Ísafold - 20.12.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 20.12.1916, Blaðsíða 3
ISA F O L D 1 flokkaskiftingar á grundvelli innan- landsmála eða ekki. Það sem gerst hefir framan v;ð tjöldisr- er það eitt. að kosnar bafa verið allar fastanefndir þingsins, 7 að tölu, sem gert er ráð fyrir í hin- um nýju, endurbættu þingsköpum. Beinast þau mjög að því að bæta vinnubrögð þingsins, sjá við hinutr. gamla, sifelda leka fyrri þinga, að svo hefir verið hlaðið nefndarstörf- um á einstaka þingmenn, að þeir hafa eigi getað annað fundum og þar með tafið mikið starf nefndanna. Nú tná enginn þingmaður vera i fleirum en 2 fastanefndum. Hin nýju þingsköp gera loks ráð fyrir nokkurskonar yfirnefnd í þinginu. Hana skipa forsetar og varaforsetar deildanna og formenn fastanefnda. Þessi yfirnefnd á að stjórna vinnu- brögðum allra hinna nefndanna. Þar sem nú stendur svo á, að aðalfor- kólfur og hvatamaður hinna nýju þingskapt Guðmundur Bjömson landlæknir, situr í forsetastól Efri deildar er enginn vafi á því, að góð verði fyrsta framkvæmd þeirra nú á þessu aukaþingi. Fastanefndirnar í þinginu hafa verið skipaðar svo. NEÐRl DEILD. Fjdrhagsnefnd: Þorleifur Jónsson (form.), Pétur Jónsson (skriíari), Einar Arnason, Skúli Thoroddsen, Stefán Stofánsson, Fjárveitinganefnd: Björn Kristjánsson (form.), Gísli Sveinsson (skrifari), Bjarni Jónsson frá Vogi, Jón Jónsson frá Hvanná, Magnús Pétursson, Matthías Ólafs- son, Sigurður Sigurðsson. FSýtið ykkur niður í Vörnhús til þess að ná í eitthvað af þeim fallegu munum, sem sýndir voru í gluggunum á suunudag. Það eru ekki margir munir af hverri tegund, alt gengur það út fijótt, en ekki missir sd, er fyrst fœr. V0RUHÚSIÐ fíver sem verzfar í Vörufjúsitiu fær ókeypis íslenzkt almanak, V0RUHÚSIÐ Allsherjarnefnd. Jón Magnússon (form.), Þorleifur Jónsson (ritari), Hákon Kristófersson, Þorst. M. Jónsson, Þórarinn Jóns- son. Brezku samninga nefnd. Pétur Jónsson (form.), Magnús Guðrnundsson (r tari), BenediktSveins- son, Björn Kristjánsson, Jörunur Brynjólfsson, Matthias Ólafsson. Þessi nefnd á fyrst og fremst að fjalla um brezku samningana og fær hún í hendur öll plögg frá stjórnar- ráðinu þeim viðvikjandi. A vinnustofunni Grettisgötu 44 A ern emlðuð: Reiðtýgi,abtýgi, klyfjatösk- ur (sérlega góðar), hnakktösbur, ýmislegar ólar o. m. fl. Einnig hvilubekkir (Divansr) og ma- dressur. Aðgerðir fljótt og vel af hendi leystar. Að eins notað bezta efni, verðið þó mjög sanngjarnt. Gerið svo vel að lita inn, það mun borga sig. Sútuð sauðskinn einnig seld. Karlmannaföt Reykjavik 2. des. 19J 6. Eggert Kristjánsson. ódýr úr svö tu kamgarni, úr bláu cheviot með ýmsum litnm Samgöngumálanefnd. Þórarinn Jónsson (form.), Þorsteinn M. Jónsson (skrifari), Benedikt Sveinsson, Björn R. Stefánsson, Magnús Pétursson. Landbúnaðarnefnd, Stefán Stefánsson (form.) Jón Jónsson (ritari), Einar Arnason, Eir.