Ísafold - 29.11.1916, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.11.1916, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar l viku. Verð árg. 5 kr., erlendis 7lj2 kr. eða 2 dollar;borg- Ist fyrir miðjan júlí \ erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. ISAFOLD I Uppsögn (skrifl. bundln við áramót, i er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandl skuld- laus viS blaðlð. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Dlafur Björnssan. Talsími nr. 4^S> XLIII. árg. Reykjavík, miðvikndaginn 29. nóvember 1916. 92. tölnblað Viljiröu eiga >Bll« þá hlýddu eðlistilvisan þinni. hún segir >þú skalt kaupa. JFORD TOUBING CAK og neitaðu ekki sjálfum þér~um þann hag og anægju sem þao getur veitt þér. Timinn er peningar, og Ford Touring Car «ykur verogildi tima og peninga. Ford bilar erul ódýrastir allra bila, léttir að stjóraa og •uoveldastir i viohaldi. Ford bilar eru beztu fólks- og flutningB- tœki sem komio hafa til landsins, og fast ao eins hjá, undirrituoum, sem einnig selur hin heimstrægu DUNLOP DEKK og SL0NGUR, fyrir allar tegundir bila. P. Stefánsson, Ijækjartorgi 1. Alþýoufél bókasafn Templaras. 8 kl. 7—B Borgarstjðraskrifst. opin daitl. 10 -12 og 1 -B Bssjarfðgetaskrifstofan opin V. d. 10—12 og 1—5 Bœjargjaldkerinn Laufasv. 5 kl. 10—12 og 1—5 Íalandsbanki opinn 10—4. K.K.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd,—10 si»d, Alm. fundir fld. og sd. 8>/« siod. Iiandakotskirkja. Guosþj. 9 og 6 & helaam Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Iiandsbankinn 10—S. Bankastj. 10—12. Iiandsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8 Xandsbúnanarfélagsskrifstofan opin frá. 12—2 L»ndsféhiröir 10—2 og 5—8. Landsskialasaínio hvern virkan dag kl. 12—2 IiHndssiminn opinn daglangt (8—9) Virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Iiistasafnio opio sd., þrd. og flmtud. kl. 12—2 Nattúrugripasafnift opiíi 1'/»—2*/« á, sunnnd. Fósthúsio opio virka d. 9—7, sunnnd. 9—1. Samábyrgo Islands kl. 1--5. Btjórnarráosskrifstofarnar opnar 10—4 dagl. TalBÍmi Reykjavlkur Pósth.B opinn 8—12. Vínlstaoahælio. Heimsðknartimi 12—1 I>!ðomenjasafnJo opio sd., þrd. o% fid. 12—2. Hið öfluga ogr alþekta brunabótafélag W0LGA (Stofnað 1871) tekur að sér allsk. brunatryggingar. AÖalnmboðsm. fyrir ísland Halldór Eiríksson, bókari Eimskipafélagsins. Umboðsmenn óskast. „Föðurlandssvikarar'1. Til þess að afstýra öllum mis- rskilningi vil eg taka fram, að orðið >Fædrelandssvigterc, sem eg notaði jum islenzku rithöfundana í Kaup- mannahöfn, er ekki og á ekki að vera þýðing á íslenzka orðinu »föð- urlandssvikari«. Það átti að tákna, að þessir menn væru ekki íslenzkir liöfundar, heldur danskir, þar sem þeir skrifa aðallega eða eingöngu á dönsku, að þeir væru að yfirgefa móðurmál sitt, að bregðast því. Auðvitað var hér eigi að ræða um landráð, um óráðvendni ¦—en Iand- ráðamaðurinn er æruleysingi, »Svige« Og »svigte« er sitt hvað á dönsku. — Að því er hitt snertir, skökku lýsingarnar, veit eg að þær eru ekki með öllu skaðlausar. Einhverjum landa minum varð það að orði, er hann hafði lesið »Danska frúin á Hofi«: »Man faar egentlig det indtryk, at de Islændere maa være nogle nederdrægtige mennes- ker!