Ísafold - 29.07.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.07.1916, Blaðsíða 1
r Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 5 kr., erlendis 7x/2 kr. eSa 2 dollar;borg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD w^mw «^M^s^^g»^»^*iw»"S^»« Uppsögn (skrifl. bundin við áramót, er óglld nema kom- In só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus vlð blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Hitstjari: Dlafur Björnsson. Talsimi nr. 455. XLIII. árg. Reykjavík, laugardaginn 29. júli 1916. 56. tölublað Hérmeð leyfi eg mér að tilkynna að eg (eftir að e% i meir en ij ár hefi stjórnað Slippfélaginu í Reykjavik) setii i fyrra mánuði á stofn verzlun fyrir minn eigin reikning^ i Aust- ursirœti ij (gengið inn frá Kolasundi). Verzlunin mun framvegis hafa á boðstólum allan útbúrjað og alt til viðgerða i trollurum, fiskikútterum, mótorbátum og opnum skipum, einnig allskonar máln- Jng og málningaverkfæri til húsa og sjóföt allskonar. Alt fyrsta flokks vörur, hentugar til notkunar hér. Verðið sanngjamt. Pant- anir út um land afgreiddar fljótt og nákvæmt. Vil gera mér alt far um að gera við- skiftamenn mina ánægða. — Skrifið eftir vörulista. Virðingarfyllst. O. Ellingsen. Sími 597. Símnefni: Ellingsen, Reykjavik. AlþýBufél.bókasafn Templaran. B kl. 7—9 BotgarstjórRBkrifstofan opirt virka dasa 51— U Bœjarfögetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 1—1 Bœjargjalakerinn Laufásv. 6 kl. 12—8 og l—1 íslandsbanki opinn 10—4. KJ.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10sl»d. Alm. fundir fid. og sd. 8»/« slod. Landakotskirkja. Guosþj. 9 og 6 a helguxn Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—3. Bankastj. 10—12. iandsbókasafn 12-3 og 6-8. Útlán 1—3 Landsbúnaoarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhiroir 10—2 og 6—6. Landsskjalasafnio hvern virkan dag kl. 12—2 Landsslminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 1—7. Listasafnio opio hvern dag kl. 12—2 NAttúmgripasafnio opiö l<(i—21/' a mnnnd. Pösthnsio opio virka d. 9—7, snnnud. 9—1. Samábyrgo Islands 12—2 og 1—6 sBtjórnarraosskrifstofurnar opnar 10—1 dagl. Talíimi Reykjavlkur Pósth. 8 opinn 8—12. Vlfilstaoahælio. Heimsóknartimi 12—1 tjóðmenjasafnio opio hvern dag 12—2. Vandaðastar og ódýrastar Líkkistur seljum viö undirritaðir. Xistur fyiirliggjandi áf ýmsri gerð. Steingr. Guðmundss. Amtm.stíg 4. Tryggvi Arnason Njálsg. 9. nnnrrrTrrraiittiTfirrr Klæðaverzlun BH. Andersen & n.| B Aðalstr. 16 P Stofnsett 1888. Simi 32. þ þar ern fötin saumuð flest þar eru fataefnin bezt Yerzlunarmálið. Síðan styrjöldin hófst, hafa verzl- unarmálefni vor verið á fjórum stigum: i. Höfðum vér frjálsa verzlun. Englendingar heftu eigi vðruflutn- inga frá eða að landinu. Þessu fór fram fram yfir nýár 1915. 2. Þvi næst var það, að banda- menn hófu verzlunarstyrjöldina á hendur Þjóðverjum. Um vörur hingað settu þeir þau skilyrði, að þær mættu eigi vera frá Þýzkalandi eða af þýzkum uppruna. Ef svo var, tóku Bretar þær. Ennfremur sleptu þeir engum vörum fram hjá sér, sem samkvæmt skipsskjölunum ittu að fara til Þýzkalands. 3. Þar næst varð það sumarið 1915, að Bretar tóku að leggja svp- nefndar »klausulurc á vörur, sem héðan voru sendar til Norðurlanda, eða skuldbinding um það, að þær yrðu eigi fluttar út úr landinu, er þær voru fluttar til héðan. 