Ísafold - 11.11.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.11.1916, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD m \U rrti Eiríkssoti JJusíurstræfi 6 Q ^ffojnaéar- <3?rjona~ og Saumavörur \ hvergi ódýrari né betri. □ /j þvotía- og %Xrointœtisvorur j^J beztar og ódýrastar. W JBeififöng og ^œfiifœrisgjafir hentugt og fjölbreytt. □i viðskiftura, »án þess nokkur á- byrgð sé því samfara*. Hr. B. Kr. notar dálítið varhuga- vert dœmi til að sýna fram á hversu nauðulegt sé peninga- fvrirkomulags-ástand vórt. — Þetta dæmi getur að lesa á bls. 8—11 í bæklingnum. Það sem hr. B. Kr. þarf að gefa sér til að fá út þá útkomu, sem honum »passar í kramið« — er hvorki meira né minna enþetta: 1. Að Danmörk eða Norðurlönd lendi í ófriðnum. 2. Að þau lendi í ófriði einmitt við Englendinga. 3. Að þau lendi í ófriðnum við Englendinga einmitt á þeim tíma árs, sem vér erum búnir að flytja út allar afurðir vorar, en ekki farnir að fá aftur fyrir þærnauðsynjavörur vor- ar frá útlöndum. Svona dæmalaust »venjulegt« dæmi velur hr. B. Kr. til þess að búa til ástand það, sem hann vil'L sanna þjóðinni með, að peninga- fyrirkomulag hennar sé ómögu- legt — og byggja á peningafyrir- komulagið í framtiðínni! Mér detta í hug ummæli Schar- lings prófessor, þar sem hann segir í »Bankpolitik« sinni (bls. 450), að það sé »nokkuð ísjárvert að sníða jafn mikilsvert mál fyrir allan þjóðarbúskapinn og banka- fyrirkomulagið að eins með tilliti til algeilega óvenjulegs ástands eins og er styrjöld geisar og ógn- ar landinu*. Það hvíslar einhver að mér, að *dœmi«. B. Kr. sé »perfid«! Og það er víst áreiðanlegt. Því naum- ast getur hann sjálfur verið svo barnalegur að láta sér koma til hugar, að nokkur óvitlaus maður fari að sníða framtíðarfyrirkomu- lag peningamála vorra eftir heims- styrjaldarástandinu, sem nú er. Eg tel óþarft að fara nánar inn á þetta »dæmi« B. Kr., sem hann gerir sjálfur svo mikið úr, að hann, er hann hefir »gengið frá því« eins og stynur þungan og segir: »Það er ekki þeim að þakka, sem þessu (o: þ. e. núgildandi fyrir- komulagi bankamálanna) hafa ráð- ið, þó landið sleppi við hungurs- neyð og manndauða*. — Minna má nú gagn gera — amma mín! Undirstaða »dæmisins« er svo fjarri lagi, að -út í einstök atriði er hreinn óþarfi að fara, en jafn framt skal tekið fram að ef það væri gert mundi það hr. B. Kr. eTctci til meira lofs sem bankafræð- ingi en flest annað í skrifum hans. Þá staðhœfing kemur B. Kr. víða með í ritlingnum t. d. bls. 70, að öll lönd nema lsland sjái um, að »leyfa aldrei að gefa svo mikið út af seðlum, að eigi sé að minsta kosti jafnmikið4 af gulli í landinu og seðlum þeim nemur, sem í umferð eru«. Þangað til hr. B. Kr. sannar mér annað, með tilvitnun í ábyggi- leg rit um þetta efni, verð eg að ætla að þetta sé að eins staðhœfing út í loftið, að þetta sé algild regla. Eg hefi hvergi rekið mig nokk- urt orð í þessa átt, ekki einu sinni 1 hinum allra-ítarlegustu og áreið- anlegustu fræðibókum, eins og t. d. »Handwörterbuch der Staats- wissenschaften«, sem til er á Lands- bókasafninu og hr. B. Kr. hefði sannarlega meira en gott áf að kynna sér áður en hann leggur næst út á vaðið með bankaspeki