Ísafold - 13.01.1917, Page 4
4
ISAFOLD
Tilmæli.
Árið 1907 og síðar lánaði Landsban.ti íslands »Kaupfélaginu Ingólfi* á Stokkseyri og Eyrarbakka tryggmgarlaust með öllu í fyrstu, en síðar gegn tryggingu í eign, sem »Kaup-
félagiö Ingólfur« átti ekkert í, stórar fjárhæðir. Þá voru gæzlustjórar bankans hr. Kristján jónsson yfirdómari og hr. Eirtkur Briem, sem er það enn.
Eftir lát Ólafs heitins Arnasonar kaupm. á Stokkseyri, framkvæmdastjóra »Kaupfélagsins Ingólfur*, var ómögulegt annað að sjá, ea að settur hefði verið út heill her, sem með
samvinnu sinni reyndi að halda þessum leik áfram og ná eignum bús okkar Ólafs heit., er aldrei hafði verið skift, og eignir þess aldrei verið seldar neinum, smbr. réttarskjal nr. 10
lagt fram f skiftarétti Arnessýslu 7. marz 1916, ásamt réttarskjölum nr. n og 12, lögð fram á sama tíma og stað. Voru til þess höfð mörg brögð að greipa yfir eignir búsins, en
þar sem margir stjórna sama máli, fer sjaldan nema á einn veg, og leiddi þetta að eins til þess að skýra mál mitt enn betur. í skilnaðarskjölum okkar hjóna að borði og sæng, er
svo ikveðið, að skuldir þær, er maðurinn (minn) hafi stofnað og fram kunni að koma siðar, skuli vera mér óviðkomandi (sjá skilnaðarskjöl að borði og sæng). Ég vil þvl ekki fara
að bera tjón fyrir óhyggni bankans, er mér ekki ber það, og tel mér óskylt að borga fyrir ráðlag »Kaupfélagsins Ingólfurt, því eg átti eoga sök á þvl, sem fram fór. Það er reynt
að hrekja aðstöðu mina til búsins, og er nú mál mitt komið fyrir landsyfirdóm íslands.
í landsyfirdómi íslands sitja 3 velmetnir menn, eru það hr. Kristjáu Jónsson (fyrverandi gæzlustjóri Landsbankans, 1907), hr. Eggert Briem og hr. Halldór Daníelsson fyrv.
bæjarfógeti.
Hr. Eggert Briem yfirdómari er bróðir hr. Eiríks Briems gæzlustjóra Landsbankans (er var gæzlustjóri Landsbankans 1907 og síðar er Ingólfs lánin voru tekin út á eignir okkar
hjóna af »Ingólfi« (sölulaust og heimilda). Þannig á þá bróðir annars af gæzlustjórum Landsbankans að vera dómari í máli mínu um það hvort eg skuli ná rétti mínum og næstum
aleigu, og aunar gæzlustjóra frá Landsbankanum (frá þeim t(ma), sjálfur hr. Kristján Jónsson yfirdómari, að dæma sama sem eigið mál gegn mér.
Herra Halldór Daníelsson, þriðji maðurinn í yfirdóminum, veit eg ekki annað en sé óháður.
Auk þess sem hr. yfirdómari Eggert Briem er bróðir gæzlustjóra Eiríks Briems, er hann bróðir hr. Sigurðar Briems, sem er 3ja aðalpersónan í hinum gruggugu svokölluðu
»Port Reykjavik« »svindlerium«, er koma búi okkar Ólafs heitins mikið við, og 'sem eg þekki og veit full grein á nú orðið. Má af þessu marka, að hr. yfirdómari Eggert Briem er
bundinn í báða skó, þó hann sé ekki þektur að neinu misjöfnu.
Eg vil sem áður ávikið ekki bíða tjón fyrir vanhyggju bankanna, að lána »Kaupfél. Ingólfur* tryggingarlaust, eða gegn tryggingu i eign, er það ekki átti löglega (eignir okkar
hjóna) og mér finst næsta óviðkunnanlegt, að þeir menn sem ýmist eru venzlaðir eða sem hér hafa haft talsverða ábyrgð á yfirsjón þeirri er orðið hefir, séu nú dómarar i þessum
aðgerðum. Eg vil því mælast til, að 2/g hins háa Landsyfirdóms íslands viki sæti í þessu máli (um aðstöðu mína til bús Ólafs heit. Árnasonar) og í staðinn komi algerlega óháðir
menn, en hr. Halldór Daníelsson yfirdómari sitji áfram dóminn i þessu máli.
