Ísafold - 06.09.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.09.1916, Blaðsíða 1
!f Kemur út tvisvar i viku. Verð árg. 't kr., erlendis k> kr. eða^'jdollarjborg- ist fyrir miðjan júli erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. L ISAFO Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda \ fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaðið. ísafoldarprentsmiðja Ritstíúri: Ölafur Björnsson. Talslmi nr. 455; XLIII. árg. Reykjavik, miðvikudaginn 6. september 1916. 66. tölublað. Þignskylduvinnan. í 15.—16. tbl. ísafoldar þ. á. rit- ar Guðmundur Magnússon á Geit- hálsi grein um þegnskyldi^?innuna. Það fær mér gleði, að hann, gamli heiðursmaðurinn, þótt aldurhniginn sé, er enn starfandi í mannfélaginu og lætur til sín heyra, þegar stór- mal þjóðarinnar eru á dagskrá. En með því að grein hans fer í biga við mína skoðun, og hitf, að hann gerir að umræðuefni greinar min.r, er eg ritaði um þegnskylduvinnura í 9.—10. tb'. ísafoldar frá 5. — 9. febr. 8.1., vil eg leyfa mér að fara nokkrum orðum frekar um þetta málefni. Eg hefl att tal við marga mæta og gáfaða menn, sem telja óhæfu, að þjóðin greiði atkvæði um þetta mál áður en komið er fram frumvarp til laga um fyrirkomulag þess. Gfeinarhöf. telur þetta út af fyrir sig nægilegt til að fella málið við næstu kosningar. Eg er þessu ekki- alls kostar sammála. Fjrrst er þó að vita, hverja afstöðu þjóðin tekur í þessu mali, og þvi er heppi- Iegt, að um það sé ritað og ræ't. Þótt þing semdi lög um fyrirkomu- lag þegnskylduv nnunnar dður en atkv.greiðsla færi fram uir, hvort menn aðhyltust hana eður eigi, býst eg ekki við, að málinu væri betur borgið. Eg býst við, að skiftar yrðu skoðanir manna um þau lög. Eg sé ekki neitt í vegi með, að þing og landsstjórn semji lög um vinnuna og ástæðulaus tortrygni af mönnum að efa, að þing og stjóm mundi haga henni öðruvis'i en hún áliti bezt henta. Eg tel vist, að farið yrði að miklu leyti í samræmi við till. H. J. á þingi frá 1903 um fyrir- komulag hennar. Aðal þungamiðja málsins er, hvort þjóð vor hefir í sér fólgna þá sönnu ættjarðarást, að hún vilji gefa atkv. sitt þeirri skyldu, sem þegnskyldu- vinnan hefir í sér fólgna og leggur á herðar óbornum kynslóðum. Um nytsemi hennar, ef rétt er að farið, held eg að allir hugsandi menn hljóti að verða að mestu sammála. Höf. telur líklegt, að æskulýðurinn mundi nauðugur inna þegnskylduvinnuna af hendi, en eg er honurn þar ekki sammála. Mér finst honum og mörgum fleirum hætta um of við, að líta stutt fram í tímann, þegar um mál þetta er að ræða. Við verð- um að gæta þess, að þetta er eða á að verða fyrir ómældan tíma. Þótt kynslóðir komi og hverfi heldur land vort vonandi áfram að lifa og blómg- ast eða á minsta kosti að gera þið og þarf þess. Gætum nú að. Vel má vera, að fyrsta og ef til vill önnur kynslóðin liti svo á mál þetta, að sumir fari nauðugir á hólminn, fyrir fósturjörðina, gegn náttúrunui, þá er eg sannfærður um, að sá mót- þrói hverfur tiltölulega fljótt. Ein er opin leiðin til að eyða öllum mót- þróa gegn þegnskylduvinnunni frá þeirra hálfu, er hana eiga að inna af heudi. Ekki annað en feðurnir innræti börnum sínum ást og virð- ingu fyrir henni, leiði þeim fyrir sjónir kosti hennar beina og óbeina fyrir land og lýð. Sannfæring æsku-- lýðsins er sannfæring þeirra full- orðnu, uppeldið i raun téttri ckkert annað en eftirhermur. S 1 barnanna er eins og auð skif», ef svo mætti að orði kveða, sem hinir fullorðnu