Ísafold - 06.09.1916, Síða 2

Ísafold - 06.09.1916, Síða 2
2 IS A F OL D i Jfrni £iríkssoti |) □ □ H ll TJusturstræfi 6 □ 'ffojnaéar- cFrjona* og Saumavörur Q hvergi ódýrari né betri. þvoíta- og &Croin(œtisvorur beztar og ódýrastar. SJSeiEföng og <3œRifœrisgjqfir hentugt og fjölbreytt. jafnvel þýzkir hermenn slæðst innan um Austurríkismenn. En sá er mun- urinn, að á meðan þeir kveða ekki upp úr með það, að þeir eigi í ófriði samap, þá stafar engin hætta af því, að Þjóðverjar fari eins að ráði sínu gagnvart Sviss, eins og Belgiu um árið — og komist máske þá leið að ítölum lítt viðbúnum. Litið hefir kveðið að framrás ítala siðan þeir náðu Görtz. RÚ88ar. Áfram halda Rússarnir í Galizíu. Hafa þeir aðallega sótt á á þrem stöðum: við Stochod-fljótið á leið til Kovel, sem oft hefir verið minst á áður, sunnan við bæinn Brody, kringum Sereth-fljótið á leið til Lemberg, og við Dnjestr-fljótið á leið til Stanislau, og þaðan til Lem- berg. Hindenburg, prússneski hers- höfðinginn víðfrægi, tók 3. ág. við yfirstjórn yfir her Miðveldanna alla leið frá Eystrasalti og suður í Gali- zíu. Hefir honum tekist að stöðva framrás Rússans við Stochod-fljótið siðan. En úr Lemberg er fólk flú- ið, þó þeir eigi góðan spöl eftir þangað, en viðnámið er svo slitrótt, sem þeim er veitt þar um slóðir. En þótt Lemberg sé stærri bær en Kovel, þá er það aðalmark Rússa, að komast til Kovel, eins og áður er á minst, því bær sá er svo mikil samgöngustöð. Líklegt að Rússum þyki tiltækilegt, að komast frá Lem- berg og á snið við vígi Miðveldanna til Kovel, Miðveldamenn bera mikið traust til Hindenburgs og samherjar óttast engan eins og hann. Þvi hefir það kveðið við frá því hann fekk svona víðtæk völd: Hvar skyldi hann nú ráðast að Rússum með dirfsku sinni, dugnaði og ráðsnild ? Helzt er þess getið til, að hann ráðist að Rússum rétt norðan við Galizíu, til þess að geta komið að baki þeim, sem lengst eru kommr áleiðis vestur á bóginn inn i Galizíu. — En hann getur naumast hugsað sig lengi um enn, því nú taka við haustrigningar og ófærð, er gerir liðinu örðugra í vöfum. Somme. Bardaginn við Somme á vestur- vígslóðinni heldur áfram jafnt og þétt. Daglegar fréttir skýra frá vinn- ingum hér og þar. Upp aftur og aftur er barist um sömu staðina. Þ. 12. ág. sagt meðal annars, að Frakk- ar hafi náð km. af 3. varnar- línu Þjóðverja. Það stór sigur þar. En ekkert er líklegra, en Þjóðverjar auki vígin og margfaldi að baki, jafnótt og þeir missa eitthvað að framan. Þá fer árangurinn að verða næsta litill. Aðferðin þar alt af hin sama, að láta skothríðarnar dynja á óvinunum áður en liðið geysar fram. Þar eð árangurinn af öllum skot- hríðunum og blóðsúthellingunum er svo lítill, þá er skiljanlegt, að sam- herjar ætli sér ekki það þolinmæðis- verk, að reka Þjóðverja úr öllum þeim landshlutum, er þeir ráða nú yfir. Það er uæsta skiljanlegt, að innilokunin, flutningahaftið og alls konar viðskiftakúgun eigi að verða aðalvopnið á Miðveldin. Nú er bardaginn við Verdun bú- inn að standa í fa. Þar gengur ekkert né rekur. Við Somme er það komið í sama horf. Dátarnir vinna að kúlnaaustrinum eins og hverri annari reglabundinni vinnu. Vaninn deyfir. Og út um heiminn eru fréttirnar lesnar um, að i gær hafi einhverjir þeirra unnið þetta marga metra. Óg menn veita því ekki eftirtekt, finna ekki til þess, að hver skikinn, hver spildan, hvert sinn kostar sár og tár, blóð æsku- manna, sem stórveldin siga í byssu- kjaftana. Balkan. Um 20. ág. fóru fréttir að berast frá Balkan um, að her