Ísafold - 16.08.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.08.1916, Blaðsíða 1
mS**V»-ii'»u***<—KA—¦»"«—«-J*^->- Kemur út tvisvar í viku. Verðárg. 5 kr., erlendis 7^/j kr. eða 2 dollar;borg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. SAFOLD Uppsögn (skrifl. bundln vlð áramót, er ógild nema kom- In só tll útgefanda fyrlr 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Qlafur Bjarnsson. Talsími nr. 455. XLIII. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 16. ágést 1916. 60. tölublaö Aldarafmæli Bókmentafélagsins í gær voru liðin hundrað ár frá eiginlegum stofndegi hins íslenzka Bókmentafélags og var þess atburð- ar minst með sérstakri viðhöfn í neðrideildar sal alþingis stundu eftir hádegi. Aður — um morguninn — hafði stjórn Bókmentafélagsins farið suð- ur að Görðum á Alftanesi og minst hins fyrsta forseta Reykjavíkurdeildar- innar Arna biskups Helgasonar með því að leggja á leiði hans fagran blómsveig og jafnframt beðið Þor- vald prófessor Thoroddsen í Kaup- mannahöfn að sjá um, að sama yrði .gert til minningar um frumstofn- anda félagsins málfræðinginn Rasmus Kristján Rask á leiði hans i Kaup- mannahöfn. Minningarhátíðin hófst með því að sunginn var fyrsti kafli af kvæða- flokki Þorsteins Gíslasonar, sem prentaður er hér í blaðinu. Því næst fór Jón sagnfræðingur Jónsson með tvo næstu kafla; þá var sung- inn 4. kaflinn og siðan fór Jón sagnfræðingur með 5. kaflann og að því loknu sté forseti Bókmenta- íélagsins Björn M. Ólsen prófessor í ræðustólinn og flutti ítarlegt erindi um sögu félagsins. Stendur til að það birtist í heild sinni í aldar- aýmalisminningarritinu og fyrir því er hér birt að eins örstutt ágrip. Forseti fór fyrst með hið fagra erindi Steingríms Thorsteinssonar frá fimtíu ára afmæli félagsins. Nii hefði félagið náð 100 ára aldri og ætti vel við að renna huganum yfir liðið æfiskeið þess við þann merkistein. Árið 1813 hefði Rask komið til íslands — fullur ástar á tungu vorri og um fram alt hugað um að kynn- ast hinu lifandi máli, en brugðið heldur en ekki í brún við að kynn- ast meðferð íslenzkunnar í höfuð- staðnum og ritað út úr því vini sínum Bjarna, síðar amtmanni Þor- steinssyni hið merka bréf utn hnign- un islenzkunnar, þar sem hann segir m. a., að beztu menn i Reykjavík tali annaðhvort orð danskt og að rammar skorður verði að reisa við, ef íslenzkan eigi ekki að týnast niður á stuttum tima. Þetta bréf taldi ræðumaður vísirinn til stofnunar fé- Jagsins. En fullráðið hafi þið verið, er Rask heimsótti vin sinn Árna Helgason á Reynivöllum næsta vetur og sendi frá þeim hið nafnkunna Reynivalla-ávarp. Þrátt fyrir mikla erfiðleika bæðl vegna ríkjandi styrjaldar, afarerfiðra samgangna o. s. frv. hefði þeim tekist að koma félagsáforminu á veg, einnig -með stuðningi Geirs biskups. Svo hefðu undirtektir verið góðar, að fyrsta árið voru goldnir til fé- lagsins 1550 ríkisdalir frá íslandi og 850 ríkisdalir frá útlöndum og það án þess nokkuð kæmi í aðra hönd, því félagsmenn urðu fram tij 1845 að kaupa allar félagsbækur fullu verði. Lengi frameftir hafði Hafnardeild- in verið aðaldeildin í rauninni, enda þótt stofnandi félagsins, Rask, hefði — danskur maðurinn — gert svo ráð fyrir, að Reykjavíkurdeildin skyldi vera það. Þetta hefði þó eigi verið óeðli- legt sökum þess, hvernig ástæður hefðu verið, miklum mun hægra um vik bæði um prentun og útsending bóka út um landið frá Khöfn. Ræðumaður bað fundarmenn minn- ast þeirra Rasks og Arna Helgason- ar með því að standa upp og var það gert. Sögu félagsins skifti forseti i þrjti tímabil, hið fyrsta frá stofnun þess og til 1851, er Jón Sigurðsson tók við forsetadæmi í Hafnardeildinni, hið annað 1851—1879, Jóns Sig- urðssonar