eiga að skrifa á, — auðvitað það sem gott er. Eg verð þess var i áðurnefndri grein Guðm. á Geithálsi, að honutn finst formælendur þessa máls triii um of á uppeldisbugsjónir þes-a vinnu-námsskeiðs. Hannsegir: »Mér finst sem nú eigi með þegnskyldu- vinnunni að gera okkur fremur en nú er hægt — að meiri og betri mönnum, efla hjá okkur ást á ætt- jörð, ást á sannleika*. Ja, hvar eru nú takmörkin fyrir því, hvað hægt er að gera einstaklingana að mikl- um og nýtum mönnum, ef rétt er að farið? Eg þekki þau ekki. Hér er ekki tími né rúm til að gera samanbmð á menningarstigum þjóðarinnar frá því í fornöld og alt til vorra daga. En ekki mundi þurfa djúpt að grafa til að finna manngild- ismun á nútíðar alþýðufólki og al þýðu manna hér á landi fyrir r. d. 3—4 hundiuð árum. En hverju eig- um við að þakka þá auknu menn- insu nema mentastofnununum, skól- unum. En eins og eg hefi áður tekið fram, eru mentastofnanir vorar ófullnægjandi meðan hinar verklegu vanta. Mundi ættjarðarást vor ekki verða sannari og betri, ef kynslóð- unum væri gert að skyldu, að fórna sér nokkurn tima æfinnar fyrir ætt- jörð sína? Mundi það ekki auka virðingu einstaklinganna fyrir sér og sínu föðurlandi? Höfnndur snýr út úr fyrir mér, er hann segist sjá, að eg telji unglingana koma of gamla í skólana til þess að þeim verði til fulls kent að ganga veg dygðanna, og hyggur að eg meini, að þegn- skylduvinnan komi i stað barnaskól- anna. Þetta er með öllu óþarfr hjá höfundi. Eg tala um i grein minni, að uppeldi barnanna byrji þegar i vöggunni og foreldrar verði sjálfir að leggja grundvöllinn undir upp- eldi barnanna, ef vel eigi að fara. Ennfremur nldi eg, að tækifæri væri fyrir foreldra, kennara og verkstjóra þegnskylduvinnunnar, að taka hönd- um saman með uppeldi vaxandi kyn- slóðar. Höfundur hneykslast ef til vill á því, að eg tek svo til orða, að foreldrum sé rétt hjálparhönd og þeim boðið að kenna börnum þeirra á fullkomnari hátt en þeir geti sjálfir margar þær dygðir, sem einn mann má prýða. Finst honum ef til vill eg gera með þessu oflítið úr alþýðu- fólki, en því er ekki svo varið. Með allri sannri virðingu fyrir þeim, sem starfa að því þýðingarmikla hlutveiki þjóðarinnar, barna-uppeldinu, vil eg geta þess, að miklum fjölda foreldra er ábótavant í þessu efni. Þeir geta eigi að síður verið nýtustu og beztu manneskjur í þjóðfélaginu og rækt verk sinnar köllunar eftir beztu sam- vizku, þótt skorti þekkingu á upp- eldi barna sinna. Eg skal ekki ýmsra ástæðna vegna fara hér frekar út í skoðanamun okk- ar að þessu sinni. En get þó ekki stilt mig um, að hreyfa þeim ómet- anlega mun, sem er á okkur og öt5rum menningarþjóðum í því, sem við köllum ættjirðarást. Æskulýður annara þjóða verður að fórna 2—3 árum af æfi sinni til að gera sig færa um að verja land sitt fyrir út- lendum nvinum, sem inn á það vilji raðast og láta að Iokum lífið fyrir frehi ættlands síns, en okkur hrýs hugur við, að taka f.tar vikur af æfi æskulýðsins og beita honum á víg- velli mót nátturunni. Pétur Jakobsson Varmá, Mosfellssveit. Eftirmæli. Okkar móður elskaða eg bið drottinu himnanna leiða' og styðja Ijúfasta, unz leysist öndin sármœdda.. Þeim hefini miðla meðaumkvun og mýkja vilja trega, þessum launi góður guð góðvild eilíflega. Eitt kann mýkja angurs þrá og allar sorgir skeiða, frelstra skara fá að sjá fögur sjón mun verða. Þúsundfalt lof þiíeínum þeasir nunni færa. Lifandi drotni liknsömum lof só, dýrð og æia. M. Hinn 19. febr. síðastl. andaðist