Ísafold - 12.08.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.08.1916, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD L Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Reykjavík, selja: Vefnaðarvörur — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innritatnaði. Regnkápur — Sjóíöt — Ferðaföt. Prjónavörur. Netjagarn — Línur — Öngla — Manilla. Smurningsoliu. Yandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. Skipatökur Breta. Að því er frézt hefir, hafa brezk herskip síðustu dagana tékið hvert skipið af öðru við strendur landsins og haft með sér til Englands. Skip, sem. átti að fara til Asgeirs Péturssonar á Akureyri með tunnur, »Stralsund€, var tekið við Langanes ,og farið með það til Lerwick og þar kvað það liggja enn. Ennfremurvar skipið »Assistenten«, eign Falcks í Stavanger, tekið á leið frá Raufarhöfn til Norðfjarðar með 500 tunnur af beitusíld handa Norð- fkðingum og farið með það til Bret- lánds. Margar fleiri sögur þessu líkar um skipatökur Breta heyrast nú daglega. Að voru áliti er enginn vafi á því, að þessar skipatökur eru beint brot á samkomulaginu við Breta, auk þess sem þær virðast alveg ástæðu- lausar, og að því er »Assistenten« snertir, einber fjarstæða, sem verður til þess eins, að menn á Aust- fjörðum eru sviftir bráðnauðsynlegri beitusíld. Eru þessar skipatökur yfirleitt þannig vaxnar, að einasta skýring þeirra er það, að sprotnar sé af misskilningi skipstjóranna brezku — en ekki runnar undan rifjum stjórn- ar »verndara smáþjóðanna*. Eigi að síður baka þær mikið tjón og þi|í meiri gremju hér á landi. Oss furðar á því, að hlutaðeig- endur, sem fyrir þessum bdsifjum verða, skuli ekki þegar hafa borið sig upp við landsstjórnina, þar sem henni er það að sjálfsögðu skylt og vér vitum, einnig ljúft að gera það, sem í hennar valdi stendur til þess, að þeir fái leiðrétting mála sinna og að þessu lík athæfi verði ekki end- urtekin. »Stórveldin« tvö, þeir herrar Ólaf ur G. Eyjólfsson og Páll H. Gíslason hafa sagt ísafold stríð á hendur í síðasta »Landinu«. Tilefnið er það, að ísafold ieyfði sér að telja þá »fjármálahöfuð« í flokki með Birni bankastjóra Kristjánssyni. Hernaðartæki »stórveldanna« eru að mestu þindarlaus vaðall út í loftið sem á engum hrín, nema þeim sjálf- um. Þar að auki nota þau hin gömlu blekkinga-vopn, að alt hefði verlð »all-right«, ef ekki hefði verið gert »samkomulagið« við Breta. Svo eru heilindin mikil, að annað »stórveld- anna« hefir eftir því sem ísafold er tjáð, s j á 1 f t bundið slg við kaup- manna-skuldbindinguna gagnvart Bret- um, sem prentuð var í 57. tbl. ísa- foldar og í sér felur loforð um að selja engum þjóðum íslenzkar vörur, nema þeim, er Bretar leyfa. Það er með öðrum orðum hið sama og í sam- komulaginu felst. Fjármálaspekin mikla. í grein, sem nú er að byrja að köma út í »Landinu« og heitir »Um seðlabanka«, segir Björn bankastjóri Kristjánsson, að svo mikið hafi bor- ist að bönkum erlendis af gulli, að þeir hafi sumir hverir sett verð þess niður, Noregsbanki um 5 %, »og sýnir þetta«, segir bankastjórinn, »hvað mikið af gulli hlýtur að vera í umferð meðal almennings á frið- artímum«. En