« Hann var annars hrifinn af sögunni. Annars hefi eg sent »Tilskueren« svar, sem hann vonandi tekur. VirðingaTfylst. Nolfrer Wiehe. Um álit eftirlauna og launamálanefndarinnar, sem skipuð var með konungsúrskurði 9. desember 1914. Eftir Indriða Einarsson skrifstofustjóra. X. Ofan fyrir bakkann. (Frh.) I einu af hinum heimsfrægu æfintýrum H. C. Andersens horfir skáldið fram í tímann, og sér menn ferðast i loftinu, og skoða sig um þaðan i heiminum. Þegar þangað er komið tímanum lætur hann loftfarana lýsa íslandi á þessa leið: »Á heimleiðinni fljúga þeir yfir ísland. Hekla er útbrunnið eldfjall, Geysir er hættur að gjósa. En upp ur hinu hvitfreyðandi úthafi rís eylendan steini studd, — sem hið eilífa musteri menta- gyðjanna*. Þetta er glæsileg lýsing, enda er hún tekin uppi í háa lofti, og þaðan er jörðin fegurst, segja flugmennirnir i heimsstyrjöldinni miklu. Fyrir þann sem ferðast á þessum ókomna tíma tíma og fer með jörðinni, verður útlitið annað, þegar hugsjónir þingmála- fundanna og stjórnmálamannanna okkar eru komnar niður á jörð- ina, og skrælingjaríkið hefir verið sett á fót. Þá er líklegt að lýs- ingin verði hér um bil þannig: Af sex faranddómurum getur eng- inn borgað næturgreiða þar sem hann gistir. Eitt hundrað sýslu- menn ganga rifnir og tættir, og eru sumir á sveit. öllum æðri skólunum er lokað, því landið vildi ekki borga kennurunum fyrir starf þeirra. Listamennirnir gera til fisk á botnvörpungum, eða sópa götur höfuðstaðarins með fegurðartilfinning. Læknar eru ekki til í sveitunum, fólk deyr þar drotni sínum eins og fiugur i höndunum á skottulæknum •). Leikprestarnir2) hafa gjört mentaða prestastétt allsend- is óþarfa, en fá ekki aðgang að kirkjunum, vegna ýmsra gamaldags skoðana hjá safnaðaleyfum og kirkjubændum. — Engri kirkju- klukku er hringt nokkurs staðar á landinu. »Hið eilífa musteri mentagyðjannac stendur steini stutt, sem áður, en nú er það tómt. Allar mentagyðjurnar eru fiúnar burtu. Þær gátu ekki unað æfinni hjá þjóð, sem lét villa sér svo sjónir, að hún steypti heimsfrægri, 900 ára gamalli þjóðmenningu ofan fyrir bakkann, sér sjálfri til ófarnaðar. Mentagyðjurnar hafa tekið sér bústað hjá vitrari þjóðum. XI. I»rjár nefndir. Áður en eg enda greinar þessar vil eg láta þess getið, að þegar eg tala um eftirlauna- og launanefndina, þá tek eg Skúla Thoroddsen undan, og á ekki við hann. Hann kom farinn að heilsu í nefndina og var að siðustu maður dauðvona, og andaðist fjórum mánuðum áður en nefndin hafði lokið starfl sínu. Um áhrif hans á tillögur nefndarinnar veit eg ekkert, og finn mér ekki skylt að trúa því, sem í nefndarálitinu er sagt um þau. Fyrir Jaabæks daga áttu Norðmenn sagnaritara, sem var yfir- burðamaður, og þeir vissu það. Stórþingið veitti honum 8000^ kr. á ári — 16000 kr. nú eða meira, — því hann þurfti að vera al- staðar, þar sem Norðmenn höfðu verið, lifað og barist. Honum var ósýnt um peninga, en tvisvar borgaði Stórþingið skuldirnar hans upp í topp. Honum átti að borga vel til þess hann gæti unnið í friði og honum gæti liðið vel. — Þeir fengu fyrir pening- ana norska sagnaritarann Peter Andreas Munch. Verkin hans eru margra miljóna virði fyrir norskt þjóðerni. Norðmenn eignuðust litlu síðar tvö skáld. Þjóðverjar og fleiri fóru að þýða verkin þeirra á útlend mál, Noregur gat ekki varið rithöfundaréttinn, eða vildi það ekki. Stórþingið veitti þeim hverjum 1600 specíur á ári — 6400 kr. — 12800 kr. nú, og Noregur fekk skáldin Björnson og Ibsen fyrir peningana sína, og ómetanlegan heiður um allan hinn mentaða heim. Svo kom lítilmenskan og __ Jaabæk. Per Sivle hét norskt skáld, sem orti kvæðið um Þórð Fólason á Stikla- stöðum. Lárviðarskáldið okkar hefir þýtt það. Sivle komst svo upp á hornið hjá þinginu, að það veitti honum 1000 kr. um árið. En þinginu þótti hann ekki vera nógu dygðugur — held eg, og tók þær af honum aftur til að spara, og afleiðingin varð, að mað- urinn drap sig. — Þessi dæmi frá Noregi sýna, hve mikla þjóð- menning má skapa með peningum, og gefur bendingu um, hverju má slökkva niður með þvi, að tíma ekki að sjá af þeim. Hér var Stórþingstímabil 1875—77, en Jaabækstímabil síðan. Á því tíma- ') Eg kalla ekki Lárus Pálsson læknir nú i Reykjavík þvi nafni. 8) Með leikprestum á eg við ómentaða menn, sem prédika um trúarbrögð. Með frikirkju er átt við guðrækilegar samkomur, sem þeir halda. í Skotlandi þóttu ómentaðir prédikarar gjöra fremur skaða en gagn. 2. 