Ísafold - 06.12.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.12.1916, Blaðsíða 2
2 IS A F OL D Matthías „erindreki“. Beðið hefir verið með að svara skrifum M. Þ. í »Lögréttu« og »Landinu«, þar til lokið væri grein hans hinni löngu í síðar- nefnda blaðinu. Þótti ekki fyrir- fram vist, nema eitthvað kynni að reynast svara vert í »Land«- grein hans. En það hefir svo farið, að sú grein mannsins er eitt óslitið samsafn illyrða og pvættings, að langt er fyrir neð- an það, að svar'a sé vert. Þess- vegna fær maðurinn að talast einn við. Vér svörum honum ekki. Þá er eftir grein hans, er birt- ist í Lögréttu 22. þ. m. »Erindrekinn« hafði fullyrt það í langlokugrein sinni um brezka samninginn, sem einhver fekk hann til að skrifa fyrir kosning- arnar, að hann hefði sent stjórn- inni kola-tilboð. Þegar því svo var neitað, að stjórn eða velferð- arnefnd hefði fengið það tilboð, kveðst hann hafa sent það til ráðherra í prívatbréfi. Svo prent- ar hann upp í »Lögréttu« 22. nóv. þ. á. þetta prívatbréf, sem hann segist hafa sent ráðherra og sjálft kola-»tilboðið« svonefnda. Ráðherja hefir eigi séð þetta kola-bréf M. Þ. né kola-»tilboð« fyrr en í Lögréttu. Hvort »er- indrekinn* hefir látið það í póst í Khöfn, getum vér auðvitað ekki, og sjálfsagt enginn annar en hann, borið um. »Erindrekinn« þykistgerasenni- legt, að ráðherra hafi fengið kola- bréf áminst, með því að í þvi hafi verið eitthvað um eitthvert annað mál — sem' »erindrekinn« nefnir þó ekki — og ráðherra hafi gefið munnleg svör um það mál, sem hljóti að hafa bygst á upplýsingum um það úr »kola- bréfinu*. Það mál, sem »erindrekinn« á við — ef það er þá ekki líka út í bláinn hjá honum — getur, eft- ir því sem vér höfum fengið upp- lýsingar um, ekki verið annað en »(lylfa«-málið svonefnda, en í því liggur svo: Svo stóð á, að nokkrir íslenzk- ir menn — og mun M. Þ. hafa verið einn þeirra — höfðu 'samið um smíði á botnvörpuskipi í Þýzkalandi. Send var skipshöfnin til að sækja skipið í október í fyrra haust. En þegar til kom, lagði þýzka stjórnin hald á skip- ið, lét það ekki laust. Áður ráð- herra færi frá Khöfn — en það var 7. nóv. 1915 — sagðí »er- indrekinn« honum frá vandræð- um þeirra félaga. Ráðherra bað bæði skrifstofu stjórnarráðsins í Khöfn og mann, er hann þekti og bjóst við að gæti liðsint þeim félögum, um að vera þeim inn- an handar um tilraunir og að- stoð til að fá skipið laust. Frá þessum heimildum hafði ráðherra upplýsingar um, hvernig málið stóð, og þurfti því eigi að sækja þær til »erindrekans«. Annars er fróðlegt að líta á kola-»tilboðið« hans Matthíasar. Þegar að er gáð, felst sem sé alls ekkert tilboð í bréfinu, sem hann birtir í Lögréttu og kallar tilboð. Linhver maður í Englandi segist skuli reyna að útvega leol, engin slculdbinding um verð á þeim, heldur að eins skxjrsla um námaverð þann daginn, sem bréfið i \ A lþ Fæðing-* ardagur Ár 28. jan. 1851: 27. jan. 1852: 25. jan. 1857: 13. des. 1857: 26. febr. 1858: 28. ágúst 1858: 16. jan. 1859: 29. sept. 1859: 18. febr. 1861: 4. des. 1861: 18. apr. 1862: 11. febr. 1863: 29. júní 1863: 13. okt. 1863: 16. febr. 1864: 21. ágúst 1864: 4. okt. 1864: 6. okt. 1864: 12. okt. 1864: 17. jan. 1.866: 13.