Ísafold - 06.01.1917, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.01.1917, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD Tíminn til undirbúnings undir næsta þing er svo afarstuttur, að ekki verður með sanngírni búist við neinní verulegri lagasmíð, er lögð verði fyrir það fram yfir það sjálfsagða. Og um fyrirætl- anir vorar í landsmálum yfirleitt, er örðugt að segja nú eitt fyrir alla. Vér komum hver frá sín- um flokki, og höfum ekki haft tíma eða tækifæri til að kynnast skoðunum hvers annars nógu ná- kvæmlega. Vér höfum einlægan vilja á því að vinna saman í ein- drægni, og höfum heitið hver öðrum að gera hver sitt til að góð samvinna takist vor á meðal. En í byrjun næsta þings vonum vér að geta látið uppi fyrirætl- anir vorar og stefnu i landsmál- um. Um eitt erum vér einhuga, að vinna að því að fremsta megni, að þjóðin nái fullum yfirráðum yflr öllum sínum málum, og af- ráða ekki neitt í sjálfstæðismálum þjóðarinnar án vilja og vitundar þeirra þingflokka, er veita ráðu- neytinu fylgi sitt. Eins og menn sjá, er ekki mikið sagt í þessari ræðu, svo varlega sem hún er orðíið. Eitt atriði er þar sem orkar tvímælis, og það er það, að þessi þriggja manna stjórn sé tilkomin nú aðallega vegna heimsófriðar- ins. Miklu fremur mundi mega segja, að það sé þingófriðurinn, sem hafi fætt hana af sér. —■*. -- „Eigi skal gráta Björn bónda“, Laugardaginn 4. þ. m., er frétt- in um strand »Goðafoss« barst út um landið, má víst telja einn af þeim fáu dögum, er öll þjóðin sameinast. Fyrst í óhug þeim, er flesta mun hafa slegið, siðar i samhygðinni við félagið — óska- barn allra landsmanna. Að þetta mun rétt, marka eg af því, að þegar síminn færði mér fréttina, voru hjá mér staddir nokkrir menn, og það úr ýmsum landsfjórðungum, og mátti eigi á milli sjá hverjum tæki sárast. Einnig Danir, er eg hafði tæki- færi til að tala við samdægurs, tóku sér slysið nærri og sýndu með fullri alvöru samhygð- ina. Aila vikuna, sem verið var að undirbúa björgunina, mun fyrsta spurningin á hverjum morgni um land alt hafa verið : »Hvað líður Goðafoss?* og enda þótt frá byrj- un muni hafa verið litiar vonir um að skipið næðist út aftur, mun þó öll þjóðin hafa haldið í síðustu vonar-taugina alt þangað til á laugardagskvöldið næsta á eftir, að úrslitafréttin kom, að nú væri byrjað að rifa, og — skipið dæmt. — Allir munu víst sammála um það, að tæplega gat siys þetta hent oss á örðugri eða viðsjár- verðari tímum, en á hinn bóginn er þó hitt eíns i augum uppi, að þeir, sem skip eiga í férum, mega og eiga ætíð að vera við slíku búnir. Á þessum tímum verða auðvitað allar framkvæmdir mun erflðari en á friðartímum, en þó munu vist allir bera það traust til stjórnar Eimskipafélagsins, að að hún sem fyrst, — og þó ekki sé nema til bráðabirgða — ráði bót á tjóninu, ekki sízt er svo er ástatt sem nú, að hún hefir stjórn og þing við hlið sér. — Það liggur í augum uppi, að afarfé muni þurfa til þess að fá í skarðið jafn heppilegt og gott skip og (ioðafoss var, og mun vátryggingar-upphæðin víst tæpast hrökkva þar til. En ein- mitt hér er það, sem öll þjóðin getur sýnt það í verki, að sam- hygðin er eins mikil á borði og í orði. Á eg hér við aukið hlutafé. Fyrsta bráðabirgðastjórnin og núverandi meiri hluti stjórnar Eimskipafélagsins mun hafa — með aðstoð nokkurra blaða — haft mest fyrir fyrri fjársöfnun- um. — Að