öldina, og hið þriðja frá 1879—vorra daga, er hann nefndi heimflutnings-baráttutlmabilið, er end- aði með sameininqu beggja deilda hér í höfuðstaðnum 1911. Lýsti hann nákvæmlega einkenn- um hvers timabils og einkum því, hve eðlilega þungamiðja íélagsins fluttist heim síðustu áratugi. Skýrði og frá merkari vísinda- og bókmenta- starfsemi félagsins á hverju tímabili, m. a. stuðningi þess við uppmæling- ar Björns Gunnlaugssonar á íslandi árin 1830—1845, útgáfu mefkis- sagnarita fyrir ísland á dögum Jóns Sigurðssonar og handritasöfnun þess á sama tíma, er jókst frá 37 hand- ritum i byrjun forsetatiðar J. S. upp i 1217 handrit árið 1885, sem nii eru öll varðveitt í Landsbókasafninu. Forseti þakkaði öllum fyrirrennur- um sínum og öðrum embættismönn- um félagsins vel unnið starf. Taldi víst, að stofnendur félagsins, er lagt hefðu mesta áherzluna á, að *við- halda« íslenzkri tungu, mundu nú ánægðir með, hve vel reifabarn þeirra hefði dafnað þessi 100 ár og unnið islenzkum bókmentum mikið gagn. Þá lýsti forseti kjöri heiðursfélaga, er vofu 12 alls á þessu aldarafmæl- isári og meðal þeirra hinir dönsku prófessorar Vilhelm Thomsen og Axel Olrik, Norðmennirnir J. E, Sars og Hjalmar Falck, Axel Koch pró- fessor í Lundi, W. Craigie prófessor i Oxford, Pauí Hermann hinn þýzki, Jón prófastur Jónsson á Stafafelli, dr. Jón Þorkelsson o. fl. Þá las forseti upp heillaóskaskeyti til félagsins, fyrst og fremst forkunn- ar fagurlegt ávarp frá Fræðafélaginu í Khöfn. Siðar hefir því borist skeyti frá konungi, verndara þess. Að lokum skýrði forseti frá 1000 kr. gjöf, er hann sjálfur hefði gefið Bókmentafélaginu á aldarafmæli þess og ávaxta skal næstu jo ár, en verja þá öllum vöxtum og vaxtavöxtum til verðlauna — svo sem nánar er ákveðið í skipulagsskránni, er vér væntum að geta birt síðar. Fundar- menn. guldu forseta þökk fyrir gjöf- ina — með því að standa upp. Því næst var sunginn síðasti hluti kvæðaflokksins, og eftir nokkur nið- urlagsorð forseta — var minningar- hátíðinni lokið. Við geymum feðra okkar óð og sögur sem orkugjafa' í þjóðarlifsins stríð. En sífelt opnast útsýn ný ogfögur um andans starfasvæði himinvíð. Jivæðaflokkur á afcfarafmæfi Bókmenfaféfagsins. Frá upphafi vega um aldanna svið ýmsir strengir óma með eilífum nið. Ýmsir strengir óma enn hið sama lag, sem leikið var frá fyrstu við lífsins stóra brag. Sem leikið var frá fyrstu við lffsins gleði' og stríð og aldrei mun breytast um eilífa tíð. Aldrei munu breytast alvizkunnar ráð, né lögmálsorð lifsins í lýða hjörtu skráð. I. KÓR. Lögmálsorð lífsins þótt leyfi enga töf, þau verða sem þau voru, hjá vöggu og gröf. Vöggugjöf lífsins er ljósheima þrá. Envængirhugansskamt yfir víddirnar ná. Þeir verða sem þeirvoru, Aðsækjalengraoglengra um veröld fjær og nær ei látið verður af, hljómar þeirrar hörpu, því óskin bendir útyfir semhöjpdindrottinsslær. eilífðar haf. Hljómar þeirrar hörpu, Ljá oss, drottinn, Ijós þitt sem hjarta hvert á, í leitina þá, er straumbylgjur eilífðar sannleikans leitina, strengina slá. sálnanna þrá! _____ Sú, er þrá i sál eftir sannleika ól, Ijái hún oss ljós sitt, lifgjafans sól! II. SÓLÓ. Það orðtak stenst í raun, að ment er máttur, og menning frelsi, þekking æðri' en völd. Oss reyndist félag þetta sterkur þáttur í þjóðar vorrar framsókn liðna öld. Sé þökk og heiður þeim, sem reistu merkiðl þeir þáðu aldrei fyrir störf sín gjöld, en unnu' af því, þeir vissu þarflegt verkið. Því verður þökkin líka hundraðföld. Að sækja þrek i sögu lands og þjóðar til sóknar nýrri menning fram á leið, og trúaryl í gneista þeirrar glóðar, sem guði vígð á þjóðar arni beið; að leggja veg úr fortíð yfir í framtíð, í feðra reit að hlynna' að gömlum meið, en leíta' að hæsta