sá, sem sam- herjar hafa safnað saman í Saloniki, væri kominn á stúfana. Fyrir ein- um 10 mánuðum síðan settu sam- herjar her á land í Saloniki. Var svo til ætlast, að þeir kæmu vesa- lings Serbum til hjálpar. Lítið varð þó úr aðgerðum. Ekki var hægt að vita, hvað Grikkir myndu gera, hvoru megin þeir yrðu, ef þeir færu á stað. Yrðu þeir með Miðveldum, þá gætu þeir komið að baki samherjum, sem héldu norður á bóginn frá Saloniki. Til þess að koma í veg fyrir hættu frá hendi Grikkja, heimta samherjar í vor, að þeir sendi heim mikinn hluta af her sínum. Létu Grikkir að vilja þeirra, eins og kunnugt er. Síðan hefir alt af verið búist við því, að Sarrail hershöfðingi, er stjórnar Saloniki-hernum, legði á stað á móti Búlgurum. Þegar fram á sumarið kom og Rússar ráðast fram í Gali- zíu, var vitanlegt, að Austurrikis- menn og Þjóðverjar, sem verið höfðu þar suður á Balkan, hafa orðið að hverfa þaðan og skilið Búlgara eina eftir. En Sarrail er hinn rólegasti og safnar að sér mðnnum og vopn- um. Nú eru Serbarnir, sem komið var niður á Korfu, komnir til hans og er talið, að með þeim hafi hann um tniljón manna. En 20. ág. er alt komið í blossa þar syðra. Mikið deilt um það, hverjir hafi verið fyrri til. En síð- an sækja samherjar á vestan við Struma-dalinn, en aftur óðu Búlgar- ar inn yfir Grikkland austar og alla leið til hafnarbæjarins Kavalla. Er Grikkjum að visu ekki um það, að láta forna fjandmenn sína, Búlgara, vaða um land sitt. En þeir eru hlut- lausir, og verða þvi að gera öllum jafnt undir höfði. Samherjar hafa haft bækistöð sina í landinu alt að því ár. Og Búlgarar lofa hátíðlega, að skila þeim landinu aftur og gera engu grisku mein. Frá Danmörku. Eyjasalan. Eins og áður er skýrt frá hér í blaðinu, urðu deilur miklar milli stjórnmálaflokka Dana út af samn- ingum þeim, er stjórnin hefir gert á laun við Bandariki Norður-Ameríku um, að selja þeim Vesturheimseyj- arnar dönsku. Er stjórnir beggja ríkjanna höfðu undirskrifað sölu-samninginn, áttu þingin að samþykkja gerðir þeirra svo alt væri gott og gilt. Þó hefir ekki orðið úr að Bandamenn sam- þyktu enn. Er samningurinn kemur fyrir Fólksþing Danmerkur, fær stjórnin harða dóma fyrir aðfarir sínar, sem áður var frá sagt. En stjórnin ber í bætifláka fyrir sig, og segir að Bandamenn hafi heimtað «ð samn- ingum væri haldið leyndum. Gefur hún það einnig í skyn, að Banda- menn hafi fyllilega látið á sér skilja, að Dönum væri það hentugast að láta eyjarnar af hendi með þessum kjörum (fyrir 95 milj. kr.); þ. e. að búast mætti við þvi, að þeir tækju þær annars í leyfisleysi. I. C. Christensen leggur rökstudda dagskrá fyrir Fólksþingið, þar sem málinu er vísað frá, með þeim um- mælum, að ekki megi gera út um söluna, fyr en að afloknum kosn- ingum, eftir hinum nýju grundvall- arlögum, annars yrði mál þetta út- kljáð að öllum hinum tilvonandi kjósendum fornspurðum. Er stjórnin sér að málið er svo komið bendir hún á þá leið, að þingið samþykki söluna, og leggi hana síðar undir atkvæði þjóðarinnar. Sjálfur Christ- ensen taldi sig hlyntan sölunni, og svo er um meiri hluta vinstrimanna, og nokkurn hluta hægrimanna, auk hipna radikölu og socíalista, sem fylgja stjórninni að málum. Dagskráin féll í Fólksþinginu og salan var samþykt þar. í Landsþinginu er málið sett í nefnd, og er sýnilega mikill meiri hluti þar dagskránni samþykkur, og þá málið fallið niður að sinni ef komið hefði til atkvæðagreiðslu. En í þeim svifum kemur Zahle forsæt- isráðherra með bcðskap frá konungi þess efnis, að reyna