hvaða irafár heldur bankastjór- inn að hafi gripið t. d. norska »al- menninginn«, úr því hann er orð- inn svona ólrnur í að losna við gullið? — Skyldi almenningur úti um Iönd vera orðinn svo hræddur við gullið, að hann vilji endilega hafa skifti á því og seðlum? — Það er svei mér gott, að lesendur »Lands- ins« eiga bankastjórann að til að leiða sig í allan sannleika um gull og seðla, svo að ekki er hætt við því að þeir fari að hrúga gullinu inn i Landsbankann hérna. Enda gæti þá svo farið, að Björn yrði ekki glaðari við, en þegar honum var boðið Ameríku-gullið forðum. Vill »Landið« annars ekki sjá um, að þessi stór-merkilega grein banka- stjórans verði þýdd á helztu mál Norðurálfunnar og birt í erlendum blöðum, til þess að reyna að sanna almenningi þar, að þessi gullhræðsla sé ástæðulaus? En okkur hérna heima ætti banka- stjórinn afð fræða um það, hvort það hafi verið aðstreymi venjulegs norsks gullgjaldmiðils, sem hafi valdið verð- falli gullsins í Noregsbanka, eða það hafi verið aðstreymi af gulli frá öðr- um löndum, t. d. Þýzkalandi, þar sem búa um 70 milj. manna. Því e. t. v. yrðu menn ekki alveg eins undrandi vfir verðfalli gullsins í Noregsbanka, ef það kæmi upp úr kafinu. — En þá er þetta nú ekki heldur nein sönnun fyrir því, hve mikill gullgjaldmiðillinn er meðal al- mennings í Noregi á friðartimum. Fróðleiksjtís. Látinn er nýverið úr taugaveiki Geir bóndi Egilsson að Múla í BiskupBtungum, mesti dugnaðar- maður á bezta aldri, sem mikil eftirsjá er að. Verðlaun úr hetjusjóði Carnegies hefir Jóel Hjálmarsson, unglingspiltur í Húsavík hlotið, 800 kr. Tilefnið vaskleikur hans við eldsvoða á heimilinu. Launaákvæðin í till. launanefndarinnar. Hér verða teknar upp greinar þær úr launa-frumvarpi, er fjalla um laun opinberra íslenzkra starfsmanna. 9. gr. Landritari hefir 6000 kr. árslaun. Skrifstofustjórar i stjórnarráðinu hafa að byrjunarlaunum • 3600 kr. á ári, en launin hækka á hverjum 5 ára fresti um 300 krónur upp í 4500 kr. Fulltrúar í stjórnarráðinu hafa að byrjunarlaunum 2400 kr. á ári, en launin hækka á hverjum 3 ára fresti um 200 kr. upp í 3200 kr. Aðstoðarmenn í stjórnarráðinu hafa að byrjunarlaunum 1600 kr. á ári, en launin hækka á hverjum 3 ára fresti um 200 kr. upp i 2600 kr. Skrifarar i stjórnarráðinu hafa að byrjunarlaunum 1200 kr. á ári, en launin hækka á hverjum 4 ára fresti um 200 upp r 1800 kr. Dyravörður hefir að byrjunarlaun- um 1000 kr. á ári, en launin hækka á hverjum 2 ára fresti um 100 kr. upp i 1400 kr. Ennfremur hefir hann ókeypis húsnæði, ljós og hita. 10. gr. Hagstofustjóii hefir að byrjunarlaunum 3000 kr. á ári, en launin hækka á hverjum 3 árafresti um 200 kr. upp í 4000 kr. Aðstoðarmaður i hagstofunni hefir að byrjunarlaunum 2000 kr., en launin hækka á hverjum 3 ára fresti um 200 kr. upp i 3000 kr. 11. gr. Háyfirdómarinn í lands- yfirréttinum hefir að byrjunarlaunum 5000 kr. á ári, en launin hækka á hverjum 4 ára fresti um 500 kr. upp i 6000 kr. Yfirdómararnir i sama dómi hafa að byrjunarlaunum 4000 kr. á ári, en launin hækka á hverjum 3 ára fresti um 200 kr. upp i 5000. 