að Galtalæk í Biskupstungum hjá bróður sínum eftir langvint heilsuleysi Guð- mundur bóndi Egilsson. Hann var fæddur að Hörgslandskoti á Síðu í Vestur-Skaítafellssýslu 29. júní 1861, og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Hann bjó fyrst að Þverá og si'ðan að Hörgslandskoti, en síðast að Borgar- holti í Biskupstungum. NeSanskráð erindi eru ort af systur hins látna, Guðlaugu Egilsdóttur, sem nú b/r í Kálfhaga í Sandvíkurireppi. S ó 1 a r 1 a g. Er uú kyrt og einnig hljótt; eg guð lofa' og segi: Löng og dimm er liðin nótt, lýsir af björtum degi. Sá lengi þoldi langvint stríð, lausu nú hrepti góður. Gefin er nú frelsun fríð fríðum ehku bróður. Sambúð hans að sviftast hér sáran eykur trega. í fullsælunni fæ eg séð hans fögnuð eilíflega. Unun blíð og indæli, alt við brosir honum. Uudan fríðum farandi fa^nar ástvinonum. Eftir liðið andstreymi eigum sæld í vonum. Um síðir þangað sófnumst vór samfagnandi honum. Æ, hans sambúð elskuleg 0S8 var kær að vonum. Fyrir alt gott fagrar hér flyt eg þakkir honum. Þó sértu horfinn sjónum mér, s/zt skal um það kvarta. Minning þín er merkileg, mér við gróin hjarta. Þú hefir mikið þolað nú, þú vanst sigur heyja. Þá barst örugt traust og trú og til guðs náðir þreyja. Og þín frelsuð öndin klökk frá öllu leyst er stríðl. Drotni syngja því munt þökk þú hugljúfinn blíði. Alla vora elskaða á burt förnu vinina, fáum við að finna í friðarstaSnum indæla. Hinn 31. desemb8r síðastl. andaðist á Hvammstanga eftir þunga legu hús- freyja Ingibjörg Björnsdóttir á Ytri- Reykjum í MiðfirSi. Hún var fædd á Litluborg 31. októ- ber 1870. Gift eftirlifandi manni sín- um, GuSmundi hrpppsnefndaroddv. Jón- assyni, 18. jan. 1896. Eignuðust þau 6 börn. Tveir drengir dóu í æsku, bótu báðir Björn, en 4 lifa, 3drengir: Wilhelm, Marinó og Kristinn, og" ein stúlka: Hólmfríður. — JarSsett var Ingibjörg sál. aS Mel í MiSfirði 18. jan. a.I. að viðstöddu miklu fjölmenni. Þetta eru hinir örfáu annáladrættir, sem mór eru kunnir úr 1/fi hennar. Eg geri ráð fyrir því að margir álíti, að vel hefði átt við, að eg hefði skrif- aS langt og fagurt mál um hennar mörgu góSu hæfileika og miklu mann- kosti, en fyrir nána viðkynningu frá síðari árum virði eg minningu hennar meira on svo, að eg vilji misbjóða henni með því að hella yfir hana í grófinni þeHsu venjulega, andlausa orða gjálfursskrumi. Ekki mun eg heldur fjólyrða um, hver harniur er aðkveð- inn hjörtum vandamannanna, sem eftir lifa, hinnar öldruðu móður, eiginmanns- ins, baruanna og bróðursins. Þær til- finningar, sem hreyfa sór í huga og hjarta syrgjandi ástmenna, eru helgari en svo, að óviðkomandi menn hafi leyfi til að bera þær á »torgin«. Verður hver að virða þetta á þann veg, er honum sýnist. Eg man það ofurvel, þegar eg ná Ingibjörgu sálugu í fyrsta sinni. Það var vorið 1902. Eg fór ásamt fleirum á fund vestur aS Mei og tókum við ferju á Reykjum. Um kvöldið, er ^yð komum til baka, var komið versta for- aðsveður og var þá ekki um annað að tala, en koma inn og þiggja beina. Man eg það, er eg þá kom þar inn í lága, litla en snotra baðstofu og hitti húsfreyjuna lága vexti en fríða sýnum, að mér fanst það fara vel saman, fanst hún ekki þurfa rúmmeiri hú akynni. En þetta breyttist. Eg fann fljótt við kynninguna, »að það tti sál hennar ættgengi alt, som ört var og djarf- mannlegt, frjálslegt og sujalt«, og eg hefi oft síðan um það hugsað, þegar eg hefi farið frá Reykjum, en þar hefi eg verið tíður gestur síðari árin, — hversu einkennileg örlagagletni það er, að lyfta andlega snauðum örkvisum hátt í heiminum, en láta gáfuð göfug- menni berjast áfram tyrir tilverunni og verða árlega að horfa yfir rústir einhverra fagurra hugsjóna sinna. Vel fylgdist Ingibjörg sáluga með í landsmálum og bókmentum, og var mór það oft ómenguð ánægja, að eiga tal um það við hana og heyra hennar smellnu gagnrýniugar. Eiuu sinni nú í seinni tíð .