Ísafold - 29.11.1916, Side 2

Ísafold - 29.11.1916, Side 2
2 IS A F OL D 1875. Þeir fóru til laudsstjórnarinnar og létu hana útvega nákvæmt yfirlit yfir alla skatta og undanþágur frá sköttum, þeir gerðu tillög- ur um laun sýslumanna og bygðu upp ný skattalög frá grunni. Þau skattalög passa svo vel saman, að enn í dag verður þeim ekki breytt nema þau séu tekin öll fyrir, og standa enn í dag. Sú nefnd kostaði 2800 kr. til nefndarmanna, prentun á áliti nefndarinnar kostaði 400 kr. Allur kostnaður við þá ritgerðina um fílinn voru 3200 kr. = 6400 kr. nú, eða nokkru meira. Þriðja nefndin, sem átti að skrifa ritgerðina um filinn, er þessi sem eg hefi veiið að skrifa um. Hún fór upp í hornherbergi í Al- þingishúsinu, lokaði því að sér, og bygði þar fílinn upp út sínum innra manni. Eg hefi nú í þessum undanfarandi greinum verið að lýsa, hvernig mér lízt á starf nefndarinnar. Eitt er víst, að nú. þegar alt hennar starf liggur fyrir, þá er það deginum ljósara að engin þingmannaneínd hefir vit eða vilja til að gera nokkra nýtilega tillögu um eftirlaun eða launamál nú á dögum. Nefndin kostaði með prentunarkostnaði lítið eitt yfir 19000 kr. Þeim 19000 kr. hefði verið miklu betur varið, ef þær hefðu verið greiddar nefnd- inni, til þess að hún slcrifaöi ékkert og hugsaði ekkert um ritgerðina um fílinn. Væri þessi bók ekki til, þá væru allar þessar óþægilegu samþyktir á þingmálafundunum grafnar í skjalasafni Alþingis, og væri hún ekki til, væri það lýðum ljóst, að öll eftirlaunabarátta Alþingis í 32 ár, og nefndarinnar sjálfrar eru bygðar á lygasögu um Englendinga, og fyrirkomulag þeirra á eftirlaunum. Margir gæti þá ímyndað sér, að Alþingi hefði yfir einhverri pólitiskri þekkingu að ráða. Væri álit nefndarinnar ekki til, þá væri ekkert skjal til, sem sýndi hina ægilegu andlegu'afturför í opinberum mál- um, sem orðið hefir frá 1700 og 1875 til vorra daga, ef það eru aðallega þingmenn nú, sem fjalla um þau. Aldrei hefir verið brýnni þörf á nefnd í þessu máli en nú, því alt nefndarstarfi má heita óunnið verk. í Kaupmannahöfn dó fyrir tuttugu árum kona af gyðingaætt, sem hafði veri6 húsmóðir vændiskvenna, og var illa ræmd. Gyð- ingapresturinn talaði þessi orð yfir gröfinni: »Guð! Þú Abra- hams, ísaks og Jakobs guð! láttu aldrei slíka konu fæðast aftur í ísrael!« \ Mér sýnist að eftirmæli nefndarinnar mættu vera þessi orð: Háa alþingi! Þú Úlfljóts, Snorra og Jóns Sigurðssonar þing! láttu aldrei slíka nefnd verða til aftur meðan land er bygt! Endir. Indr. Einarsson. Friðar-ræða ríkiskanzlarans. Þ. 9. nóv. hélt ríkiskanzlarinn Bethmann Hollweg mjög eftir- tektaverða ræðu í ríkisþinginu. Skýrir hann meðal annars frá, að það hafi aldrei verið áform Þjóð- verja að undiroka Belgíu — að slík kúgun gæti ekki samrýmst stofnun á alþjóða-friðarsambandi. Líklegt er, að þessi orð hans mæti mikilli mótspyrnu í Þýzka- landi, en ræða hans hefir jafn- mikla þýðingu fyrir það, enda þótt mótspyrnan gegn honum verði svo öflug, að hann verði að Jeggja niður völdin. Hann lýsti því einnig yfir, að Þjóðverjar vildu gera alt sem í þeirra valdi stæði til þess að gerðar verði ráðstafanir til að koma í veg fyrir, að önnur frið- rof dyndu yfir, að þessum ófriði loknum. Hingað til hafa velflestir van- treyst þvi mjög, að friður yrði skapaður í framtíðinni með sam- tökum þjóðanna. Kanzlarinn sagði og í ræðu