Ísafold - 03.03.1917, Page 3

Ísafold - 03.03.1917, Page 3
ISAFOLD 3 ættu að vera þrælar hans, er hann gæti skamtað rétt og frelsi úr hnefa«, — þó meiri hluti þeirra (Mýrdæl- inga) reyndust svo óþroskaðir við siðustu kosningar, að kjósa ramman andstæðing hans á þing. Kunnugt er mér um það, að sjálfur bjóst Gísli við því, að ef Sig. Eggerz kæmi austur fyrir kosningar, mundi hann ekki á neinn hátt ná kosningu, þó hann segi nú að sú ferð hefði orðið óheyrt gönuhlaup. Yfir höfuð geta Skaftfellingar heldur varla orðið Gisla þakklátir fyrir það, er hann skýrir svo frá, að þeir við landkjörið í sumar hafi stutt lista Sig. Eggerz, til þess að tryggja sér tvo þingmenn. Eftir þessu að dæma erum við ekki svo víðsýnir að geta litið á heill lands- ins í heild sinni. Eg sé svo ekki ástæðu til að elt- ast við fleira, í umræddri ritsmið Gísla, hún dæmir sig i raun og veru sjálf. Kirkjubæjarklaustri 5. jan. 1917. Lárus Helgason. Svar við grein Lárnsar Helgasonar. Mér hefir verið gefinn kostur á að sjá grein þessa, áður en hún birtist, og vil eg leyfa mér að gera við hana eftirfarandi athugasemdir, þar sem hún fer með rangt mál i öllum höfuðatriðum. Hann er nokkuð úrillur, hinn fyrverandi frambjóðandi, eftir alt, sem á dagana hefir drifið upp á síðkastið, og skal eg ekki lá honum það. Hann byrjar með þvi, að gera til- raun til þess að verja blaðið »Land ið«, út af árásum þess. En það hefði hann getað sparað sér, ekki veigameiri en »vörn« hans líka er, og látið blaðið hafa þar alla ábyrgð á, því að honum yrði hún hvort sem er ofvaxin. Arásir »Landsins» á mig frá siðasta hausti þekkja allir, sem blaðið hafa séð og fengið sent (því að fyrra bragði hafa fáir sókst eftir því), Skaftfellingar eigi siður en aðrir, þótt Lárus þykist eigi kannast við þær. Ef dæma ætti hann eftir því, þá hafa honum sjálf- sagt fundist það viðeigandi kveðjur. Eg hygg hann standa einn uppi með það, Skaftfellinga. En þenna hug sinn sýndi hann reyndar þegar í haust, eftir að hann áður hafði ófrægt mig sem fulltrúa- efni við ýmsa kjósendur, þótt eg þættist alls ekki eiga það skilið. Austur héðan reiddi hann i pökkum eitt blaðnúmer%Landsins«, þar sem var í óhróðursgrein um mig. í út- Mýrdalnum skildi hann nokkuð sf • því eftir, og var farið all-leynt með, til þess að eg gæti ekki svarað, og átti að útbýta blaðinu þar á kjör- degi, sem og var gert. En áhrifin urðu næsta lftil. í Meðallandinu út- býtti hann einhverju, en þá var eg alfarinn þaðan, en um það barst mér fregn upp i'Skaftártungu, og sendi eg þá andsvar i hreppana, ef verða mætti að sendingar þær mættust á kjördegi, þar sem þess þyrfti við. Þetta hefir honum gramist, sem sjá d grein hans, því að tilgangurinn var að^þetta kæmi að baki mér. Lárusi þýðir ekkert að ætla að þræta fyrir þetta —það er of kunn- ngt orðið til þess —, né að reyna að bera i bætifláka fyrir það með þvi, að það sé ' vani hans að taka með sér nýjustu blöðin, er hann fer úr Rvik, o. s frv. Þetta atferli hans er alveg út af fyrir sig. En ef til vill er manninum þetta nokkuð vorkunnarmál, í kosningabit- anum, því að líklega hefir hann hugsað sem svo, að alls mundi við- þurfa, þegar hann loksins kom á vettvang. Hann tók sem sé það fangaráð, sem honum hefir nú orðið bimbult af, að vera hvergi nærri, er þingmálafuudir voru haldnir í kjör- dæminu. Hvað honum gekk til þess, ætti hann nú að vísu að vita bezt sjálfur. En ekki gat hjá því farið, að aðrir gerðu sér lika ýmsar hug- myndir um það. Og er það ekki merkilegt, að frambjóðandinn rýkur úr kjördæminu, einmitt þegar hann veit, að keppinautarnir ætla sér að boða til þingmála- eða kjósenda- funda? Hann hafði aldrei verið í kjöri áður og aldrei lýst skoðun sinni fyrir kjósendum yfirleitt á stjórn- og