Ísafold - 11.11.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 11.11.1916, Blaðsíða 3
ISA F O L D mestur, sem sýndi þýbornasta hugsunarháttinn í opinberum málum- Þeir sem búa búi sínu, mega ekki heyra satt orð um tekjur sínar, því að þær kynnu að verða bornar saman við »gullstrauminn« tíl embættismannanua. Og sannast að segja er ekki unt að bera sam- an tekjur í sveitabúi, og launatekjur í kaupstað. Jón Sigurðsson fekk búreikning frá einhverjum merkasta bónda á landinu, en sá hængur var á reikningnum — sagði liann i mín eyru — að bónd- inn hafði tapað 400 krónum á hverjum vinnumanni. Því var bóndinn þá að halda vinnumenn? Merkur prestur hér á landi vill sanna, að bændur græði ekkert á dýrtíðinni, að svo miklu leyti, sem afurðirnar eru lagðar i búið. Margur embættismaðurinn í Reykjavík mundi þakka fyrir, að fá borgunarlaust frá honum 720 lítra af mjólk til að leggja þá í bú sitt, þar væru þeir enginn gróði fyrir Reykvíkinginn — hann drykki mjólkina —. Fyrir prestinn væru þessir 720 lítrar enginn missir á gróða, því hann legði þá í búið hvort sem er. Fyrir Reykvíkinginn væru þessir lítrar af mjólk ekkert nema spöruð útgjöld uppá 252 kr., þegar líterinn er kominn upp í 35 aura. Merkur bóndi, sem eg er svo ósanngjarn að fría bæði vits og gruua um gæzku, skýrir svo frá uýlega. Eg byrjaði bú með 2700 kr., hefi búið í 31 ár og haldið búreikninga. Tap mitt á búskapn- um hefir verið 600 kr. Eg álít að allir sem spekúlera séu mesta skaðræði í mannfélaginu. (Sjálfur hefir hann þessvegna aldrei spekúlerað.) Eg á nú eftir alt þetta tap 38000 kr. Yrusir stóðu á öndinni, sem lásu þetta, út af því að sýslumaðurinn muudi heim- sækja hann, og spyrja hann um, hvar hann hefði stolið 34700 kr. Sýslumaðurinn hreifði sig ekki. Hann vissi að búreikningarnir eru spilaþraut, sem aldrei heflr gengið upp hérálandi. Þeir eru flókin gáta sem enginn hefir leyst. Hjá Eiríki prófessor Briem munaði á- valt 17 aurum á fæði eins einasta manns á dag eftir því hvernig reiknað var. Menn komast ekki nær þvi rétta en hann. Til þess að geta gert búreikninga i áttina til hins rétta, þarf vandaðri hugs- unarhátt en presturinn og bóndinn sýnast hafa, þeirra skrif eru ekkert annað en tíundarsvikin gömlu í nýrri mynd. Almenningur hefir verið dulinn hins sanna. Þótt blöð og einstakir menn hafi gert sitt, til að gera hugsunarhátt hans þýborinn, þá trúi eg því enn, af því að eg hefi talað við marga einstaka alþýðumenn, að það komi í ljós, ef þeim er sagt satt, að hugsunarhátturinn sé sanngjarn og ekki ólíkur því, sem hann var á héraðsmálafundi Arnórs Kerlingar- nefs fyrir 900 árum. Þegar velmegunin er orðin meiri, en hún var þá, þá verður lundin heldur ekki fjarri þvi, sem hún var. Enda búast þingmálafundirnir sýnilega við því, að launin verði að hækka eins og verði á nauðsynjavörum var komið fyrir 2—3 árum. Um peningaverðið nú og þaraf ieiðandi launaupphæðir nú, hefir enginn þingmálafundur, sem áður heflr verið haldinn getað gert nokkra samþykt af viti. Luii*. . ... VI. j ! ■■■■? gggggfffjgj tesii^»Kostnaðurimi við að^iifa." * ’ ' Enginn getur ákveðið laun opinberra starfsmanna, nema rann- sakað sé, hvað það kostar að lifa siðaðra manna lífi. Nefndin segir, að lifsnauðsynjar hafi frá 1889 og þangað til fyrir ófriðinn mikla stígið um 33%. Hún reiknar með svikamyllu-prísunum1) - sem þá voru. — Þeir sanna ekkert um peningaverð og vóru mið- aðir við vöru á móti vöru. Það voru lygaprísar. Af reikningum opinberra stofnana má sjá peningaverðið á matvælum. Hegningar- húsið er elzta stofnunin. Yfirskoðunarmenn Alþingis 1875 