sinni, að hann hefði alla tíð efast um, að slík samtök gætu komið að tilætluð- um notum. En hið sára neyðar- óp, er óma myndi um heim all- an í endalok þessa ófriðar, myndi hrópa til skýjanna á ævarandi alheimsfrið. Eyðileggingar, ógnir og skelf- ingar ófriðarins kæmi ekki fylli- lega í ljós fyr en óveðrinu lægði — þjóðirnar kæmust til sjálfs sín. Fyrir nokkru hélt Grey lávarð- ur hinn brezki ræðu þess efnis, að nauðsyn bæri til þess,' að tryggja þjóðunum frið í framtíð- inni með alþjóðafriðarsambandi. Þeir tveir, kanzlarinn og1 hann hnotabítast sí og æ um, hver eigi upptökin að ófriðnum. Þeir um það. Meira er um vert'að í hinu- mikilvæga friðarmáli framtíðar- innar hallast þeir tveir mótstöðu- menn nú að sömu skoðun. Heim- urinn hefir fest auga á þessura samdrætti, þessum fríðarvotti og fylgir því með athygli hvort frá þessum neista geti ekki runnið sá friðarbjarmi, er í framtíðinni helti geislum sínum yfir öll lönd. I»arfakver. Fiskifélag íslands hefir gefið út dáJítið kver, sem heitir »Ódýr fæða. Leiðbeining um matreiðslu síld á og kræklingi*. Heíir Matthías Ólafsson ráðunautur og alþm. þýtt kverið úr tveim smábæklingum, sem »Selskabet for de norske Fiskeriers Fremme« í Noregi hefir gefið út. Eru þarna taldir upp um 6o síldarréttir og um 20 kræklingsréttir og sagt fyrir um matreiðslu þeirra. Er það ekki vafa- mál, að einkum í þessarri dýrtíð geta þessar leiðbeiningar orðið mikisvirði fyrir æðimörg heimili i landinu. Næringargildi síldar er á við nauta- kjöt, og leiðir þá af sjálfu sér, hve mikill sparnaður er að því, að not- færa sér hana meira en gert hefir verið. Kafbátur fyrir Vestur- landi. Brezkur botnvörpungur flutti nýlega þær fregnir til Dýra- fjarðar, að þ. 19. þessa mán. hafi verið komið með 3 skipshafnir til Grimsby af botnvörpungum ensk- utn, er pýzkir kafbáiar hafi sökt undan V’.stfjórðum undanfarið. Misprentast hefir á nokkru af upplagi síðasta blaðs: miðvikudag 26. nóv. í stað lau%arda%. „Sálin vaknar". Ritdómur Wiehe docents. Það hefir æxlast svo, að hér í blaðinu hefir eigi birzt neinn ít- arlegur dómur um hið síðasta skáldrit Einars Hjörleifssonar Kvaran, »Sálin vaknar*. Er það þó sízt af því, að ritstj. hafi eigi talið sjálfsagt, að bókarinnar væri rækilega minst, heldur af hinu, að maður sá, sem beðinn var um að ritdæma hana, gat það ekki, er til kom. Til þess að bæta úr ritdóms- skorti þessum hér í blaðinu, leyf- um vér oss að flytja meginþátt- inn úr grein herra háskóladocents H. Wiehe úr tímaritinu »Tilsku- eren« — sem getið var í 90. tbl. ísafoldar. Herra Wiehe ritar svo: »Einar Hjörleifsson eða Einar Hjörleifsson Kvaran, svo sem nú heitir hann, hefir ritað bækur sínar á íslenzku — og hlotið ein- göngu lof og hróður fyrir á œtt- jörð sinni. Georg Brandes hældi að vísu á sinni tíð smásögu hans »Vonir« í þýðing undirritaðs (»sögu8tíllinn er klassiskur; engu orði ofaukið og ekkert orð, sem eigi hittir------«). Síðar hafa danskir lesendur fengið að kynn- ast einni af stærri skáldsögum E. H., »Ofurefli«, í þýðing Ólafs Hansens. Það er alt og sumt. Og hefir þó Kvaran tekist bezt upp siðustu árin, svo að hann er nú fortakslaust fremstur íslenzkra skálda í óbundnu máli. Arið 1913 birtist frá hans hendi — og kom flatt upp á íslenzka bókavini — söguleikrit frá 16. öld, sem færði sönnur á, að hann er einnig á því sviði helztur höfundur meðal