Ísafold - 04.11.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 04.11.1916, Blaðsíða 3
ISA F O L D 3 Jarðarför Simonar sál. bróður míns fer fram mánu- daginn 6. þ. m. Húskveðja á heimili mínu, Amtmanns- mannsstíg 2, kl. 12 á hádegi. Reykjavík 2. nóvember 1916. Sighvatur Bjarnason. st tala þeirra meira en orðið er, að eigi sé minst á fjörtjónshættuna fyrir skipshafnirnar. Nfr ,assistent‘ í Landsbankannm. Starfsmannafjölgunin í Landsbank- anum er engin nýlunda. Það hefir reynst svo, að altaf megi búa til nýtt og nýtt starf i þeirri stofnun — ef skjóta hefir þurft bita að einhverj- um skjólstæðingi hr. B. Kr. Má segja, að komið hafi verið upp úr á mönnum um það og þvi hætt að fást um það. Þó mun flestum hafa blöskrað brjóstheilindin, er það fréttist i. þ. mán., að fyrrum prófastur síra Krist- inn Daníelsson, 2. þingmaður Gull- bringu- og Kjósarsýslu — væri orð- inn »assistent* í Landsbankanum — hjá i. þingmanni kjördæmisins. Eng- um blandast hugur um, að þau ráð hafi verið ráðin löngu á undan hosn- ingunum, en ekki þótt holt að hafa þau i.hámæli fyr en þær væru um garð gengnar. Nú er haft fyrir satt, að sira Kr. D.hafi verið fenginn hingað til að skrifa »leiðara« i »Landið«. Og svo er Landsbankinn notaður til að »koma því i kring«. Svona er nú »eigin hagsmuna* hatur hr. B. Kr. Hætt er við því, að kjósendum Gullbringu- og Kjósarsýslu hefði þó fallið allur ketill í eld, ef kunnugt hefði verið um ráðabrugg i. og 2. þingmanns sins — jyrir kosningarnar — og muni nú sennilega opnast augu fyrir hvers kyns er »ráðvendn- in« og »óeigingirnin«, sem »rauði maðurinn* þreytist aldrei á að pré- dika um sjálfan sig og sína menn. Flogið hefir fyrir, að síra Kr. D. eigi með timanum að verða »innan- banka-endurskoðandi« í stað hr. Arna jóhannssonar, sem ætlað kvað vera útbússtjóra-embættið á Austurlandi. Má þá segja, að losað sé um pólitiska »hnappheldu«-kerfið, sem hr. B. Kr. einu sinni taldi svo mik- ilsvert fyrir bankann, að hann bann- aði starfsmönnum hans, nema sjálf- um sér auðvitað — að skrifa stjórn- málagreinar, Fjórir prestvíqðir menn eru nú »þjónandi« i Landsbanka vorum. Ef illa yrði sótt prestastefnan næst — þarf eigi annað en færa sig niður í Landsbankann. indum gagnvart Grænlandi, þeim sé þvert á móti nær að ná sem beztu tangarhaldi á landinu. Er grein þessi skrifuð sem and- mæli gegn þvi afsali réttinda, sem væntanlegir söluskilmálar innihalda við afsal dönsku Vestur- íeimseyjanna. Hann lítur svo á: Að samkvæmt Monroes-kenn- ingunni eigi Grænland af lúta yfirumsjón Bandamanna, þareð iað eftir legu sinni tilhéyri Ameríku. Auk þess hafi það fjárhagslega hýðingu að fá full yfirráð yfir andinu. Kryolit og kolanámur í fjöllum og líklega grafit og ef til vill gull. Danir hafi ekki fjármagn til þess að nota auðsuppsprettur landsins, er gætu orðið amerísk- um auðmönnum hinar arðvæn- legustu. Fjöldi fossa gæti fram- leitt þar rafurmagn til loftáburðar- vinnslu og annara framkvæmda. En víðtækast gagn gætu þeir haft af því að gera flotastöð í ein- hverjum firðinum nálægt Hvarfi. Mnn einasti fjörður væri þeim nógur, djúpur og þröngur fjörður væri þeim þar ágætt athvart, eina 30 tíma ferð norðan við aðalsjóleiðina mílli Ameríku og Evrópu. Bendir hann á, hve norðlægar hafnir og norðlæg lönd séu nú eftirsótt, og hve mikla þýðingu þau geti haft bæði í ófriði og á friðartímum. T. d. hafi Rússar haft ómetanlegt gagn af Archan- gelsk við Hvítahafið í þessum ófriði. Og til Spitzbergen með kolanámum og öðrum auðæfum líti nú öll stórveldi heimsíns hýru auga. Að lokum bendir hann á, að þeir Bandamenn hafi mest unnið að því að rannsaka og mæla Norður-Grænland, svo það sé i raun og veru þeirra eign, sem engin ástæða sé til að láta öðr- um í té.