Ísafold


Ísafold - 29.11.1916, Qupperneq 3

Ísafold - 29.11.1916, Qupperneq 3
IS AFOL D 4 Duglegur tr6smiourP helzt vanur húsgagnasmsði, getur fengið fasta atvinnu hjá Jón Halldórsson & Go. Kosningin í Yestur-Skaftafellssýslu. »Landið«, málgagn Þversum- manna (Sig. Egg., B. Kr. & Co.), linnir enn ekki látum út af þess- ari kosningu. Eg hélt þó, að það hefði »fengið nóg* af ærslunum fyrir kosningarnar, sem það hafði látlaust í frammi, en — árang- urslaust. En seint lætur heimsk- ur sér segjast, og er því ekki við öðru að búast en að það haldi áfram gjamminu. Það byrjaði með því, blaðið, að rœgja lögfrœðingana. Eins og kunnugt er hefir B. Kr. meiri mætur á prestum en lögfræðing- um, og hefir »Landið« boiið þess menjar frá upphafi. En til þess að reyna að slá tvær flugur í sama höggi: Að bjarga sýslu mönnunum Eggerz út úr níðinu, en sverta jafnframt aðra, tók það að hamast gegn lögmönnun- um (sem ékki voru í landssjóðs- embættum). Atti það að ríða rnér (og óðrum lögm. til) að fullu við kosningarnar. — Árangurinn af þessum lögfræðingarógi »Lands- in8« hefir nú orðið sá, sem vænta mátti, úr því að það blað gekst fyrir honum, að rétt aZZ?>lögfræð- ingar, sem gáfu kost á sér, kom- ust að (þó ekki Guðm. Eggerz!). Hvert mannsbarn sá líka, að árásin var gerð af fúlmenskueinni, en með engum rökum. En blaðið hélt áfram og sneri sér nú beint' að »málefninu«, — sem var að bola mér frá kosn- ingu í Y.-Skaftaf.s. —; flutti það viti firrt ávörp til Skaftfellinga, um að kjósa mig ekki á þing, en það varð mér til hinna beztu meðmæla. Skaftfellingar eru sem sé alls ekki »þversum«. Þeim er, eins og hverjum öðrum heilbrigðum mönnum, ljóst, að engri átt nær að ætla sér að binda starfsemina að framtíðarmálum þjóðarinnar við þras og þráttan um atriði, sem þegar ern til lykta leidd (stað- festing stjórnarskrárinnar, fyrir- vara og eftirvara!), en á þessu hefir þversummenskan bygst frá upphafi. Það ætti að vera annað, sem lægi fyrir fulltrúum þjóðar- innar. Enda var það svo, að annað þingmannsefnið í V.-Sk.f., auk mín, próf. síra Magnús Bjarn- arson, áræddi ekki að bjóða sig fram sem þversummann (sem hann þó var), heldur sem flokksleys- ingja. Hinn frambjóðandinn, Lár- us’Helgason á Kirkjubæjarklaustri sem lika var þversum, að því er menn halda, kom sér hjá því að gefa neina yfirlýsingu um þetta fyrir kjósendum, þar sem hann sat hér í Rvík, á meðan við hinir vorum að halda fundina eystra í haust. Og syo reka sýslubúar smiðs- höggið á það með þvi að kjósa mig, þrátt fyrir allan róg þvers- ummanna héðan að sunnan og þótt vitanlegt væri, og að hefi frá byrjun verið eindreginn and- stæðingur alls þversumbrasksins. Þeir litu sem sé réttilega þannig á málið, að þeir væru að velja fulltrúa fyrir sig og tóku þann, sem þeir höfðu mest álit á, Hins vegar vita þeir vel, að allir flokk- ar eru á ringulreið, þar sem mál- efni þau, er þeir skiftust um, hvorki eru né verða um hríð á dagskrá. En Sig. Eggerz! Já, sannleik- urinn um hann og Skaftfellinga er þessi: Þeir tóku hann fram yfir núverandi þingmann sinn, í hið fyrra skiftið (1911) aíþví einu, að hann sat hjá þeim og var sýslumaður þeirra. Að öðru leyti var hann þar framandi maður (sem undirritaður ekki var, en — átti heima í Rvik!). Þegarkosið var 1914 reyndi ekkert á þetta, af þeirri einföldu ástæðu, að