Ísafold - 03.03.1917, Síða 1

Ísafold - 03.03.1917, Síða 1
Kemur út tvisvar í viku. VerSárg. 5 kr., erlendis 7% kr. éba 2 dollarjborg Ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint XLIV. árg. Reykjavík, laugardaginn 3. marz 1917 Uppsögn (skrifl. buacUn vi5 áramót, er óglld nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld laus viö blaSiS. 17. tölublað *Reynslao er Bannleikur« sagði »Repp« eg þótti að vitrari maður. Reynsla alheims hefir dæmt Fordbíla að vera bezta allra bila og alheims dóm verður ekki hnekt. Af Ford- bilum eru fleiri á feið í heiminum en af öll- um öðrum bíltegundum samanlagt. Hvað sannar það? í»að sannar það. Fordbillinn er beztur allra bíla enda hefir hann unnið sér Öndveigis8œti meðal allra Blla, hjá öllum þjóðum, og hlotið lieiðursnafnið V eraldarvagn. Fást að eins hjá undirrituðum sem eiunig selur hinar heimsfrægu DIJNLOP DEKK. og SL0NGUR íyrir allar tegundir bila. P. Stefánsson, Lækjartorgi 1, -AlþýðufóLbókasafn Templaraa. 8 kL 7—8 Lorgaratjóraskrifst. opin dagl. 10»12 og 1 —8 Baajarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—B B»iargjaldkerinu. Lauíásv. 5 kl. 10—12 og 1—B lalandsbanki opinn 10—4. K.F.TJ.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd,—10 míðd, Alm. fundir fid. og sd. 8*/a síðd, Lahdakotskirkja. Guðsþj. 9 og 8 á helg^m Landakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1. Iiandsbankinn 10—3. Bankastj. 10—12. Landsbókasafn 12—8 og B—8. tJtlán 1—8 Landabúnaðarfélagsskrifstofan opin frá 12—8 Landsfóhirðir 10—2 og 5—6. Landashjalasnfnið hvern virkan dag kl. 12—2 Landssimmn opinn daglangt (8—9) virka dago helga daga 10—12 og 4—7. jListasafnið (lokað fyrst um sinnj Háttúrugripasafnið opið l1/*—5áx/» á sunnncL Pósthúsið opið virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Bamábyrgð Islands kl. 1—B. Stjórnarráðsskriffttofarnar opnar 10—4 dagl Talsimi Reykjavikur Pósth.8 opinn 8—12. Flfilstaðahælið. Heimsóknartimi 12—1 jÞjóðmenjasafnfð opið sd., þrd. og fid. 12—2 Sendiförin til Lundúna. Vöru-verðlagiö. Þeir komu heim, »sendiherr- a,rnir< svonefndir, 4 talsins, með hrezku skipi á fimtudag, ásamt Cable ræðÍBmanni. Árangurinn af íör þeirra Bézt á vöru-verðlaginu, sem hér birt- ist á eftir og vér hyggjum, að muni rótt vera. Mundi í s a f o 1 d ekki birta það nú, ef eigi hefði blað fjármálaráðherrans rokið til i gær og sent út fregnmiða um það með lofgjörð um ágæti þess lyrir oss, í óþökk flestra, sem við þetta mál eru riðnir, og að vér vonum í lengstu lög i óleyfi hr. B. Kr. Það er ísafold fjarri, að áfell- _ast hið minsta »sendiherrana« fyrir það, þótt árangurimi af samninga- starfi þeirra sé ekki betri fyrir oss en raun ber vitni, þar sem framleiðslukostnaðaraukinn frá því í fyrra er áreiðanlega méiri en verðhækkunin ,4 vörunum. ísafold veit, að þeir hafa gert sitt bezta og með engu mdti komist lengra við Bretann. Vöru-verðlagið hið nýja mun vera sem hér segir: Saltfiskur þur hækkar í ^verði um 25—30% frá því, sem gefið var fyrir hann í fyrra. Blautfiskur, sem legið hefir í salti minst 14 daga, verð- ur keyptur þessu verði, að því sem vér höfum komist næst: Stór Það tilkynnist vinum og vandamönnum að okkar elskulegi faðir, Steingrímur Jóns- son, Tjorn á Miðnesi, andaðist 