sína. Árið 1907 gerði myntstjóri Bandaríkjanna þá áætlun um gullbirgðir heimsins, að þær næmu alls (myntaðar og ómyntaðar) 7015 miljónum dollara (sbr. Aschehoug: Socialökonomik III. B., bls. 76). Hinn nafnkunni þjóðmegunarfræðingur Lexis áætl- ar þær 28 miljarða marka (Con- rads Handwörterbuch V. B., bls. 43). Nú er það vitanlegt, að griðarmiklar gulldyngjur liggja í öðrum heimsálfum, t. d. hjá þjóð- höfðingjum á Indlandi, svo sem oft er í frásögur fært. Hversu mikið af þessu gulli þvi er í seðla- lausum löndum er eigi gott að segja. En mér virðist gulibirgð- irnar í seðlalöndunum ekki geta verið svo miklar, eins og stað- hæfing B. Kr. gerir ráð fyrir. Og hvað sem öðru iíður þá nær þessi staðhæfing B. Kr. ekki neinni átt um ástand eins og það sem nú er í heiminum, styrjaldar- ástandið. Nægir í því efni að benda til bankasögu Frakklands, þar sem gefnir voru út árið 1870 rúmir 2 miljarðar seðla ógulltrygðir — og auðvitað líka óinnleysanlegir. Það ráð að gefa seðlabönkum und- anþágu frá innlausn seðla hefir yfirleitt tíðkast í flestum siðuðum löndum þegar svo óvenjulegt ástand hefir borið að höndum sem styrj- aldir — eða aðrar viðskiftateppur. Skal eg t. d. benda B. Kr. á, að þetta hafa Bretar gert rnarg- sinnis. Fyrsta sinni 1797 ogstóð sú undanþága 26 ár. Þeir gerðu það aftur 1857 — vegna yfirvof- andi viðskiftateppu og enn fremur 1867 af sömu ástæðu. Og ein- mitt þetta ráð — eða meðvitund- in um að til. þess megi grípa, hefir að reynslunnar vitni því sem næst útilokað aðsúg og uppþot almennings gagnvart seðlabönk- um. Munu þau ummæli prófess- ors Wicksell hins sænska, í áður tilvitnaðri bók (blo. 179) — sönn vera — að aðsúgur að bönkum vegna þess að almenningur treysti ekki á innlausn seðlanna sé afarfá- tíður og muni mega telja almenn- ing vaxinn frá slíku (á sænsku: hör i vára dagar till de största sállsyntheter och torde kunna be- traktas sásom en öfvervunnen stándpunkt). Því miður er ekki laust við iað í ritgerð B. Kr., að hann fá- ist við að reyna að koma inn vantrausti hjá íslenzkri alþýðu gangvart Islandsbanka-seðlum — og er það bæði ógrundað og ilt verk, sem gœti gei't óþarfa og ástæðulausa truflun í viðskiftalífi voru 'og þar með orðið þjóðfélag- inu til stórtjóns, ef hr. B. Kr. fengi ómótmælt að halda stað- hæfingum sínum að almenningi og honum því yrði trúað og treyst af þeim, sem ekki bera nægilegt skynbragð á þessi mál. En hvort slík ósvinna fari vel bankastjóra Landsbankans, læt eg lesendurna um að dæma. (Framhald.) Kveðjusamkoma var haldin Sigurði prófasti Gunnars- syni i Stykkishólmi 29. okt. nú í haust. Kom þar mjög margt af safnaðarfólki hans til þess að þakka honum að skilnaði alt, sem hann var því og vann, og árna fararheilla, Hafði eftirmaður hans, sr. Ásmund- ur Guðmundsson, þar nokkur orð fyrir og færði honum að gjöf frá sóknarmönnum hans silfurbikar með 1300—1400 krónum í gulli og silfri. Ýmsir fleiri tóku til máls, m. a. Páll sýslumaður Bjarnason og mintist hann sérstaklega starfa sr. Sigurðar á þingi. Söngflokkur söng til hans kvæði eftir sr. Lárus Halldórsson á Breiðabólsstað, mjög ástúðlegt. Sr. Sigurður tók oft til máls, mintist á margt frá liðnum árum og þakkaði þann góðvilja, er