-------— Ekki aðhyllast Danir þá skoðun Pearys. En hvað um ísland, ef Græn- land er í augum heimsins orðið vænlegt framfaranna land — og álítleg herskipastöð ? Kosningarnar. til þess að segja af sér konung- dómi. Þ. 6. okt. setja ítalir herlið á land í sunnanverðri Albaníu. Setjast þeir að í bæjunum Argi- socastro og Delvína. Hvað þeir ætla sér með tiltæki þessu er óvíst, en það er talið ekki ósenni- legt, að þeir ætli sér að vera þar til taks til þess að ráðast að Grikkjum að norðan, ef til kem- ur. Vart geta þeir ætlað sér að hjálpa Serbum til Monastir. Þang- að eru frá þeim um 180 km. Engir stórviðburðir hafa skeð á Saloniki-vígslóðinni. Serbar eru þar altaf snarpastir í sókn. Þ. 4. okt. náðu þeir bænum Renali. Voru þeir þá búnir að vinna 200 km. af föðurlandi sínu úr hönd- um óvinanna og eiga eftir einar 2 mílur til Monastir. í Siebenbiirgen hafa Rúmenar farið heldur halloka upp á síð- kastið. Friðarslit Rúmena 27. ágúst komu í bili talsvert flatt upp á Austurríkismenn. Þótt þeir vissu sem var, að vináttan við Rúmeni væri ekki örugg, þá áttu þeir sér einskis ills von þann daginn. En Rúmenar létu ekki á sér standa, en gerðu þegar miklar innrásir í Siebenbiirgen á þrem stöðum; við Ossova og gegn bæjunum Kron- stadt og Hermannstadt. Svo fijót- ir voru þeir á sér, að þeir innan fárra daga voru búnir að ná á sitt vald flestöllum endastöðvum á járnbrautum Ungverja þar, næst takmörkunum. Um miðjan sept. hafa Rúmenar unnið nærri x/s hluta af Sieben- burgen. En þá þurftu þeir að senda mikinn liðsauka til þess að vernda Bukarest, sem var illa stödd, eftir að Mackensen hafði unnið Turtukai. Þ. 25. sept. fara Austurrikis- menn að herða sig undir forustu v. Falkenhayns. Þ. 8. okt. missa Rúmenir Kronstadt, og nú er Falkenhayn langt kominn með að mjaka þeim aftur yfir landa- mærin. Engin stórtíðindi eru frá aðal- vígstöðvunum. Við Somme mjakast Samherjar þetta ögn áfram og eyða ógrynn- um af mönnum og fé. Og Rússar réðust þindarlaust að Þjóðverjum í Galizíu 1. vik- una af okt. Mest árásin var á milli ánna Luga og Turja. Henti Brussilow þar þúsundum hvað eftir annað í dauðann til þess að komast til Vladimir og Volhynski, en komst hvergi. Og vestan við Brody var barist snarplega á leið til Lemberg. Orðasveimur heflr borist um síðustu daga að setið sé að frið- arsamningum suður í Bern milli Rússa og Miðvelda. Fréttir þess- ar eru jafnótt bornar til baka, en gefa þó tilefni til að hægt er að ímynda sér, að einhver þvilík viðleitni eigi sér stað, enda þótt Samherjar sverji og sárt við leggi, að þeir geti ekki hugsað til ann- ars en standa eins og einn mað- ur við friðarsamningana. í sambandi við þessa flugufregn um frið við Rússa hefir það heyrzt, að Japanar séu hættir að senda Rússum skotfæri — vilji sitja að sínu, því þeir séu hræddir um, að Kínverjar ráðist að þeim, er minst vonum varir. Þýzka