27. febr. Böm hins látna. fiskur á 52 au., netfiskur 46 au., smáfiskur 41 au., ýsa 39 au., upsi 34 au., keila 36 au., langa 52 au. — alt reiknað í kílóum (tví- pundum). Kjöt: 120 kr. tunnan, U11: Hvít vorull 3 kr. kílóið og lakari tegundir með tiltölulega lægra verði. L ý s i: Svipað verð og í fyrra. — Meðalalýsi hrátt þó 30—40 kr. lægra verð fyrir tunnu. Sild: Verðið á henni mun ekki fastákveðið. Tvær leiðir munu standa til boða um ákvörð- un á verði hennar og vafalaust gerð úrslita-ákvörðun af stjórnar- innar hálfu innan skamms, hver leiðin skuli valin. Síldarmjöl hækkar um 2 kr. 100 kg. F i s k i m j ö 1 hækkar um 2 kr. 100 kg. G æ r u r hækka um 2 krónur fyrir vöndul (8 kg.). Verðið á öðrum vörutegundum mun ekki varða almenning svo miklu og er því slept að minnast á það. ,Batnandi manni er bezt að lifa1. »Landið« sendi í gær út fregn- miða um árangurinn af sendiförinni til Englands. Hefir sýnilega viljað láta á þvi bera að það væri inn-undir bjá einum ráðherranna og gæti því fyrst flutt fregnina. í miðanum virðist blaðið vel ánægt með árangur fararinnar og telur hann betri en við hefði mátt búast. Eg tel vist að betri árangur hafi eigi getað fengist. En af hverju skyldi eigi hafa feng- ist sú hækkun á verðinu, sem svar- ar auknum framleiðslukostnaði síðan i fyrra? Auðvitað af því, að brezka stjórnin var ófáanleg til að gefa hærra verð, enda pótt nú væru fimm menn að samningunum og vel til vandað um val þeirra manna. Eg fæ eigi betur séð en að betri viðurkenning fyrir því að vel hafi eftir atvikum tekist samningarnir í fyrra skiftið sé ekki hægt að fá. Hver heiðvirður maður í hóp þeirra sem réðust svo óbilgjarnlega á þá, sem að fyrri samningunum stóðu, hlýtur nú að viðurkenna villu sina og kann- ast við það að þeim mönnum hafi farið samningarnir heppilega úr hendi, eftir þvi sem á stóð. Og hvernig fer »Landið«, eftir að hafa lýst ánægju sinni á árangrinum, nú að fóðra stórlygina um miljóna* tapið ? Þorqeir Samsöngur „17. júní“ Samsöngvar »17. jiiní« eru jafnan mönnum mikið gleðiefni, og er það eigi kyn, þótt 'svo sé, því söng- flokkur þess, syngur oftast prýðis- vel. Hann ætti að láta til sín heyra mjklu oftar. Held eg að það sé ekki ofsagt að »17. júní« sé úrvals- söngflokkur eð<a því sem næzt: allmiklar raddir og hreimfagrar og þeim röggsamlega og smekkvislega stjórnað. Eini annmarkinn hvað flokkurinn er lítill og söngsvið hans þess vegna takmarkað — en það sem hann nær er hann ágætur og gæti hann látið til sin heyra hvar sem er kinnroðalaust. Hann hefir nú sungið mánudags- kvöldið, þriðjudagskvöldið, fimtu- dagskvöldið og föstudagskvöldið. Eg hlustaði á söng hans fyrsta kvöldið og íór hann þá vel með öll lögin á söngskránni; sum lögin voru jafnvel frábærlega sungin — og það þrátt fyrir hið versta veður, er hlýtur að hafa haft miður þægi- leg áhrif á raddarbönd söngmanna, þar sem jafnvel loftið i salnum var i meira lagi rakafult af blautum utanhafnarfötum. Að eins á stöku stöðum tók maður eftir að söng- menn — auðvitað helzt yfirtenór- arnir — voru miður vel fyrirkall- aðir. Svo var nokkurt hjáræmi á halló í síðasta vísuorðinu i Gjæter- jenten, í drykkjukvæðislaginu eftir Ivar Widéen og í Friðrik Barbarossa. En þetta hvarf smám saman alveg, og í