Ísafold - 04.11.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 04.11.1916, Blaðsíða 2
2 IS A F OL D lögin. 1916 voru þeasar fjárveitingar orðnar 14000 kr. á ári. Hparnaðarræður bergmáluðu í þingsölunum svo lengi, að eg efast um að bergmálið þar verði nokkurn tima heilbrigt aftur, Full lík- indi eru til þess, að hér á landi fari eins og annarstaðar, þar sem þingin ekki hafa viljað veita nauðsynleg útgjöld, að upp komi of- beldisvald — að utan eða innan —, sem taki féð án þess að spyrja fjárveitingarvaldið leyfis, og noti það til að stjórna landinu — þá yrði að líkindum ekki spurt um sparuaðinn. Einhver skilningslausasti maðurinn á gildi peninga, af ræðu- mönnum þeim, sem nefndin vitnar í, var að mínu áliti Þorlákur Guðmund8son. Eg var eitt ár á þingi með honum, og það dæmd- ist einhvern veginn á mig, að sitja hjá honum. Hann var aldrei þessu vant með tvö breytingaratkvæði við fjárlögin. Annað um, að umbuna Torfa í Olafsdal fyrir að hann hefði innleitt skozku ljáina hér á landi, það voru 500 kr. eitt skifti fyrir öll. Hann spurði mig, hvort eg mundi greiða atkvæði með tillögunni. Ef það er þjóðargjöf — sagði eg — þá eigið þér að bæta tveimur núllum aftan við. Þér munið víst eftir feldardálkinum til Eyvind- ar Skáldaspillis ? Hann hristi höfuðið. Haun stakk einnig upp á að veita þeim manni 500 kr. verðlaun, sem fyndi ráð við bráða- pestinni. Mér sýndist ólíklegt, að nokkur maður gæti gert það fyrir 500 kr. Frakkar veittu 80,000 franka árlega til Pasteurs stofnunarinnar. Hanu átti víst erfitt með að skilja slíka eyðslu á landsfé, og eg veit ekki enn í dag, hvernig menn af íslenzkum ættum geta haft svo þýborinn hugsunarhátt. — Þorlákur Guðmundsson var litblind- ur á peninga. Honum sýndist hann veita hrúgur af gulli, þegar hann veitti nokkra koparpeninga. Síra Þorkell Bjarnason var einn af þeim sem mest börðust á móti eftirlaunum. Hann kunni tröllasögur af fátækt og hungri hér á landi. í einni ræðu sagði hann frá því, að svo hefði hungrið i Skaftafellssýslum verið mikið, að þjónustustúlka á einum bænum hefði lagt sér töðu til munns. Þingmaður Skaftfellinga synjaði ei fyrir að sattværi. Ein af ástæðum síra Þ. B. móti eftirlaununum var að sýslumaður Jón Jakobsson hefði fengið 30 ríkisdala eftir- laun eftir 38 ára þjónustu árið 1805. Sýslumenn og höfðingjar bjuggu ávalt búi sínu í þá daga, og voru fyrst og fremst bændur, en embættismenn í hjáverkum, skriftirnar voru ekki miklar þá. Þótt sýslumaðurinn væri hættur að vera embættismaður, þá var hann bóndi á eftir,] sem sat í góðu búi. Og svo hefði maðurinn, sem skrifaði Islandssögu, átt að vita svo mikið um verð peninga fyrrum og nú, að 1805—7 mátti kaupa 5—10 kot fyrir 30 ríkis- dali. Síra Þorkell fékk heilablóðfall á þingi, og þingið bætti 500 kr. árlega við eftirlaunin hans frá Reynivallabrauði, en þau voru liðugar 300 kr. Eg veit ekki til að hann hafi haft á móti því, að þiggja þessi eftirlaun, þótt landið frá hans sjónarmiði ætti erfitt með að láta þau af hendi. Hver stjórnmálamaður þarf að sjá tvent: byrðina á þegnfé- laginu og krafta þess til að bera hana. Sira Þorkell Bjarnason sá dalrei nema byrðina. Hér verður að vitna í ræðu Grims Thomsens í eftirlaunamál- inu 1883 um eftirlaunin hjá Englendiugum. »Eg vil minna menn á, að það er ekhi óhœfa« — segir hann — >að taka dœmi af hinni vitrustu og fyrirhyggjusömustu þjóð, Englendingum. Þeir hafa engin eftirlaunalög, en það er lögboðið að halda eftir nokkrum hluta af launum embœttism.; þetta