Ísafold - 02.09.1916, Síða 1

Ísafold - 02.09.1916, Síða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verðárg. 5 kr., erlendis 7x/2 kr. eða 2 dollarjborg- lst fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. SAFOLD ísafoldarprentsmiðja. Ritstjári: Dlafur Björnsson. Talsími nr. 455. Uppsögn (skrifl. bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé tll útgefánda fyrir 1. oktbr. og só kaupandj skuld- laus við blaðið. XLIII. árg. Reykjavík, laugardaginn 2. september 1916. 6 5. tölublað AlþýBnfél.bók asafn Teroplaras. 8 kl. 7—B Borgaratjóraskrifstofan opin virka daga 11—3 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—3 og Z—7 íslandsbanki opinn 10—4. K..F.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 Ard.—10 Alm. fundir fid. og sd. 8x/a Landakotskirkja. Guósþj. 9 og 6 & hoigum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—3. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—8 LandsbúnaOarfólagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirhir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafniö hvern virkan dag kl. 12—2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka d&ga helga daga 10—12 og 4—7. Listasafnið opib hvein dag kl. 12—2 Náttúrugripasafnib opið l*/a—2J/a á sunnud. f óflthúsió opib virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgb Islands 12—2 og 4—0 Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjavíkur Pósth.8 opinn 8—12. Y&filstabahælib. Heimsóknartimi 12—1 frjóbmenjasafnió opió hvern dag 12—2. gutXTCoa Jinnu mca nm Klæðaverzlun H. Andersen & Sön. Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sinii 32. þar ern fötin saomuö flest þar ern tataefnin bezt Vandaðastar og ódýrastar Líkkistur seljuin við undirritaðir. Kistur fyrirliggjandi af ýmsri gerð. Steingr. Guðmundss. Amtm.stíg 4. Tryggvi Arnason Njálsg. 9. Björn Kristjánsson, gullið og bankarnir. i. Björn Kiistjánsson bankastjóri hefir skrifað ritgerð um »Seðlabanka«, sem hann hefir látið birta i blaði sínu, »Landinu«. — Henni var fylgt dr hlaði með áskorun frá blaðinu til lesenda þess um, að lesa hana af athygli, því menn ættu ekki oft kost i, að fræðast um slík efni, og þar við var bætt nokkrum vel völdum orðum una fjármálaspeki B. Kr. Það eru bankavísindi, sem banka- stjórinn skrifar um. En ekki um Landsbankann, heldur íslandsbanka. Það er svo einkennilegt, að siðan B. Kr. varð bankastjóri Landsbankans, hefir hann alt af við og við verið að láta i ljósi umhyggju fyrir íslands- banka. Gera tillögur um fyriikomu- lag hans og hvernig honum verði komið út lir »ógöngunumc. Umbæt- ur á Landsbankanum nefnir hann ekki á nafn. B. Kr. er einn af þeim mönnum, sem gengust fyrir því, að íslands- banki var stofnaður og honum veitt- ur seðladtgáfuréttur. Þeir menn þótt- ost ekki sjá nein ráð til þess, að efla Landsbankann svo, að hann gæti fullnægt þörf landsmanna. Seðlaút- gáfaréttinn álitu þeir að Landsbank- inn gæti ekki notað. Sáu engin ráð Tilkynning Nýjar vörubirgðir eru nú komnar til V. B. H. af flestum nú fáanlegum Uefnoðarvörum, í fjölbreyttu úrvali. Yegna tímanlegra innkanpa getnr verzlunin boðið viðskiftamönnum sín- nm þau beztu kaup sem völ verður á i ár. Ennfremur hefir