þjóðmálum. Þeir gátu því alls ekki vitað, hvernig hann liti á ýmislegt, er til tals gæti komið, hvað hann vildi víta og hverju hann ætlaði að fylgja. Og því um siður, hvernig hann gengi af hólmi í orð- ræðum við meðframbjóðendurna, sem víst má einnig lita á. Nei, hann »kom sér hjá þessu«, eins og eg vægilega komst að orði í grein minni. Að hann hafi endilega þurft að »sitja í Reykjavík«, meðan á þessu stóð, eins og hann virðist vilja halda fram, er hreint rugl. Allir, sem til þekkja, vita það, að til þess rak hann enginn nauður. Að sjálfsögðu þarf hann, gildur bóndinn, eigi efnanna vegna að leita sér snqtt-atvinnu hér í Reykja- vík, og það starf hans (við Slátur- húsið) gátu fjölmargir aðrir ann- ast og hefðu verið fúsir til, enda mátti víst segja, að hann hefði »lög- leg forfölU, að minsta kosti i þetta sinn. Til voru þeir meðal kjósenda sýsl- unnar, sem töldu það vera óhyggi- legt hjá L. H. að veru allur á brautu um þessar mundir; en aðrir kváðu þ3Ö vera hyggilega gert. Á11 þess að fara nokkuð út í þá sálma, þá verð eg að geta þess, að eg tel þetta vera eina þá stökustu ósvíýni við kjósendur, sem eg veit nokkurs- itaðar dæmi til. Að bjóða sig fram til þings og láta ekki svo lítið (af hverju sem það kom), að koma fram fyrir kjósendur þá, sem hann vildi verða fulltrúi fyrir, á opinberum maanfundum og greina þar skoðan- ir sínar — þar sem og fleiri voru í boði —, það er vissulega óheyrt! Og að nokkrir menn kusu Lárus á Klaustri, í Vestur-Skaftafellssýslu, það fanst mér aldrei neitt furðulegt, en að þeir urðu þó svo margir, eins og raun varð á, sem gáfu hon- um atkvæði sitt, eftir þessa »frammi- stöðu« hans, það hefir satt að segja hneykslað mig. Eg heyrði raunar haft eftir honum fiá áreiðanlegum heimildum, er hann var á austurleið, en eg á útleið, að spurrpngu þar að lútandi hefði hann svarað á þá leið, að »þiugmálafund ætlaði hann sér að halda með kjós- endum eýtir kosningarnar« (þ. e. þegar búið væri að kjósa hann þing- mann, sem hann auðvitað efaðist ekki umll). En ekki sé eg, að það bæti mikið úr skák, þótt þetta til- svar sýni hinsvegar dável hugsana- gang frambjóðandans. Eg lét Skaftfellinga vita löngu áður, að þingmálafundi ætlaði eg mér að halda — væntanlega með öðrum frambjóðendum — að aflokn- um slætti og á milli haust-anna og ferða. Þessi timi var og hlaut að vera hentugastur fyrir alla í sveit- unum, líka L. H., ef hann hefði ekki tekið þann upp að þjóta úr kjördæminu, þegar eg kom i það.— Lárus vill telja mig kosinn »tneð miklum minni hluta atkvæða«. Þetta er heilaspuni einn, eins og gefur að skilja. Eg er vitanlega kosinn með meiri hluta atkvæða (og það all- miklum), annars hefði eg ekki náð kosníngu. En ef saman hefðu komið á einn þau atkvæði öll, et hinir fram- bjóðendurnir fengu, þá hefði pað orðið »meiri hluti«. En það varð brátt kunnugt, að undir enqum at- vikum urðti pau atkvaði sameinuð, þótt annar hinna frambjóðendmna, síra Magnús prófastur Bjarnarson eða Lárus Helgason, hefði fengist til þess að draga sig í h!é. Próftstur hefði ekki fengið nærri öll atkvæði Lárusar, og L. gat nú ekki fengið fleiri en hann fekk, því að með öll um hugsaulegum ráðum var búið að véla fylgismenn til hans, ekki sizt frá síra M. Eins og sakir stóðu til, hlaut þvi kosningin að fara eins og hún fór, og það eins fyrir því, þótt herra Lárus hefði verið eini keppi- nauturinn ! Hvernig honum að öðru leyti fórst við sinn góða vin cg flokksbróður, síra M., bæði eystra og hér syðra, skal eg ekki ræða hér og algerlega láta liggja milli hluta, en mörgum er það þó ekki með öllu ókunnug'. Og að líkindum hefir rekagátt sú, sem miðstjórn Þversum-flokksins hafði í frammi við prófast, til þi’ss að fá hann til að hætta við framboð sitt, ekki verið alveg að óvitanda Lárusi á Klaustri. Hvað hún kann að hafa lagt fast að honum sjálfum, eftir að hún heyrði hvað hann var »staffírugur« — hann þóttist sem sé altaf hárviss! —, það er vitaskuld annað mál. En ef hann hefir lesið eins vel »Landið« sitt, e ns og hann gefur í skyn, þá ætti honum að vera kunnugt, að blaðið taldi það sjálfsagðan hlut, að annar hvor þeirra drægi sig til baka.