sjálfsögðu má búast við, að núverandi stjórn muni eigi heldur nú liggja á liði sínu, en því greiðara gengur verkið, sem fleiri hendur vinna að þvi, ekki sízt þar sem nú þarf að safna í mun stœrri stll en hin fyrri skiftin. Hin djarflega mæltu orð Olafar, er Björn ríki var veginn: »Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði«, á þjóðin nú að gera að einkunnar-orðum sínum, að minsta kosti jafn langan tíma og tekur að bæta Goðafoss, og — lengur. Allar þjóðir heímsins telja það nú mestu nauðsynina, að auka sem mest farkost á sjónum, til þess að geta fullnægt þörfunum eftir ófriðinn. Til dæmis má geta þess, að eigi opnar maður svo skandinaviskt dagblað, að eigi ,úi og grúi þar af tilkynn- ingum og auglýsingum um ný- stofnuð Bkipafélög — öll með stórkostlegum hlutaf járhæðum. Norðmenn, sem 10. október voru búnir að missa 235,000 smá- lestir síðan stríðið byrjaði og 140 mannslíf, eru samt eigi af baki dotnir, og verja enn sem fyr meiri parti fjármagns sins til skipakaupa. Sama eða líkt má segja um Dani. En hvað gerum við ? Við höfum ekki einu sinni séð sóma okkar í því, að efla svo Eimskipafélagið, að hægt hafl verið til þessa að ráðast í að kaupa vöruflutningaskip það, sem til stóð, — og sem þó var hin brýnasta nauðsyn á. En við svo búið má ekki standa. Ofarir Goðafoss eiga að hvetja oss til — ekki einungis að bæta hið mista — heldur til að fara lengra, svo langt, að að ári liðnu eigum vér að hafa aukið Eim- skipafélagið svo, að það ráði yfir: tveimur millilandaskipum sem Gullfossi, einu — eða helzt tveim- ur — strandferðaskipum, og einu stóru vöruflutningaskipi, er sigli milli Ameríku og íslands og ann- arsstaðar eftir þörfum. Fyr má eigi leggja árar í bát. En ef þjóðin segir, að hún hafi ekki ráð á þessu, vil eg benda á ritgerð eftir skrifstofustjóra Indriða Einarsson í 1. og 2. bindi Nýju Iðunnar 2. árg., þar sem sýnt er með tölum, að ísland — latidið okkar — að ófriðnum oknum sennilega verður tiltölu- ega auðugasta land Norðurálf- unnar. Kaupmannaátétt Islands, sem mál þetta er einna skyldast, á að taka höndum saman við stjórn Eimskipafélagsins um söfnun hlutafjár, og það er tillaga mín, að nú sem fyrst verði haldinn svokailaður »Eimskipafélagsdag- ur«; öllum kaupskap lokað þann dag, en hver einasti verzlunar- maður á landinu hafi frí til þess að nota daginn til meðmæla og hlutafjársöfnunar félaginu til handa. Trúi eg eigi öðru en a5 hver einasti ærlegur, íslenzkur kaupsýslumaður sæi ekki eftir deginum, en notagildi eins slíks dags til söfnunar meiri en árs- vinna með blaðgreinum og skrif- legum áskorunum. Frekari grein fyrir »Eimskipa- félagsdeginum« á eigi að þurfa hér, enda ætla eg öðr. hvoru verzlunarmannáfélaginu í Reykja- vík framkvæmd málsins ef til- tækilegt þykir. Sem sagt ástæðulítið er »að gráta Björn bónda heldur söfn- um«. . . Þingeyri í desbr. 1916 Ólafur Proppé. Aths. Grein með sömu fyrir- sögn heflr alveg nýlega birzt í öðru blaði, en eins og sést á dag- setning þessarar greinar er fyrir- sögn hennar ekki tekin upp eftir fyrnefndri grein. Ritstj. Frá alþingi. LáiisstofMun fyrir land- búnaðinn. Gísli Sveinsson flutti svo lát- andi þingsályktunartillögur: Neðri deild Alþingis ályktar, að skora á landsstjórnina að athuga, hvort eigi sé tiltækilegt að koma á fót hið allra fyrsta lánsstofnun, er einvörðungu veitir hentug lán til ræktunarfyrirtækja og