verzlunin: Pappír og ritföng, Sólaieður og skósmíðavörur. Vandaðar yörur. Odýrar vörur. Verzlunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. til að gulliryggja seðlana. — Nú vill B. Kr. láta landið kaupa íslands- banka »og að sjá fyrir nægum gull- forða bæði fyrir hann og landið*. — Það er eina leiðin, sem hann sér út úr þeim »ógöngumc, sem bank- inn er kominn i. Hann telur það víst, að hluthafar myndu selja hlutabréf sín í bankan- um fyrir 4^—50/0 skuldabréf lands- sjóðs, ef þau yrðu innleyst á 30 ár- um eftir hlutkesti. — Á hverju hann byggir þessa vissu sína, það verður ekki séð á ritgerðinni. Veðdeildarbréf 4. flokks veðdeildar Landsbankans hafa til þessa reynst algerlega óseljanleg, jafnvel þó þau séu fáanleg fyrii 90°/0 af ákvæðis- verði þeirra. Þau eru trygð með ábyrgð landssjóðs auk fasteignarveðs og sameiginlegrar ábyrgðar allra lán- takenda flokksins, og vextir af þeim eru 41/s°/o- — Ef »vissac bankastjór- ans væri á rökum bygð, ættu hlut- hafar íslandsbanka að vera fusir til þess að hafa skifti á hlutabiéfum sín- um og þessum veðdeildarbréfum. — En hverjar líkur eru til þess, má sjá af þvi, að hlutabréf íslandsbanka eru seljanleg fyrir i2o°/0 og par yftr. Þeir af hluthöfum íslandsbanka, sem vilja, geta nú selt hluti sina fyrir 120 krónur hundraðið. Ef »vissac bankastjórans væri ábyggileg ætti Landsbankanum að vera lafbægt að selja öll veðdeildarbréf sin að minsta kosti fyrir ákvæðisverð. — En hvernig gengur það? Bankastjórinn er gróflega snjall, að sídu áliti að minsta kosti, i því að finna upp kenningar handa öðr- um til að fara eftir. — En það er ekki eins víst, að hann ætti hægt með að fylgja þeim kenningum sjálf- ur. Að því mun vikið síðar. Ogöngurnar, sem íslandsbanki og þar af leiðandi landið líka er komið í, að áliti bankastjórans, eru þær, að seðlar bankans eru ekki nægilega gulltrygðir. Og seðlaútgáfan, sem bankanum hefir verið heimiluð, er svo mikil, að landið er orðið gull- laust. Bankastjórinn þykist leiða rðk að þvi, að íslandsbanki geti ekki inn- leyst seðla sína með gulli og »hlyti að velta um, hvenær sem á reyndi«. Gullforði bankans þarf samkvæmt lögum ekki að vera meiri en 171li,°l0 af seðlum í umferð. Bankastjórinn fullyrðir, að 50% mundi ekki nægi- legt; en hann tekur ekkert fram um, hve mikið muni þurfa, og er það þó ekki þýðingarlaust að fá það upp- lýst, þar sem íandið yrði að kaupa það gull, sem á vantaði, ef það ætti að kaupa bankann, auk þess sem það yrði að kaupa hlutabréfin. Ef banka- stjórinn t. d. áliti, að gullforðinn yrði að vera 67V20/0, þá næmi hækk- un gullforðans fyrir 4 miljónir króna í seðlum 1200 þúsundum króna, sem landið yrði þá að kaupa sér í gulli, ef sú seðlaútgáfa ætti að haldast, eftir að það tæki að sér rekstur bankans. Það sé fjarri mér að fullyrða, að landinu reyndist ókleift að fá það fé, en eg get ekki dulist þess, að eg fer þá áð efast um, að bankastjórn Landsbankans hafi gert skyldu sína í því, að koma veðdeildarbréfum bankans í peninga. Og trúað gæti eg þvi, að þeir menn væru tii, sem teldu því fé betur varið á þann hátt, að leggja það í ýms þjóðþrifafyrirtæki, sem bíða eftir rekstursfé. — Gulltrú bankastjórans ætla eg ekki að hrófla