12. gr. Bæjarfógetinn i Reykjavík hefir að byrjunarlaunum 4000 kr. á ári, en launin hækka á hverjum 2 ára fresti um 200 kr. upp í 4800. Sýslumennirnir í ísafjarðarsýslu, Eyjafjarðaisýslu og Norðurmúlasýslu, sem einnig eru bæjarfógetar í ísa- fjarðarkaupstað, Akureyrarkaupstað og Seyðisfjarðarkaupstað, hafa að byrj- unarlaunum 3600 kr. á ári, en launin hækka á hverjum 3 ára fresti um 200 kr. upp í 4400 kr. Sýslumaðurinn i Gullbringu- og Kjósarsýslu hefir að byrjunarlaunum 3200 kr. á ári, en launin hækka á hverjum 3 ára fresti um 200 kr. upp i 4000 kr. Sýslumennirnir í Árnessýslu, Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, Barðastrandar- sýslu, Dala- og Strandasýslu, Húna- vatnssýslu, Skagafjarðarsýslu, Þing- eyjarsýslu og Suðurmúlasýslu hafa að byrjunarlaunum 3000 kr. á ári, en launin hækka á hverjum 3 ára fresti um 200 kr. upp í 3600 kr. Sýslumennirnir í Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu og Vestmannaeyja- sýslu hafa að byrjunarlaunum 2800 kr. á ári, en launin hækka á hverj- um 3 ára fresti um 200 kr. upp i 3400 ki. 13. gr. Auk launa fá bæjarfógetar og sýslumenn til árlegs kostnaðar við embættið þær fjárhæðir, sem hér eru taldar: kr. Bæjarfógetinn í Reykjavík . . 11500 Sýslum. i Eyjafjarðarsýslu . . 3500 — - ísafjarðarsýslu . . . 3000 — - Norðurmúlasýslu . 2100 — - Gullb.- og Kjósars. 2000 — - Suðurmúlasýslu . . 1800 — - Þingeyjarsýslu... 1600 — - Árnessýslu 1500 i 'ftrniEiríksson jj) 5 TJusfurstræfi 6 □ *2/Q)naéar~ %^rjona~og Saumavörur \ Q hvergi ódýrari né betri. þvoita~ og cVrainíœtisvorur beztar og ódýrastar. eSoiRföng og &œtiifœrisgjafir hentugt og fjölbreytt. □ Sýslum. i Barðastrandarsýslu, 1500 — - Mýra- og Borgarfjs. 1400 — - Snæf.-ogHnappads. 1400 — - Dala- og Strandas. 1400 — - Húnavatnssýslu . . 1400 — - Skagafjarðarsýslu . 1400 — - Vestmannaeyjas. . 1400 — - Skaptafellssýslu . . 1000 — - Rangárvallasýslu . 500 Allar aukatekjur, sem sýslumenn og bæjarfógetar hafa notið, falla hér eftir i landssjóð. 14. gr. Landlæknir hefir að byrj- unarlaunum 3600 kr. á ári, en launin hækka á hverjum 4 ára fresti um 300 kr. upp í 4500 kr. Héraðslæknirinn í Reykjavik, sem einnig er læknir og forstöðumaður Holdsveikraspítalans, hefir að byrj- unarlaunum 2800 kr, á ári, en launin hækka á hverjum 5 ára fresti um 400 kr. upp i 4000 kr. Héraðslæknarnir í Vestmannaeyja- héraði, Hafnarfjarðarhéraði, Patreks- fjarðarhéraði, Þingeyrarhéraði, ísa- f jarðarhéraði, Sauðárkrókshéraði, Akur- eyrarhéraði, Fáskrúðsfjarðarhéraði og Eyrarbakkahéraði hafa 1200 kr. árs- laun. Héraðslæknarnir í Skipaskagahér- aði, Borgarfjarðarhéraði, Borgarnes- héraði, Ólafsvíkurhéraði, Stykkis- hólmshéraði, Dalahéraði, Hólmavíkur- héraði, Miðfjarðarhéraði, Blönduós- héraði, Hofsóshéraði, Siglufjarðarhér- aði, Svarfdælahéraði, Reykdælahéraði, Húsavíkurhéraði, Vopnafjarðarhéraði, Fljótsdalshéraði, Seyðisfjarðarhéraði, Reyðarfjarðarhéraði, Norðfjarðarhér- aði, Mýrdalshéraði, Rangárvallahéraði, Grímsneshéraði og Keflavíkurhéraði hafa 1500 kr. árslaun. Héraðslæknarnir í Reykhólahéraði, Bildudalshéraði, Flateyrarhéraði, Hest- eyrarhéraði, Þistilfjarðarhéraði, Hró- arstunguhéraði, Siðuheraði, Berufjarð- arhéraði og Hornafjarðarhéraði hafa 1800 kr. árslaun. 