- ar Jónsson og Pétur Þórðarson. Sjávarútvegsnefnd. Sveinn Ólafsson (form.), Matthías Ólafsson (ritari), Björn R. Stefáns- son, Pétur Ottesen, Jörundur Brynj- ólfsson. Mentamdlanefnd. Gisli Sveinsson (form.), Bjarni Jónsson (ritari), Einar Jónsson, Magn- ús Guðmundsson, JSveinn Ólafsson. EFRI DElLD Fjárhagsnefnd. Magnús Torfason (form.), Sig. Eggetz (skrifari), Hannes Hafstein. Fjárveitinganefnd. Jób. Jóhannesson (form.), Eggert Pálsson (skrifari), Hjörtur Snorrason, Karl Einarsson, Magnús Kristjánsson. Samgöngumálanefnd. Guðjón Guðlaugsson, Guðmundur Ólafsson, Halldór Steinsson, Krist- inn Danielsson, Sig'. Eggerz. Allsherjarnefnd. Karl Einarsson (íorm.), Hannes Hafstein (skrifari), Jóhannes Jóhann- esson. Landbúnaðarnefnd. Eggert Pálsson (form.), Sigurður Jónsson (ritari), Hjörtur Snomson. Sjávarútvegsnefnd. Halldór Steinsson (form.), Kristinn Danielsson (ritari), Magnús Krist- jánsson. Mentamálanefnd. Magnús Torfason (form.), Sig- urður Jónsson (ritari), Guðjón Guð- laugsson. Eins og áður er getið, eru nefndar- kosniugarna eina starfið, sem eftir þingið liggur þessa 9 daga frá þing- setningu. En landsmenn vænta þess alvsrlega, að nú fari það að láta hendur standa fram úrermum um að gera eitt- hvað. Til þess er þingið kvatt saman að ráða fram úr erfiðleikum og vanda- málum þeim, sem styrjöldin hefir fært oss að höndum, en ekki tit að eyða svo vikum skiftir í rifrildi um það, hver eigi að verða ráð- herra. Erl. simfregnir. frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). Kaupmannahöfn, 17. des. Frakkar hafa unnið tals- verðan sigur hjá Donan- mont og handtekið 7500 menn. Engar líkur til þess aö friður muni komast á. Manntjón Búmena sam- tals 300,000 manna. Frakkar hafa mist her- skipið Suffrain. Joffre verður líklega að láta af herstjórn. H.f. Eimskipafélag Islands. Svo var til æt’ast að þeir, sem skrifuðu sig fyrir nýju hluta- fé samkvæmt hlutaútboði dags. 4 september 1915 og borguðu hluta- féð, skyldu fá venjulega sparisjóðsvexti af fénu frá því það væri innborgað til skrifstofu félagsins í Reykjavík og þar til byggingar- samningurinn um skip yrði undirritaður, en er lokið væri smíði skipsins skyldu hinir nýju hluthafar fá hlutabréf og hlutdeild í arði félagsins samkvæmt félagslögunum frá þeim tíma. Nú hefir félagsstjórnin ákveðið, vegna skipakaupa í staðinn fyrir »Goðafoss,« að gefa út hlutabréf fyrir hlutafé þessu, sem gefi rétt til þáttöku í arði, jafnt öðrum hluthöfum félagsins frá l.janúar 1917, en til þess dags fá menn sparisjóðsvexti af fónu. Þeir sera kynnu að kjósa heldur að fá ekki hlutabréf samkvæmt framansögðu, verða að hafa tilkynt það skiifstofu félagsins í Reykja- vík fyrir 10. marz 1917. Reykjavík, 18. desember 1916. Stjórnin. m Sælyæti allskonar: At-Súkkulaði Cadbnrrys. Marsipan margskonar. Avextir, nýir og niðursoðnir og margt fleira b e z t h j á Jes Zimsen.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.