skyldi um fram alt að forðast nýjar kosningar á þess- um alvörutímum, og æskir hann eftir, að myndað verði »bræðings- ráðuneyti*. Úrræði þetta fékk lítinn byr, og álitu margir að þetta væri runnið frá Zahle sjálfum, til þess að draga málið á langinn. Kallar þá konung- ur alla flokksforingjana á sinn fund, og brýnir fyrir þeim þá nauðsyn sem beri til að þeir hendi ekki þjóð- inni út í kosningabaráttu og innan- lands erjur á þessum tímum. Held- ur hann því enn fram, að æskileg- asta úrlausnin væri, að mynda »bræð- ingsráðuneyti«, þar sem teknir væru menn úr öllum flokkum. Þetta var 19. ágúst. F.n dagana á undan hafði komið frétt frá formanni senatsins í Banda- rikjunum. Sagði hann að það hefði verið stjórn Dana, sem hefði beðið um að farið yrði »leynlega« með samningana. Komið hafði og á dag- inn, að samningarnir hefðu verið birtir opinberlega í Ameríku tveim dögum áður en kammerherra Zahle, deildarstjóri í utanríkisráðuneyti Dana, þvertók fyrir að nokkrir samningar væru á döfinni. Frést hafði einnig að alls ekki hefði verið að ræða um neina hótuu um yfirgang af hendi Bandamanna, þó Danir seldu ekki eyjarnar, og kom sú vitneskja sum- part beina leið frá Wilson. Var nú farið að ræða um myndun ráðuneytis, en ekki bættu þessar nýju fréttir um samkomulagið. — Stjórnarandstæðingar vildu ekki hafa neina af fyrri ráðherrunum með í bræðingnum, en radikalir og social- istar vildu jafnvel hafa Zahle eða Scavenius forsætisráðherra í hinu nýja ráðuneyti, og heimtuðu jafnvel að þeir hefðu meiri hlutann sln megin í ráðuneytinu, að salan yrði samþykt strax og engin breyting yrði gerð á núverandi stjórnmála- stefnu. Þessum skilmálum neituðu hinir flokkarnir þverlega, og vildu hafa jafnmarga úr öllum flokkum, og forsætisráðherra einhvern þann er verið hefði utan við síðustu deilur; til- nefna meðal annars Friis greifa eða Hage viðskiftaráðherra. Heimta þeir að hið nýja ráðuneyti taki söluna til meðferðar á ný. Stjórnarflokkarnir, radikalir og so- cialistar, neita því aftur — og varð þá ekki meira úr samningum, og rann bræðingurinn sundur þ. 23. ágúst. Daginn eftir var atkvæðagreiðsla reynd meðal Landþingsmanna um rökstuddu dagskrána Christensens og var þá sýnt að hún mundi verða samþykt þar með miklum meiri hl. Þegar svo er komið eru mestar likur til að grundvallarlögin nýju gangi i gildi, er Landsþingið hefir samþykt dagskrána, og nýjar kosn- ingar fari fram í haust. En haldi stjórnin heit sín verður eyjasalan lögð undir úrskurð þjóðarinnar með almennri atkvæðagreiðslu. ---- ■ "" —;— Enskt miljónafyrirtæki á íslandi. Þór. B. Guðmundsson og járnsandurinn. »Nationaltidende« í Khöfn flytja 17. f. m. grein þá, er hér fer á eftir: Blaðið »Tidens Tegnc i Kristjaniu hefir fengið frétt frá London um að ísíenzkur kaupmaður, Þórarinn B. Guðmundsson, sé um þessar mund- ir að stofna þar stórt járnverksmiðju- fyrirtæki, er starfrækja eigi á íslandi. Lambert verkfræðingur og um- boðsmaður hins heimsfræga firma: Simpson & Oviatt, Steel Patenteers and Metal Syndicate ,í London, kom til Seyðisfjarðar fyrir nokkrum árum í þeim erindum að leita að og rann- saka hvort eigi mundu málmar a íslandi, sérstaklega járnsandur. í Tökulsá, sem kemur upp undan Vatnajökli og rennur í Atlantshaf á norðaustanverðu landinu, eða réttara sagt í ósum hennar, fann hann ógrynni af járnsandi. Nauðsynleg- an kraft til þess að vinna járnsand- inn, er hægt að fá úr Lagarfljóts- fossi í Lagarfljóti, er framleitt getur um 200 þús. hestöfl. Eftir þessa rannsókn verkfræðings- ins