15. gr. Heilsuhælialæknirinn á Vífilsstöðum og geðveikralæknirinn á Kleppi hafa að byrjunarlaunum 2400 kr. ári, en launin hækka á hverjum 4 ára fresti um 400 kr. upp i 3600 kr. Auk hértaldra launa hafa þeir ókeypis húsnæði, ljós og hita í sjúkra- hælunum. 16. gr. Dýralæknarnir í Suður- umdæminu, Vesturumdæminu, Norð- urumdæminu og Austurdæminu hafa 1500 kr. árslaun. 17. gr. Póstmeistari hefir að byrj- unarlaunum 3600 kr. á ári, en laun- in hækka á hverjum 5 ára fresti um 400 kr. upp í 4800 kr. Póstfulltrúi í Reykjavík hefir að byrjunarlaunum 1800 kr. á ári, en launin hækka á hverjum 3 ára fresti um 300 kr. upp í 3000 kr. Póstafgreiðslumenn í Reykjavik hafa að byrjunarlaunum 1500 kr. á ári, en launin hækka á hverjum 4 ára fresti um 200 kr. upp í 2300 kr. Póstafgreiðslumennirnir á ísafirði og Akureyri hafa að byrjunarlaunum 1600 kr. á ári, en launin hækka á' hverjum 3 ára fresti um 200 kr. upp í 2200 kr. Póstafgreiðlumaður- inn á Seyðisfirði hefir að byrjunar- launum 1400 kr. á ári, en launin hækka á hverjum 3 ára fresti um 200 kr. upp í 2000 kr. Póstaðstoðarmenn í Reykjavík hafa að byrjunarlaunum 720 kr. á ári,, en launiti hækka á hverjum 2 ára. fresti um 120 kr. upp í 1440 kr. 18. gr. Landsímastjóri hefir að'- byrjunarlaunum 3600 kr. á ári, en launin hækka á hverjum j ára fresti um 400 kr. upp í 4800 kr. Símaverkfræðingur hefir að byrj- unarlaunum 2400 kr. á ári, en laun- in hækka á hverjum 3 ára fresti um 200 kr. upp í 3400 kr. Stöðvarstjórinn í Reykjavík hefir að byrjunarlannutn 2000 kr. á ári,. en launin hækka á hverjum 3 ára fresti um 200 kr. upp i 3000 kr. Stöðvarstjórarnir á Isafirði, Borð- eyri og Akureyri hafa að byrjunar- launum 1800 kr. á ári, en launin hækka á hverjum 3 ára fresti um 200 kr. upp í 2600 kr. Stöðvar- stjórinn á Seyðisfirði hefir 2000 kr. árslaun. Símritarar hafa að byrjunarlaunum 1000 kr. á ári, en launin hækka i hverjum 3 ára fresti um 200 kr. upp í 200 kr. Aðs oðarmenn hafa að byrjunar- launum 600 kr. á ári, en launin hækka á hverjum 3 ára fresti um 100 kr. upp í 1200 kr. Talsímameyjar hafa að byrjunar- launum 480 kr. á ári, en launin hækka eftir 1 ár um 60 kr., og síðan á hverjum 2 ári fresti um 60 kr. upp í 780 kr. 19. gr. Landsverkfræðingur og vitaverkfræðingur hafa að byrjnnar- launum 360© kr. á ári, en launin hækka á hverjum 5 ára fresti um 400 kr. upp í 4800 kr. Aðstoðarverkfræðingar hafa að byrj- unarlaunum 2400 kr. á ári, en laun- in hækka á hverjum 3 ára fresti um 200 kr. upp i 3400 kr. 20. gr. Vitavörðurinn á Reykja- nesi hefir i árslaun 1500 kr., vita- vörðurinn í Vestmannaeyjum 800 kr., vitavörðurinn á Siglunesi 700 kr. og vitavörðurinn á Dalatanga 600 kr., alt auk þeirra hlunninda, sem þeir nú njóta. 21. gr. Skógræktarstjóri hefir að byrjunarlaunum 2400 á ári, en laun- in hækka á hverjum 4 ára fresti um 200 kr. upp í 3400 kr. Skógarvörðurinn í Reykjavík hefir i árslaun 1200 kr. Skógarverðirnir á Vöglum og Hallormsstað hafa 1000 kr. árslaun hvor, og njóta auk þess sömu hlunninda, sem þeir hafa nú. 22. gr. Fiskiyfirmatsmaður i Reykjavík hefir á árslaun 2000 . kr.,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.