sögðu, að eínið í fangaviðurværið kostaði 41 eyrir um daginn, en voru í óvissu um fangadagana. Þess vegna er 41 eyrir of hátt. Efnið í eins dags fangaviðurværi kostaði 1875—79 36—39 aura á dag. Það fór mestmegnis eftir því, hvort tunnan af kartöflum kostaði 8, 9 eða 10 kr. 1898 kostaði efnið í fangaviðurværið 38 aura á dag, og 1915 kostaði það 71.6 aura um daginn. Frá 1875—1898 færð- ust ýmsar nauðsynjavörur lítið eitt upp og lítið eitt niður, en stóðu yfirleitt í stað, nema húsaleigan hækkaði ekki svo lítið. Holdsveikraspítalinn byrjaði haustið£1897, og efnið í fæðið kost- aði þar minna, en í hegningárhúsinu vegna þess, að spítalinn getur keypt alt í stórkaupum, sem hegningarhúsið ekki getur að sama skapi. Efnið i fæðið fyrir einn mann einn dag kostaði þar, það sem hér segir í fyrra dálkinum, en síðari dálkurinn sýnir, hækk- unina miðaða við fyrsta árið y 1899 var efnið í^dagsfæðið 35.1 aur. sett hér = 1.00 1912 — -- — 56.0 — sem svarar 1.45 1913:- ,-á — 60.7 — — — 1.73 1914, - —J , — 60.4 — — — 1.72 1915 — & — L 69.8 — — — 1.99 Siðari™ dálkurinnjýjsýnir, að menn urðu að gefa 145 aur. 1912 fyrir það, sem fékst á 100 aura 1898, og að það sama kostaði 199 aura 1915*— og þá er 1916 eftir! í ritgerð i Landshagsskýrslun- uml912ergerð Bkýrsla um verðhækkun á nauðsynjum frá 1898— 1912 (LHSk. 1912 bls. 405—4li), ogsýnt fram á,flað síðara árið þarf 145 kr. til að kaupa með nauðsynjar,p sem kostuðu 100 kr. fyrra árið. 1915 þarf eftir þessu^ 199 kr. til þess. í sömu ritgerðinni (bls. 4ÓÍ) eru taldar líkur til;, þess,, að innlendar matvörur hafi hækkað í verði um 52% á tímabilinu, en útlendar matvörur um 2o%.^Hin háttvirta nefnd hikar sér ekki við að lýsa yfir því, að hvorutveggju vörurnar hafi hækkað jafnt. Það eru ósannindi sögð i sama tilgangi sem annað i nefndarálitinu — til þess að snuða starfsmenn landsins um sjálfsagða launahækkun. I sömu andránni ‘) Jón Sigurðsson kallaði það svikamylluna i Nýjum Fólagsritum, þegar gefið var meira fyrir innlenclu vöruna, en kaupmenn gátu að skaðlausu, en allur ágóðinn lagður á verðlag aðfluttu vörunnar. Það skapaði dýrtiðarverð á innlendu vörunni. slær út í fyrir nefndinni og hún segir satt ekki þessu vant. Húsa- leiga rektorsins í mentaskólanum hefir ávalt verið metin á 400 kr. Nefndin segir satt, alveg þvert ofan í 33% verðhækkunina sína, að húsnæðið sé 800 kr. virði, því hún ætlar sér vegna þess, hve dýrt það er nú, að draga 400 kr. árlega af launum rektorsins. Þess vegna má segja það satt, þvert ofan í alt hitt. Eg talaði einu sinni við pólitiskan asna ofan úr sveit, og hann spurði mig, hvað eg hefði í laun. Honum lá við að tárast af þeim ósköpum, sem eg hefði (3000 kr.), en hugsaði ekkert um, hvað lífið i bænum kostaði. Hvað margt fólk eg hefði í heimili? — Eg svaraði þvi. »Svo margt fólk í heimili ætti enginn að hafa leyfi til að hafa«, sagði asninn. Við verðum þó að sjá um konu og börn, mun eg hafa sagt. Eg spurði hann um, hve margar kýr hann hefði, hann svaraði því, hann vissi nú að þær voru 5. Svo átti haun ær og fénað og gott bú. Eg sagði honum, að ef landssjóður vildi láta mig fá 6 kýr, fjós og fóður handa þeim, þá heföi eg 3000 kr. — Asninn varð orðlaus, en sagði að lokum: »Eg veit, að það má fá mikið fyrir mjólk í Reykjavík«. Þegar hann kom heim, frétti eg eftir honum, að eg væri háskalega ósvífinn. Honum fór ekki úr fötum, að embættislaunin í Reykjavík voru ekki meira virði, en mjólkin úr 6 kúm. Hin háttvirta nefnd fer alveg að eins og asninn, hún spyr að því, hvað hver starfsmaður hafi í laun, en engan um það, hvað útheimtist til að lifa »sómasamlegu lífi«. Hún leggur ekki 33% við launin, sem nú eru, og eru algerlega ónóg frá lægsta til hæsta stigs, en henni hættir við að draga 33% frá með eftirlaunagreiðsl- um og öðrum þess háttar uppgötvunum. »Vér einir vitum,« hlýtur að vera nefndarinnar orðtak. Hvernig sé að lifa nú i Reykjavik, má sjá af þessum tveimur dæmum. Verzlftnarmáður með fjölskyldu hafði haft 600 kr. laun fyrir uorðan, og komst ekki af með þau, sem ekki var við að bú- ast. Haim ílytur sig til Reykjavíkur, og verður þar beykir. Nú hefir hann 15—16 kr. hvern virkan dag, eða 4600—4700 kr. á ári Vegna ómegðar segist hann eiga fult í fangi með að komast af með kr. 15.50 hvern virkan dag. Maður með 3500 kr. embættis- launum hefir gefið mér svolátandi reikning yfir útgjöld sín: Húsaleiga............................kr. 900,00 Skattar..............................— 340,00 Ekkjuframfærsla og lifeyrissöfnun . . — 350,00 Eldiviður og ljós....................— 400,00 Vinnukonulaun........................— 170,00 Samtals kr. 2160,00 Eftir eru til fæðis og klæða og alls annars 1340 kr. Maðurinn þarf 1200 —2400 að auki kr. til að lifa »sómasaralegu lífi«. Þetta er reiknað eftir vanalegu verði — ekki styrjaldarverði. Sjómennirnir í Reykja vík gerðu verkfall og höfðu þó 3500 kr. kaup á ári, þótt engan undirbúning þurfi til að verða háseti á gufuskipi. En þegar sima mennirnir hótuðu að gera verkfall, og höfðu %—% af því, sem hásetarnir höfðu, þá semur Alþingi í flýti lög um, að hverjum starfsmanni eða embættismanni, sem viiji gera verkfall, eða telja aðra á það, skuli refsað með fangelsi, 2000 kr. sektum o. s. frv. Það var siðferðisskylda fyrir hina háttvirtu nefnd, sem var á þinginu 1915, þegar þetta mál kom fyrir, að stinga upp á því, að bæta laun allra starfsmanna og embættismanna með 33%, til þess að fyrirbyggja með sanngirni, að slík samtök væru gerð, því hún segir, að daglegt líf á íslandi sé orðið það dýrara. Það var sið- íerðisskylda, að bæta upp dýrtíðina öllum mönnum, sem voru í landsstjórnarinnar þjónustu þess utan. Það voru 40% að auki það árið. Hver þingmaður vissi, að þetta var nauðsýnlegt, rétt og sanngjarnt. En þeir hummuðu það fram af sér og hótuðu í stað þess að setja menn í »steininn«. Verkfallslögin eru ljós vottur þess, hve illa samvizku þingið hefir haft. Fyrst svíkur það menn sína um að borga það, sem nauðsynlegt er til að þeir geti lifað eitthvað í áttina til þess, sem almennilegt fólk lifir, og tekur svo af þeim almenn mannréttindi til þess að þeir láti engan heyra það til sín, að þeir kvarti. — Einn af nefndarmönnunum bar þessa mik- ilsverðu réttarbót upp. Alþingi hlýtur að vita það bezt, hvað þess heiður þolir. Fyrir ókunnuga er erfitt að vita það. Gamall kunningi minn og eg töluðum um þessa aðferð. Á borð- inu fyrir framan hann lá íslenzk orðabók. Hann stakk bókahnífn- um sínum milli blaðanna í orðabókinni. Við litum hver á annan, þegar hnífsoddurinn benti á orðið - ísiand ©rlendis. Viðskifta-ástandiO hjá oss hefir fyrir skömmu verið gert að umtals- efni í norska »Dagblaðinu«. Sú grein hefir siðan verið tekin upp í allan fjölda danskra blaða með hinum og öðrum athugasemdum. í norska blaðinu er skýrt frá við- burðanna rás um verzlun vora frá ófriðarbyrjun og allítarlega frá kröf- um Breta, er felast i »brezka sam- komulaginu« og bent á, áð íslend- ingum hafi verið nauðugur einn kostur að ganga að þeim. En svo er þessari klausu bætt við: »Islenzka stjórnin hefir upp á eigin spýtur gengi ð frá þessu máli við brezku stjórn- ina með því að senda fulltrúa sinn til Lundúna. — Þetta hefir vakið