Ísafold - 12.08.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.08.1916, Blaðsíða 1
í Kemur út tvisvar í viku. Verð árg. 5 kr., erlendis 7^/j kr. eða 2 dollar;borg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram Lausasala 5 a. eint il ISAFOLD Uppsögn (skrlfl. } buHdin við áramót, ( er ógild nema kom- } in sé til útgefanda l fyrir 1. oktbr. og » l só kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Ólafur BjörnssDn. Talsími nr. 455. XLIII. árg. Reykjavík, laugardaginn 12. ágúst 1916. 59. tðlublað Sfína. iHeyrðu Stína, Stína mínl Veiztu hvað jeg sá? Ærnar bitu i haganum Og lömbin ljeku hjá. Nú langar mig til að vita, Því jeg elska þig, Hvort þii vilt nú dansa og leika Svona fyrir mig ? En Stína dansar aldrei framar — Eitthvað er það, sem henni amar. Brostu Stina, Stina mínl Veiztu hvar jeg var? Jeg gekk út i hraunið Að horfa á stjörnurnar. Nú langar mig til að sjá Hvort yndislegar skin Siríus og Venus, Eða augun þin? En Stína brosir aldrei framar — Eitthvað er það, sem henni amar. Hlæðu Stína, Stina mínl Áðan fann jeg það, Að barn í vöggu hlo svo dátt, Mjer hitnaði' í hjartastað. Nú langar mig til að heyra Hvernig ástin hlær, Vita hvort að ylinn leggur Hjarta mínu nær? Jeg skal hugga þig. Þá vaknar kanske ást þín aftur, O — fyrir mig? En Stina hlær nú aldrei framar - Eitthvað er það, sem henni amar. Gráttu Stína, Stína min! Veiztu hvað jeg veit? Piltur náði hafmey á öngul, En af sig hún sleit. Nú langar mig að sjá þig gráta, En Stína grætur aldrei framar — Eitthvað er það, sem henni amar. Stína litla, Stína min I Viltu heyra ljóð? Það eru vökudraumar um Hvað þú sjert góð. Kondu nú fram i dalinn Og dreymdu með mjer, Þar á jeg kvæði falin Og öll handa þjer. En Stínu dreymir aldrei framar — Eitthv/fð er það, sem henni amar. Siqurður Sigurðsson. ArþýDnfél.bókasafn Templaras. 3 kl. 1—9 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 11— B Sœjaríógoiaskrifstofan opin v. d. 10—2 og -J. -? Bœjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 og 1—1 tnlandsbanki opinn 10—4. SLF.U.M. Lestrar-og skrif'stofa Sárd.—10 sioð. Alm. fundir fld. og sd. S»/s slöd. ijasdakotskirkja. Quðsþj. 9 óg 6 á holRWZö íiandakots'spítali f. sjúkravitj. 11—1. Æiandsbankinn 10—B. Bankastj. 10—13. Iiandsbókasafn 12—3 og 6—8. Útlan 1—3 íiandsbúnaoarfélagsskrifstolan opm frá 12—S Iiaadsféhiroir 10—2 og 5—6. )[iRndsskiaIasafnio hvern virkan dag kl. lís-—2 Siandsslminn opinn daglangt (8—9) virka dagst helga daga 10—12 og 4—7. iListasafnio opio hvern dag kl. 12—2 Kattúrugripasafnið opio l'/a—2>/s a sunnuri. PósthúaiS opið virka d. B—7, sunnud. 9—1. Samábyrgo Islands 12—2 og 4—8 JStjórnarráSsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Keykjavikur Pósth.S opinn 8—12. Vlfilstaoahæliö. Heimsóknartimi 12—1 ?jóomenjasafnio opið hvern dag 12—2. Landskosningarnar —i-1 ¦ > Afarlítil hluttaka. Aldrei nokkurntíma munu nokk- urar kosningar í þessu landi hafa verið neitt til líka eins aíar-illa sótt- 21 eins og »landskjöriðc siðastliðinn laugardag. Eftir þeim fréttum, sem komnar eru, eru líkur til að eigi hafi atkvæði greitt fleiri en 15—20 af hundraði hverjn, þ. e. 5.