áttum við tal um kosning- arrótt kvenna og lét eg í ljósi, að hún myndi hlakka til, er þ>ið mál væri komið í krmg. Jú, að vísu. Þó þótti henni sá ljóður á því máli, hS hún var hrædd um, að konuinar myndu of mjög fylgja skoðunum manua sinna, en ekki sjálfar komast til »ð brjóta málin til mergjar. Húu var svo s j á 1 f s t æ ð , að henni fanst ótækt, að gera nokkuð að sinni skoðun að eins fyrir álit aunara, áu þess að hugsa um það sjálf. Öðrn 8iuni áttum við tal um ís- lenzku skáldin. Mörg voru þau henni kær, því lnin var skáldhneigð mjög. Er mér næst að halda, að húu liafi að náttúru verið meira skáld en margir þeir, sem yrkja. Fann eg það, að henni þótti mikfð varið í Einar Benediktsson og Stephan G. Stephansson. Meðfram til þess að samsinna ekki alt, sem sagt var, fann eg þeim það til foráttu, að þeir væru svo þung- skildir, að skáldskapur þeirra væri hreinasta dulspeki fyrir allan fjöldann. »Já«, var svarið, »að vísu eru þeir sumstaðar nokkuð þungskildir, en þeg- ar búið er að lesa kvæðin þeirra nógu oft og hugsa dálítið um þau, þá fer maður að skilja og þá gleymist það heldur ekki úr þvi«. Þar kom fram hreinn ram-íslenzkur þróttur og festa, að hræðast ekki viðfangsefnið, þó erfitt væri og hætta ekki fyr en gátan var ráSiu. Einu sinni áttum viS tai um hve erfitt þaS væri, aS hafi sig áfram fyrir þá, sem byrjuðu eignalausir — bæði höfðum við reynt það. — Taldi eg þ.iS öllum fjöldanum ofraun, nema þá helzt með því móti, að grafa sig lifandi og hugsa ekki um neitt annaS en stritið. — Eg var nú ekki bjart- sýnni en það þá stundina. — Þetta fólst hún ekki á — það væri ekkert líf, og maður mætti til með að fylgj- ast dálítið með menningunni, þó ekkl væri vegna annars en barnanna sinna, og það tækist, ef notaðar væru allar smástundir og ekki lesið annað en góð- ar bækur — húu var svo bjartsýn — og þeim hjónunum tókst þetta. Með samfeldum áhuga og ráðdeild tókst þeim, þrátt fyrir ómegð og veik- indi, sem oft heftu árangurinn, að hafa sig upp úr fátækt og í sæmileg efni án þess áð einaugra sig. Og þegar eg nú sit og er að rifja upp fyrir mór margar hugljúfar endur- minningar, sem eg geymi frá þeim stundum, þegar eg hefi verið gestur þeirra hjóna, þá leggur yl utn mig allan. Eg fór þaðan æfinlega auðugri en eg kom — auðugri að trú á sigur hins góða og með auknu trausti á fram- tíð þjóðarinnar. — Og þegar hún hafði þessi áhrif á mig á þeim stuttu stund- um, sem eg dvaldi þar, hversu róttæk munu þau ekki vera áhrifin, sem börn- in hennar hafa orðið fyrir og ósegjan- legur þjóðarauður væri þaS, ef landið ætti margar slíkar mæður. En nú er hún horfin inn á ókunna draumalandið til þess aS starfa melra »guðs í geim«, en ástvinunum hennar, sem enn eru jarðbundnir um stund, þeim dettur áreiðanlega eitthvað Hkt 1 hug, eins og Stephani G. Stephanasyni,. þar sem 1 hann segir: »Svo alúðar kveðjur og þökk fyrir þor, aof þjáninga sigur var háður. Og eius að þú hrestir sem hlæjandi vor á heilbrigðis dögunum áður. —

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.