Ísafold - 24.01.1917, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.01.1917, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar ‘ i viiiu. 'Verðárg. 5 kr., erlendis 7J/2 \ kr. eða 2 dollar-bGrg- 1 lst fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. i* Lausasala 5 a. eint 9----------------------- XLIV. árg. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Ólafur Björnssun. Talsimi nr. 433. Reyk avik, miðvikudaginn 24. janúar 1917. Uppsögn (skrifl. buadln viö áramót, er óglld nema kom- in sé tll útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi sknld- laus viö blaöiö. 7. tölublað JTluttið að augíýsa t Bæjarskrá H. víkur NORÐURLJÓSIÐ, sem er án nokkurs efa VINSÆLASTA, ÓDÝRASTA og ÚTBREIDDASTA heimilisblað landsins, byrjar nýjan árgang í janúarmánuði, (4. árg.). í þessum árg. verður: .FERÐASAGA frá ÓFRIÐARLÖNDUM*; ágaet saga: iRÆNINGJABÆLIÐ*; og framhald af »HEIMILISLÆKNINGUM«, sem hafa reynst mörgum happasælar og öllum heimilum væri gott að eiga sem hauk i horni; og margt annað fróð- legt og gagnlegt, góðar myndir, o. fl. o. fl. Vegna hinnar miklu útbreiðslu blaðsins, er áskrifanda- gjaldið a ð e i n s 60 au. (borgað fyrirfram) og er árgang- urinn 96 bls. i stóru broti. Sendið pöntun yðar tafarlaust til útgefanda »Norðurljóssins«, Akureyri. r >Reynslan er sannleiknr* sagöi >Repp« eg iþótti aó yitrari maOur. Reynsla alheims hefir • dsamt Fordbila aö vera bezta allra bila, og alheims dóm veróur ekki hnekt. Af Ford- Tbílum eru fleiri á ferð í heiminum en af öll- um öðrum biltegundum samanlagt. Hvad sannar þaö? Það sannar það. Fordblllinn »er beztur allra bila enda hefir hann unnið sér öndveigissæti meðal allra Bila, hjá öllum þjóðum, og hlotið heiðursnafnið Y eraldarvagn. Fást að eins hjá undirrituðum sem einnig selur hinar heimsfrægu DUNLOP DEKK og íSL0NGUR íyrir allar tegundir bila. P. Stefónsson, Lækjartorgi 1, jAlþýðufél/bókasafn Templaras. 8 kl. 7—9 bargarstjóraskrifst. opin dagl. 10—12 og 1-8 Bsejarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—B Bæjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 10—12 og 1—6 físlandsbanki o.pion 10—4. fifi-F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 aiöd. Alm. fundir fid. og sd. 8*/* siðd. Hjandakotskirkja. Gtuðsþj. 9 og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. ILandsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12. >Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—8 iLandBbúnaöarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 JLan dsfóhirðir 10—2 og 5—6. íLandsskialasafnið hvern virkan dag kl. 12—2 Landssíminn opinn daglangt (6—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Hiistasafnið (lokað fyrst um sinnj NAttúrugripasafnið opið l1/*—2*/a á sunnnd. IPósthúsiD opið virka d. 9—7, sunnud. 9—1. ’Samábyrgð Islands kl. 1—6. fStjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. ’Talsimi Reykjavíkur Pósth.8 opinn 8—12. Yifilstaðahælið. Ileimsóknartími 12—1 IÞjóðmenj&safnið opið sd., þrd. og fid. 12—2 Ekki skal gráta Goðafoss heldur safna liði. Aths. Eftirfarandi kjarnyrða og hvatningar grein, með þessari fyrirsögn, hefir síra Sigurður í Vigrur sent ísafold. fir þetta bríðja greinin, sem á prenti birt- ist með sömu fyrirsögninni — og vita höfundar alls ekki hver af öðrum, er þeir rita greinar sinar. Þetta gefur góðar vonir um, að yfirleitt muni góðir menn í landinu hafa hugsað sjálfstætt — á sömu lund, þessi ódauðlegu orð ulafar ríku hafa snortið þá al- ment, er ólánið með Goðafoss bar að höndum. Ritstj. Hörmulegra óhapp gat naum- ast hent íslenzku þjóðina á þess- um tímum en Goðafoss-strandið. Miklu hörmulegra en þótt hon- um hefði verið sökt í