- okt. 1867: 12. maí 1868: 18. nóv. 1868: 19. jan. 1870: 6. febr. 1870: 18. jan. 1872: 31. ágúst 1873: 28. febr. 1875: 27. nóv. 1875: 22. apr. 1877: 2. des. 1877: 6. febr. 1879: 24. febr. 1880: 21. maí 1880: 7. des. 1880: 16. maí 1881: 21. febr. 1884: 20. ágúst 1885: 2. ágúst 1888: 24. marz 1890: Raðað eítir aidri. Ólafur Briem, 2. þm. Skagfirðinga. Sigurður Jónsson, 3. landsk.þm. Matthías Ólafsson, þm. Vestur-ísfirðinga. Guðjón Guðlaugsson, 4. landsk.þm. Björn Kristjánsson, 1. þm. Gullbr. og Kjósarsýslu Pétur Jónsson, þm. Suður-Þingeyinga. Jón Magnússon, 2. þm. Reykvíkinga. Hjörtur Snorrason, 5. landsk. þm. Kristinn Daníelsson, 2. þm. Gullbr. og Kjósars. Hannes Hafstein, 1. landsk. þm. Magnús Kristjánsson, þm. Akureyringa. Sveinn Ólafsson, 1. þm. Sunnmýlinga. Stefán Stefánsson, 1. þm. Eyfirðinga. Bjarni Jónsson, þm. Dalamanna. Pétur Þórðarson, þm. Mýramanna. Þorleifur Jónsson, þm. Austur-Skaftaf. Sigurður Sigurðsson, 1. þm. Árnesinga. Eggert Pálsson, 1. þm. Rangæinga. Guðmundur Björnsson, 6. landsk. þtn. Jóhannes Jóhannesson, þm. Seyðfirðinga. Guðmunduf Ólafsson, 2. þm. Húnvetninga. Magnús Torfason, þm. Isafjarðarkaupstaðar, Einar Jónsson, 2. þm. Rangæinga. Jón Jónsson, 1. þm. Norðmýlinga. Þórarinn Jónsson, 1. þm. Húnvetninga. Karl Einarsson, þm. Vestmannaeyinga. Halldór Steinsson, þm. Snæfellinga. Sigurður Eggerz, 2. landsk. þm. Einar Árnason, 2. þm. Eyfirðinga. Hákon Kristófersson, þm. Barðstrendinga. Benedikt Sveinsson, þm. Norður-Þingeyin'ga, Magnús Guðmundsson, 1. þm. Skagfirðinga. Einar Arnórsson, 2. þm. Árnesinga. Björn Stefánsson, 2. þm. Sunnmýlinga. Gísli Sveinsson, þm. Veotur-Skaftfellinga. Magnús Péturpson, þm. Strandamanna. Jörundur Brynjólfsson, 1. þm. Reykvíkinga. Þorsteinn Jónsson, 2. þm. Norðmýli*ga. Pétur Ottesen, þm. Borgfirðinga. Skúli Thoroddsen, þm. Norður-ísfirðinga. er skrifáð, og svo rdðleggingar kaupunum viðvíkjandi, ef til komi. Og þetta kallar »erindrekinn«, sem hefir auglýst sig »Official Trade Commissioner« i brezku opinberu blaði, tilboð! Skárri er það nú »opinberi verzlunarfull- trúinn«, sem ekki þekkir tilboð um hlut frá að eins lausu umtali um kaup á honum. Vér viljum sem sé ekki gera ráð fyrir, að hann kalli það vís- vitandi ranglega tilboð, sem alls eigi nálgast að vera það. Vér gerum ráð fyrir, að hann af venjulegri fljótfærni og skilnings- skorti flaski á þessu svo ofurein- falda atriði. »Erindrekinn« getur náttúrlega ekki neitað því, að »Official Trade Commissioner« (o: hinn opinberi verzlunarfulltrúi) íslands Matthí- as Þórðarson hafi hlaupist frá ó- borguðum reikningum í Bretlandi í fyrra haust. En í »Land«-grein sinni kveðst hann þó eiga enn þá talsvert fé inni í brezkum banka. En ef skýrsla hans um þessa banka-inneign er sönn, þá sýnir það, að þessi »opinberi verzlunarfulltrúi* landsins hefir ekki hlaupiðt frá sínum óborg- uðu reikningum sakir efnaleysis, heldur af refjum eða vanrœkslu eða loks því, að honum hafi ekki gefist ráðrúm til að borga reikn- inga, sína áður en hann fór úr Bretlandi. »Hinn opinberi verzl- unarfulltrúi« íslands varð nefni- lega