sjónarhóli' í samtíð: að sjá hið farna' og marka' hið nýja skeið. Þeir vildu þetta; settu markið svona, er sögu helgað minna skyldi lýð á forna dáð, en lika vigt til vona á viðreisn þjóðar, nýja mentatíð. Af vopnabarði er ei vaxinn upp orðstír íslendinga. En frægð þeirra er af fræðimönnum og af skáldum sköpuð. Frá forhu hefur við fræði alist íslenzk alþýða, og niðjum víkinga Norðurlanda kent þeirra mæðra mál. Þetta er heiður, sem hefja skal ísland \ áiiti heimsins. Þetta er arfur, sem ávaxta skal og gæta, en aldrei glata. Jafnframt skal upplýsing alþýðunnar glæða með gagnlegum ritum. Finnur leiðir sá, er fræði nam. En »blíndur er bóklaus maður«. III. RECITATIV. Þannig byrjaði hinn þjóðkunni faðir þessa félags, ungur, einförull útlendingur, ávarp til íslendinga. Landsmönnum þótti, er þeir litu á málið, vel og af viti mælt. — Meðþökkernúgeymt þjóðar-ávarp Rasks, frá Reynivöllum. Aldrei fyrri hafði okkar land betri gestur gist. All vildi hann skilja, öllu kynnast, hið beztaúrrústum reisa. Leit hann á þjóðar líf og sögu glöggu gests auga, mælti mál vort og minningum kyntist eins og innborinn væri. Því mun þjéfö vor þennan mann ætíð í heiðri hafa, og í efstu röð meðal íslands vina rita nafnið: Rask. Arni Helgasonl þér ber einnig lof og.ÞJóðar þökk að færa. Minst verður ekki þessa mentafélags án þess að nafn þitt sé nefnt. Glöggur, gætinn og giftudrjúgur og ötull í öllum ráðum varst þti stoð og stytta hins unga félags þess fyrstu spor. Lýst sé nú yfir légstöðum ykkar þjóðar Iofi og þökkum, °eggia fyrstu brautryðjenda og forseta félags vorsl IV. KÓR Lifi lærdómsins mentl Hverfur öld eftir öld Það sé lýðunum kent: bak við tímanna tjöld, hiin sé lyftistöng menning og hag! en hún týnist ei samt fyrir þvi. Fyrir fræðanna ljós Sólin öld eftir öld hljóti frægðir og hrós hnígur kvöld eftir kvöld, þeir sem félag vort minnist í dag! en hiin kemur fram aftur sem ný. Það er hróður og höfuðstyrkur máls vorrar þjóðar og menningar, og óslitnir þræðir um örlaga vef ná frá fornöld til nútíma. Því að málið frá morgni landsbygðar er óbreytt að mestu enn í dag, svo þjóðleg bókvisi þúsund ára liggur opin fyrir lesendum. Standa til minnis sem steinvarðar um félags vors starfsemi á fyrsta skeiði: Sagnaiit Sturlu hins stórvitra og Árbækur hins fróða Espólins. Lengi mvtn og með lofi verða getið Björns verka V. RECITATIV. Gunnlaugssonar, félagsins starfsmanns, er fyrstur gerði uppdrátt íslands í einni heild. Og hann, sem hjá Óðni og á Ólymp nam orðlist, ;— Sveinbjarnar Egilssonar, er setti á Háva mál Hómers Ijóð, og Völuspá á Vergils tungu. En fremur öðrum skyldi forsetans minst, er var 3llra mestur í starfi, leiðtogi lýðs * í löngu stríði og fremstur starfsmaður félags vors. Menjar um starf hans það margar ber, er aldrei vék frá verki hálfu. Seint mun orðstír hjá íslendingum réna Jóns frá Rafnseyri. Lifi lof þeirra er undir leiðum hvíla, og þökkum sé lýst fyrir þeirra starf. En minnumst og hins, að menn eru á lifi, sem sæti hinna dánu með sæmd skipa. Þvi enn sem fyrri á félag vort andans áhuga og ástsæld þjóðar, og nýta starfsmenn og nafnfræga, sem eftirkomandi. aldir minnast. Síung rís sól úr hafi, alt til að upplýsa og endurfæða. Lof sé þér, drottins Ijósgiafi og yngjandi aflgjafi, eilifa sól! VI. KÓR. Guðl Hið liðna þakkar þér þessi minnisdagur félags vors. — Þér falin er framtíð þess og hagur. Leng þti, drottinn, líf þess enn lands til heilla' og þarfa; gef því ætið góða menn gagnleg verk að starfa. Foldin kæra, fylgi þér frægra drengja saga! Framtíð nýja færi þér farsæld alla daga, auð úr sæ og auð úr mold, afl til starfa' úr fijóti! Horfðu örugg áa-fold æsku nýrri móti! Þ. G.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.