þá kepti enginn við hann í kjördæm- inu. Ef við hefðum verið þar báðir sem frambjóðendur nú, segja beztu menn þar eystra að líklega hefði ekki mátt á milli sjá. S. E. var maður fremur vin- sæll í Skaftafellssýlu, og það virða Skaftfellingar mikils, hvernig sem þeir annars lita á manninn (hér t. d. sem embættismann). Þeir hafa því ætíð sýnt honum vin- áttuhug, þótt margir þar eðlilega. eins og víða annarsstaðar um land- ið hafi ekki verið sérlega hrifnir af stjórnmálaafrekum hans. Þótt hann væri nú búinn að yfirgefa þá — eins og honum lék ávalt mikill hugur á — og kominn i annað hérað, þá studdu þeir samt, að öllum þorra til, lista hans til landskjörsins á síðastl. sumri. Hafa þeir sjálfir sagt mér frá, að þeir hafi gert það til þess að tryggja ser tvo fulltrúa, — því að þeir hygðu, að S. E. mundi verða áhugamálum þeirra hlynt- ur á þingi, og svo kysu þeir ann- an fyrir héraðið. Þetta var vit- anlega ekki ohyggilegt, skoðað frá sjónarmiði kjördæmisins. Og eg tel það sjálfsagt, að S. E. hefði fylgt og fylgi málum Skaft- fellinga, er hafa fyr og síðar sýnt honum traust, hvort sem and- stæðingur hans að öðru leyti eða jábróðir er þingmaður þeirra. — Vafalaust fæst líka reynsla fyrir þessu brátt. Það sem nú síðast hefir sett blett á Sig. Eggerz, eru aðfarir hans í kosningahríðinni í haust í V.- Sk.f.s. Það er eins og hann hafi geugið með þá ósvífnu hugsun, að Skaftfellingar væru og ættu að vera þrælar hans, er hann gæti skamtað rétt og frelsi úr hnefa! Þegar í sumar, er hann tók að frétta hug þeirra gagnvart væntanlegu framboði minu, og í alt haust, var hann svo sem altaf á •förum austur, til þess að »koma vitinu fyrir Skaftfellinga«(!), en kunningjar hans þar réðu honum œtíð frá þvi, enda hefði það orðið óheyrt gönuhlaup. En sama var rekagáttin, með skeytasendingum og skrifum, stórhlægilegum, um það, að Skaftfellingar mættu um- fram alt ekki gera sjálfum sér þá hneisu, að kjósa ramman stjórn- málaandstæðing hans'! Hann reri í alla, eystra og hér syðra, sem hann hélt að einhver áhrif gætu haft um þetta, að þeir reyndu að afstýra þessu böli, að eg næði kosningu; en alt kom fyrir ekki. »Landinu« var útbýtt gefins um alla sýsluna og eiginhandarsendi- bréf frá S. E. (reyndar meira og minna ólæsileg) fóru um héraðið daginn fyrir kjördag. Það átti að vera hið síðasta áheit. Menn þoldu þar sannarlega önd fyrir Sig. Eggerz í haust er leið. Enda er sú óskammfeilni fárán- leg, að ætla sér að taka góða menn og gegna slíkum þursatök- um, svo sem þeir væru sannfær- ingarlaus þý. Að eins með góð- um vilja má skýra þetta sem frumhlaup manns, er fer rasanda ráði, en lítill vegsauki er það hr. S. E., eins og honum hefir verið tildrað hátt, sællar minningar. Skaftfellingar þóttust eiga ann- að en þetta skilið af Sigurði og lái eg þeim það ekki. Og hefðu einhverir af fylgismönnum mín- um (er sumir voru áður fylgis- menn S. E.) verið eitthvað »veil- ir«, þá hefðu þeir, að þeirra sjálfra sögn, orðið ákveðnir við slíkt at- ferli, sem hann nú lét sér sæma. Af þessu getur hann nú mælt og markað áhrifin, sem þessar »sendingar« hans höfðu á Vestur- Skaftfellinga. Á hinn bóginn get eg skilið það, að honum eða lagsmönnum hans i þversumbraskinu hér syðra hafi ef til vill gramist það, að eg yrði fyrir kjöri. En þá átti hann að bera það eins og maður, og það vænti eg að hann geri framvegis. Hann hlýtur að sjá, að það er i rauninni ekki nema mjög svo eðlilegt, að eg næði kosningu í því kjördæmi, — svo eðlilegt, að jafn vel andstæðingar minir þar (meðal kjósenda) létu sér þau orð um munn fara, að væri eg búsettur í héraðinu, þá fengi eg þar hvert einasta at- kvæði eða því sem næst. Eg get að endingu sagt vinum mínum í »Landinu« það, að þótt svo hefði farið, að annar af þess- um óskabörnum þversummanna, hinum ' frambjóðendunum í V.