Ísafold - 29.07.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.07.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD Ttlóíorbáfur. Útgerðarmaður, sem vill kaupa mótorbát, óskat eftir til- boðum um nýlegan bát hér um bil 10 tonna með 18—20 hesta vél, helst »Alphavél«, sem hefir 7—8 mílna hraða. Tilboðin, er skulu vera skrifleg, með góðri lýsingu á bátnum, aldur, uppruna, byggingarlagi og efni og hvort línuhjól fylgi eða ekki og svo um vélina, nafn hennar, aldur og afl og yfir- höfuð mcð öllum nauðsynlegum upplýsingum, aíhendist skrif- stofu ísaíoldar,-merkt: 151, fyrir 14. ágúst n. k. t Þorvaldur Jónsson fyrverandi héraðslæknir ísfirð- inga var fxddur. í Kirkjubæjar- klaustti eystra, þann 3. sept. 1837. Faðirhansvar fón Guð- mundsson, þáverandi umboðs- maður, en síðar ritstjóri Þjóð- ólfs og alþingismaður, þjóð- kunnur og mikilsmetinn stjórn- málamaður á sinni tið, dáion 1875. En rnóðir Þorvalds var Hólmfriður Þorvaldsdóttir (sálmaskálds Böðvarssonar í Holti undir Eyjaijöllurr, dáins 1836), kvenskörungur mikill, svo sem títt er í þeirri ætt. Hun lézt 1876. Þau hjón eignuðust þrjii börn, og er hið líðasta þeirra látið með Þorvaldi lækni. En hin systkinin voru frú Kristín Krabbe (d. 1910), kona Haralds professors í Kaupmannahöfn, sem enn lifir í hárri elli, og móðir þeirra Þorvalds landsverkfræðings, Jóns skrifstofustjóra og þeirra bræðra, og bróðir Þor- valds var Sigurður fangavörður hér í Rvik (d. 1909). Þorvaldur heit. útskrifaðist úr latínuskólanum í Reykjavík 1857, og sigldi þá til Kaupmannahafnar. Lagði hann stund á læknisfræði við há- skólanu þar 1857—1859. En hvarf svo heim og hélt áfram námi undir handleiðslu Jóns landlæknis Hjaltalíns, sem hélt hér uppi læknakenslu frá árinu 1860, en þá hafði sú kensla legið niðri 60 árin næstu á undan. Þorvaldur heit. tók próf í læknisfræði þ. 17. sept. 1863, 13 árum áður en læknaskólinn var settur á stofn. Var hann hinn fyrsti, er próf tók hji Hjaltalín og er ítaríega sagt frá þeim viðburði i grein eftir Jón Hjaltalín í Þjóðólfi XVI. ár 1—2. — Var þá ekki um auðugan læknagarð að grisja til prófdómenda, að eins einn læknir til, Gísíi kancellíráð Hjálmarssen, þá uppgjafalæknir, en hinir prófdómendur Björn Gunnlaugs- son yfirkennari, A. Randrup konsúll og apótekari og Halldór Guðmunds- son adjuokt. Þorvaldur hlaut góða íyrstu einkunn og sérlega lofsamlegan vitnisburð landlæknis i þokkabót. Kveður hann Þorvald hafa fengið mikla þekking og vera sérlega vel að sér, einkum þó í meðferð sulla- veiki og þesskyns sjúkdóxna og eins í grasafræði, og telur landlæknir það mikils uíd vert, þar sem svo muni reynast eftirleiðis sem þangað til, að innlendar jurtir sé fyriitaks læknislyf. Að afloknu prófi var Þorvaldur þegar settur læknir í »nyrðra um- dæmi Vesturamtsins*, en það var hvorki meira, né minna en öll Vest- fjarða-álman: ísafjaiðarsýsla, Barðastrandarsýsla og Strandasýsla. Nú munu þar vera 10 læknaumdæmi og enn fleiri læknar. Veiting fyrir læknis- umdæminu fékk Þorvaldur 1865 og gegndi því alla leið fram á aldamót, er hann fékk lausn haustið 1900. Hann settist að á ísafirði 1863 og dvaldist þar jafnan síðan til dauðadags, eða nálægt 53, ár. Þorvaldur kvæntist 1864 frændkonu sinni Þórunni (Jónsdóttnr prests Hjartarsonar á Gilsbakka og konu hans Kristínar Þorvaldsdóttur Böðvars- sonar sálmaskálds). Hún lézt 1912. Af börnum þeirra lifa 6: Jón læknir á Hesteyri, Ólafur verzlunar- maður i Kanpmannahöfn, Hólmfriður gift móðurbróður sínum, Árna verzlunarstjóra Jónssyni á ísafirði, Helga kona sira Páls Stephensen i Holti, Gyðríður kona dr. Björns Bjarnarsonar frá Viðfirði og Kristín, eig- andi listverzlunarinnar í Pósthússtræti hér i bæ. En ein dóttir er látin fyrir nokkrum árum, Sigriður fyrri kona Þorv. Krabbe. Þorvaldur heitinn var um langt skeið forstjóri sparisjóðs ísafjarðar, og bankastjóri útbus Landsbankans frá 1904—1912, póstafgreiðslumaður 1889—1905. Bókasölu hafði hann og lengi