fé fœr hann svo útborgað er hann fer frá«. --------Það er áreiðanlegt, að eg heyrði Grím Thomsen segja á þingi, líklegast eftir að Jón Olafsson hafði efast um að þetta væri rétt — að í Englandi væru engin eftirlaunalög til, en Parlamentið veitti embættismönnum eftirlaun eftir vissum reglum (óskrifuðum), og áliti skerðingu á sóma sínum, að neita um veitingu þessara eft- irlauna, ef reglurnar væru fyrir hendi. Vera má að þetta standi ekki í þingtíðindum, eða að nefndin hafi ekki þurft að halda á því. Þar finst einnig ^á sumum ræðum þingmanna, að þeir vilja endilega að embættismenn fari á sveit, þegar þeir eru búnir að slita sér út í þjónustu landsins. En síðasta þingræðan, sem vitnað er til, er ræða Jóhanns Eyjólfssonar árið 1914. Hann segir meðal annars: »Eg vil ekki afnema eftirlaun*------»því eg vil ekki þau skifti, að eftirlaunin verði afnumin og föstu launin hækkuð að sama skapi, og að eg er hræddur um að margur embættismaður væri illa staddur á elliár- unum, og ætti ekki lífeyri fyrir sig og sína«. — Eins álítur hann að þjóðin mundi kjósa að alt launafyrirkomulagið væri með kyrr- um kjörum, en að eftirlaunin væru afnumin og launin hækkuð i þess stað. Fyrir honum er alt þingmálafundaslúðrið meiningarlaust þvaður. Mér þykir líklegast að herra Jóhann Eyjólfsson sjái rétt vilja almennings. En mikill ósigur væri það fyrir þá, sem hafa maður fram af manni barist á þinginu fyrir lækkun eða afnámi eftirlauna í heilan mannsaldur, ‘33 ár. Nú er þó svo komið, að lágu eftir- launin eru leidd í lög og hundraðgjald þýzka keisaradæmisins, al- gjörlega misráðið, sömuleiðis lögleitt, en það er eingöngu ætlað þar til að styrkja ekkju og börn embættismannsins, þó ekkjanj fái eftir- laun af rikinu þess utan. III. „I»á horfell prestur á Hamri*. Eftirlaunin frá 1855 eru nú orðin alt of lág. Þess má vænta, að beðið verði um viðbætur við þau fyrir hverja ekkjuna á fætur annari, vegna verðfallsins á peningum. Eftirlaunin frá 1904 kom- ast að líkindum aldrei í framkvæmd, eða verða aldrei gildandi lög fyrír það hve lág þau eru, og vegna þess, a2P ellistyrkslögin eru ekkert annað en pappírsgagn, handaskömm og þjóðarsmán. Það Ofriðar-annáll. 1.—15. okt. er ekki vegna þess, að ellistyrkurinn verði ekki innheimtur með harðri hendi, heldur vegna þess, hvernig honum er fyrir komið, og hvernig; hann er borgaður út að lokunum. Það kann ekki góðri lukku að stýra, þegar fjörutíu þinggarpar, sem flestir hafa ekkert vit á líf8ábyrgðarmálum, þó tveir eða þrír af þeim ráði yfir lágu tugabroti af viti á málunum, setja sig niður og fara að byggja lífs- ábyrgðarreikninga upp úr sjálfum sér. Það sem einkennir pólitík- ina okkar svo hraparlega, er að hún byggir allar byggingarnar sínar upp úr sínum innra manni, en í honum er ekkert byggingar- efni að fá. Að spyrja einhvern, sem vit hefir á, það má ekki gjöra, því hvað skyldi þjóðin segja, ef það kostaði nokkrar krónur og ráðið kæmi í bága við einhvern þingmálafundinn! — Já guð sé oss næstur, það ódýrasta eitt er eftirsóknavert. Einn einasti embættismaður hefir komið á eftirlaun samkvæmt eftirlaunalögunum 1904. Hann hafði þjónað í 13 ár, að mig minn- ir, í eftirlaunalausu þjóðstarfi, sem var svo launuð, að hálfur mað- ur fullorðinn gat lifað á því. En hann hafði aukatekjur og lifði það af. Svo verður hann konunglegur embættismaður með lágum launum, verður útslitinn og fær lausn. Þegar ekkjuframfærslan hans var dregin frá, þá voru öll eítirlaunin 340 kr. Að lifa á því með konu