- Sk.f s., hefði dregið sig í hlé eða hætt við framboð sitt (sem þvers- um-»miðstjórnin« var ávalt að reyna að þröngva þeira til, bæði með góðu og illu), þá hefði það ekki stoðað hið allra minsta: Fylgismenn þess, sem hætti, hefðu ekki kosið hinn, heldur annað- hvort setið heima eða kosiðmig! Svo að niðurstaðan hefði ekki orðið önnur. Má þannig segja, að þversum- mönnum væru allar bjargir bann- aðar í V.-Sk.f.s , í braski sínu við kosningarnar, enda þótt S. E. hefði borið það út, að hann œtti það kjördæmi og réði því á alla lund. Skaftfellingum er farið eins og óneitanlega fleirum kjósendum þessa lands — þeir þykjast geta ráðið því bezt sjálfir, hverja þeir senda á þing. Eg hugsa að það verði ekki aðrir en »Landið« og legátar þess, sem finna þeim það til foráttu. Hér með kvitta eg þá fyrir hinar vinsamlegu orðsendingar »Lands- ins« til mín fram að þessu, síðast í nýútkomnu blaði (24. þ. m.). 25.—11.—’ 16. Gísli Sveinsson. Miðils-sjóðurínn. Tveim dö^um eftir að prófessor Haraldur Nielsson hafði flutt erindi sitt » Undrunarefni« og með honum unnið Landspítalasjóðnnm inn um 200 kr., kom heim til hans maður með 300 kr. frá ónefndum gefanda og kvaðst beðinn að afhenda honum þessa upphæð i því skyni, að hún yrði byrjun að sjóðstofnun, en sjóðn- um skyldi til þess varið, að fá góðan miðil frá dtlöndum hingað til Reykja- víkur, þá er styrjöldin er til lykta leidd. Prófessor H. N. gat um gjöf þessa i umræðunum eftir fyrirlestur Einars Hj. Kvaran fyrra sunnudag, þakkaði hinum ókunna gefenda og kvaðst mundu taka við gjöfum í sjóð- inn. Gat hann þess, að slík hug- mynd hefði lengi vakað fyrir sumum mentamönnum þessa bæjar. Eftir guðsþjónustuna siðustu í Frí- kirkjunni (hinn 19. þ. m.) kom kona heim til prófessorsins og færði hon- um 50 kr. í sjóðinn. Hún er ekkja og hefir mist marga af nánustu ætt- ingjum sínum og orðið að berjast fyrir lífinu við lítil efni, en aldrei brostið kjark né dug. Fréttunum af hinni nýju ' þekking, sem nú er að fá;t fyrir sálarrannsóknirnar, tók hún með fögnuði frá upphafi, en aldrei hefir hún enn komið á tilraunafund. H. N. benti ekkjunni á, að gjöf hennar væri of rausnarleg, en hón kvaðst alls ekki gefa minni upphæð, og gjöfin væri þá um leið minning- argjöf um ástvinina horfnu. Enn hefir fátækur barnamaður úr sveit sent sjóðnum 2 kr. Ósennilegt er það ekki, að H. N. spái rétt til um það, að þessi sjóður, sem »eyrir ékkjunnar« var lagður i, muni vaxa og flytja mönnum hugg- un á sinum tíma. Gamall Tilraunafélagsmaður. ReykjaYto-anDáll. Lannamálanefndin. Tillögur henn- ar, sem svo rækilega hefir verið ritað um hór í blaðinu af Indriða skrifstofu- stjóra Einarssyni, verða gerðar að um- talsefni i Stúdentafólaginu annað kvöld. Frummælandi er prófessor L á r u s H. B j a r n a s o n. Leikhúsið. Talin voru alger dauða- mörk á Leikfólagi