íslendinga. Þetta skáldrit mundi sennilega því miður koma þjóð- skrumurunum okkar til að fitja upp á trýnið. Því verður sem sé ekki neitað, að í leikritinu kennir lítilsháttar hlutdrægni (Ten- dens), en hún er samt alls eigi áleitin og í meðferðinni á aðal- persónunni, harðstjóranum, fóget- anum danska, kennir þeirrar samúðar, að friða hlýtur jafnvel viðkvæmar sálir. Tveim árum síðar kom út leikrit um lífið i Reykjavík á vorum dögum, sömu- leiðis gott (fint) skáldrit (»Syndir annara«) og í vor sagan »Sálin vaknar, þáttur úr sögu æsku- manns«. Enginn vafi er á því, að í þess- ari bók hefir höfundinum tekist betur en nokkuru sinni áður. Orð- færi og ritháttur er borið uppi af afbragðs snild. Þótt margt sé ólíkt, er þó eitthvað, sem minnir á Pontoppidan o < kar. Orðfærið er hvorttveggja í senn blátt áfram og dýrt, og maður verður ekki var við vinnuna, sem bakvið er. Rithátturinn er bæði fastur og skýr og lætur vel að sýna mál- blæ gagnólíkan hvern öðrum, en verður aldrei hversdagslegur. Efn- ið er í senn realistiskt og há-ró- mantiskt. Sagan gerist í Reykja- vík á vorum dögum; alt í bók- inni er eins og lifandi og hefir á sér blæ hins áþreifanlega veru- leika. Og þó gengur rómantik og dulstefna (mystik) eins og rauður þráður um bókina. Höf. er, eins og ekki er ótítt á Islandi, trúaður spíritisti og ívaf sögunn- ar er að mestu leyti dularfull fyrirbrigði. Ekki veit eg, nema þetta sé hið fyrsta norrænt skáldrit reist á lífsskoðun spíritista. En vissu- lega er engin ástæða til að hneykslast á því, því síður sem höfundurinn fer gætilega með það ívaf og þótt naumast verði gengið að því grúflandi, við lest- urinn, hverju megin höfundurinn er í því máli, er framsetningin á þá lund, að »hins dularfulla« gætir að vísu mikið og tekur hug sögu- hetjunnar, en alt verður þar þó skýrt sem sálarfyrirbrigði, sem eigi þarf að setja í samband við andaheiminn. — Heildaráhrifin verða yfirleitt ekki mjög ólík og að efnið væri tekið úr gamalli íslenzkri »draugasögu«. Aðalmaðurinn i sögunni er Egg- ert Sölvason, ungur maður, rit- stjóri lítils dagblaðs í Reykjavík. í honum eru samtvinnuð áhrif frá báðum foreldrunum. Hann hefir það frá föður sínum, að mest af öllu ríði á að hafa sig áfram í heiminum og vinna fé og metorð. Hann lofast Svan- laugu dóttur Melans, hins auðuga konsúls og herðir það á honum í þessa átt. En inst í honum býr ástríða móðir hans fyrirþví, sem gott er, meðaumkun hennar með lítilmagnanum og þeim, sem gert er rangt til og sjálfsfórnarþörf hennar. Hann finnur svo, á næt- urþeli, myrtan mann á battaríinu við höfnina og litlu síðar dauða- drukkinn mann á torginu, er hann þegar setur i samband við morð- ið. Þessa uppgötvun sína reynir hann svo að hagnýta sér út í yztu æsar fyrir blaðið, sem erfitt hefir verið að gera nógu sögulegt fram að þessu. Og vitaskuld gin Reykjavík við þessum nýstáriegu afhjúpunum og blaðið ílýgur út. En Inóðir hins grunaða manns heimsækir ritstjórann 0g bendir honum á, hvað miklu illu hann hafi valdið með eigingirni sinni. Hvernig Eggert viti, að sonur hennar sé sekur? — Að vísu sé hann langt leiddur, en eigi að síður sé hann góður sonur og manndrápari sé hann ekki. Egg- erti verður algert hughvarf, einkum er hann sér sýn. Alf- hildur gamla ummyndast þar sem hún situr úti skotinu. Hann sér: »dýrlega veru, meira en unga, ímynd æskunnar sjálfrar, guðdóm- lega