jarða- bóta, og ef svo reynist, að leggja þá fyrir næsta reglulegt þing frumvarp til laga um slíka láns- stofnun. Áður hafði Sig. Sigurðsson flutt mjög líka tillögu, en lét tillögu Gísla ganga fyrir, og var hún samþykt í einu hljóði í Neðrideild. Kaup á Eimskipi. Eftirfarandi frumvarp flytur sam- göngurnálanetnd neðri deildar. x. gr. Landsstjórnicni veitistheim- ild til þess að kaupa eimskip, alt að 8oo smálestir að stærð, sérstak- lega útbúið til vöruflutninga, og taka lán í því skyni, eftir þvi sem þöif krefur. 2. gr. Skipið skal haft til strand- feTÖa kring uro landið að minsta kosti 7—8 mánuði á ári, og til millilandaferða hinn tíma ársins, samkvæmt ferðaáætlun, er stjórnin semur eftir tilmælum alþingis. 3. gr. Öll útgjöld til útgerðar skipsins skal veita í fjárlögunum, enda renni allar tekjur þess í lands- sjóð. 4. gr. Landsstjórnin ræður far- stjórn skipsins. og annast farstjórnin ráðningu yfirmanna þess og útvegar afgreiðslumenn á þeim hcfnum, er skipið kemur á. j. gr. Landsstjórnin ákveður far- gjöld og farmgjöld eftir tillögum farstjórnar. 6. gr. Farstjórnin skal halda ná- kvæman reikning yfir öll útgjöld og allar tekjur skipsins og rita hana í bók, er landsstjórnin iöggildir til þess. Fyrir marzmánaðarlok ár hverl skal farstjórnin hafa sent landsstjórn- inni nákvæman reikning, með fylgi- skjölum, fyrir næstliðið almanaksár, og sýni hann glögglega allan fjárhag skipsútgerðarinnar. Reikningur þessi skal endurskoðaður á skrifstofu þeirri í stjórnarráðinu, er samgöngumálin heyra undir. Urskurðar landsstjórn- in reikninginn. 7. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar i stað. Astæðut. Vegna þess að eimskipa- félagið íslenzka hefir lýst yfir því, að það geti ekki tekið að sér strand- ferðir kring um landið á komandi ári, þá sér samvinnu samgöngumála- nefnd Alþingis ekki aðra úrkosti en að landið kaupi skip til strandferða. Styrkur til flóabáta. Samgöngumálanefnd Alþingis ber fram svo látandi þingsályktunartillögu: Alþingi ályktar, að heimila lands- stjórninni að veita hlutaðeigandi hér- uðum árið 1917 styrk til tveggja flóabáta, annars á Austfjörðum, en hins á Húnaflóa, alt að 20 þúsund krónum til hvors samkvæmt skil- yrðum gildandi fjárlaga. En reynist ómögulegt að fá bátana leigða, þá heimilast landsstjórninni einnig að veita héruðunum bráða- birgðalán með 5°/0 ársvöxtum til að kaupa slika báta, alt að 90 þúsund- um króna til hvors. Gert er ráð fyrir, að bátarnir séu ekki minni en 100 smálestir hvor. Bankastjórar og pólitík. Þeir Matt. ÓI., G. Sveinss., Þór. Jónss. og Bj. Stef. bera fram svo hljóðandi þingsályktunartillögu: Alþingi ályktar að skora á lands- stjórnina að hún við skipun banka- stjórnar Landsbanka Islands, setji þau skilyrði, að bankastjórarnir taki eigi opinberan þátt í stjórnmálum. Tímareikningslogiu. Bráðabirgðalög stjórnarinnar um flýtingu klukkunnar á vissum tímum árs, voru samþykt í fyrradag við 3. umr. í Efrideild og afgreidd til Neðrideildar. Brezku samningarnir. Við 3. umræðu heimildarlag- anna, sem gerð voru út af þeim, benti Bjarni Jónsson frá Vogi rækilega á, hversu mikil sjálf- stæðisviðurkenning fyrir íslenzku þjóðina lægi í sjálfum lögunum, frá konungs hálfu ®g Dana,Iog í framkvæmdinni frá hálfu Breta. Kemur þetta vel heim við alt það, sem ísafold hefir um þetta mál sagt. Launaborgun til starfs- manna landssjóðs. Bjarni Jónsson frá Vogi hefir flutt frumvarp um að reikna skuli kaup verkamanna landssjóðs i landaurum. Er frumvarpið á þessa leið: 1. gr. Svo er fyrir mælt í'lög- um þes8um, að starfsmönnum landssjóðs, þ. e. embættismönnum, skuli reikna kaup í landaurum frá 1. janúar 1917. 