sjávardjúpið, við því mátti búast á þessum skelfinga tímum. Enginn láir ísienzku þjóðinni, þótt hún rifi klæði sín og settist i sekk og ösku við þessa harma- fregn. En hitt má lá henni, ef hún flitur þar lengi með æðrum og óbænum yfir þeim, sem hún telur mestu valda um þetta þjóðarslys. Þegar Ólöf ríka á Skarði frétti fall bónda síns i Rifi fyrir Eng- lendingum, varð henni þetta eitt fyrst að orði: »Ekki skal gráta Björn bónda, heldur safna liði«. Sár hefir henni sjálfsagt verið missirinn, en hún var kjarkkona og göfugkvendi og lét ekki sitja við orðin ein. » Ekki skal gráta Goðafoss, held- ur safna Jiðí« á íslenzka þjóðin nú líka að segja og heldur ekki láta sitja við orðin ein. Safna liði, fylkja sér í þétta og fjölmenna. fylking til að fylla skarðið. Það er að vísu stórt í litlu sam- göngutækin vor á þessum tímum. En stærra skarð höggvum vér sjálfir i þjóðarmetnað •'vorn og þjóðarsæmd, ef vér blinum að- gerðalausir á flakið af Fossinum þarna á Straumnesinu. Því sárara sem oss þótti að missa þetta óskabarn vort, því ljúfara ætti oss að vera að eign- ast annað sem allra fyrst í þess stað, fylla skarðið. Vér getum það ekki eins og nú stendur, heyri eg suma segja. Má vel vera að örðugt sé að fá skip nú þegar, en vér getum nú þegar búið oss í leiðangurinn með því að safna fé. Vér getum það heldur ekkí, segir einhver. Það má enginn íslendingur láta til sín heyra. Það er hugleysis æðrun og úr- tölur kjarklausra aukvisa. Ætli vér vorkendum manni, sem á 120 miljónir kr. í löndum og lausum aurum að kaupa sér bát þótt hann kostaði alt að einni miljón króna, en ætti því nær vísan stórgróða af kaupunum. Eg held ekki. Eign íslenzku þjóðarinnar er um þessar mundir um 116 milj. kr. að frádregnum skuldum eftir reikningi fróðs manns um þá hluti1). Einstakir menn meðal íslenzku þjóðarinnar er víla ekki fyrir sér að leggja hundruð þúsunda króna í arðvænleg fyrirtæki, þó með allmikilli áhættu sé og þótt þeir verði að gera það með lánsfé. Oss þykir vænt um þessa menn og lofum þá að makleikum fyrir áræði þeirra og dugnað. Það er þeim að þakka að um 20 íslenzkir botnvörpungar, hver sjálfsagt nú 200,000 kr. virði, fljóta fyrir landi voru, auk um 30 mótorskipa og 400 minni mótorbáta. Og þennan flota höf- um vér eignast á fáum árum. Á þá öll þjóðin að velkja það lengi fyrir sér að ráðast í að fylla skarðið fyrir Goðafoss með nýjum bát, þótt hann kosti segj- um alt að miljón, til að bæta úr *) Indriði Einarsson: Þjóðar- eignin, «Skírnir« 1916 bls. 413. bráðri lífsnauðsyn sinni á aukn- um flutningatækjum og það með minni ábættu og eins mikilli arðs- von fyrir einstaklinga þjóðfélags- ins, sem leggur offjár í sjávarút- veginn. Það má ekki heyrast. Þvi meiri sem liðsafnaðurinn er meðal þjóðarinnar til að hrinda þessu lífsnauðsynjamáli hennar áfram með sameiginlegri fjársöfn- un, því minni er áhættan fyrir hvern einstakan liðsmann. Hér veltur aðeins á þvi að vilja, vilja sýna manndóm, vilja sýna rækt við Eimskipafélagið sem hold af voru holdi og bein af vorum beinum, rækt við landið sitt, rækt við þjóðina sína. Vér megum ekki láta oss vaxa það í augum, þótt heill her af örðugleikum umkringi oss nú eins og aðrar þjóðir á þessum vand- ræða tímum í heiminum. Gegnum þá herfylking eigum vér að ryðjast með sameinuðum kröftum. Það kostar oss miklu meira að láta hugfallast og halda að oss höndum í þessu máli en sýna hug og dug. Þær skifta víst hundiuðum þús- unda krónurnar, sem vér óbein- líni8 höfura grætt á Fossunum þenna stutta tíma, sem þeir voru i förum. Eigum vér að láta þann gróða ganga oss úr greipum framvegis með hugleysi og aðgerðaleysi. Og það eftirmæli lætur Goða- foss eftir sig að hafa bjargað