Ísafold - 09.09.1916, Side 2

Ísafold - 09.09.1916, Side 2
2 IS A F OL D auðmannavald, fæstir embættismenn betur efnum búnir en fjöldi bænda og lifa við lik kjör. En þetta er þó ekki aðalatriðið. — Islenzku embœtt- ismennirnir flestir eru alpýðunnar börn, sem sett hafa verið til menta. Ráð- herrann er sunnlenzkur bóndason, landritarinn sonur fátæks iögreglu- þjóns, landlæknirinn norðlenzkur bóndason, biskupinn sonur sveita- prests. Annar forseti Alþingis er bóndi, hinn bóndason, sem lengi hefir búið stórbúi. Báðir varaforset- amir synir bænda í Húnavatnssýslu o. s. frv. Jafnvel flestir æðstu em- bættismenn landsins hafa alist upp í sveit, mokað flór, rekið kýrnar, smalað og slegið. — Slikt ástand þekkist tæpast nema á íslandi, en eg tel það mikið lán fyrir landsmenn. Eflaust bætir það embættismamjastétt- ina stórum, að hverjum alþýðumanni stendur opin leið að æðstu stöðum í landinu, ef hann skarar að ein- hverju leyti fram úr öðrum, En ávinningnr alþýðunnar er ekki minni. Meðan þessu er þannig farið, eru embættismennirnir nákunnugir öll- um hennar högum og bera til henn- ar hlýjan hug, sem ekki er að undra, ej foreldrar þeirra og fiændur eiga hlut að máli. Ekkert sýnist eðlilegra, en að al- þýðan þættist hafa komið hér ár sinni vel fyrir borð, og gleddist yfir þvi, að sveitabörnin hafa oftast orðið fremst i flokki í kapphlaupi lífsins, ekkert líklegra, en að hún benti á fjölda góðra embættismanna með réttmætu stolti: sveitabörnin, sem hafa skarað fram úr öðrum, þó mörg hefðu þau litið skotsilfur i farareyri úr heimahúsum, mennina, sem i raun og veru eru ekkert annað en mentaðir alpýðumenn, þó þeir sitji í æðstu embættum landsins. Ef al- þýðan hefði verið ein um hituna, býst eg við, að hún hefði litið þannig á málið, en lengi hafa mikils meg- andi menn róið að því öllum árum, að rægja og ófrægja embættismenn- ina, svo margir halda jafnvel, að þeim sé ekki trúandi fyrir þing- mensku vegna stöðunnar1). Auðvit- að er þetta fjarstæða ein. Þvi skyldi ekki vel mentaður alþýðumaður'geta orðið jafngóður þingmaður og annar, sem minni mentunar hefir notið ? Þvert á móti má fullyrða, að at- kvæða þingmenn verða örfáir, nema þeir hafi víðtæka mentun, hvort sem hún er fengin á skólabekk eða ekki. Eg vona, að flestir Húnvetningar geti verið mér sammála um það, áð ekkert er heimskulegra en að velja þingmann að^llega eftir því, í hvaða stöðu hann er, eða vilja siður kjósa mentaða menn en ómentaða. Aftur er ekkert eðliiegra, en að bændur kjósi bónda fremur en embættis- mann, ef báðir mennirnir eru að áliti þeirra jafnir. Þá er annað, sem sumir telja miklu máli skifta: hvort pinqmaður C' búsettur i Reykjavík eða ekki. Ekki er mér fyllilega ljóst, hvers vegna menn óttast svo mjög búsetu manna i Reykjavik. Líklega vakir það fyrir þeim, að þeir, sem eru hér búsettir, hljóti annaðhvort að draga um of taum Reykjavikur eða láta Reykvik- inga stinga sér i vasann. Ekki hefi eg orðið var við, að Reykjavik hafi haft slik áhrif á mig, hvað sem öðr- um reynist, en hitt er mér fullljóst, að þeir menn, sem eru annaðhvort J) Menn mega ekki taka orð mín svo, að eg telji alla embættismenn fyrirmynd eða bændum fremri. Þeir eru auðvitað misjafnir eins og menn í öðrum stéttum. hlutdrægir eða heiglar, eru algerlega óhæfir þingmenn hvar svo sern þeir búa. Það er undir manninum komið, en ekki staðnum, sem hann býr á, hvort hann er nýtilegur þingmaður eða ekki. Um þetta finst mér, að allir hljóti að vera sammála, sem um það hugsa. Jón Sigurðsson var búsettur f Kaupmannahöfn og ekki dró hann tautn Dana fyrir þvi. Nei, maðurinn, en hvorki staðan né staðurinn er það, sem alt veltur á, í raun og veru ætið, en að minsta kosti er svo stendur