ósáttur við brezk lög út af skipabraski í Bretlandi og átti eitthvað erfitt aðstöðu þar síðustu dagana, sem hann var þar í fyrra haust. En ávísað hefði hann þó getað síðar reikningsupphæð- inni á innieign sina í hinum brezka banka, ef hann hefði vilj- að borga. Annars mætti segja miklu greinilegar sögu hins »opinbera verzlunarfulltrúa* íslands í Bret- landi en gert hefir verið. í brezk- um blöðum frá þeim tíma er frá- sögn um afrek hans þar. En vér sleppum því að svo komnu af hlífð við manninn, sem oss er persónulega meinlaust við. Erl. símfregnir. frá fréttaritara Isaf. sy Morgunbl.). K.höfn 27. nóv. I»jóðverjar og Búlgarar lralda áfram framsókniani í Rúmeníu. — Bandamenn krefjast þess af Grikkjum, að þeir láti ai hendi öll storskota- tæki gríska hersins. Kaupmannahöfn 30. nóv. Rúmenar halda undan hjá Aluta. újóðverjar fóru yflr Dóná hjá Zimniza. Tvö Zeppelins loftför hafa verið skotiu niður í Austur-Bretlandi. Friðarhreyting byrjuð í Bandaríkjunum að undir- lagi Þjóðverja. K.höfn 4. des. Miöríkjaherinn á nú að eins 20 kílómetra eftir til Búkarest. Grikkir hafa neitað að láta af hendi stórskotaliðs- tæki hersins. Norski herragarðurinn Osteraat er brunninn. í Danmörku heflr verið fyrirskipað að bianda skuii rúgbrauð með y5 afbyggi. K.höfn 5. des. Orustur hjá Akropolis milli bandamanna og Grikkja. Miðríkin hafa rofið her- línur Rúmena. Degnskylduvinnan hefir verið lögleidd í Þýzkalandi Stjórnarbreyting í Eng- landi. Lloyd George, her- málaráðherra heflr sagt af sér. Bókarfregn. Páll Þorkelsson: íslenzk fuglaheita-orðabók, með frönsknm, enskum, þýzk- nm, latnesknm og dönsk- nm þýðingnm m. m. —Rvík 1916. Fjallkonnntgáfan. Það er sannarlega nýstárleg bók, sem hr. Páll Þorkelsson, tungumála- garpurinn þjóðkunni, lætur hér koma fyrir almenningssjónir. Slik bók hefir aldrei fyrri út komið á vora tungu, og veit eg satt að segja ekki, hvort til muni vera með öðrum þjóðum samskonar. Hér munu vera saman komin öll fuglaheiti, sem til eru á íslenzku, innlendra og útlendra fugla. Hefir höf. þar einkanlega stuðst við Fugla- tal Ben. Gröndals, o. fl., en sjálfur hefir hann búið til nöfn, íslenzk, á allmarga fugla, er hann hefir ekki fundið neitt heiti á hér. Heiti hvers fugls greinir hann síðan einkar ítar- lega á hverju hinna ofangreindu mála, með ýmsum skýringum (og um leið útúrdúrum nokkrum sumsstaðar), — en alt þess háttar skrifar hann bæði á íslenzku og frönsku. Má því heita, að orðabók þessi sé aðallega íslenzk-frönsk, svo sem höfundi mun og tamast. Hvernig höf. hafi tekist þetta vefk sitt, er eg um of ófróður í þessum fræðum til þess að geta dæmt um. Enda má víst um ýmislegt deila hér, þvi að ekki hvað sízt má lengi elta ólar um málfræði, orðmyndanir og heiti. En mikið verk og vinna. er i þessu fóigið hjá höf., yfir 120 blaðsiður, þéttprentaðar, og i all- stóru broti. Og fróðleikur um fugla- heiti er hér sámankominn eigi lítill, hvernig svo sem þeir virða, er helzt mundu hafa þessa not. í raun og veru er bókin þannig úr garði gerð — eins og önnur rit hr. P. Þ., að allir þeir, jafnt af al- menningsmönnum og öðrum, sem nokkuð geta grúskað, eða stautað í