Ísafold - 06.09.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.09.1916, Blaðsíða 2
ISAFOLD Þó ástvinir kviði að koma nú heim og kalt finnist sumarsins heiði: Skal svölun og styrkur frá stundunum þeim ¦enn stafa frá gróandi leiði«. 25. apríl 1916. Eggert Levy. Jónas Guðrotmdsson og Kristbjörg Jijörnsdóttir frá Svarðbæli. Jónas Guðmundsson bóndi á Svarð- bæli í Miðfirði er fæddur 20. sept. 1822 að Síðu í Vlðidal. Hann var son- ur Guðmundar Gu^mundssonar frá Ytri-Vó!lum í- Melstaðarsókn, ættaður frá Húki í Miðfirði. Jónas ólst upp i foreldrahúsum og Toru þau systkini mörg, en um þann tíma var ungt fólk eigi til menta sett; eins og nú. — Hann var um langan aldur hinn nytasti starfsmaður á heim- ili sínu. Þann 27. okt. 1847 giftist Jónas Kristbjörgu Björnsdóttur frá Ytri-Völl- tim í Melstaðarsókn, og eftir þann dag var Jónas ekki einn í baráttunni fyrir tilverunni. Hún stóð við hlið hans 8 árum meira en hálfa öld í blóma mann dómsáranna. Bjuggu þau að Ytri- Völlum í Melstaðarsókn og var heimili þeirra annálað fyrir rausn, atorku og gestrisni fjórðung aldar. Þaðan flutt- ust þau að Stóra-Ósi í sómu sókn og bjuggu þar 5 ár. Frá Stóra-Osi flutt- ust þau að Svarðbæli f sömu sókn og voru þau þar b«ði til dauðadags. Hjónaband þeirra blgssaði drottinn með 6 afkvæmum. Börn þeirra eru þessi: Guðmundur, nú bóndi á Svarð- bælí, Lárus, nú í Míðhúsum í Garði, Björn, dó á unga aldri, efnismaður mikill, Olóf, gift kona á Torfastöðum í Núpsdal, Guðrún, nú ekkja í Keykja- vík og Elinborg, dó fyrir 3 árum. Jónas var dverghagur, bæði á tró og járn, og gerði rnikið að smíðum fyrir aðra. Prýðisvel hagorður var hann, þótt lítið bæri á því. Að Svarðbæli gerði hann mikið. Bygði fjárhús yfir 140 fjár og 10 hross og gerði mikið við bæjarhús. Túnið stækkaði hann og slóttaði mikið í þv/. Hann andaðist að Svarðbæli 23. júní 1907 og var jarðsettur að Melstað 19. júlí s. a. að viðstöddu miklu fjölmenni. Kristbjörg var myndarkona og voru þau hjón samhent í gestrísni. Þeim þótti vænt um, ef gestir komu, og þá vantaði ekki að hjálpa hinum fátæku tneðan efni Ieyfðu. Kristbjörg andaðist að Svarðbæli 3. júní 1914 og var jarðsett að Melstað 23. s. m. við hlið eiginmanns síns. Jónas var skýrleiksmaður og fjór- maður, tápmikill og þrekmikill, lag- virkur og mikilvirkur og sístarfandi meðan kraftar leyfðu. — í 34 ár, sem þau voru á SvarSbæli, voru helztu maunfundir fyrir Ytri-Torfastaðahrepp haldnir þar, en eins á þeim síSasta og þeim fyrsta var sama ljúfmenskan og fögnuðurinn, sem skein úr hans blíðu augum. — I Húnavatnssýslu er mikið skarð komið í hjúskaparstéttina við fráfall þeirra. Þau voru talln meS helztu hjónum innan hóraðs og hjálpuSu, er aSra vantaSi, enda voru þaS gleSilegustu stundirnar fyrir þau að geta hjálpað. Hún vildi vera móöir allra, sem áttu bágt. Og eins og hún var móðir barna sinna, eins var hún móðir barnabarna sinna, og hennar yndi var það, að hafa þau við hlið sór síðustu árin, sem hún lifSi. — Á síSustu 7 árum hennar fekk hún tvö sár stór. ÞaS fyrra, að missa slnn heitt elskaSa eiginmann og hið síðara, að tveim árum áður en hún dó misti hún uppeldisson sinn (dótturson), sem hún unni mest af þelm, sem eftir lifðu. Þessl sár hennar eru nú gróin í hinui dimmu gröf dauðans. Eg veit, aS með þessum línum get eg ekkl lýst þessum heiSurshjónum, en eg veit það, að hin unga kynslóS má taka á öllu tll að standa þeim jafn- fætis í flestum greinum. En líf þeirra hefir orðið til þess, að hin UDga kyn- slóð má taka það til eftirbreytni. Ef allir lifa eius, þá er þjóðín á fram- faravegi. Blessuð só minning hinna ágætu heiðurshjóna. I marz 1916. Vestur-Húnvetningur. «*•«<- Veðurskýrslur. Mánudaginn 28. ágúst. Vm. n. Tsaldi, hiti 7,1 Rv. n. stinnings kaldi, hiti 9.0 ísafj. Ak. n.n.v. gola, þoka, hiti 7.0 Gr. n, gola, regn, biti 5.0 Sf. n.a. stinnings kaldi, regn, hiti 8.6 Þórsh., F. v. kul, regn, hiti 8.2 Þriðjndaginn 29. ág. Vm. n. stinnings kaldi, hiti 6,3 Rv. n.u.a. snarpur vindur, hiti 6,8 ís. n.a. stinnings kaldi, hiti 6,9 Ak. n.n.a. kul, regn, hiti 4.0 Gr. n.n.v. gola, regn, hiti 1,2 Sf. logn, regn, hiti 7,2 Þh. F. v. andvari, hiti 8,3 Miðvikudaginn 30. ágúst. Vm. logn, hiti 6.3 