á sem nú, að engin stórmál deila flokkum. Að vísu ætti ekki að verða skotaskuld úr þvi, að fá heiðvirða menn, efna- lega sjálfstæða, sæmilega mentaða og með bezta vilja til þess að láta eitt- hvað gott af sér leiða. Alt þetta er sjálfsagt — en það er ekki nóg! Ef vel á að vera, þurfum vér að fá allra beztu menn pjóðarinnar inn á þingið, og það er vandaverk að týna þá úr! í tvímenniskjördæmum er það eflaust hyggilegt, að hafa ætíð annan þingmanninn bónda, sem bú- settur er í kjördæminu til þess að tryggja sér nægan knnnugleik í öllum héraðsmálum1). Hvað hinn þing- manninn snertir, væri ekkert eðli- legra, að að mikil samkepni væri milli héraða um, að ná í mikilhæf- ustu mennina, hvar sem þeir væru á landinu og í hvaða stöðu sem væri, ef menn á annað borð geta nokk- urn veginn fallist á skoðanir þeirra. Sómi og hagur hiraðanna liggur við, að seeti peirra á pingi séu skipuð vel. En hvar eru sem stendur mennirnir, sem hafa sýnt það ótvírætt, að þeir séu góðir stjórnmálamenn, sem hafa ný og viturleg ráð á boðstólum til viðreisnar landi og lýð?2) Þeir eru undarlega fáirl Ef eg hefði komið auga á slíkan mann, skyldi eg styðja hann af öllum mætti til þingmensku í Húnavatnssýslu, því sönn ánægja væri mér það, ef annar kæmi betri í minn stað, sem yrði minm gömlu sýslu til gagns og sóma. Ef breytt er um til batnaðar, er ágætt að skift sé um þingmenn, s£ það eigi víst, mun það oftast illa gefast. Svo er með þingmensku sem önnur verk, að reynsla og æfing eru mikils virði. Tæpast myndu Suður-Þingeyingar og Skagfirðingar hafa þingsæti sín svo vel skipuð sem nú er, með Olafi Briem og Pétri Jónssyni, ef þeir hefðu oft skift um menn. Ekki sé eg mér það fært i þessu bréfi, að halda út í landsmálin og horfur þeirra nú. Það mundi þá verða ærið langt. Eg verð að vísa til þess sem eg hefi oft ritað um þau áður. Stefna mín f sjálfstæðis- málinu hefir unnið fullan sigur um land alt og skoðanir mínar í ýms- um landbúnaðarmálum koma síðar til vegs og gengis hvort sem eg er þá á þingi eða ekki. Eg slæ nú botninu i bréfið með því að fara út í aðra sálma. — Eg hafði haft það á orði við einhverja frændur mína, er eg var kosinn ») Að visu eru margir góðir bænd- ur i Húnavatnssýslu, en ekki mega kjósendur velja af verri endanum, ef þeir eiga að setja áreiðanlegri og far- sælli mann í sæti Guðm. Olafssonar en hann er. 2) Jón Þorláksson er einn af þeim fáu, sem hefir tillögu að gera, og berst fyrir henni af kappi. Hann vill reisa sveitabúskapinn við með járnbrautum. Maðurinn er að mörgu leyti ágætismaður, en eg get ekki fall- ist á tillöguna/ þingmaður, að mér léki hugur á að ferðast um þær sveitir sýslunnar, sem eg þekki lítið, sérstaklega vest- ursýsluna, til þess að kynna mér betur menn og horfur þar. Ur þessu hefir ekkert orðið, en ekki er það mér að kenna. Tvö sumurin sat eg á þíngi og nú i sumar hefi eg ekkert sumarfrí getað tekið mér vugna annríkis við skyldustörf. Þá er annað sevn ekkert kemur kosningunum við. Mér er sagt úr ýmsam áttum að undarlegur faraldur sé kominn upp í sýslunum: að ganga fyrirhyggjulítíð í ábyrgðir fyrir menn sem eru fjárþurfar. Er fullyrt að einn maður, sem líklega á mikið minna en ekki neitt, hafi fengið bændur i ábyrgðir fyrir sig sem nema 20—30 þúsund króna. Sé þetta satt, vildi eg vekja athygli á þvi, að öll likindi eru til að fé þetta tapist eða mestur hluti þess og áreiðanlega óhyggilegt að leggja meira fé í pann banka. Ekki veldur sá er varir! Guðm. Hannesson. Björn Kristjánsson , og gulliB. Nýlega hefir Björn Kristjánsson gefið út sérprent af grein, sem hann setti í blað sitt »Landið« um seðlabanka. Auk annara f jarstæðna, sem þar er haldið fram, segir hann á bls. 10 í pésanum, að þing og