málum, geta haft gaman, og þá um leið uppbygging, af því að lesa hana og kynna sér. Væri því ekki nema eðlilegt, að bókin yrði keypt að miláum mun. Reyndar er sárt að sjá bók, og það orðahók gefna út á slíkan hraksmánar-pappír sem þann, er þetta rit er prentað á, og má það merkilegt heita, að »forlagið« — Fjall- konuútgáfan — skuli leyfa sér slíkt, sem er ósvinna bæði gagnvart höf- undi og riti. Svona pappír mætti að sjálfsögðu notast í dagblöð og reyfara, en í orðabækur, sem endast eiga lengi — — hjálpi okkur ham- ingjan I Nú, en »fátt er svo ilt að einugi dugi;« fyrir þetta er nú bókin auð- vitað ódýrari, og geta því efnalitlir fremur aflað sér hennaa (í »dýrtíð- inni«, því að þetta er vafalaust »dýr- tíðar-pappír!«).------- Að fást við málfræði hefir vist aldrei verið sérlegur gróðavegur. Og eigi er það fremur á þessum timum, er þeir hafa »mest upp úr sér«, sem fráleitastir eru ölln bók- legu. En ekki væri álit okkar íslend- inga til frambúðar með öðrum þjóð- um, ef við hefðum ekki átt fræði- mennina, sem snauðir voru hið yíra, en þó auðugir hið innra. Hvenær lærum við að umbuna þeim? Páll Þorkelsson hefir gert þjóð vorri margt gagn með vinnu sinni i að útbreiða í öðrum löndum þekk- inguna á menningu okkar, á þvi svili, sem störf hans taka til. Má til þeirra verka líka telja þetta sið- asta ritverk hans. En hvaða laun hefir hann fengið fyrir þaðr Ja, þeirri spurningu er að minsta kosti ósvarað enn þá? Gamma. Síðustu tregnir um strand- ið. gærkvöldi símuðu þeir Nielsen framkvæmdarstjóri og Unger- skov skipstjóri að vestan og mælt- ust til þess, að botnvörpungurinn Apríl kæmi vestur til vonar og vara, til þess, ef veður batnar verulega, að gera enn siðustu tilraun til að bjarga Goðafossi, þótt þvi miður sé harla lítil von um, að takast megi. Er þetta gert til þess að gæta þess, að láta einkis ófreistað, sem einhver von er um að %ati orðið til að ná Goðafossi út. Apríl fór vestur í dag. ReykjaYfenr-anoáil. Biskupinn, herra Þórhallur, heflr legið þungt haldinn undanfarið. Fjárlög Reykjavíkur/ Bæjarstjórn- in hefir undanfariS veriS aS fjalla um fjárhagsáætlun höfuSstaSarins næsta ár og hefir nú gengiS frá henni. Er áætlunin á þessa leiS,: Tek j ur: EftirstöSvar frá f. á. kr. 65000,00 Tek j ur af bygðri og óbygðri lóð 14000,00 Landsskuld af jörðum — 1300,00 Leiga af erfðafestulöndum — 8000,00 Leiga af húsum, tánum, lóðum m. m. 7000,00 Tekjur af ElliSaám — 4000,00' Hagatollur — 1200,00 Tekjur af ístöku — 1500,00 Tekjur af lóðasölu —- 1000,00 Tekjur af seldum erfða- festulöndum 1000,00 Tekjur eftir byggingar- samþykt 1200,00 Tekjur af vatnsveitunnl — 56000,00 Endurb. lána til húsæða — 1000,00 Tekjur af gasstöðinnl — 35000,00 Sótaragjald — 4500,00 Hundaskattur — 300,00 Endurg. sveitastyrkur — 16800,00 Tekjur af vinnu fátækl. —- 20000,00 LandsjóSsstyrk. til taarna- skólans og skólagjald 7300,00 Tekjur frá grunneig. til holræsa og gangstétta 5000,00 Salernahreinsun og seld- ur áburður 7000,00 Sundkenslust. úr lands- sjóðl 300,00 Óvissar tekjur — 3500,00 Lán — 60000,00 Niðurjöfnun v —■ 297355,85 Kr. 619255,85

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.