Ísafold - 06.01.1917, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.01.1917, Blaðsíða 3
ISA FOL D 2 Messað á morgun í Fríkirkjunni í í Reykjavík bl. 2 síðrtegis. Síra Ól. Ól. — kl. 5 Sira Har. N. Verðlagsskráin nýja. 1. Hvernig hún á aö finnast. Á alþingi er lagafrumvarp á ferðinni, sem mætti nefna, frum- varpið um verðlagskrána nýju. Það fer fram á að gjalda embætt- ismönnum og sýslunarmönnum landssjóðs kaup þeirra eftir land- aurareikningi frá þessa árs byrjun og framvegis, en kaupið á að greiðast i peningum. Aðalhugmyndin i frumvarpinu er að hver verkamaður landssjóðs eigi að geta Keypt sömu lífsnauð- synjar og sömu lifsþægindi, sem þeir gátu veitt sér áður en alt steig svo mjög i verði, sem nú er orðið. Til þess að fá grundvöll undir breytinguna skal Hagstofan gera yfirlit yfir laun allra starfs- manna landsins siðustu 20 árin á’ undan 1914, eða frá því em- bættið eða starfið var stofnað. Hverjum launum skal síðan skift með meðalálnar verði í verðlags- skrá hvers árs til þess að fá út álna upphæð launanna hvers ein- staks árs. Alna talan öll áiin er síðan lögð saman, og henni skift með 20 ef starfið er svo gamalt, en annars með jafn mörgum ár- um og það hefir að baki sér, sé það yngra, og þá fæst út meðal- álnatal launanna, sem starfinu eru jög5. — Pví næst skal Hagstofan gera verðlagsskrá fyrir árið 1916 og er stjórnarráðinu heimilt að ákveða, að taka skuli fleiri vöru- tegundir upp í verðlagsskrána, en verið hefir, eða fella úr. Eftir þessari verðlagsskrá skal reikna landaurakaup starfsmanna til pen- inga og gjalda í mynt næsta ár (1917) og svo koll af kolli. Séu síðar ákveðin laun nýrra starfsmanna eða breytt eldri laun- um skulu þau ákveðin í landaurum. II. Andi allra launalaga er það, að maðurinn sem borgun- ina á að fá, geti aflað sér vissra nauðsynja og lífsþæginda, svo hann geti lifað eins og manneskju sæmir. Peningarnir eru aldrei annað en ávísun á þessar nauð- synjar eða þægindi. Enginn kla'ð- ir sig í peningana sjálfa, enginn getur borðað þá. Þeir eru að eins girnilegir vegna þess, sem fyrir þá fæst. 10 kr. í peningum voru um aldamótin meðal annarsávís un á 13 pd. af smjöri, nú eru þær ávísun á liðug 6 pd. Ef ungur prestur var að setja bú um alda- mótin síðustu og ætlaði að verja i/13 af árslaunum sínum (1300 kr) til að koma upp ám, þá voru 100 kr. ávísun á 6 ær í fardögum, liklegast 7. Nú fær hann út á sömu ávísunina 2 ær í fardögum og x/4 part úr þeirri þriðju. Svona dæmi má taka hvert á fætur öðru, sem sýna að gamla ávísunin á lífs- nauðsynjar og lífsþægindi er að eins tekin með mestu afföllum í daglega lífinu, og efnir alt annað en hún lofaði, þegar iaunalögin, sem nú gilda voru samÍD. Verðlagsskráin nýja leiðréttir þetta — ef hún verður lög — að eins að nokkru ieyti. Til þess að komast niður á fastan grundvöll á að taka 20 ára meðaltal af laun- unum og byggja hana þar ofan á. SJOMENN. Munið að þnrrasti bletturinu á sjo og landi er nndir olinfötunuin frá S/gur/óní. Einkasali fyrir Island fyrir (Towers fish brand) Smásala. OíílifÖf úCailésaía. eru mjúk, síerk, endingargóð. Homið og