við. — En fullyrðing hans um, að seðlar íslandsbanka séu óinn- leysanlegir, þegar af þeirri ástæðu, að bankinn hafi ekki nægilegt gull hér á landi til að innleysa megnið af seðlum þeim, sem í umferð eru, og að bankinn hljóti því að »velta um, hvenær sem á reyndic — er helbert bull. — Hvenær sem það bæri að höndum, að menn heimtuðu alment innlausn seðlanna, mundi landsstjórninni innan handar, að rannsaka hag bankans, og ef hann ætti inni erlendis nægilegt fé til þess að leysa inn seðlana, trygt handhöf- um þeirra, að þeir yrðu leystir inn innan ákveðins tíma. Það, hvort bankinn »veltur um«, er því alger- lega undir því komið, hve tryggar eignir hans eru, en ekki hve mikill gullforðinn er. — Gífuryrði banka- stjórans um »svik við þjóðina« falla því máttlaus niður. Annars er gulltrú bankastjórans dálítið undarleg á þessum tímum, Hann sagði í upphafi ritgerðar sinn- ar frá þvi, að bankar á Norðurlönd- um og víðar væru hættir að taka við gulli sem borgun nema með af- föllum. Og hann heldur sýnilega, að það gildi einnig um það gull, sem venjulega er í umferð í lönd- unum sjálfum sem gjaldmiðill. — En í lok ritgerðarinnar segir hann, að isl. þjóðin sé svo sett, »að hún geti orðið hungurmorða, fyrir mynt- forðaleysi, hvenær sem fyrir kemur, að viðskiftasambandið slitnar við Norðurlönd á óhentugum tímac. Það er nú fyrst við þetta að at- huga, að bankastjórinn virðist ekki vita til þess, að landið hafi viðskifta- sambönd við önnur lönd en Norð- urlönd. Eða að unt sé að köma ís- lenzkum afurðum í verð annarsstað- ar. — Honum virðist vera algerlega ókunnugt um, að bankarnir hafi nokkurt viðskiftasamband við önnur lönd. — Og ennfremur virðist hon- um vera ókunnugt um það, sem hann var að skýra frá i upphafi rit- gerðar sinnar, að gullið getur hæg- lega brugðist sem fullgild borgun til annara ríkja. En liklega verður þó að taka það trúanlegt, að bankastjórinn hafi þessa tröllatrú á gullinu,(að hann álíti að þjóðinni sé það lifsnauðsyn, að hafa altaf töluvert gull á reiðum höndum. Sömuleiðis að seðlaútgáfa Islands- banka sé óholl ög of mikil fyrir landið, bæði vegna þess, að seðlarnir séu ekki nægilega gulltrygðir, og vegna þess, að svo mikið seðlamagn útrými gulli sem gjaldmiðil úr landinu. — En þá er vert að athuga afstöðu Landsbankans, undir stjórn Björns Kristjánssonar, til þess máls. II. Það er óhætt að fullyrða það, að Björn Kristjánsson hefir mjög brugð- ist vonum margra manna sem banka- stjóri. Fyrst og fremst með því, að taka upp eftir íslandsbanka öll gróða- brögð, svo sem framlengingargjald af lánum og víxlum, í stað þess að vera honum þar þrándur í götu, og í því að hækka útlánsvexti að þarf- lausu, án þess þó að láta sparisjóðs- inneigendur njóta nokkurs góðs af. — En einnig hefir hann í þvi brugð- ist vonum manna, að ekki verður séð, að hann hafi gert neitt til þess að afla landinu meira veltufjár. Það eina, sem hann hefir gert i því efni, er að koma því til leiðar á þingi, að landssjóður tæki að sér að greiða fyrir bankann 2 miljónir bankaskulda- bréfa, og sá hann þá engin ráð til að greiða þá skuld, ef landssjóður hlypi ekki undir baggann, nema þá að bankinn minkaði útlán að því skapi. — Hver búhnykkur þessi hlut- taka