2. gr. Lög þessi skulu þó enga breyting á gera upphæð launanna, heldur skal reikna launin til land- aura, sem hér segir: Hagstofa íslands skal gera yfir- lit yfir laun allra starfsmanna landsins um 20 ára skeið fyrir 1914 eða frá því embættið eða starfið var stofnað, ef yngra er, talin í meðalálnum eftir verðlags- skrá hvers árs. Síðan skal taka meðaltal af hverri launaupphæð um sig talinni í álnum, sem fyr segir, og skal það meðaltal vera launaupphæð hvers starfsmanns, sem hún skal talin í landaurum. Því næst skal hagstofan gera verðlagsskrá fyrir árið 1916, 0g heimilt skal stjórnarráðinu, að taka skuli fleiri vörutegundir upp- í verðlagsskrána en verið hefir eða fella úr. Eftir þessari verð- lagsskrá skal reikna landaurakaup- starfsmanna landssjóðs til peninga og gjalda í mynt. 3. gr. Svo skal fara með æ síðan, að hagstofan geri verðlags- skrána og sé launin hvert ár greidd eftir verðlagsskrá undan- farins árs. 4. gr. Nú verða ákveðin laun nýrra starfsmanna eða breytt launum eldri starfsmanna og skulu þá launin ákveðin eftir i land- aurum. Ástæður fyrir frumvarpinu fær- ir flutningsmaður þessar: »Þarfir manna á sjálfsögðum lífsnauðsynjum breytast eigi frá ári til árs, en peningar breyta iðulega gildi og hafa ijú farið'' lækkandi um langt áraskeið. ÞvL er það nauðsynlegt að gjalda verkamönnum kaup með þeim hætti, að þeir eigi kost á að fá nokkurnveginn jafn-mikið af brýu- ustu nauðsynjum sínum á hverju> ári. — Réttast væri að alt kaup- gjald færi eftir ákvæðum þessara laga, þótt eg hafi að þessu sinni ekki tekið aðra verkamenn en þá, sem landssjóður geldur kaup«. Við fyrstu umræðu málsins i Neðrideild var allmikið talað fram og aftur um frumvarpið. Kom öllum saman um, að grundvöll- urinn í því væri í raun og veru réttur, en á hinn bóginn var á það bent af ýmsum þingmönnum að þetta væri svo umfangsmikið mál, að eigi beri að demba þvi inn á stutt aukaþing. Komu fram þrjár rökstuddar dagskrár um að' skora á landstjórnina að rann- saka málið og láta það síðan koma til þingsins kasta. En dagskrárn-- ar voru ýmist feldar eða teknar ar aftur og frv. loks vísað til allsherjarnefndar. ------—-------------- ^eykjaYlknr-aiiDálI. Sæsíminn hangir enn saman. Við- gerðarskipið er búist við, að komist á vettvang um miðjan janúar. Bilunin er 10 mílur norður af Færeyjum, á sama stað og í fyrra, en ekki 40 mílur mílur norður af eyjunum, eins og fyrst var haldið. Nýr vélbátur er nýkominn frá Danmörku, eign Péturs Olafssonar kon- súls, og heitir Patrekur. Farmgjaldshækkanir Sam. íélagsins'. sem auglýstar eru hér i blaðinu í dag eru mjög tilfinnanlegar. Mun það orka mjög tvímælis hvort félagið hefir' rótt til þess að ganga svo á gerðan> 10 ára saming frá 1909. Kemur þar til kasta hinnar nýju stjórnar. Skipafregn: Bisp fór vestur um haf í miðri viku.. Fari tók sór Egill Vilhjálmsson bif— reiðastjóri úr Hafnarfirði. Botnia kom til Khafnar. þ. 3. jan.. OulIfoaB kemur væntanleg að vestan á þriðjudag. Hjónaefni Ungfrú Elín Kjartans-- dóttir, prófasts í Hruna og Skúfl Ágústsson Birtingaholti.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.