honum hefði jafn- an verið sýndur frá því er hann kom fyrst til þessara safnaða sinna. Samkvæmið fór fram hið bezta og lauk með því, að Hjálmar Sigurðs- son kaupmaður talaði örfá kveðju- orð til sr. Sigurðar i nafni héraðs- búa og síðan var sungið: »0 Guð vors lands«. Morðið á yfirráðherra Austurríkismanna. Stúrgkh * greifi, yfirráðherra Austurríkis, var myrtur þann 21. f. mán. Hann sat þá, eins og vandi hans var, í borðstofu veit- ingahússins »Meissl und Schadu«. Með honum var barón Aehren- thal, bróðir utanríkisráðherrans, sem nú er nýlega látinn. -Skamt þaðan, sat Adler ritstjóri við ann- að borð. Skyndilega stóð hann á fætur, gekk nokkur skref í áttina til hinna og skaut þremur marg- hleypuskotum á Stúrgkh greifa. Hneig hann niður og var þegar örendur, því að ein kúlan hafði komið í höfuð hans. Ódæðismað- urinn var þegar tekinn höndum og sýndi hann engan mótþróa «n kvaðst hafa framið morðið að vel yfirveguðu ráði. Morðinginn Fritz Adler er fædd- ur í Wien árið 1879. Hann hefir haldið því fram, að hann hafi hér verið einn að verki og að engi maður hafi ^verið í vitorði með sér. Hefir hann verið hægur alla tíð síðan hann framdi morðið og svarað rólega öllum þeim spurningum, sem fyrír hann hafa verið lagðár, en þó álíta menn að hann muni geðveikur vera. Um álit eftirlauna og launainálanefndarinnar, som skipuð var með konungsúrsburði 9. desember 1914. Eftir Indriða Einarsson skrifstofustjóra. V. Æsingarnar útaf embættislaununum. Þær æsingar hafa svo oft verið endurteknar, að þær valda viðbjóði hjá mörgum ærlegum manni sem heyrir þær, Undirrót allrar sparnaðarhræsninnar er frá 1875. Þá skall ólánið yfir í mörg- um boðum, sem hver rak annan. 2700 manns fóru af landi burt til Vesturheims. Allir mistu móðinn. Var landið að leggjast í auðn? Peningalögin lögleiddu krónumynt. Áður hafði almenningur mest- megnis reiknað í spesium eins og Norðmenn, eða dölum eins og Danir. Alþingi samþykti launalög i krónumynt, og launin sýndust tvöfalt eða ferfalt hærri en áður, frá sjónarmiði peningalausrar al- þýðu. Síðasta ógæfu-ólágið var það, að Arnljótur Ólafsson hafði fallið við kosningarnar, og vildi óðfús komast á hið löggefandi þing. Hann fekk ekki sæti í skattamálanefndinni 1875, af því að hann var ekki á þingi. Honum mun hafa sviðið það, því að hann skrifaði miklar greinar og svo góðar um skattakenningarnar í fjár- hag8vísindunum, að manni sem nýkominn var frá examensborðinu í þeim greinum, gat fundist hann vera að lesa þau upp á ný. Arnljótur mun hafa óttast að þær greinar mundu ekki hrífa,, þess- vegna skrifaði hann aðrar greinar um launalögin 1875, og að em- bættismenn væru »hálaunaðir landsómagar*, sem ekkert þyrftu að gjöra, nema baða sig í »gullstraumi«. Gullstraumurinn var launin. Síðari greinarnar hrifu, og Arnljótur var kosinn á þing. Ef litið er á fjárhag landsins 1875, þá voru tekjurnar 271.000' kr., tekjurnar 1876 311.000, og 1877 322.000. Afgangur tvö síðari árin var 147.000 kr. Sparnaðarbjal og eftirtölur hefðu þvi ekki átt að vera nein þjóðarnauðsyn í svipinn. En eg gjöri ráð fyrir að A. Ó. hafi ekki verið kunnugt um það, að í frumvarpi til laga um samþykt á landsreikningnum 1878 og 1879, sem