og tvö börn var óhugsandi, en alþingi var hlynt honum, og bætti 450 krónum við eftirlaunin árlega. Alls hafði hann þá 790 kr. nettó úr að spila, eins og hann hefði farið frá eftir eftirlauna- lögunum. Hann hefir nú liðugar 65 kr. um mánuðinn. Með prís- unum, sem nú eru, ganga 20 kr. til húsaleigu fyrir eitt herbergi og eldhús, 30 kr. fyrir tvö skippund af kolum til að hita upp elda- vélina og elda við — ef nokkuð er til að elda — en 15 kr. hefir hann til að fæða og klæða sig og konu sína og börn með i Reykja- vík. Ellistyrkurinn var orðinn 244 kr. með viðlögðum vöxtum. Ef lífeyrir var keyptur fyrir hann, fengust fyrir það 14 kr. á ári, en vextirnir eru á lOdu krónu og þá kaus hann. — Ellistyrkurinn vegur ekki upp óvirðinguna, sem embættismanninum er með hon- um gerð. Með eftirlaunalögunum 1904 og ellistyrknum er gjört pólitískt stökk út í myrkrið, það er einskisvert þótt gamalt embættismanna- fólk komi niður í urðina og brjóti þar beinin. Nú vill nefnd- in að gjört sé nýtt pólitískt stökk út í myrkrið til þess að hinir beinbrotnu fari heldur i fossinn, það tekur fljótar af, svo erum við lausir við þá! í Árbókunum lýsir Espólín hallæri, sem gekk yfir landið, og i lýsingunni kemur fyrir setningin: *Þá horfell prestur á Hamri«. Lesandinn finnur með hryllingi, hver fádæma neyð hefir verið í landinu, >þá horféll prestur«l, — tekur hann upp agndofa, það hugs- aði eg að ekki hefði komið fyrir á þessu landi. Hin háttvirta nefnd vill ekki það, þegar hún ákveður að eftirlaun skuli vera af- numin, en hún vill að embættismenn landsins, í kristilegri auð- mýkt og undirgefni við vilja þjóðarinnar á 53. þingmálafundum af 212, og þar af leiðandi vilja hinnar háttvirtu nefndar sjálfrar, ef sú nefnd hefir nokkurn vilja frá sjálfri sér, fari á sveitina, þeg- ar þeir hafa slitið sér út í þjónustu ættjarðarinnar. Ellistyrkur nefndarinnar er féfletting, sem kemur að litlu haldi, sem síðar mun sýnt. Hennar mildilega hugsjón hlýtur því að vera að þeir fari á sveitina. En ekki er þó víst að hugsjónirnar rætist algjörlega. Ef stéttín á einhverja menn líka general Cambronne við Waterloo, væru þeir líklegir til að svara hinni háttvirtu nefnd: »Merda«! eða ef það þætti fegurra til frásagnar eftir á, þá gætu þeir sagt: »Embættismannastéttin fer ekki á sveit, hún deyr heldur«. Þá gæti hinn ófæddi Espólín skrifað í árbækur tuttugustu aldarinnar: »Það ár fluttu menn út vörur fyrir 100 miljónir, lögðu inn í spari- sjóði og banka 18 miljónir, greiddu í landssjóð 6 miljónir, áttu í viðlagasjóði 20 miljónir, en svo |lét alþingi sparsamlega áhaldið öllum opinberum fjám, að sama ár horféllu 3 embœttismenn í Reykja- víkt. Þegar nefndarálitið er lesið niður í kjölinn, finst mér, að hor- fellir á gömlu embættismannafólki í Reykjavík og kaupstöðum sé »stefna nútímans«. — Þegar hin háttvirta nefnd talar um þá stefnu, verður mér fyrir að skilja það svo, sem hún eigi bæði við stefn- una hér á landi og í hinum siðaða heimi. Hvernig stendur á þess- um ósköpum? verður mér fyrir að spyrja. En nefndin svarar með þessum fádæma skarpleika, sem henni fer svo vel. »Það er stefna nútímans af því, að 53 eru eindreginn meiri hluti af 212«. ReykjaYíkar-aimáll. Hljómleika efna þeir bræður Egg- ert og Þórarinn Guðmundssynir til í dómkírkjunni á m’orgun. þýzku kafbátahættunnar fer hann ekki með fisklnn til Englands. Alþýðufræðsla fél. Merkúr. Á morgun kl. 5 flytur G í s 1 i S v e in s- s o n yfirdómslögm. erindi um víxla og notkun