Rv. logn, hiti 6.0 ÍBafj. n.a. hvassviðri, regn, hiti 5.2 Ak. n.n.v. kul, regn, hiti 4.0 Gr. v.u.v. kul, regn, hiti 2.0 Sf. n.a. kul, hiti 7.3 Þórsh., F. v. audvari, hiti 8.4 AUSTRI er eina blað landsins sem alment er lesið á öllu Austurlandi, því ættu kaupmenn og heildsalar og aðrir, er vilja hafa viðskiftasambönd við sem flesta landsmenn, og kynna og selja vörur sínar sem víðast, að auglýsa í Austra. Reynsla þeirra heildsölu kaupmanna, sem sezt hafa að i Austurlandi, sannar að þar er hægt að selja mikið og græða mikið. Sendið auglýsingar til blaðsins eða snúið yður til hr. Vig- fúsar Einarssonar bæjarfógetafulltrúa í Reykjavik og semjið við hann. Ekkert blað býður betri auglýsingakjör en Austri. í. )ensen, Henning: Psykisk Forskning. Verð kr. 2.50 Dr. theol. Savage: Er Telepati For- klaringen ? Verð kr. 2.00. E. A. Duffey: Himlen som den virkelig er. Verð kr. 3,00. d'Espérance: Skyggeriget. Kr. 4.00 Stainton Moses: Aandeverdenen. Verð kr. 3.00. Sage, M.: Fru Piper. Kr. 2.00. Christmas: MirakJer. Kr. 0.50. Myers, Fr. W. H.: Den menneske- lige Personlighed. Verð kr. 30.00 *Miyatovich, Chedo: Fortsættes Livet efter Legemets Död? Kr. 2.50. *Aandematerialisationer. Kr. 2.00. Þeir sem vilja kynna sér spiritist- isku hreyfinguna út um heim, ættu að lesa þessar bækur. Fást í Bókv. Isafoldar. * Eru útseldar um stund, koma aft- ur innan skams tíma. I, H. PENS' Spejlglas og Vinduesglas Köbenhavn K. St. Kongensgade 92. H. V. Christenseíi & Co, \V// /?=** Kðbenhavn. Metal- og Glas- kroner etc. for. Electricitet og Gas — Stðr8te danske Fabrik og Lager. 1 Utbreiddasta blað landsins er Isafold. Þessvegna er hún bezta auglýsingablað landsins. Kaupendum fer sí fjölgandi um land alt. Allar þær tilkynningar og auglýsingar, sem erindi eiga til landsins í heild sinni, ná því langmestri útbreiðslu í Isaíold Og í Reykjavík er Isafold keypt i flestum húsum borgarinnar og vafalaust lesin i þeim öllum. Þessvegna eru einnig auglýsingar og tilkynningar, sem sérstakt er- indi eiga til höfuðstaðarins, bezt koinnar í Isafold. Járnsterk herrastígvél Nr. 40/46 — 10,77 aura -f- Burðargjaid og póstkrafa. Biiið til úr dönsku fituleðri eða »Blank«-leðri. A, Palke 3 Dragör. Konungl. hirð-verksmiðja Bræöurnir Cloétta mæla með sínum viðurkendu Sjokólade-tegundum, sem eingöngu eru búnar til úr fínasta Kakaó, Sykri og Vanille. Ennfremúr Kakaópnlver af beztn tegund. Ágætir vitnisburðir frá efnarannsóknarstofum, Einkasali fyrir Zig-Zag skósvertu. Einkasali fyrir vora Zig-Zag skósvertu óskast, sem heimsækir kaup- menn i Reykjavík og nágrenni. Svertan er hrein ollusverta og ekki blönd- uð með vatni, rennur ekki af leðrinu og ver það gegn bleytu. Tilboð merkt 4869, sendist: Centralpavillonen, Kbhavn B., Danmark. Ratnets PGtiingaskápar Fra skilvindan skilur 130 litra á kl.stund og kostar að eins 65 krónur. A seinustu árum hefir enginn skilvinda rutt sér jafnmikið til rdms vegna þess hve mæta vel hún reynist, og hve mjög hiin stendur öðrum tegundum Fremri. Hán er mjög sterk, einföld, fljót- leg að hreinsa, skilur vel og er ódýr. Bændur! Kaupið því Fram-skil- vinduna, hún er ekki að eins öðrum fremri, heldur þeirra Fremst Nægar birgðir ásamt varapörtum fyrirliggjandi hjá Kr. Ó. Skagfjörð, Patreksfirði. Járnsterk dömustigvél eru ábyggilegastir. Hafa verið í stærstu brunum erlendis, en það sem i þeim hefir verið geymt aldrei eyðilagst. Aðalumboðsmenn fyrir ísland: O. Jofynson & Tiaaber. Nr. 36/42 — 9,87 aura. + Burðargjald og póstkrafa. Búin til úr dönsku fituleðri eða »Blank«-leðri A. Falke 4 Dragör. dff /Reimaíiíunar ^ sérstaklega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verð- laun, enda taka þeir öllum öðrum litum fram, bæði að gæðum og litarfegurð. Sérhver, sem notar vora liti, má ör- uggur treysta því, að vel muni gefast. — í stað helllulits viljum vér r.?ða mönnum til að nota heldur vort svo nefnda Castorsva'rt, því þessilitm er miklu fegurri og haldbetri en nokk- ur annar svartur litur. Leiðarvísir á íslenzku fylgir hverjum pakka. — Litirnir fást hjá kaupmönnum alls- staðar á Islandi. diucfis c&arvefaðrifí éÍQZÍ að aualýsa i €^safoló

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.