----- Um frarnboð mitt fyrrum og nú og afstöðu Skaftfelljnga gagnvart Sigurði Eggerz, sem Lárus fjarg- viðrast mjög út af i grein sinni, skal eg að eins segja það, að alt er það satt, sem eg hefi þar um mælt látið, enda er L. H. því sízt ókur.n- ugur, þótt hann nú láti ólíkindalega. Hann var fylgismaður minn i hið fyrra skiftið og var þá ekki beint hrifinn af S. E., ef eg man rétt. Nú hefir honum þótr hentara, eftir atvikum, að hafa »endaskifti« á fylgi s nu. Annars getur hann látið sér skifti okkar Sigurðar i léttu rúrni liggja; við erum sjálfir einfærir til þess að útkljá þau. En ekki er hon- um ofgott að bera hól á sig fyrir það, að hann sé einhver feikilegur sjálfstæðisgarpur, og meira að segja »þversum«. Eg býst við, að aðrir telji það næsta þýðingarlítið atriði, hvað hann þykist hafa látið »ótvi- rætt i Ijósc um það. Reynslan á framkomu mannanna er og verður ólýgnust. En hvað sem um það er, þá er það ómótmælanlega víst, að i Vestur-Skaftafellssýslu hefði enginn komist að á »þversum-menskunni« einni saman. Og héðan af býst eg ekki við, að i ún hafi þar djúpar rætur, þar sem þjóðkunnugt er orð- ið, að það, er eftir eimdi af henni i höfuðherbúðunum, er nú komið undir græna torfu, eða þá »uppetið« af foiingjunuml Úr því að L. H. minnist á land- kjörið, skal eg geta þess, að altalað var eystra i haust, að hann hefði um tíma verið vel fáanlegur til þess að styðja lista »óháðra bænda«, og þá skiljanlega að vinna á móti þversum-listanum, — en uppgötvaði svo alt í einu, að hann hefði meiri Hkur í héraðinu, ef S. E. kæmist að á landlistanum, og snerist þvi til fylgis með honum. Sögu þessa sel eg ekki dýrara en eg hefi keypt hana, en allskostar ótrúleg er hún ekki. Eg skal svo að siðustu lýsa það helberan og vnfaiaust vísvitandi upp- spuna hjá L. H, að honum geti hafa verið »kunnugt um«, eins og hann leyfir sér að bera íram, að eg hafi ekki búrst við því »á neinn hátt að ná ko.ninguf í N'-Skaft fs., ef Sig. Etieeiz kæmi austur fyrir kosningar. Eg hefi al d rei látið þetta i ljós, heldur h:ð gagnstæðr, og það hefir eðliiega aldrei verið álit miit, svo að k u n n u g t getur Lár- u;i ekki verið um, að þetta hafi átt sér stað. Hitt get eg ekki fortekið, að einhver kunni að hafa sagt honum, þetta, i gamni eða alvöro, yn það er alt annað en að h a n n viti það. Ef til vill skilur hann heldur ekki greinarmuninn á get- gátum um eitthvert atriði og þekk- ingu á þvi, og er það þá sök sér. Þótt S. E. hefði farið austur til þess að reyna að spilh fyrir kosn- ingu minni, þá heíði það orðið al- þýðingarlaust. En hefði hann boðið sig þar fram, veit enginn hvernig farið hefði. — Að Lárus telur fylg- ismenn mína, eða eins og hann kemst að orði »meiri hluta Mýrdæl inga«, »óþroskaða«, af því að þeir kusu mig (til hans báru þeir ekkert traust), er næsta iéttvægt. Þeir eru sannarlega upp yfir það hafnir, að þörf sé á fyrir þeirra hönd að andmæla svo ósvinnu orð- bragði, sem þeir víst vel kannast við, að Lárus á Klaustri getur Iátið sér sæma. Annað eða fleira en það, sem hér hefir verið vikið að, er ekki svara vert í grein L. H., og allmikil spurning getur verið um þ.;ð, hvort greinin hafi verið það í heild sinni. En eg hefi þó ekki séð mér annað fært en að láta þessa getið, sem eg nú hefi greint, þótt mér sé það ó- ljúft, þvi að við erum gamlir og góðir