4. I vetur héldu fulltrúar banda- manna fund í París, og ákváðu, að allur aðflutningur til Norðurlanda eða Hollands skyldi heftur á vörum, er þeir töldu víst eða sannað, að mundu fara þaðan til Þýzkalands. Fyrir því kom hingað gegnum brezku stjórnina fregn um, að engum aðal- afurðum vorum, svo sem fiski, lýsi, ull eða saltkjöti yrði slept til Norð- urlanda. Jafnframt var tekið að binda allan dtflutning á framleiðslu- vörum frá Bretlandi, svo sem salti, kolum, veiðarfærum, striga, tunnum o. s. frv., því skilyrði, að vörur þær, sem framleiddar væru eða tilreiddar með þessum vörum, skyldu eigi verða seldar til óvina Breta eða áð- urnefndra hlutlausra landa. Ennfrem- ur hafa verið lagðar alveg samskon- ar skuldbindingar á salt, oliu o. s. frv., enda þótt eigi væri útflutt frá Bretlandi, en skipið, sem flutti vör- una, kom við i brezkri höfn eða skipseigandi eða kaupandi vörunnar var upp á Bretland kominn, t. d. vegna kola, salts o. s. frv., er hann þurfti að fá frá Bretlandi. Þess vegna hafa nú svo að segja allir íslenzkir kaupmenn, sem með framleiðsluvörnr, svo. sem salt, kol, olíu, veiðarfæri, striga o. s. fiv. verzla, og útgerðarmenn, gefið skuld- bindingar þær, sem á öðrum stað í blaðina eru birtar. En þær gera það að verkum, að þeim er óheimilt, og strangar sektir lagðar við, að selja eða láta af hendi vörur héðan til annara en þeirra, sem Bretar leyfa, enda stöðva Bretar vægðarlaust allar vörur, sem sendar eru héðan gagn- stætt því. Þegar hingað kom fréttin um það, að Bretar ætluðu að stöðva vörur vorar og eigi að leyfa þeim að fara til Norðurlanda, þar sem aðalmark- aður þeirra hefir verið og eini mark- aðurinn fyrir sumar þeirra, gerði landsstjórnin, með ráði Alþingisnefnd- arinnar (Jóns Magnússonar, Guðm. Björnssonar, Skúla sál. Thoroddsens, Jósefs Björnssonar og Sveins Björns- sonar) tilraun til að fá Breta til að kaupa af oss nefndar vörur. Sú til- raun hepnaðist svo, að bæði Kaup- mannaráði íslands og téðum nefnd- armöndum þótti vel við unandi yfir- leitt, þótt verðið væri eigi svo hátt, sem hæsta verð á þeim hefir verið síðan stríðið hófst. Énnfremur skuld- bundu Bretar sig til þess að láta oss hafa nauðsynjar frá Bretlandi, auk ýmislegs fleira i vorn hag. Vér átt- um að sjá um, að skip með farm héðan undirgengjust viðkomuibrezkri höfn — og það hefir verið gert. En síðan hafa Bretar gert harðari kröfur, er þeir segja að sé sam- kvæmt anda samkomulagsins við þá, er gert var í vor með ráði og samþykki Alþingisnefndar og kaup- mannaráðs. Nú hefir brezki ræðis- maðurinn hér skriflega tjáð stjórn- inni: að brezka stjórnin geri þá kröfu, að engu skipi verði leyft að hlaða þeim vörum, sem í neðan skráðri reglugerð segir, 'né fái afgreiðslu úr íslenzkri höfn, nema umboðs- manni Breta hafi áður verið veitt- ur kostur á að kaupa þær, og að brezka stjórnin sé neydd til að halda áfram ótakmarkað að synja um allan útflutning hingað frá Englandi, þar til þessari kröfu verði fullnægt. Þeir, sem samkomulagið þekkja, telja þetta nýja kröfu, er eigi geti bygst á samkomulaginu áðurnefnda. Sem stendur liggja í brezkum höfnum nokkur skip á leið hingað til lands með tunnur eða þau áttu að taka kol i Englandi o. s. frv. Og halda Bretar þeim þar til þessu máli er til lykta ráðið. Landstjórnin hefir borið þessar nýju kröfur Breta undir Alþingisnefndina, og hefir með ráði hennar (þeirra Jóns Magnússonar, Kristins Daníelssonar, sem tekið hefir sæti í nefndinni í stað . Skiila sál. Thoroddsens, og Sveins Björnsson- ar. Jósef Bj. er nýfarinn úr bæn- um og G. B. var tekinn á Flóru) og samþykki sett reglugerð þá, er hér er prentuð í blaðinu. Má eiga það vist, að skip þau, sem nú liggja í brezkum höfnum og hingað ætla, verði skjótlega leyst, og að vér fáum leyfi til vöruflutninga frá Bretlandi, eftir þvi sem vér höf- um heyrt úr áreiðanlegri átt. Þar sem Bretar höfðu ákveðið að stöðva allar helztu afurðir vorar og hafa aflið til