stjórn hafi ekki hugsað um að tryggja landinu gullforða, hvað sem á dytti, þrátt fyrir það þótt hann — menn taki vel eftir þessu: hann sjálfur B. Kr.! — brýndi þetta fyrir þinginu 1914 og 1915. Og vegna gullskortsins segir sami spekingur, að ekki sé þeim að þakka, sem þessu hafi ráðið, þótt landið sleppi við hugursneyð og manndauða af hungri. Þetta sá B. Kr., eins og hann sjálfur segir, bæði á þingi 1914 og 1915. En hvað hefir B. Kr. banka- 8tjóri þjóðbankans gert til að laga þetta? Ekki hefir hann snúið sér með þetta mál, sem mjög væri alvar- legt, ef rétt væri, til stjórnarinn- ar, sem þó hefði beinast legið við. Ekki hefir hann heldur gert skyldu sina sem bankastjóri. Eins og reikningur Landsbankans árið 1915 sýnir, átti Landsbankinn inni í erlendum (nær eingöngu dönskum) bönkum yfir hálfa 4 miljón. Nú talar B. Kr. réttilega um hættu af því að eiga fé þetta þar, ef svo færi, að Danir kæm- ust í stríðið og þar með slitnaði samband vort við Danmörku. En hversvegna heimtar B. Kr. þá ekki gull út á inneign Lands- bankans í dönskum. bönkum og flytur það gull hingað heim til að bjarga landinu frá »hungurs- neyð og manndauða af hungri?« Þessu mun hann svara svo, að útflutningsbann sé á gulli í Dan- mörku, þótt hann muni ekki eftir þessu, þegar hann er að skamma landsstjórnina fyrir það að nokk- urn hluta gullforða íslandsbanka hefir orðið að geyma í Danmörk og Noregi. Sannleikurinn er sá, að B. Kr. mundi eigi hafa fengið gull út á innieign bankans í Dan- mörku, bæði af þvi að seðlar fljóð- hankans eru nú óinnleysanlegir og af því að útflutningsbann er á gulli í Danmörku. En B. Kr. hefði getað gert ann- að. Hann hefði getað fært inni- eign bankans yfir í enska banka. Og það hefði verið'miklu betra en að fá hana flutta hingað heim í gulli. Það var kostnaðarminna, minna vaxtatap og hægra, ef á þurfti að halda, að greiða erlend- ar vörur með því en að flytja héðan aftur út gullið. En þetta gerir B. Kr. eigi held- ur, þótt hann hafi séð þessa voða- legu hættu. En annað dæmi sýnir enn bet- ur, hvað B. Kr. hefir verið mikil alvara með gullkenningu sína. Haustið 1914 fékk hann Sig. Eggerz til að láta flytja hingað um 16 þús. dollara, eða nálægt 64 þús. krónum í ameríksku gulli. Þegar gullið var hingað komið, var reynt að selja Landsbankan- um það. En B. Kr. vildi flá ekk- ert hafa með flað að sýsla, vissi ekkert hvað hann átti við það að gera. Loks keypti Islandsbanki það, og á þessari ráðsmensku B. Kr. tapaði landið 6000—7000 krónum að sögn. Sannleikurinn er sá, að B. Kr. er ekki óvitrari en það, að hann reynir alls eigi til að nota gull- kenningar sínar í framkvædinni. Hann veit það fjarska vel, að gullið er ekkert aðalatriði, heldur hitt, að atvinnuvegir landsins geti haldið áfram og framleitt þau gæði, er vér getum látið af hendi til útlanda og fengið fyrir þau eða andvirði þeirra önnur gæði þau, er vér þörfnumst. Og hversvegna hefir B. Kr. eigi brýnt fyrir öllum skiftavinum Landsbankans meðal kaupmanna, að heimta borgun í gulli fyrir alt lýsið, allan fiskinn, kjötið, síldina o. s. frv., er þeir hafa selt út úr landinu síðan stríðið byrjaði? Eitt er enn, sem bendir á það, að B. Kr. sé ekki eins hræddur við ástandið og sérstaklega seðla íslandsbanka, sem hann lætur. Eins og áður er sagt, á Lands- bankinn inni í dönskum bönkum. Þegar nú Landsbankann vantar gjaldmiðil til að fullnægja við- skiftamönnum sínum hér, þá greiðir hann af inneign sinni (með símskeyti) í Khöfn í reikning ís- landsbanka, en íslandsbanki greið- ir honum aftur sömu upphæð í scðlum sínum. Ef Landsbankann t. d. vanhagar um 100 þús. kr., en á inni í danska Landmands- bankanum, þá símar B. Kr. til Landmandsbankans og biður hann aðgreiða