lagt var fyrir alþingi 1881, gjörði Hilmai' Finsen nákvæma grein fyrir, hvað út- gjöldin höfðu aukist við launalög íslenzkra embættismanna 1875,- og læknaskólalögin frá sama ári o. s. frv. Útgjöldin höfðu aukist svo, frá því sem áður var. Við launalögin 1875 hækkuðu útgjöld landsjóðs til embættismannalauna um. . . ...........kr. 560&.00* Við lögin um læknaskóla og lækna frá s. á. hækk- uðu útgjöldin þá alls um . . . kr. 10575.00 en af þeim höfðu áður verið greiddar með spítalagjaldi, og vöxtum af læknasjóði .... — 4980.00 aukin útgjöld á almenningi voru þaðan............— 5595.00 Við yfirsetukvennalögin 17. des. 1875 hækkuðu út- gjöld landssjóðs ............................— 645.00 öll hækkunin frá útgjaldalögunum 1875 varð . . kr. 11.845.00 Á heiðurslaunum Jóns Sigurðssonar, sem veitt voru 1875, hneyxl- aðist enginn, svo eg tel þau ekki til hækkunarinnar. Þau voru annars eðlis. Hilmar Finsen telur þau samt með. Sýslumennirnir höfðu að fornri venju tekið laun sín hjá alþýðu, Jón Sigurðsson sagði svo eg heyrði, að þeir væru að því leyti eihs og tyrkneskir pashjar. Alþingi samþykti lög um laun sýslumanna og bæjarfógeta 14. des. 1877. Gjöldin á fjárlögunum jukust um 45.794 kr. á ári, en áður höfðu þessi útgjöld öll og meira til, hvílt á þjóðinni reikningslaust. Laun sýslumanna og bæjarfógeta runnu nú beina leið í landssjóðinn, það sem hvílt hafði á þjóðinni til þeirra, hafði verið mikla meira enn það, sem landssjóður greiddi þeim. Hilmar Finsen hældi sér af þeirri fjárhagsstjórn í mín eyru. Læknasjóðurinn rann inn í viðlagasjóðinn, spítalagjald og hinar fornu tekjur sýslumanna runnu nú í landsjóðinn. Öll hœkkunin af »gullstraumum« A. O. voru 5605 kr. á ári, eða sé læknakostnaður- inn talinn með 11.845 kr. Hann útlistaði síðar að með »hálaunum« hefði hann átt við 4000 kr. og hærri laun. Hann fékk réttari skilning á málinu, »æðri og betri þekkingu« kallaði hann það, og þá sem tóku upp kenningar hans kallaði hann síðar »þjóðmála- skúmac. Eg veit ekki betur, en að skýrsla Hilmars Finsens hér að fram- an, hafi þaggað eitthvað niður í alþingismönnum vel flestum í þing- salnum. Þar áttu menn að vita, að það voru í mesta lagi 11800 kr., sem barist var um. Almenningur á íslandi veit ekkert um ágreiningsefnið enn í dag. Alþingi slepti launamálinu, og tók upp eftirlaunamálið og sparnaðinn í þess stað. Alþingi braut almenn- ustu setningu fjárhagsvísindanna, heimti inn skatta og lánaði þá gegn vöxtum, en þau gefa þá einföldu reglu: Heimtaðu aldrei inn gjöld til þess að setja þau á vöxtu, peningarnir ávaxtast bezt í vörzlum gjaldþegna sjálfra. Lómurinn var barinn á alþingi til þess að setja tekjuafganginn á vöxtu. Utanþings var lómurinn barinn í blöðunum, og á öllum fundum vestan frá Bjargtanga og austur að Gerpi, sunnan frá Dyrhólaey og norður á Rifstanga. Sanngirni og heilbrigð skynsemi flaut á burtu”í »gullstraumnum«. Almenningur var algjörlega leyndur því hvert tilefnið var, (5—12 þúsund króna útgjaldaauki). Það var sama sem að )hann væri svikinn í trygðum, af 'þeim sem voru að bíðja hann blaðakaupa, eða atkvæða. Af blaðamönnum og þingmálamönnum þótti hver sá

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.