Reykjavíkur í haust. En nú mun vera að rakna úr vand- ræðunum. Framkvæmdarstjóri fólags- ins í vetur verður Jens B. Waage bankaritari. Botnvörpungnrinn Marz. Skrokk- urinn af honum, eins og hann kemur fyrir á Gerðahólma, var nýlega seldur á uppboðl fyrir 300 kr. Kaupandi Finnbogi í Gerðum. Vátrygt mun skip- ið hafa verið fyrir 180000 kr. Mjólkurverðið. Það er ekki lítill munur á mjólkurverðinu hór og í Danmörku. Þar sem mjólk er dýrust í Danmörku er hún Beld á 24 aura Kterinn, en 14 aura þar sem hún er ódýrust. Hór Sdugir ekki að deila við dómaranní, 35 aura fyrir pottinn, eða enga mjólk! Hjúskapur. Geir G. Zoega verk- fræðingur og jungfrú Guðrún Zoéga (kaupmanns). Gift 18. nóv. Frá útlömlnm eru nýkomnir Páll E. Ólason cand. og Jón Albertsson úrsmiður. Skipafregn. F 1 ó r a kom hingað á sunnudag og fór aftur 1 morgun norður um laud, áleiðis til Noregs með kjöt o. s. frv. Hún var stöðvuð af þýzkum kaf- báti skamt undan Noregsströudum, en fókk þó að halda áfram tálmalaust, er skipstjóri ha(ði gert greiu fyrir ferðum skipsins. Aðkomumenn: Sýslumennirnir H. Kr. Júlíusson og Eiríkur Einarsson, Jón Sigurðsson rithöf. frá Kallaðarnesi, Jón Jónsson norðanpóstur frá Galtar- holti. Konungsríkið Pólland. Þ. 4. nóvember var mikið um dýrðir í Póllandi. Beseler heitir landstjóri sá, er Þjóðverjar hafa sett til þess að stjórna landinu. Þann dag las hann upp yfirlýs- ingu frá keisurum Miðveldanna fyrir múg og margmenni á hall- artorginu í Warschau. — Kveða þeir þar svo á keisararnir, að nú skuli hugsjónir Pólverja rætast, Pólland verða konungsríki. Þó er svo tekið til orða, að lands- hlutar þeir hins forna Póllands, er lotið hafa yfirráðum Þýzka- lands og Austurríkis, skuli ekki verða i hinu nýja konungsríki. Ríkið á því aðeins að ná yfir hinn núverandi rússneska hluta Póllands. — Áskilja Miðveldin sér einnig rétt til þess að hafa hönd í bagga með stjórn hins til- vonandi konungsrikis. Hvað sem öllum skilmálum líð- ur, var boðskap þessum tekið með feikna fögnuði í höfuðborg lands- ins, og síðar um landið alt — þ. e. hinn rússneska hluta þess. Alt frá ófriðarbyrjun hafa vald- hafar álfunnar brotið heilann um framtíð Póllands. Þ. 15. ágúst 1914 var Nikolaj stórfursti fyrirliði Rússahers. Gaf hann þá út yfirlýsingu til Pól- verja. Var hún í nafni keisar- ans. Var þar svo til orða tek- ið, að nú væri sá timi kominn, sem Pólverjar ættu að sjá drauma sína rætast. Með háfleygum orð- um var þar skýrt frá, að nú réttu allir Rússar þeim Pólverj- um bróðurhönd, til þess að hjálp- ast að þvi, að allir Pólverjar gætu framvegis lifað i einni rík- isheild — undir vernd keisarans, — þ. e. þeir ætluðu með aðstoð Pólverja að vinna pólsku héruð- in frá Austurríki og Þýzkalandi. Síðan hefir skipast mikið um þar i landi. í maí 1915 hófu Miðveldin geigvæna árás á Rússa. Þ. 5. ág. hertóku þeir Warschau. Siðan hefir þýzk stjórn setið þar að völdum, og farist vel við Pólverja. Meðal annars hefir verið stofnaour pólskur háskóli að tilhlutun Þjóðverja. Undanfarið hefir Þjóðverjum orðið tíðrætt um, hvað gera ætti úr Póllandi framvegis. Nú er þessi yfirlýsing komin frá keis- urunum. Er þar þó ekkert minst nánar á hvernig stjórn landsins skuli hagað, né heldur ákveðið hvar takmörk hins tilvonandi rík- is skuli vera.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.