landssjóðs í bankanum verður bankanum sjálfum, sem sérstakri stofnun, má fara nærri um, þegar þess er gætt, að bankinn á að greiða Um ritdóm. Mottó: Tryggur í túni situr með trýnið spert og hátt, spangólar yfir sig, eða ylfrar sárt og lágt. Agúst Bjarnason. Mér datt þetta erindi ósjálfrátt í hug, þegar eg las dóm prófessors Ágústs Bjarnason í Iðunni 1. árg. 4. hefti um úrval það, er eg hefi annast af ljóðmælum Matthíasar Joc- bumssonar. Sá ritdómur er þannig vaxinn, að eg mundi fyrir löngu hafa svarað honum, ef eg hefði ekki til skamms tíma verið í annari heims- álfu. Hann fer svo sem hátiðlega af stað, með mottó og formála um stærilæti þeirra rithöfunda, sem ekki þola að fundið sé að verkum þeirra með réttmætum aðfinslum og kveðst ekki geta liðið slíka hvympni. Hon- um þykir nóg af lognu lofi hér á landi, þó hann beri sannleikanum vitni og bendi líka á gallana. »01dr- uð konac í Morgunblaðinu hefir vitnað á þennan formála, svo hann er þegar orðinn frægur. En samt langar mig að gera dá- litla athugasemd við hann. Eg skil það vel, að piófessornum þætti það landssjóði vexti sem hluthafa. Ef bankinn hefir sæmilegan gróða, verða því vextir þeir, sem honum ber að greiða landssjóð’, miklu hærri en hann mundi þurfa að borga af er- lendu láni. — En við því er ekkert að segja. Bankastjórn Landsbankans sá engin ráð til þess að afla bank- anum þessa fjár með vægari kjörum. í stað þess að bankinn ætti að geta útvegað landssjóði lán, verður hann að leita á náðir landsstjórn- arinnar. Og á öllum þingmálafund- um, sem eru verulega vinveittir Birni Kristjánssyni, er ár eftir ár, fyrst og síðast skorað á þing og stjórn að vernda Landsbankann! Að bankinn eigi að vernda landið — það hefir stjórn þjóðstofnunarinnar sýnilega aldrei komið til hugar. — Eg má segja, að bankastjórinn talar um það í ritgerð sinni, að íslands- banki hafi verið gerður að yfirbanka þjóðstofnunarinnar. Og sýnilega hag- ar stjórn Landsbankans sér þar eftir. skemtilegast að geta gert sjálfan sig að hæstarétti, svo að dómum hans yrði ekki áfrýjað og aðfinslur hans allar taldar réttmætar. En eg fyrir mitt leyti viðurkenni ekki slíkan hæstarétt. Þeir sem dæma um rit annara, verða að standa reikningskap orða sinna fyrir dómi heilbrigðrar skynsemi engu síður en aðrir rithöf- undar, og það því fremur, sem þeir þykjast vera leiðtogar almennings. Það er einskonar þjóðtrú hér á landi, að ekkert gagn sé að ritdómi nema þar sé sem mest af aðfinslum og helzt skömmum fyrir það sem ekki finnur náð fyrir augliti hins háa ritdómara. Sé riti hrósað, vek- ur það tortrygni, þvi að »fýsir eyr- um ilt að heyrac. Um sjálfan mig hefi eg heyrt það viðkvæði úr ýms- um áttum, að litið mark sé takandi á því, sem eg rita um bækur, vegna þess að eg hrósi oftast því, sem eg skrifa um. Það er satt, að eg skrifa sjaldan svo um bók, að eg hæli henni ekki að einhverju leyti, en það kemur af því, að eg skrifa um þær bækur einar, sem mér þykja einhvers hróss verðar, og veit eg ekki »hvárt ek mun þvi óvaskari maðr enn aðrir menn, sem mér þykkir meira fyrir enn öðrum mönn- um at vega menn?« Mér er óljúft að skrifa um það, sem mér finst illa

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.