lOOþús.krónur inn í reikn- ing íslandsbanka við Privatbank- ann. Þegar skilríki eru svo komin hingað fyrir því, að það sé gert, fær B. Kr. 100 þús. krónur í seðl- um hjá íslandsbanka, sem er lög- skyldur til að greiða samkv. lög- um frá síðasta þingi. Síðan greið- ir B. Kr. þessa seðla út úr Lands- bankanum á venjulegan hátt. Ef B. Kr. væri eins hræddur við 8eðla íslandsbanka og hann lætur, mundi hann eigi gera þetta. Því að hann mundi sóma síns og bankans vegna eigi vilja greiða viðskiftamönnum sínum inneignir þeirra með ónýtum seðlum. Og þar að auki ætti Lands- bankinn á hættu að tapa þessum seðluin Islandsbanka, ef kenning B. Kr. væri rétt. Hann mundi, ef hann tryði sjálfur á speki sína, reyna til að firra Landsbankann sem mest seðlum íslandsbanka. Neraa svo sé, að hann trúi á alla gull- og seðlaspeki sína, en vanræki svo sjálfsagða skyldu sína sem bankastjóri. Þessir tveir möguleikar eru til, og eigi fleiri. Þótt B. Kr. líklega ætlist ekki til, að gullkenningar hans séu teknar alvarlega, samkvæmt því, er sýnt hefir verið fram á, getur vel verið, að hér verði síðar minst á þær og sýnt hversu fá- ránlegar þær eru að ýmsu leyti. áb. Reykingar og heilbrigðL Eftir dr. med. Hugo Toll, Stokkhólmi. Þeir, sem þykjast hafa sérþekkingu. á verkunum tóbaksins, neínilega ákafir reykingamenn, segja, að það hafi þægileg áhrif og komi mönnum í unaðslegt samræmi við sjálfan sig og í andlegt jafnvægi. Að tóbaksneyðsla sé nautn fyrir marga, er erfitt að neita. En þessi nautn eru dýrkeypt. Hvaða tóbaks- neytandi man ekki eftir fyrsta vindl- inum sínum: Höfuðverkur, svími, kaldur svitinn, andteppa, hjartsláttur,. uppsala, allur líkaminn var að springa af þjáningum, sem þó voru mestar í brjósti og höfði. Læknirinn fann unga reykingamanninn í aumkvunar- verðu ástandi, nábleikan með hæg æðaslög og skjálfandi eins og lauf- blað. Foreldrar og vinir, sem þektu ekki orsökina, héldu, að drengurinn ætti skamt eftir. Sælgætið það er einkennilegt! Að þetta lagaðist seinna, var ekki tó- bakini að þakka, heldur eðli manns- ins, sem er þeim undursamlegu gáf- um gæddur að geta þolað og lagað sig eftir hinum margvíslegu efnum, sem honum ern boðin. Hinar þægilegu verkanir tóbaksins stafa frá nikotíninu og nokkrum óþektum ilmefnum, sem myndast þegar tóbakið er látið brjóta sig, en sem lítið er af og losna, þegar tó- bakið er reykt. Þessi ilmefni verður jafnvel óspiltur reykingamaður var við sem eitthvað gott í augnablikinu. Samfara nikotíninu er heilmikið af ammoniakssamböndum, brennisteins- vatnsefni (daunillu þarmalofti), kol- sýru, mýrasýru, smjörsýru, valerian- sýru (af þessum sýrum og einnig af nokkrum skyldum sýrum stafar þráa- lyktin), kreosoti og margvíslegum öðrum eiturtegundum. Eins og í öðrum reyk eru í tóbaksreyknum þar að auki óbrendar kolaagnir. Alt þetta fær reykjandinn inn r sig, andar því inn í háls og lungur rennir því niður með munnvatninu og sýgur það inn i líkamann. Og hann andar reyknum frá sér og neyðir viðurstygðinni á ogí þá, sem neyddir eru til þess að umgangast hann. Og »lög siðprýðinnar« neyða- þá til að láta, sem þeir findu ekki til þess eða tækju ekki eftir þ«í, al~ veg eihs og þegar aðrir haga sér. ekki rétt í einhverju öðru tilliti. Menn með heilbrigt nef finna ódaunin leggja af reykingamanninum^ einkum af nærklæðum hans. Hann er umktingdur af daun af þessum: umgetnu eiturtegundum, Dauninn leggur úr andardrætti hans og klæð- um, og heimili hans verður eins og óhreinindabæli hvað snoturt sem það annars er. Það er ekki af því, að eg búist við að geta hrætt nokkurn tóbaks- neytanda frá athæfi hans, en það er að eins til að ýfa samvizku hans, að eg.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.