skoðið. OCýfiomió qfarmifiié úrvaí qf: Trawlstökkum. Kápur — Buxur — gult, svart, brúnt. — Hattar. Kaupirðu góðan f)tuf, þá mundu þvar þú feksf þann. Netav. Sigurj. Pjeturssonar. Hafnarstræti 16. Við það verður álnatalan í laun- unum lægri en vera ber. Frá 1900 til 1914 befir verðlagsskráralinin ávalt smá hækkað yfirleitt, svo alinin í embættislaununum fyr- ‘ir 1914 nækkar ávalt og ákveðin í álnum verða þau alt af lægri og læsri. Hverjar 100 kr. í em- bættislaununum 1898 voru hér um bil 200 al., hverjar 100 kr. í sömu laununum 1914-15 verða hér um bil 100 álnir, og í 20 ára meðaltalinu, sem allar síðari verð- lagsskrár ættu að byggjast á, yrðu þessar 200 al. frá 1898 ein- hversstaðar nálægt 175 álnum. Á launum, sem hafa færri ára meðaltal, eða eru ákveðin fyrir færri árum en 20, yrðu 100 kr. í laununum að lægri álnatölu 175. Hjá þvi mætti komast að miklu leyti með því að láta verð- lagsskrána vera reiknaða fyrir 30 ár án tillits til þess, hvenær em- bættið eða starfið væri stofnað. Eg hefi lesið einhversstaðar, að þegar launin fyrir landsstörfin væru svo há, að eitthvað gengi af — yrði lagt upp, með öðrum orðum, þvrfti slík verðlagsskrá ekki að ná til afgangsins.; það er án efa sprottið af þeim skoðunar- máta, að peningar séu gæði í sjálfum sér, en ekki ávísun á lífsnauðsynjar eða lífsþægindi. Afgangurinn á að vera hinn sami á lífsnauð8ynjum og þægindum hvert sem nafnverð þeirra er í peningum. Sá hluti á líka að reiknast eftir verðlagsskránni. Með þessari verðlagsskrá tapa starfsmenn landssjóðsins í hlut- falli við það, sem þeir einu sinni höfðu úr að spila, vegna þess, að 20—30 ára meðalálnatalið í laun- um þeirra verður ávalt lægra gjört upp fyrir 1914 en það var fyrir fullum 20—30 árum. En hvað er sá skaði móts við öll ókjörin, sem yfir það fólk hafa dunið síðari ár. Fjöldi af starfs- mönnum landssjóðs bíður þeirra ára aldrei bætur. Verðlagsskrár- frumvarpið er spörið í rétta átt- ina. Það er að halda launalög, en ekki að brjóta þau, eins og landlæknir skrifaði fyrir mánuði liðnum. Þá hækka launin í krónutali þegar lífsnauðsynjar stíga í verði, og lækka í krónu- tali þegar þær falla aftur í verði. III. Forgöngu, ekki sporgönguþjóð. Mín meining með slíkri verð- lagsskrá er að landsmenn verði í þessu tilliti forgönguþjóð ann- ara — þeir hafa verið það áður. Þeir gáfu öllum heiminum gott eftirdæmi með því.hvernig þeir lög- leiddu kristni. Þeir námu fyrstir allra siðaðra þjóða einvígi úrlögum. Þeir urðu fyrsta þjóðin í Evrópu sem gengu undir allsherjarfriðinn. Þeir voru fyrsta þjóðin í Evrópu, sem komu á — naeð samþykki konungs síns — algerðum bann- lögum hjá sér. í öll þessi skifti hafa þeir vikið út af brautinni, sem þeir höfðu gengíð áður. Ef þeir tækju upp verðlagsskrána um að reikna kaup starfsmanna landsjóðsins eftir landaurum, sem nú liggur fyrir alþingi, yrðuþeir að öllum líkindum forgönguþjóð með því að ganga aftur inn á braut, sem þeir hafa farið mest- an hlutan hluta þess tíma, sem landið hefir verið bygt. Indr. Einarsson. •.... '■ Kappsundið á nýársdag 1917 og óstundvisin. Eg hafði aldrei séð »nýárssund- ið«; hlakkaði því til, er eg sá það auglýst í dagblöðunum. Eg hefi jafnan liaft gaman af iþrótt um, og tekið nokkuifi þátt í þeim áður fyr, þó ekki sé eg nú fær til þess lengur. Mér hefir jafnan skilist svo, sem hverskonar lík- amsæfingar, reknar af kunnáttu og hóflegu kappi, sem lífsskilyrði fyrir likamsþroska og — andleg- Jegum þroska — hverrar þjóðar. Já, eg hlakkaði til eins og barn, en er þó kominn nær sjötugu, hugði gott til að sjá ungu íslend- ingana 10 varpa sér í sjóinn um hávetur og þreyta með sér sund- ið, þessa fögru, karlmannlegu íþrótt. Og eg skal ekki neita því, að þessar mínútur, sem »sundið« stóð yfir, leið mér vel. Það fór notalegur ylur, líkt og mjúkur rafmagnsstraumur, um skrokkinn á mér. Mér hljóp kapp í kinn, og óskaði þess heitt með sjálfum mér, að eg hefði verið þess megn- ugur að synda, í félagi við hina ungu landa mina, inn ínýjaárið, Hafi þeir þökk fyrir »sundið«, jafnt hinn síðasti sem hinn fyrsti, Tilraunin er ætíð lofsverð, ef áhugi fylgir. En ekki get eg sagt, að eg hafi verið allskostar ánægður með stundvísi þeirra, er fyrir kapp- sundinu stóðu. Hún mátti betra vera. Ef eg man rétt var kapp- sundið auglýst í blöðunum kl. 10 árdegis. En klukkan var áreið- anlega 2 eða 3 mínútur yfir lt, er fyrstu sundmennirnir vörpuðu sér i sjóinn. Svo sem vænta má þar sem nokkur áhugi er vakn- aður fyrir iþróttum, var fjöldi fólks kominn að sundstaðaum kl. 10. Var því hávaði manna búinn að norpa á klökugum bryggjunum og strandræmunni í 3 stundarfjórðunga áður en sund- ið skyldi hefjast. En þá höfðu og allir rétt til að vænta þess, að sundið hæfist. Því var þó ekki að heilsa; enn varð allur mann- grúinn að bíða í 16 til 17 mín. Jafn göfugri skemtan á sjálfan nýársdaginn má ekki spilla með neinni óstundvlsi. Athugandi er og, að fleiri eru fullhraustir menn en það, sem fýsir að horfa á sundið. Meðal áhorfenda eru full- tíðamenn og börn, gamalmenni, konur og karlar, sumt veikbygt fólk, sem ef að líkindum ræður, hefir notið lítils svefns sjálfa ný- ársnóttina. Er því síður en svo ólíklegt, að fleiri eða færri kunni að bíða heilsutjón af þessari bann- settu óstundvísi, sem virðist í flestum greinum vera landlæg með oss Islendingum og er í eðli sínu jafn leið og ljót sem erfða- syndin. Hvenær losnum vér við þenna vágest yfirleitt? Hinsvegar er það meira en lít- ið gleðiefni, að sjá kapp almenn- ings um það að fá að horfa á nýárssundið. Sú sjón mun vekja hugmóð í hjarta margs áhorfandi æskumanns. Þrjár bryggjur, öll strandlengjan á bak við, öll eystri brún uppfyllingarinnar, alt þetta svæði var alskipað áhorfendum. Auk þess voru nokkrir bátar með áhorfendum á floti, og nokkuð af æskulýðnum kleif upp á húsþökin, er í nánd voru. Sízt vildi eg með línum þessum styggja hina ágætu íþróttamenn vora, svo sem Sigurjón kaupm. Pétursson og hans líka. Eg veit altof vel, hve mikið og margt þeir hafa lagt í sölurnar fyrir íþróttalíf Reykjavíkur og alls landsins, bæði með því að temja sjálfa sig og ryðja íþróttunum braut út til annara. Eru nú ekki þessir áhugamiklu íþróttamenn vorir samdóma mér um það, að mál sé