—6. hver kjósandi. Áhugaleysið er svo megnt, að undrun sætir. Gauragangurinn í Þversum-mönn- um gegn stjórninni hefir ekki fallið i þann jarðveg, sem þeir hafa við búist. Rógurinn út af brezka samkomu- laginu, svo dyggilega sem hann var rekinn, hefir ekki tekist, eins og til var stofnað, að æsa þjóðina í blindni gegn stjórninni. Lengra hafa áhrif hans ekki náð en að kyrsetja sennilega heima það af fylgismönnum stjórnarinnar, sem ekki hafaí rauninni viljað trúa róg- inum, en þó eigi verið búnir að átta sig til fullnustu á málinu. Miklar sögur ganga af óstýrilæti sumra »Þversum<t-forkólfanna við þessnr kosningar. En enginn veru- legur undirróður sagður af annarra hálfu. Sem spegill af vilja þjóðarinnar verða þessar landskosningar, því miður, markleysa ein — frá hvaða sjónarmiði, sem á er litið. Á kjörþing vantaði vafalaust meira en */5 hluta kjósenda. Hinn tæpi x/s hluti, sem kýs, get- ur eigi talist neinn fulltrúi þjóðar- viljans. Slikt og þvílikt áhugaleysi er þjóð- inni engin sæmd — einkum ekki þegar það kemur fram fyrsta sinni, sem velja á þingmenn til 12 ára þingsetu. Hinar afskaplega daufu undirtekt- ir um land alt í landskosningunum, koma berlega, í ljós í tölunum hér á eftir, scm teknar eru eftir skeyt- um bæði til ísafoldar og annara blaða. Hér í Reykjavík kusu: 820 af 3800 á kjörskrá. Hafnarfirði 58 af 431. Seltjarnarnesi 15 af 89. Eyrar- bakka 89 af 272. Stokkseyri um 60 af um 300. Vík 50 af 160. Dyrhólahreppi 37 af 80. Blöndu- ósi 20 af 50. Sauðárkróki 32 af 140. Skarðshreppi (Skagafirði) 6 af 44. Akureyri 160 af 600. Glæsi- bæjahreppi 40. Öngulsstaðahreppi 60. ísafirði 160 af 550. Súðavíkur- hreppi 9 af 90. í Ögurhreppi kusu 8 kjósendur. Kosningunni hér i Reykjavik var lokið kl. 7 e. hád. og frá kl. 4 til 7 höfðu komið um 50 manns til að kjósa. Aætlað var að fjórði hluti kjósenda, sem kusu hér, hafi verið konur, og hafa þá kosið um 200, en á kjörskrá eru um 2100. — A Akureyri höfðu sárfáar konur kosið, en fleiri þar í sveitunum í kring. En yfirleitt höfðu konur sótt kosn- ingarnar mjög illa. I Vestmannaeyjum kusu 115 kjós- endur alls (13 konur) af 412. Á Akranesi kusu 74 kjósendur af 265 á kjörskrá. í Innra-Ákranes- hreppi 30 af 46. í Borgarnesi 19 af um 70. í Árnarneshreppi í Eyja- fjarðarsýslu kusu 18 af um 120 á kjörskrá, og í Svarfaðardal 13 af 160—170. Á Patreksfirði kusu 20 kjósendur af 147 á kjörskrá. Á Bíldudal 31 af 130 á kjörskrá og Tálknafirði 12 af 90 á kjörskrá. A Þingeyri við Dýrafjörð 52 af 212 á kjörskrá. I Viðvikursveit í Skagafirði kusu 20 og í Lýtingsstaðahr. 6. í Bæjarhreppi í Strandasýslu 10, i Staðarhreppi 12. í Torfalækjarhreppi í Húnavatnsýslu 8. Á Siglufirði 19. 1 Stykkishólmi kusn 29, í Helga- fellssveit 15, í Skógarstrandarhreppi 10. A Seyðisfirði kusu 40. í allri Suður-Múlasýslu 296 af nál. 1200. í Dalasýslu kusu alls 252 af 550. Þar af í Hörðudalshreppi 15, Mið- dalshreppi 29, Haukdalshreppi 13, Laxárdalshreppi 14, Hvammshreppi 25, Fellsstrandarhreppi 15, Skarð- strandarhreppi 8, Saurbæjarhreppi 26. Hlulafél. ,Völundur' íslands fullkomnasta trésmíðaverksmiöja og timbnrverzlun Reykjavík hefir venjulega fyrirliggjandi miklar birgðir af sænsku timbri, strikuðum innihurðum af algengum stærðum og ýmislegum listum. Smiðar fljótt og vel hurðir og glugga og annað, er