mikla óánægju (stærk Kritik) þar heima fyrir og valdið ósigri stjórnarinnar við síðustu afþingiskosn- ingar (o: landskosningarnar). And- ófsflokkurinn heldur því fram, að það sé ójöjnuður qaqnvart Danmörku að ganga fram hjá henni um slík mál, og að þeim rótum sé það runnið, að eigi hafi fengist betri niðurstaða. »Það er ljóst«, segir blaðið, að því minna, sem landið er, því erfiðara verður fyrir það að halda í við stórveldi, einkum á ófriðartím- um. I utanríkismálum mætu búast við, að ísland hefði sérstaklega gagn af sambandinu við Dani.« Fáir munu skrifa undir, að vér höf- um haftsérlegt gagn af sambandinu við Dani 1 utanríkismálum, síðan ófriður hófst, sbr. Flórutökuna o. fl. Af athugasemdum dönsku blað- anna við grein »Dagblaðsins« skulum vér tilfæra ummæli allmerks blaðs »Aathus Stiftstidende*: »Það er hægt að gizka á, hvernig þessi rás viðburðanna hefir komið iér fyrir »sjálfstæðis«-mennina, sem oft líta hýru auga tíl Bretlands. Jafnaðarmannabl. »Dagsbrún«, sem virðist vinsamlegt í garð sambands- ins við Danmörku, hefir líka, að vísu undir rós, gefið i skyn, að frá viss- um flokki manna á íslandi hafi verið snúið sér »bak við tjöldin« til Breta til að tryggja íslendingum brezkt fjármagn eftir ótriðinn, gegn þvi, að Islendingar á hinn bóginn gerðu Bretum ýmsan greiða m. a. leyfðu; þeim að koma upp flotastöð á ein- hverjum hentugum firði á íslandi.* Að þessi fáránlegi samsetningu’- hafi staðið í »Dagsbrún«, eigum vér bágt með að skilja, heldur gerum ráð fyrir, að frásagnir danskra blaða um þetta stafiaf einberum misskilningi. En nokkuð er það, að dönsku blöðunum er mikið niðri fyrir um að fara nú að veita íslandi og málum þess meiri athygli en undanfarið. í danska blaða-kórinu höfum vér raunar og rekist á skynsamlegar raddir. T. d. rita »Randers Amts- tidende« grein þann 17. okt., skýra frá ummælum norska »Dagblaðsins« um brezka samkomulagið og bæta síðan við frá eigita brjósti: »Af danskri nálfu er kvartað yfir, nð hin danska stjórn skuli eigi hafa skorist í leik gegn þessu samkomu- lagi. Hægri blöðin hafa verið bæði hávær og beiskyrð um, að stjórnin hafi eigi gætt hagsmuna verzlunar- stéttarinnar í þessum efnum. Það er skiljanlegt, að danskir kaup- menn, er missa góðan spón úr við- skiftaaski sínum — kveini hátt. En þjóðinni sjálfri er óþarft að taka þátt í þeim harmagrát. Fyrsta skylda stjórnarinnar er að gæta hagsmuna' móðurlandsins (0: Danmerkur) með- an styrjöldín stendur. Ef hún (stjórn- in) færi að blanda sér svo mjög í málið, til hagsmuna dansk-íslenzkri verzlun, að af hlytist deilur við Eng- land eða ídand — mundi hún áreið- anlega sæta bæði harðleiknari og réttmætari ákúrum«. — Skyldi íslendingum eigi fara að verða það ljóst — flestum — að það er erindi danskra kaupmanna, sem andófsmenn brezka samkomu- lagsins hafa gengið ? Shake8peares-kvi0a Matthiasar. í heimsblaðinu »Timcs« frá 14. sept. þ. á. er birt ensk þýðing af hinni snjöllu kviðu, er síra Matthias orti á 300 ára afmælishátíð Shakespeares i vor og koma átti í Minningarritinu, en tafðist svo vegna erfiðra póstsam- gangna, að það kom um seinan. Þýðingin er eftir Irael Gollancz, Fyrirsögnin á ensku: x6i6—1916 On the tercentenary commemoration of Shakespeare. Última Thule sendeth greeting. Icelandic poem By Matthias Jochumsson. Auösuppsprettur íslands. Amer- ísku blaði, sem »Argonaut« heitir, farast svo orð um landgæði hér: »Það er langt frá því, að ísland sé auð og snauð eyðimörk, þvi það- an fæst einhver hin bezta ull í heim- num og mikið af skinnum gripa og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.