knnninejar og hann fylgismaður minn áður, eins og eg hefi drepið á. Og útistöður eigum við engar aðrar en þessa »kosningahrinu«, enda ber eg að m. k. góðan hug til hans per- sónulega, þótt eg álíti hann lítt fallinn til þess að eiga sæti á Al- þingi — sem nú á tinrum þykir líklega ganga meiðyrðum næst, þar sem svo að segja hver og einn þyk- ist fær í allan sjó! En hann má sjálfum sér um kenna, að eg skrifa þetta, svara orðum hans. Eg hefi ekki að fyrra bragði hlaupið með kosningatiltektir hans í blöðin, þótt y r ð i, sannleikans vegna, er eg reit grein mína í vetur, að láta þesa getið, að h a n n hefði ekki lýst stefnu sinni fyrir kjósendum á fundum fyrir kosningarnar, eins og hinir frambjóðeudurnir, heldur verið fjarverandi. Það var alt og sumt, er hann snerti sérstaklega. Og þetta orðaði eg eins gætilega og með nokkuru móti var unt. En nú hefir hann valið hina leið- ina, að skrifa ítarlegar um »málið« i opinbert blað. Óska eg svo Lárusi góðs árs. 22. febr. 1917. G. Sv. Aths. Hér með er umræðum um þetta mál lokið hér í blaðinu. Steplians-kvðld, kvöldskemtun tll ágóða fyrir heimboð Klettafjallaskálds- ins, verður haldiu annaðkvöld í Bár- Alþjðufræðsla Stúdentafélagsins. Dr. Alexander Jóhannesson flytur fyrirlestur um: Skáldskap Hannesar Hafstein. sunnudag 4. maiz 1917 kl. 5 síðd. í Iðnaðarmannahúsinu. Inngangur 15 aura. Af hrærðu hjarta þakka eg öllum, fjær og nær, sem sýndu mér samúð og verklega hluttekningu, þegar eg varð fyrir þeiiri þungbæru sorg, að missa manninn minn elsku- lega, Geir Egiisson, er andiðist á heimili okkar 5. ágúst siðastliðinn. Bið eg góðan guð að launa öllum þeim, sem á einn eður annan hátt réttu okkur hjálpirhönd. Múla í Biskupstungum ro. febr. 1917. Guðbjörg Oddsdóttir. « A vinnustofunni Grettisgötu 44 A ern Bmlðufl: ReiÖtýgi, aktýgi, klyf jatösk- nr (sérlega góðar), hnakktöskur, ýmislegar ólar o. m. fl. Einnig hvilnbekkir (Diranar) og ma- dressnr. Aðgerðir fljótt og vel af hendi leystar. Að eins notað hezta efni, verðið þó mjög sanngjarnt. öerið avo vel að lita inn, það mnn borga sig. Sntnð sanðskinn einnig seld. , Reykjavik 2. des. 1916. Eggert Kristjánsson. unui. Verður þar úrvals andleg fæða á boðstólum. Dr. Guðm. Finnbogason flytur þar erindi um »Landnám Stephans G. Stephansson«, Einar H. Kvaran fer með kvæði eftir skáldið og Ríkarður Jónsson kveður vísur úr Andvökum. Eun fremur syngur Einar Viðar einsöng. Bæjarskráin kom ut á laugardag og seldist upp að mestu samdægurs og muu það einsdæmi um nokkura bók hór á landi. Sýnir það hversu óhjákvæmileg handbók hun þykir vera nú orðið. Því miður hafa nokkrar prentvillur o. s. frv. slæðst inn í skrána. í kafl- anum um landsstjórnina hefir fallið úr nafn skrifstofustjórans á 3ju skrif- stofu Indriða Einarssonar. Næsta ár verður séð um, að eigi þurfi svo mjög að hraða útgáfunni, sem þetta sinni og mun þá væntan- lega siglt fyrir þessu lík sker í Bæjar- skránni. Hjónaefni. Sigurgeir Sigurðsson cand. theol. og jungfrú Guðrún Póturs- dóttir frá Hrólfskála. »Sendiherrarnir«, þeir Carl Proppé, Páll- Stefánsson, Pótur Ólafsson og Ric- hard Thors, komu hingað með stóru brezku vopnuðu farþegaskipi, er Andes heitir og er 16000 smálestir að stærð, Lótu þeir hið bezta yfir öllum viður- gerniugi við sig á skipsfjöl. Brezki ræðismaðurinn, Cabla kom hingað með sama herskipinu og »sendi- herrarnir«. Menn voru að gera sér von- ir um, að nýi frakkneski ræðismaðurina, Courmont, kæmi einnig, en sú von brást. Organisti nm 30 ár er Jón Pálsson bankagjaldkeri búinn að vera á morg- un. Gerðist organisti á Stokkseyri þaan dag árið 1887 og hefir jafnan haft org- anistastörf með höndum síðán — hér bæ við Fríkirkjuna, I

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.