að húsabyggingum lýtur. Tilkynning Nýjar vörubirgðir eru nú komnar til V. B. K. af flestum nú fáanlegum Vefnaðarvörum, í f jölbreyttu úrvali. Vegna timanlegra innkaupa getnr verzlunin boðið viðskiftamönnum sin- um þau teztu kaup sem völ verður a í ár. , Ennfremur hefir verzlunin: Papp og ritföng, Sólaleður og skósmíðavörur. Vandaðar vörur. Odýrar vörur. Yerzlunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. arinnar, sem stjórnarráðið synjaði algerlega. Mál það hefir vakið talsverða at- hygli, og mun því margan fýsa að kynna sér það. -4^-Í^m Ótiðin — Rosinn. Vandræðaástand. Vandaðastar og ódýrastar Líkkistur seljum við undirritaðir. Kistur fyíirliggjandi af ýmsrl gerö. Steingr. Guðmundss. Amtm.stíg 4. Tryggvi Arnason Njálsg. 9. uji-nTTrTJjJTJtmi^rjyixi Bankamálin tvö. Laudsstjórnin hefir gefið út sem viðbót við B-deildstjórnartlðindanna >Skjöl viðvikjandi Landsbankanum: I. Inngangur. II. Um kærur gegu féhirði bankans o. fl. III. Um bygg- ingu nýs bankahúss«. Mega menn þar sjá öll bréfaskifti stjórnarráðsins, Landsbankastjórnar- innar og, gjaldkera bankans — út af brottrekstrarkröfu bankastjórn- Ekki linnir rosanum enn, sem staðið hefir nú óslitið frá sláttar- byrjun um Suðurland alt og Vest- urland (og náð til Norðurlands að nokkru). Er ástandið hið hörmulegasta hjá búendum í sveit- unum: Ofan á hina miklu þurka og kulda í vor og fyrri part sumarsins, er víða eyddi nærri öllum jarðargróðri eða kyrkti hann að miklum mun, — slotar nú ekki vætunni, svo að töður eru nú skemdar og ónytar og œrið heyfall annað Uggur undir oráðum skemdum. Bændur eru hálfnaðir með slátt (o: að slá niður grasið), en sitja nú með kaupafólk svo dýrt, að mönnum ægir við að nefna á nafn. En hvað skal gera, ef þessu vindur fram? Það virðist óhjákvæmilegt, að hey verða litil og skemd, svo sem við búið er, — að bændur hugsi til að reyna að afla sér fóðurbætis, og er þá ekki um annan fóðurbæti að tala en út- lendan eða sild að norðan, En hvorttveggja þarf að flytja hing- að (eða á aðra staði á ialidinu) sjóleið, sem mikil vandkvæði eru á vegna vandræðalegrar skipa- eklu til fiutninga. Ef bændur taka þann upp, held- ur en að eyða bústofni sínum, að Klæðaverzlun H. Andersen & Sön.t Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. þar eru fötin saumnð flest þar eru fataefnin bezt gera tilraun til þess að fá fóður að, þótt dýrt sé (og það má vera dýrt, ef það borgar sig ekki bet- ur en að tefia á tvær hættur og máske »fella«), þá er ekki sýnt annað en að landsstjórnin verði að annast um það, að þeir fái vör~ una flutta hingað, ef engin kost- Ur er hjá skipafélögunum. Og fyrir því, að til þessa geti kom- ið, verður þegar að gera ráð og stjórnin að vera undir það búin. Búast má við, að bændur hafi einhver samtök sín á milli um þetta, eða þá einhverir kaup- sýslumenn fyrir þeirra hönd. En ekki verður um það deilt, að landsstjórninni er skylt að hlaupa undir bagga, á allan þann hátt, er hún fær orkað, ef heill al- mennings á miklum hluta af landinu er í hútí. G. Sv. Aths. Landsstjórnin hefir\>eg- ar gert ráðstafanir til þess að reyna að útvega fóðurbætir frá útlöndum > og sildarmjöl að uorðan. liitstj.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.