tilkomið, að ganga algerlega milli bols og höf- uðs á óstundvísinni fyrst og fremst að því er kemur til íþrótta- móta. Munu þeir ekki líta svo á, sem engum standi nær að gangast fyrir þessu, en þeim, er sjálfir stunda snarræði í hugsun og hreif- ingum! Sumir kunna að lita svo á, að í þessu tilfelli sé óstundvísin svo lítilfjörleg að ekki sé orð á ger- andi, en eg hygg, að rétt á litið, sé engin óstundvísi lítilfjörleg. Sígurður Gunnarsson. -----O O—---------- Um beit. Sú gamla góða venja að moka ofan a>f fyrir fé er nú víðastlögð niður og er það illa farið. Eg er viss um það að oft þegar fullorðnu fé er gefið alveg inni, mætti láta það fá hálfa gjöfina úti ef mokað væri ofan af fyrir það. Frekast er ástæða til þess að moka ofan af þegar hagleysu ger- ir á haustin og snemma vetrar því að þá er jörðin svo góð undir snjónum. Einnig fer þetta eftir gróðrarlaginu á hverjum stað. Þar sem loðlent er, viður og lyng og grasmiklar mýrar er bezt að moka ofan af og þá mest upp úr því að hafa. Bæði er þá hægra að losa um snjóinn, fénu gengur betur á svona jarðlagi að færa út krafstrana og svo er þetta gróðrarlag betra til beitar heldur en þar sem sneggra er. Þarsem snögglent er, gisið stargresi eða vallendi er ekki eins hægt að koma þessu við, einkum þegar snjórinn er mikill, fénu gengur þá ver að krafsa og nær minnu. Og þegar líður á veturinn er mjög létt til beitar á jörð með þessu gróðurlagi, einkum þegar snjólétt hefir verið framan af vetri. En í fám orðum sagt: þá má moka ofan af allan veturinn þar sem loðlent er og framan af vetri þar sem er snögglent. Að ví8u getur fönnin orðið svo mikil að varla sé vinnandi vegur að moka ofan af, en það er þó sjaldan. Oft vill það til að hag- laust er á göðu beitlandi vegna þess að komið hefir lítil þíða, fros- ið strax aftur, en skelin á snjón- um þá svo hörð, að féð vinnur ekki á henni. Þannig mun vera ástatt nú i mörgum sveitum hér sunnanlands, og það sem fjármennirn eiga að gera er það að fylgja fénu út, hafa með sér klórur og rekur og brjóta ofan af hnjótum út um hagann, svo að féð nái niðri. Með því móti má á mörgum jörðum láta fullorðið fé hafa hálfa gjöf úti að minsta kosti. Eg veit þau dæmi úr Þingeyjarsýslu að fé hef- ir fengið fylli sina úti þótt það næð' ekki annarsstaðar til jarðar en þar sem mokað var ofan af fyrir það, og verið þó vel haldið. Á bæ þar sem eru t. d. 300 kindur fullorðnar og þær eru látn- ar ná sér í hálfa gjöf úti með því að moka ofan af fyrir þær, sparast það af heyi á dag er sam- svarar 150 kg. af góðu útheyi. Hversu mikið mundi þá sparast á 1—2—3 vikum o. s. frv.? Og hversu mikið mundi þá sparast í heilum sveitum á jafn löngutn tíma eða í mörgum sveitum að samanlögðu? Það getur sparað marga tugi þúsunda króna virði í heyi og það getur líka komið í veg fyrir vanhöld á fénu þegar vorar. Takið þetta til athugunar og framkvæmda bændur góðir og fjármenn, lesið bækur þær sem til eru um fóðrun og hirðingu fjár- ins og bezt er halda sér við efnið, 5. janúaí 1917 Jón H, Þorbergsson, 1'-' I «iöfrSSTII

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.