3- Ný bók: Kirkjan og ódauðleika-sannanirnar. Fyrirlestrar og prédikanir eftir Harald Níelsson, prófessor í guðfræði. Ef nisy f ir lit: Um svlpi lifandi manna. (Fyrirlestur fluttur í Reykjavik (3. april 1914) og viðar). Kraftaverkin fyr og nú. (Fyrirlestur fluttur i Frikirkjunni 13. marz Í9IS)- Áhrif sálarrannsóknanna á hinar kristilegu trúarhugmyndir. (Fyrirlestur fluttur í Hólakirkju 11. jiili 1915). Kirkjan og ódauðleikasannanirnar. (Fyrirlestur fluttur i Reykjavík 2. og 5. apríl 1916). • Auðgafiir af fátækt hans. (Prédikun flutt i Fríkirkjunni jóladag 1915). PáskagleOin. (Prédikun flutt í Reykjavikurdómkirkju páskadag 1909). Vottar. (Prédikun flutt í Fríkirkjunni hvítasunnudag 1915). Verð kr. 2.40. — Fæst hjá bóksölum um land alt. — J iilitlO að vátryggja eigur yðar gegn eldi Iðgrjöld hvergi lægri en hjá &Rq oJÍritisfi HÞominions Saneraí <3nsurancQ 60. JSfé., J&onóon. Aðalumboðsmaður Talsími 281. Garðar Gísíason. bili hefir mikið verið gert til að ganga af öllum efnilegum lista- og mentamönnum dauðum. Prófessor N. C. Frederiksen sagði okkur í fyrirlestri við há- skólann í Kaupmannahöfn þessa dæmisögu um aðferðirnar við vís- indalegar rannsóknir. Eg get ekki gert að því, þó hún sé hlut- dræg. Þrír menn, Englendingur, Frakki og Þjóðverji, tóku sér fyrir höndur að skrifa ritgerð um fílinn. Englendingurinn fór af stað til Afríku, veiddi fila, tamdi þá, lá úti í skógunum, þar aem þeir héldust við, og hafði vakandi auga á öllu þeirra atferli og lifsháttum. Þaðan fór hann til Indlands, ferðaðist á filsbaki, veiddi þar tígrisdýr á fil, og kynti sér alla háttu tamdra fíla. Sið- an fór hann heim og skrifaði ritgerðina. Hún tæmdi alveg efnið, en var fremur óaðgengileg aflestrar. — En um fílinn varð ekkert meira sagt. Franski maðurinn fór út í dýragarðinn í Parísarborg, veitti fílunum í garðinum gaumgæfilega eftirtekt, fór heim til sín og skrifaði ritgerð um fílinn. Ritgerðin var töfrandi vel rituð, hún var eins og listfágað sverðsblað frá Damaskus, sveigjanleg, leiftr- andi og glæsileg. Þjóðverjinn fór heim til sín, lokaði sig inni og hugsaði. Hann bygði þar fílinn upp úr sínum innra manni, skrif- aði ritgerðina um fílinn, en minn sögumaður sagði ekkert um það, hvernig sú ritgerð hefði verið. Hér á landi hafa verið skipaðar þrjár nefndir, sem áttu að semja ritgerðina um filinn. Hér heitir ritgerðin tillögur um lands- mál, eða tillögur til landsheilla. Fyrstu nefndina skipuðu þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín lögmaður, fyrir liðugum 200 árum. Þeii komu á þúsund heimili eða fleiri, litu eftir öllu, sættu mál manna, því höfðingjar áttu þá jafnan í deilum. Þeir létu taka fyrsta reglu- legt manntal á öllu landinu, og gengu svo snildarlega frá þvi, að það er eins dæmi um hinn mentaða heim. Allir sem þekkja það öfunda okkur af allri þeirri menningu. Þeir tóku fjártölu miklu meira sundurliðaða, en síðar hefir verið gert hér á landi. Þeir bjugga til jarðamat sem stóð í 140 ár óhaggað að mestu leyti. Þeir tæmdu verkefnið, sem þeim var fengið, algerlega, og gengu frá verki sinu árin 1701—1709 eins og mentaþjóðirnar í Evrópu gengu frá sömu verkum 60—120 árum síðar. Þessi nefnd var heillí öld á undan tímanum. Fyrir þeirra starf vitum við nú miklu meira um ísland í byrjun 18. aldar, en noWkur önnur mentaþjóð veit um sinn eigin hag á þeim tímum. Eg veit ekki hvað nefndin kostaði, en afrek hennar verða ekki metin til peninga nú á dögum. í annað skiftið, sem hér þurfti að skrifa ritgerðina um fílinn, voru skipaðir til þess Halldór Friðriksson, Magnús Stephensen og Jón Sigurðsson á Gautlöndum. Þeir sátu í skattamálanefnditmi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.