Gute Nacht eftir Schumann sungu yfirtenórarnir eíns og engl- ar. Söngskráin var bæði fjölskrúðug og með nýjungabrag. Voru á henni ýms lög, sem hafa ekki heyrst hér áður, flest sænsfc, og þau öll góð; enda er hér um auðugan garð að gresja þar sem er Sviþjóð, söng- landið mikla. Og þó hefði eg helzt kosið nokkur fleiri íslenzk lög en þetta eina (Friðrik Barbarossa); þau eru þó fleiri sem eru ágæt, bæði þjóðlög og nýlög t. d. eftir söng- stjórann sjálfan. Lítillæti er mikill mannkostur — þó i hófi. Verkefni félagsins hlýtur að vera tvent: 1) að kynna Islendingum beztu sönglög útlanda og 2) að styðja að íslenzkri sönglagagerð. Og hugsi fé- lagið einhvern tíma til að fara út fyrir pollinn, verður það þó aðal- leg3 að syngja íslenzk lög; ekki dugar þá að syngja Serenade eftir Lange-Miiller i Kaupœanhahöfn eða Joachim uti Babylon í Stokkhólmi. íslenzku sönglögin mega ekki sitja svona á hakanum. Flest lögin tókust mæta vel; ég skal einkum telja Magistraten uti Telje fiker efter Bellmann, hina undurfal- legu Dalvlsti (sænskt þjóðlag), Gute Nacht eftir Schumann og Riksdass- bönnras March eftir Helfrid Lambert. Aftur á móti þótti mér ekki farið nógu fjörugt með yjoachim uti Ba- bylon<i. í dÞú bldfjallageimur« bar of litið á crescendo og decrescendo i seinasta visuorði erindanna. í þrem lögnm — Lillabarn eftir Wennerberg-Reuter, Þú bláfjallageim. ur og Sunnudaqur selstúlkunnar — söng hr. Ragnar E. Kvaran einsöng- inn vel og smekkvíslega. Rödd hans er bæði hljómfögur og þýð, en ekki nógu. æfð; á stöku tónum getur otðið nokkur hálshljómur, er þólík- lega var að kenna kvefi að nokkru leyti. — Mér þykir annars miður viðkunnanlegt að láta baryton syngja einsönginn í Sunnudagur selstúlkunn- ar; það ætti að raddsetja það lag fyrir tenór eða öllu heldur kven- mannsrödd Framburðurinn á sænskunni var yfirleitt góður. Þó skal eg leyfa mér að benda söngflokknum á að loka sérhljóðin meir en gert var. Svo á a að vera dimt; a hér um bil = isl. o; langt 0 mjög nálægt ísl. ú; langt u nálgast da. y og er vörum um leið mjög skotið fram bogadregnum; stutt u (t. d. í fuli, gunga, sucka) er milli isl ö og da. o; d ===== isl. u og isl. ö (á undan og á eftir r: hör, röd); e hér um bil alt af = is'. i (nema í den, dem, det o. fl.); i = ísl. í. Enn fremur heyr- ist r ekki á undan d, ), n, s (barn hér um bil borið fram ban); pt er aldrei borið fram ft (Neptun, ekki Neftun). í »Magistraten« hefir g j-hljóð. Þýðingarviliur fann eg tvær á söng- skránni: by er porp (ekki: bær), og at sla lovar merkir að Jieða si% Jyrir stúlku (ekki: leggja hönd á). Holger Wiehe. Vorsókn bannmanna. Það hefir oft kvisast um bæinn, að Templarafélagið væri í andarslitr- unum og að bannmenn væru yfir- leitt dauðir úr öllum æðum; þessu hafði eg búist við og sagt fyrir, og að orðrópurinn væri á rökum bygð- ur, hafa í min eyru vottað ýmsir bannmenn, sem dofnað hafa í trúnni. Til eru þó enn nokkrar æstar sálir í þeim félagsskap, sem sízt af öllu vilja, að uppdráttarsýkin verði lýðum ljós, og tóku þær það ráð núna eftir áramótin, að gera einhverja andar- slitra-tilraun til að bjarga við mæðu- narni sinu, bannlögunum, látast vera stórveldi og hefja að þeirra sið eina mikla vorsókn. En hvort sem það nú stafar af því, að þeir