Norðurlandi frá hungri og harð- rétti, þegar hafísinn lokaði því fyrir öllum öðrum skipum vorið 1915. Og af hverju? Af þvi að vér áttum hann sjálfir. Þetta ættu Norðlendingar að muna, þetta ætti öll þjóðin að muna. Nú er spurningin, eigum vér að skríða aftur undir vernd- arvæng erlendra gróðafélaga, eða reyna að standa á eigin fótum í samgöngumálum vorum, þrátt fyrir þetta slys? Eg heyri sagt, að framkvæmd- arstjóri Eimskipafélagsins sé far- inn til útlanda til að leiía fyrir sér um útvegun á skipi og að félagsstjórnin ætli að bjóða út nýtthlutafé alt að 600,000 króna. Hafi hún sæl gert. Söfnum liði og leggjum pen- ingana á borðið í hamingjuunar nafni. Nauðsyn vor heimtar það, þjóðarsæmd vor heimtar það. Vér getum það, ef vér viljum. Nefni eg þar fyrsta til kaup- mannastétt vora, þá útvegsmenn- ina, sem undanfarin ár hafa grætt offjár á útveg sínum, þá bændur og búalið, vinnuhjú og lausamenn, sveitafélög og sýslufélög. Allir eiga að leggja í þessa guðskistu. »Margar hendur vinna létt verk«, og guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur. Vigur á gamlaársdag 1916. Sigurður Stefánsson. t Olafor Hannesson Johnsen f. yfirkennari í Odense. Hann andaðist 1 Kaupmannahöfn 14. desembr. 1916, tæplega áttræð- ur að aldri. Hann var fæddur hér í Reykjavík 24. febrúar 1837, og var sonur Hannesar kaupmanns Johnsen og konu hans Sigríðar Kristínar Hansen. Hannes var son- ur Steingríms biskups Jónssonar og Valgerðar Jónsdóttur sýslumanns á Móeiðarhvoli, og eru þær ættir al- kunnar. Valgerður hafði fyr átt Hannes biskup Finnsson, og bar Hannes kaupmaður nafn hans; var hann því hálfbróðir Jóns héraðsfó- geta Finsen, föður Hilmars lands- höfðingja, Ólafs yfirdómara föður Vilhjálms hæstaréttardómara og þeirra syskina, og Þórunnar konu Bjarna amtmanns og konferenz- ráðs Thorsteinsson. Sigríður móðir Ólafs var dóttir Simonar kaupmanns Hansen i Reykjavík og Kristínat Stefánsdóttur systur Guð- brandar smiðs nafnkunns, föður Guðrúnar, konu Teits dýralæknis Finnbogasonar. Faðir Símonar var Henrik Hansen verzlunarstjóri í Keflavik og víðar, en móðir hans Sigriður eldri frá Göthúsum i Reykjavík, Sigurðardóttir og Hlað- gerðar Guðmundsdóttur, en Sigurður var Erlendsson, Brandssonar lög- réttumansn í Bygggarði Bjarnhéðins- sonar. Kona Erlendar, er bjó í Reykjavík var Sesselja Tómasdóttir frá Arnarhóli Bergsteinssonar og Guðrúnar Símonardóttur, sem vafa- laust, var dóttir Símonar Árnasonar og Helgu Gunnarsdóttur er bjuggu í Hllðarhúsum og Eflersey á siðari hlut seytjándu aldar. Er þetta ein af el/tu reykvískum ættum. Ólafur kom í Reykjavíkurskóla 1850 og var úískrifaður þaðan 1856 með 2. einkunn (78 st., skorti eitt stig á fyrstu eiukunn), sigldi sam- sumars til háskólans, og tók þar próf i heimspeki 18. júní 1857 með 1. eink., en embættispróf í klassiskri málfræði tók hann 24. júni 1862 með 2. eink. Varð tímakennari við lærða skólaon í Odense 1SÚ4, fastur kennari 1866 og yfirkennari 1890, en fékk lausn frá embætti 23 apr.l 1903, en bjó eftir það í Odensp. Hann kvongaðist 28. desbr. i8e6 Önnu Lucinde Tærgesen f. fReykja- vík (10. marz 1840. Voru foreldnr hennar R. P. Tærgesen kaupmaður í Reykjavík og fyrri kona har.s Johanne Cathrine Wedel. — Síðari kona Tærgesen var Anna Maiía dóttir Johan Peter Hansen bróður Símonar Hansen, er fyr var nefndur, og var þeirra dóttir Inger Margrethe konu Simonar konsúls Johnsen •j-1884, bróður Ólafs; þau hjón því þrímenningar — þau Olafur Johnsen og kona hans eignuðust tvö böm Hannes kaptein í landhernum og Sigriði Kristínu konu P. O. A. Andersen Statsgældsdireklörs og cins helzta fjármálamanns Dana.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.