Eg hefi fyrst nýlega ritað um þetta, og eg hefi snúið mér til hins háa stjórnarráðs i þessu máli, en verið svarað þvi, að það gæti ekki að gert, þar eð það væri dómaranna
sjálfra að ákveða hvort þeir skyldu víkja sæti; eg hefi um leið skrifað hinum velvirtu yfirdómurum 2, um leið og eg skrifaði stjórnarráðinu um þetta mál, og tjáð þeim ósk mina;
fekk eg þá ekkert svar frá þeim, eg hefi þá snúið mér til þeirra persónulega, með beiðni mína; brást annar reiður við, en hinn færðist undan.
Það er því ekki hægt að sjá, hvort ætlast er til að eg missi aleigu mina, eða að bankarnir og gæzlustjórar þeirra beri ábyrgð gerða sinna og óvarfærni, en ekki alsaklaust
kvenfólk af þessu.
Það eru því enn tilmæli mín og áskorun, að hiniir velmetnu dómarar ryðji landsyfirdóm íslands í máli mínu, samkvæmt áskorun minni.
Reykjavík 8. desember 1916.
Virðingarfylst.
TTlargrét ftrnason.
Uvc«f‘ool
opnar í dag nýjan útsölustað í Liverpool, Yesturgötu 3
inngangur á horninu.
Þar fást allar vörur til útgerðar b&eði fyrir vélbáta og trawlara og alt
sem s j ó m e n n þnrfa með.
SJÓMENN.
Mnnið að þurrasti bletturinn á sjð
og landi er nndir olínfötnnnm frá
' Sigurjóni.
Einkasali fyrir Island fyrir Towers fish brand
Heildsala
Otíuföt
Smásala.
eru mjúk, sterk, encfingargcð. Jiomið og skoðið.
Til dæmis enskur og norskur
S.jótatnaöur,
Manilla,
Vírmanilla,
Skipsmannsgarn,
Tjðrutó,
Fiskilínur,
öngultaumar,
önglar,
Lóðarbelgir,
Síldarnet,
Enskur og ameriskur segldúkur,
Patent seglhringir,
Fiskihnífar,
Stálvírar frá x”—2®/4,
Fótreipi,
Benslavír,
Blakkir allsk.,
Logg og Logglinur,
Þokuhorn,
Hliðar-, topp-, Akkersljós,
Vantspennur,
Áttavitar,
V élapaknin gar,
Smurningsolía,
Lampaolía,
Málning og Lakk mikið úrval,
Nálar, Nálafeiti,
Saumagarn,
Fiskburstar
og allskonar smávörnr til skipa.
cTíýRomié afarmifiié úrval af:
Trawlstökkum.
Kápur — Buxur — Hattar — (gult, svart, brúnt.)
Haupirðu góðan t)tut, bá mundu t)var þú fekst tjann.
Netav. Sigurj. Pjeturssonar.
Hafnarstræti 16.
Munið eftir að Liverpools tr aw In e tin eru fengsælust, bezi og dbyggilegust.
Sjómenní
Við höfum
Færeyjapeysur, Trollbuxur, Slitföt, Ullarteppi þykk, hlý.
Slitfatatau.
Amerísk nærföt á 4.80 settið.
Areiðanlega ódýrast i bænum og fleira nauðsynlegt á sjóinn.
Ttusturstræti 1
fisg. G. Gunntaugsson, & Co.
Westminster
cigarettur eru þektar um allan heim,
Westminster
cigarettur fást af mörgum tegundum,
hjá kaupmönnum um alt land.
Biðjið um
JVestminster
þvi það eru cigarettur sem allir lofa
og mest eru reyktar hér á landi.
Reynslan er sannleikur.
Olíufötin
frá okkur hafa nú fengið 9 ára reynslu hér og allir þeir sem reynt
hafa þau lúka lofsorði á þau; óþektar tegundir höfum við ekki viljað
taka i stað þeirra r e y n d u, þvi reynslan er sannleikur.
Undir oliufötunum okkar verðið þið þurrir.
Austurstræti 1.
Ásg. G. Gunnlaugsson & Co.
cBezfa augíýsingaBíaéið cr c7safoíó.