kafbátahættan. Botnvörpungurinn »Rán« ger aftur- reka viö Englandsstrendur. Það er svo komið nú, að auðsjá- anlega verðum vér íslendingar að fara að taka tillit til kaíbátahernaðar Þjóðverja. Naumast er fullfrétt um drekking brezka línuveiðarans fram af Berufirði, er íslenzki botnvörp- ungurinn »Rán« kemur inn á Reykja- víkurhöfn úr fyrirhugaðri för til Fleetwood, afturreka ger af þýzkum kafbáti, er hann átti skamma leið eftir til áfangastaðarins. Skýrsla skipstjórans, hr. Finnboga Finnbogasonar, um þenna fáheyrða atburð er á þessa leið: Sunnud. 29. okt. kl. 3V2 síðd. er botnvörpuskipið e.s. »Rán« statt í misv. stefnu V. t. N. um 70 sjó- milur frá Barra Head, á leið til Fleet- wood á Englandi með isfisk. Veður var bjart, stinningsgola af V. með töluverðum sjógangi. Sást þá hvar kafbáti skaut upp alt í einu svo sem 4—s°° faðma frá skipinu. Skömmn síðar dregur hann upp aðvörunar- merki og þýzka stríðsfánann og sendir samstundis fallbyssuskot, sem fellur i sjóinn fáa faðma fyrir aftan »Rán«. Skipið er þá stöðvað á augabragði og dregið upp stöðvun- armerki. Þvi næst voru rkipsbát- arnir leystir og látnir síga niður, sem gekk all-erfitt fyrir sjógangnum, og allri skipshöfninni skipað að fara i þá; á meðan verið var að koma bátunum niður, kemur annað skot frá kafbátnum svo nærri stjórnborðs- hlið skipsins, að sjógusurnar af sprengikúlunni slettust inn á þilfarið; rétt á eftir kemur þriðja skotið fáa faðma fyrir aftan skipið. Þegar skipsbátarnir voru komnir á sjóinn og skipshöfnin að fara ofan í þá, kemur fjórða skotið svo nærri aft- urenda skipsins, að kúluflísar þeytt- ust inn á þilfarið. Bátunum var þvi næst lagt frá skipinu svo fljótt sem unt var og róið í áttina til kafbátsins, og datt engum af oss í hug, að vér sæjum »Rán« framar. Þegar bátarnir voru komnir frá skipinu á að gizka 30—40 faðma, kom enn eitt skot frá kafbátnum, sem fór svo nærri, að hvinurinn af kúlunni heyrðist glögt, þegar hún fór yfir annan bátinn og féll niður rétt fyrir aftan hinn bátinn. Var svo haldið áfram til kafbátsins og lagt svo nærri honum, sem auðið var vegna sjógangsins. Skipstjóranum er sagt að koma um borð í kafbátinn, og þegar hann er kominn þangað, kemur i móti honum einn af foringjum kafbáts- ins. Hann spyr skipstjóra: hvert sé nafn skipsins, hvar það eigi heima, hvaðan það komi, hver farmur sé í því, hvert það ætli, hvar og hvenær það sé bygt og hverrar þjóðar skips- höfnin sé. Þegar skipstjórinn er búinn að svara þessum spurningum, segir for- inginn, að fyrst skipið sé með fæðu- tegund, sem eigi að fara til óvina- landsins, sé eigi annað að gera en sökkva því, en reyna að koma skips- höfninni eitthvað áleiðis til lands. Skipstjórinn biður foringjann að hlífa skipinu og sökkva þvf eigi, þar eð það sé frá hlutlausu landi. Foring- inn segir það standi á sama. Eng- lendingar hafi lagt hafnbann á Þýzka- land; þess vegna reyni þeir að gjalda Hku líkt með kafbátum sinum og sökkvi hverju þvi skipi, sem þeir nái i, sem sé að flytja vörur til óvinaþjóðanna. Skipstjórinn biður foringjann enn á ný að sökkva eigi skipinu og býðst til að snúa við og fara til íslands aftur með farminn. Foringinn kvaðst eigi leggja trún- að á slíkt, því þegar »Rán« væri komin úr sinni augsýn, gæti hún hæglega snúið við aftur til Englands. Skipstjórinn kvaðst þá skyldi