þeirra. Vesturheims-saingöngur aukast. Eimskipafélag íslands ætlar að senda Gullfoss til New York sfðast i apríl, ef alt fer með feldu. — Eftir fregnum að vestan að dæma, mun mega búast við, að mesti fjöldi Vestur-íslendinga taki sér fari á skipinu >heim til >Fróns«. Fisksalan til Englands. Njörður fór á miðvikudag hlaðinn fiski til Fleetwood. lngólfur Arnarson kom í fyrradag hingað með fullfermi fiskjar, en vegna Liandsverkfræðingurinn, hr. fón Þorláksson, hefir sagt af sér embætti sínu frá r. febrúar næst- komandi. Hefir hann þá gegnt því starfi 12 ár. Sú er ástæðan fyrir þessum gerð- um J. Þ., að því er hann sjálfur skýrir frá, að hann kýs heldur að vera í öllu sjálfs sín ráðandi. Með }. Þ. missir landið mikilhæf- an starfsmann úr sinni þjónustu. Frá Grikklandi. Sífelt kámar um stjórnina þar í landi. Er nú óvíst hvor hefir meiri völd konungur eða Venezi- los. v Er Venezilos fór frá Aþenu til Krítar, lét hann svo, sem hann gæti eigi látið hjá líða, að hlýða rödd og beiðni meiri hluta þjóð- arinnar og gerast foringi þeirra manna, er vernda vildu Grikk- land og reka Búlgara úr landi. Ekkert væri honum kærara en konungur aðhyltist vilja þjóðar- innar í þessu efni, og snerist í lið með Samherjum, og verndaði land sitt gegn yfirgangi fjandmanna þeirra, Búlgara. Yfirforingi gríska flotans, Con- duriotis, gerðist fylgismaður Vene- zilosar, svo ganga má að því vísu, að meiri hluti flotans skipi þann flokk. En konungur ráðfærir sig við ráðherra sína. Var það 3. okt. Meiri hluti ráðherranna í ráðu- neyti því, sem Kalogeropulos hafði myndað, var því hlyntur, að Grikkir gengju nú i lið með Samherjum. Varð ráðuneytið það því að segja af sér. Eftirmikið vafstur tekst Lambro prófessor, sem er mikill vinur konungs, að mynda ráðuneyti, Var- það um þ. 9. — Samherjar gefa stjórnarskiftunum lítinn gaum, telja líklegt að stjórn þessi verði völt í sessi sem þær fyrri. Eru nú tvær stjórnir í landinu, önnur í Aþenu, en hin á Krít, Þar situr Venezilos. Stjórn hans lúta eyjarnar og héraðið umhverf- is ásamt Saloniki. — Líklegt er að hann ráði miklu um skilmála þá og þröngvunarkosti, er Sam- herjar setja stjórninni í Aþenu. Þar verður stjórninni meira og meira felmt. Samherjar vinna líka að því, að einangra hana sem mest, með því að gera örð- ugar allar skeyta- og póstsend- ingar. Jafnframt vinnur Vene- zilos að því, að koma stjórn sinni sem bezt á laggirnar. Er svo líklegt að hann seinna meir ætli að láta konung ráða, hvort held- ur hann slæst í flokk með hon- um eða segir af sér konungdómi. Þ. 11. heimta Samherjar af 8tjórninni í Aþenu, að hún láti af hendi nærri allan flotann. Telja 'þeir það nauðsynlégt til þess að þeir geti verið öruggir með sín skip þar um slóðir. Bregður stjórnin við strax og lætur af hendi flotann. En kunn- ugir telja líklegra, að Samherjar ætli Venezilosi flotann til umráða, Er nú Venezilos kominn til Saloniki. Var honum tekið þar sem sigursælum konungi. í ræðu, er hann hélt, er hann kom, far- ast honum þannig orð: »Við berjumst til úrslita án Aþenu — eða ef til kemur á móti Aþenu«. Ætlar hann sér að heimta skatt af löndum sínum og koma her á laggirnar. Vill hann að Sam- herjar' viðurkenni stjórn hans. En þann 13. þ. m. lét kon- ungurinn í Aþenu þá skoðun sína í ljósi, að svo væru Míðveldin öflug, að eftir hálfan mánuð væri Rúmenía úr sögunni. Ef hann snerist með Samherjum færi eins fyrir Grikkjum. En ef svo vildi verkast, væri hann reiðubúinn

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.