vissu sig lina og liðfáa, eða þeir hafa haft eitthvað annað »fiffugt« bak við eyr- að, þá tóku þeir upp þá nýlundu, að stefna nú atlögunni aðallega að tveim bannbræðrum sinum, þeim fyrveraudi bæjarfógeta, forsætisráð- herranum, og þeim núverandi setta, og skyldi hún greidd á þann hátt, að allir þeir skriffinnar, sem bann- menn hafa ráð á, yrðu sendir út til að »inntaka« dagblöðin og fylla þau með greiuum um bannmálið. Máttu finnarnir ráða innihaldi skeytanna að öðru leyti en því, að allir skyldu þeir láta það koma fram bæði greini- lega og átakanlega, að aðflutnings- bannið væri brotið fram úr öllu hófi, bannlögin ótímabær orðin og sem næst ómöguleg, og skyldi þar leyfi- legt að ýkja eftir hvers eins vild. Attu skeytin að stinga því að þess- um tveim nefndu herrum, að »þjóð- ín« teldi þá mestu valda um ólagið á banninu og óskaði nú, að þeir drægju af sér slenið og söfnuðu öll- um aðvífandi kútholum á réttan af- tökustað. Til þess svo að láta þá hafa hitann í haldinu, skyldu jafn- framt fram bornar hótanir um það, að bannmenn mundu hrifsa til sín lögregluvaldið, ef þeim þætti vel- nefndir herrar nota það of linlega, en ávalt skyldi þó til vara tekið fram, að þeir vonuðu það fastlega, að til þess þyrfti ekki að koma. — Annars skyldu skriffinnarnir reyna eftir megni að »iækta« þann »rétt«, sem bannmenn ávalt telja sig hafa til að drótta vömmum og skömm- um að andstæðingum sínum. Alt þetta »erindisbréf« má lesa svo að segja út úr hverju blaði, sem út hefir komið nú um hríð, en hver áhrif hvellurinn hefir, verður hér engu um spáð. Þó má fastlega bú- ast við því, að þessir tveir menn, sem árásin er gerð á, muni þrátt fyrir hana gera hér eftir sem hing- að til alt það, sem þeir geta, til þess að halda uppi bannlögunum, en takist þeim að hefta fieiri kút- holur framvegis, má búast við þeim mun meiru varanlegu »blindiríi« í bænum, þvi að »koges« er enn sem fyr frjálst til afnota í bannlandinu, auk »spólu«, hárvatna, ilmvatna og ýmsra annara drykkja, er bannmenn telja ósaknæmari, meður því að þeir séu þó »löglcgir«. Um uppreistina el eg þá von í brjósti, eins og bannmennirnir, að tii hennar komi ekki, enda munu fáir, sem til þekkja, vera hræddir um, að hetjurnar láti þær vonir sín- ar bregðast. »Ræktunar«-starfsemin, sem að vöxtunum til er einna mest lagt í, virðist strax ætla að fara mjög sleif- aralega, því að jafnvel Halldór Jón- asson, sem alinn er upp á búnaðar- skóla, hefir þegar notað svo slæm- an áburð og borið svo þykt á f ísa- fold siðast, að alt virðist ætla að brenna undan honum. Frekara verður ekki sagt um þenna merkilega viðburð að svo stöddu. Magnús Einarson. + Frú Solveig Eymundsson Hún lézt snögglega úr heilablóð- falli síðastliðinn laugardag á 71. ári (f. 26. maí 1846). Frú Solveig ól allan aldur sinn hér í Reykjavík. Voru foreldrar hennar Daníel Markússon og Mar- grét Bjarnadóttir. Meðal systkina hennar eru á lifi: Daníel, áður ljósm. og bóndi, nú kaupmaðnr hér i Rvik, og Kristjana kona Hjörleifs Björns- sonar bónda á Hofsstöðum á Snæ- fellsnesi, en önnnr systir hennar var frú Guðrún fyrri kona Guðm. Björn- son landlæknis. Frú Solveig giftist Sigfúsi Ey- mundssyni bóksala árið 1880, en

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.