þess, mátti ávalt búast við því, að þeir mundu setja það sem skilyrði fyrir útflutuingi vöru hingað frá Bretlandi, að sett yrðu ákvæði um, að engin skip mætti hlaða eða afgreiða héðan nema Bret- ar fengju færi á að kaupa vöruna. Enn fremur hefir það litla þýð- ingu úr því sem komið er, þótt bönnuð sé hleðsla skipa eða afgreiðsla, þar sem framleiðsla er samkvæmt Tilkynning Nýjar vörubirgðir eru nú komnar til v. b. n. af flestum nú fáanlegum V efnað arvörum, i fjölbreyttu úrvali. Vegna timanlegra innkanpa getnr verzlunin boðið viðskiftamönnum sin- um þan beztn kaup sem völ verður á í ár. Ennfremnr hefir verzlunin: Papp og ritfðng, Sólaleður og skósmíðavörur. Vandaðar vörur. Odýrar vörur. Verzlunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. Bókhaldari. Æíður bókhaldari getur fengið 'góða stöðu hér i bæn- um á komandi hausti. Tilboð mcð launakröfu merkt: »Æfður bókhaldaric sendist sem íyrst á skrifstotu þessa blaðs. skuldb'ndingum framleiðenda og kaupmanna bundnir þeim skilyrðum, að þeir mega ékki selja hana til Norðurlanda. Allar sjávarafurðir eru bundnar þessu skilyrði vegna kol- anna, saltsins, olíunnar, veiðarfær- anna og umbiiðanna, því að þessar vörur eru ná allar >klausuleraðc. Kjötið sömuleiðis vegna saltsins, sem í það fer, og ullin vegna umbúðanna, sem hún er látin í. Af þessum ástæðum eru menn eigi með regluqerðinni eða ráðstöfnn- um stjórnar og Alþingisnefndar svift- ir sölumöguleikanum til Norðurlanda. Hann var farinn áður: 1. vegna hafnbanns Breta á þeim löndum, og 2. vegna skuldbindinga þeirra, er framleiðendur hér og kaupmenn hafa gefið og áður er getið. Hins vegar má nú vænta þess, að vér fáum hindrunarlítií nauðsynjar vorar frá Bretlandi samkvæmt þar um gefnum loforðum Bretastjórnar. Hvern listann á eg að kjósa? Islenzk gufuskipakol, Sú gleðifregn barst á miðviku- daginn frá sænska verkfræðingnum, sem vinnur að Stálvikurnámunum, að þar væri fundin ný og miklu betri náma með svo góðri kolateg- und i, að jafngilda muni brezkum gufuskipakolum (steam-coals). Full- naðarskýrslu um námuna er von um miðja næstu viku. Ef þetta. álit hins sænska verk- fræðings reynist ábyggilegt, er hér um að tefla ómetanlega auðsupp- sprettu í framtíðinni. Þessi spurning mun fljúga mörg- um í hug þessa dagana, bæði kon- um og körlum. Og mörgum verðnr erfitt að fulb. ráða þetta við sig af þvi hvað marg- ir eru listarnir og á þá skipað, suma, mönnum úr öllum eldri flokkum, svo úr því verður mesta krábull. Sjálfur hefi eg verið að ihuga grandgæfilega hvern listann eg ætti að kjósa og hefi, fyrir mitt leyti, komist að þeirri eindregnu niður- stöðu, að kjósa E-listann, lista hinna sönnu Sjálfstæðismanna, þann sem efstan hefir Einar ráðherra Arnórs- son. Hvers vegna kýs eg E-listann? E% kýs E-listann, af því eg veit að í höndum þess hluta gamla Sjálfstæð- islistans, sem að honum stendur, er sjálýstaðismálum þjóðarinnar bezt borgið. Þeir, sem eg vil kalla hina sönnu Sjálfstaðismenn, hafa sýnt það, að þeir halda sjálfstæðisstefnunni á hollri braut og skynsamlegri, án þess að gera nokkura vitleysu eða villast lít i þær öfgar sérvizku og þrá- kelkniskends ofstækis, sem æ mun verða málum vorum að falli, en ekki frelsi. •Skýrast og ótvíræðast kom þetta fram, er þeir i fyrra burgu fyrir landið þeim tveim stórmálum, sem þeim aldrei. verður fullþakkað. Þeim, hinum sönnu Sjálfstæðis- mönnum,_eigum vér fyrst og fremst að þakka stjórnarskrá og fána. Ef þeir hefðu látið öfgamennina i hin- um gamla Sjálfstæðisflokki ráð3, værum vér nú bæði stjórnarskrár- og fána-lausir. Þetta atriði finst mér svo úrslita.-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.