fagra, brosandi eins og barn, með vitsmuni alheimsins glamp- andi i augunum«. Hannsérhana, eins og hún er í raun og veru. »Hann hafði séð glampa af dýrð mannssálarinnar«. Dag einn kemur sjálfur morð- inginn á fund Eggerts, af óvið- ráðanlegri löngun glæpamanns- ins á vettvang og til þess að frétta hvað sagt sé og álitið um glæpinn. Eggert fer að gruna manninn vegna þess, hversu und- arlega hann talar og hegðar sér, og grunur hans staðfestiat fyrir nýja sýn. Hann fastræður með sér að frelsa son Álfhildar. Og næeta sinni, er morðinginn kem- ur, tekst honum að fá hann til að létta af sér hinu þunga fargi, játa á sig morðið. En er hann heyrir harmasögu hans, vaknar bróðurkærleikstilfinningin i Egg- erti. Hann fær skriflega játn- ing frá honum, en felur hann síðan fyrir lögreglunni og hjálpar honum að lokurn til að komast úr landi. Hann lendir í rysking- um við lögrégluna, sem farin er að gruna hann og auðvitað fer svo, að hann er tekinn fastur og er refsað. En það skiftir engur morðinginn er frelsaður, og hann getur einnig frelsað hinn, sem saklaus er. — Ástríðan til hins góða hefir knúið hann til sjálfs- fórnar og til þess að brjóta lög landsins. Auðvitað vekur framferði hans almenna gremju og fordæming og konsúlsfrúin vill óðara láta hann sigla sídu sjó; og dóttirin, eftirlætisbarn efnaborgara, lízt í fyrstu á sömu lund. En faðir hennar, hinn mannúðlegi, hlpypi- dómalausi Melan, fær með áhrif- urtí sínum, án þess hún taki eftir því, talið henni hughvarf. Hið góða vaknar einnig i henni. Egg- ert á í vændum að fá starf við verzlun Melans að lokinni varð- haldsvistinni o. s. frv., svo alt fer vel á endanum. Öllum persónum er lýst fyrir- taksvel og með skýrum dráttum. Auk aðalpersónanna ber einn- ig að nefna Álfhildi, ímynd ósér- plæginnar móðurástaiv foreldra Eggerts, Melan konsúl og konu hans með stéttardramblætið, morð- ingjann og ekki sízt gamlan götu- sála, Runólf eða Gamla Runka, sem er kunnugt um morðið, en vill ekki láta veiða neitt upp úr sér. Hann vill ekki koma nein- um í bölvun og ber í brjóstí af- skaplegan kala til alls þess, er nefnist lögregla. Það er fróðlegt að athuga þrosk- unarferil Kvarans frá eldri veru- legum ritum hans. Frá því að vera eindreginn bölsýnismaður er hann nú orðinn vegsamandi hins góða sem hins eiginlega í eðli mannsins. »Sálin vaknar« er lofsöngur til bróðurkærleika og þess að elska náungann. Hversu vantrúaður sem maður er á spíri- tismann, hlýtur það eigi að síður að vera manni fagnaðarefni, að hann skuli hafa veitt honum þessa trú á hið góða í manninum. Og sem betur fer hefir list hans ekki mist í við spíritismann. Þvert á móti hefir hún orðið að meiri. »Sálin vaknar« er sannariega engin kenslukonu-»róman« eða »sólgeisla-8aga«.« Erl. símfregnir. frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). Kaupmannahöfn 26. nóv. Miðríkin hafa tekið borg- irnar Orsova, Turnu Se- verin og Craiova. Þjóðverjar hafa hækkað ófriðarskattinn sem þeir lðgðu ® Belga, upp í 50 miljónir tranka á mánuði. Von Jagow heflr látið af embætti vegna vanheilsu. Dr. Doyen, skurðlækn- irinu heimsfrægi, og rit- höfundurinn Jack London eru látnir. 23 meðlimir Vesturheims- eyja-nefndarinnar erumeð sölu eyjanna, en 7 þeirra á móti því að þær séu seldar. Mest líkindi eru því til þess að sala fari fram.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.