg læt fallast i hringhendufaðma: SamanvaWar sól og hún signa dal á vori. En ef þetta er réttmetiun rímgalli, þá er allur þorri dróttkveðinna forn- skáldavísna rímgallaður. Þá stenzt ekki jafnvel fegursta vísa frægasta fornskáldsins eldraunina. Eg á við vísuna annáluðu eftit' Kormák: Brámáni skein brúna brims und ljósum himni; bri'wií — htmni er þá vitavert og hvarmatuw^ls og hriw^a skýtur þá skökku við. Samskonar dæmi eru auðfundin i visum allra fornskálda. Og þó voru þeir lista- menn í rimfræðinni. — Eg ætla að gripa tækifærið, fyrst eg er að ræða um málfræðiefni og drepa á atriði, sem þó er úr annari átt og óskyldri. Finnar tveir og báðir fónssynir, annar á Kjörseyri og hinn í Höfn, hafa ritað um bæj- arnafnið Kjörseyri af hverju dregið mundi vera. Dr. Finnur neitar þvi, ef eg man rétt, að Kjörseyri geti verið dregið af kjör, því að þá hlyti það að heita kjaraeyri samkvæmt málfræðisreglum. (Ef eg fer rangt með, þá er misminni um að kenna, orðaskifti nafnanna ekki við hendina). Nú stendur þessi kynlega málsgrein í Fljótsdælu og er eignuð Helga Droplaugarsyni: »Því bauð ek yður kjörs á«. Ef s-ið er rétt sett i þessu orði þá er það naumast rangt sett í Kjörseyri. Ef eg hefði náð í dr. B. M. Ólsen, mundi eg hafa sézt að fótum hans um þetta mál — til spurnar og úrlausnar. Anoats kem- ur orðmyndin Kjörseyri fyrir í Flat- eyjarbók. Þegar eitthvert timaritshefd kem- ur á borðið, verður mér ósjálfrátt að lita til annara timarita og gera þá samanburð. Einkum verður mér litið til nýgræðinga og þykir mér jafnan vænt um þá, ef þeir eru ekki bersýnilegur góugróður, sem enga framtið qetur átt. Það eru aplagot, sem fæðast fyrir timann. Mér komu nýgræðingar i hug, þegar eg sá Axel þarna í Eimreiðinni. Jónas Jóns- son (yngri) frá Hrafnagili var i fyrsta sinn á ferðinni i Skírni s. 1. haust með sælgætis gáskasögu. Ekki er hann ættleri. Þórir Bergsson hefir átt áqœtar smásögur í Skírni s. 1. missiri. Það mun vera dulnefni, Sigurður Hvanndal átti allgott æfin- týri í Skírni í fyrra og las eg það með ánægju. Þá er hann Kvenna- brekku Smári á ferðinni i Eimreið- inni og Óðni nokkrum sinnnm. Eg mun ekki eiga við þann mann að virða góðgirnina. En þó skal hann njóta sannmælis, þess er hann á: Hann yrkir mjög snyrtilega og reynd- ar prýðilega. í april 1916 Guðm. Friðjónsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.