á hendi. Riddari af dannebrogsorðunni varð hann 1899. Ekki mun Þorvaldur læknir hafa látið sig landsmál miklu skifta, nema ef til vill eitthvað áratuginn 1900—1910. En héraðsrikur mun hann jafnan hafa' verið og mátti vita, að eigi væri það riim skipað nein- um veifiskata, er hann sat, svo mikill atorku og kjarkmaður, sem hann var, eins og hann átti kyn til að rekja. Um ráðdeild hans og áreiðanleik í viðskiftum fer ekki tvennum sög- um. Einkum var orð á því gert, hve góð regla hefði verið á úíbúi Lands- bankans, er hann skilaði því af sér, þá hálfáttræður orðinn. Læknastétt landsins á hér á bak að sjá Nestor sínum, bæði að aldri og embættisprófi. Þar sem hans lengst naut, þar sem æfis.tarf Þorvalds heit. er fólgið, á Isafirði mun hans lengi minst — ekki sízt fyrir.það, að fyrir hans atorkn komst upp sjúkrahus í kaupstaðnum. Ferro bátamótori I Bandarikjunum er Ferro bátamótonnn tekinn fram yfir alla aðra mótora i fiski- og dráttarbáta. Sparið yður fé með að leita upplýsinga um Ferro áður en þér gerið mótorkaup yðar annarstaðar. Feno er knú5or með steinolíu. Verksmiðjan smíðar 2^/a "1 2S hestsafla-rnó:ora. 15 hestafla-mótorar kosta aðe ns 1119 krónur í New-York. Ferro utanborðsmótorinn hefir 2^/2 hestöfl. Er með Bosch Magneto. Eyðir litlu. Ferro breytir rónum bátum í mótorbáta á 10 minútum. Enginn mótor er betri á smábáta. Kostar aðeins 345 kr. í Kew-York. Notið tækifærið í haust að fá mótorana frá New-York með isl. skipunurr. Sendið pantanir yðar tíman- lega. Skrifið eftir verðlista og upplýsingum í dag. Pósthólf 383. A*alumboðsm. S. Kjartansson. ¦ Reykjavík. Reglugerð um viðauka við reglugerð 30, júui 1916 um ráðstafanir til að tryggja verzlun landsins. Sarnkvæmt heimild i bráðabirðgalögum 24. maí 1916 eru hjermeð sett eftirfarandi viðaukaákvæði við reglugjörð 30. júní 1916. 1. gr. Bannað er að hlaða í skip á íslenzkri höfn fisk og fiskafurðum, þar á meðal síld, síldarmjöl og síldarlýsi, ull, gærur og saltað kjöt, án þess að varan hafi verið boðin til kaups umboðsmanni Breta hjer k landi, nema hann hafi neitað að kaupa eða liðnir sjeu meira en 14 dagar frá framboðinu án þess að hann hafi svarað. Hver sá, er hlaða lætur ofannefndar vörur, svo og skipstjóri, er við þeim tekur, án fullnægju framannefndra skilyrða, skal sekur um 200—10000 krónur til landssjóðs. Skip og farmur er að veði fyrir sektunum. 2. gr. Bannað skal að afgreiða skip frá íslenzkri höfn, nema lögreglustjóra eða umboðsmanni hans hafi verið sýnd skilríki fyrir því, að skilyrðum, er í 1. gr. getur, um framboð til umboðsmanns Breta hafi verið fullnægt. 3. gr. Ákvæði 1. og2. gr. gilda að eins, ef vörur þær' er í l.gr. getur, eiga að fara til annara landa en Stóra-Bretlands, bandamanna þess, Spánar, Ameríku eða til Danmerkur til heimaneyzlu að því leyti, sem útflutningur hjeðan í því skyni kann að geta átf sjer stað, og eftir reglum, sem þar um verða settar. 4. gr. Skip, sem nú liggur á íslenzkri höfn og bíður hleðslu eða er-byrjað að hlaða nefndum vörum og eigi eiga að fara til Stóra-Bretlands, bandamanna þess Spánar, Ameriku eða Danmerkur undir skilorði því, er í 3. gr. getur, má eigi heldur afgreiða án fullnægju áðurnefnds skilyrðis um framboð til umboðsmanns Breta, en í þessu tilfelli verður svar veitt innan 24 klst. frá móttöku framboðs. 5. gr. Með mál út af brotum gegn reglugjörð þessari skal fara sem almenn lögreglumál. 6. gr. Reglugjörð þessi öðlast þegar gildi. í stiórnarráði íslands, 28. júli 1916 Einar Arnórsson Jón Hermannsson. Globuspumpur, jBSMgHHKMC^'"" ^^ ^^ m^2 t (Svendborgarpumpur),! eru^viðurkendar þæt beztu^og endingarbeztu pumpur í"báta og þilskip.J Þegarjgseldar i|alIa"Faxaflóakútterana ofl. ofl. Byrgðir af pumpunum í mörgum stærðum koma með »íslandi« næst. @. Cllingsm. Nokkrar góðar jarðir til kaups. Upplýsingar hjá Jóni Magnússyni, Suðurgötu 6_____________Reykjavik. éiezf að auglýsa i %3safoíé.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.