gerði firmað Simpson ráðstafan- ir til að fá einkaleyfi til að starfrækja stálverksmiðju þar á staðnum, en þá kom ófriðurinn, og málinu var frest- að. En síðan hefir Guðmundsson kaupmaður starfað ötullega. Hann hefir fengið einkaleyfi til 50 ára, og enska firmað hefir nú ákveðið að byrja fyrirtækið eftir 1 ár, hvort sem stríðið verður þá búið eða ekki. Rekstursféð er fyrst um sinn ákveð- ið 1 miljón pund sterling, en sagt er að ef þurfa þyki, muni þreföld sú fjárhæð vera fyrir hendi. Til mála hefir komið annaðhvort að senda utan járnsandinn eða vinna úr honum hreint jirn eða stál át staðnum, og hefir hið síðara ráðið ver- ið tekið. Ætiunin er því að byggja ný- tízku stálverksmiðju, er framleitt geti. miljón tonn af hreinu stáli á ári. Efnið er eins og áður er sagt við hend- ina og ótæmandi í ósum fökulsár.. Erl. simfregnir Opinber tilkynning frá brezkie utanríkisstjórninni i London. Lendon, 2. sept. Yfirlit Buchans um viðureignina á vig- stöðvum Breta. Frá vesturvígstöðvunum. Þessa viku hafa verið mikil þrumuveður, ofsarok og dynjandi regn, sem hefir mjög hamlað loftnjósaum vorum og stórskotaliðs- framkvæmdum og gert fótgðnguliiinu nær ókleift að sækja fram. Aðalorusturnar hafa staðið eins og áður i herarmi Breta austan og norðaustan við Thiepval og umhverfis- Guillemont. Eftir að Frakkar tóku Maure- pas hafa bandamenn getað tekið höndum saman i viðureigninni umhverfis Guillemont. Á hverjum einasta degi unnum vér eitthvað á á ýmsum stöðum. Landið fyrir norðan Delville-skóginn er nú á voru valdi. í lok vikunnar hefir vinstri herarmur Breta hjá Pezieres komist svo langt, að hann hefir nú útsýni yfir umhverfi Cource- lette norðaustur yfir Highwood yfir Martin- puich og hægra megin yfir Flers-þorpið. Er því nú nærri lokið að þeir þurfi aff sækja upp i móti. í lok þessarar viku eru liðnir tveir mán-- uðir siðan orustan hófst. Fyrsta og önnur varnarlína Þjóðverja hefir verið tekin og örðugar stöðvar þar fyrir aftan upp að og fyrir neðan hliðar hásléttunnar. Alls hafa Bretar handtekið 15469 menn frá því að orustan hófst I. júli og fram til 29. ágúst, og þar á meðal eru 266 liðsforingjar. Auk þess hafa þeir tekið herfangi 86 failbyssur, 160 vélbyssur og mikið af ýmsum öðrum hergögnum. Þjóðverjar gera nú hvert gagnáhlaupið á eftir öðru en þau mishepnast algerlega og er það gleðilegt táku tímanna. Til dæmis gerðu hersveitir úr lífvarðarliði Prússa áhlaup sunnan við Thiepval laugarinn 26. ágúst, að undanfarinni ákafri stórskotahríð. En áhlaupinu var gersamlega hrundið af Wiltshire cg Worchestershire herfylkjum,. sem voru þar fyrir til varnar. Hver ein- asta herdeild lifvarðarlíðs Þjóðverja hefir nú verið i orustunni hjá Somme og beðið mikið tjón. Það er talið að Þjóðverjar hafi haft fleiri herdeildir til þess að verj- ast sókninni heldur en þeir hafa haft alls ■ sókninni hjá Verdun, og margar herdeild- irnar hafa verið sendar tvisvar fram tif viga. Þjóðverjar hafa notað mikið af vara- liði, sem þeir hafa safnað saman hingað og þangað og hefir það leitt tii mikillar óreglu og samtakaleysis hersveitanna. Að dæma eftir þvi hvernig þeir gefast upp, þá hefir hugrekki þeirra hnignað mjög og margar óvanar varaliðssveitir eru ^dauð- þreyttar. Þjóðverjar eru nú fyrst farnir að kenna á þeim erfiðleikum sem banda- menn áttu við að striða á eystri og vestri vigstöðvunum fyrsta ár ófriðarins. Frá Balkan. Þegar Rúmenía greip til vopna og gekk i lið með bandamönnum breytti það aiveg

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.