gefa honum drengskaparheit sitt fyrir því, að halda áfram viðstöðulaust til ís- lands. Foringinn sagði, að dreng- skaparheit á þessum timum væru lítilsvirði; nú gilti eigi nema hnefa- rétturinn. Að svo mæltu gengur hann að öðrum foringja, sem þar var, og virtist sá vera yfirforinginn, og tal- ast þeir við um stund. Sá fyrnefndi kemur þá til skip- stjórans aftur og segist ætla í þetta sinn að treysta á drengskaparheit hans og lofa skipinu að fara til ís- lands aftnr, og jafnframt að gefa sér skriflega yfirlýsingu um, að flytja eigi til Englendinga eða bandamanna þeirra neina fæðutegund, hvorki fisk né annað. Þegar þessu var lokið, seg’r for- inginn, að þótt hann sleppi þessu skipi í þetta sinn, þá sé þetta að- vörun um leið til annara íslenzkra botnvörpuskipa, sem flytji fisk til Englands, því hann viti vel, að það séu fleiri en þetta skip, sem geri það; jafnframt megi reiða sig á, að ef þeir hitti einhverja af þessum ís- lenzku botnvörpungum eftir þetta, sem séu með fisk, muni þeir tafar- laust skjóta þá í kaf. Þeir (kafbát- arnir) væru nú búnir að finna þá leið, sem botnvörpungarnir færu og ætluðu sér að hafa nákvæmar gætur á þeim. Kvaddi svo foringinn skipstjórann og kom um leið með borða, sem hann batt um handlegg hans með þeim ummælum, að þetta væri sann- indamerki þess, að þýzkur kafbátur hefði hitt skipið. Á borðanum stóð: II. Unterseeboots - Halbflottille II. Sagði svo foringinn að halda burt hið bráðasta, viðstöðulaust til íslands. Var þá eigi beðið boðanna, róið í skyndi um borð i »Rán«, bátarnir dregnir upp og lagt af stað, og hafði kafbáturinn gætur á »Rán«, þar til dimt var orðið. Eftir að lagt var á stað, var farið að rannsaka kolabirgðir skipsins og reyndust þær mjög litlar til ferðar þeirrar, sem nú var fyrir höndum, en við því var ekkert hægt að gera annað en spara kolin sem mest, en ná þó sem mestri ferð i hlutfalli við eyðsluna og tókst hvorttveggja ágætlega. Næsta morgun, þegar bjart var orðið, fundust flísar úr einni sprengi- kúlunni, sem hrokkið höfðu inn á þilfarið. Mikil hepni var það, að veðrið var eigi svo vont, að hægt var að láta bátana niður, þvi hefði eigi verið möguiegt að koma bátunum á flot, eru litlar líkur til, að skip eða skips- höfn hefði bjargast. Það sézt á þvi, sem nú hefirsagt verið, að svæði það, sem islenzku botnvörpungarnir þurfa að fara yfir til Fleetwood, er nú eigi lengur hreint eða hættulaust, og lítill vafi leikur nú á, hver afdrif þeirra muni verða, ef þýzkir kafbátar hitta þá á fyrnefndri leið. »Rán« er heimt úr helju. En varlega verður að fara i þær sakir, að senda botnvörpunga vora til Eng- lands fyrst um sinn, svo eigi skerð- Grænland. Heim8kautafarinn ameriski Peary vill láta Bandaríkin klófesta gp*. Grænland tii flotastöSva. I Austur-Skaftafellssýslu er Þorleifur Jónsson i Hól- um kosinn með 194 atkv. Sira Sigurður Sigurðsson fékk 116 atkv. í hinu merka stjómarblaði Bandaríkjanna »New York Times« skrifar Peary grein með fyrir- sögninni »Grænland sem flotastöð Bandaríkjanna«. Lítur hann svo á, að fráleitt sé það fyrirBanda- menn að afsala sér neinum rétt Síminn slitinn. Landssíminn hefir verið slitinn á leiðinni frá Grímsstöðum til Seyðisfjarðar síðustu daga. Þess vegna engar erlendar símfregnir komið.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.