Ísafold - 10.03.1917, Side 3
IS AFOLD
3
fyuíið seqíum fijrir njósnum fíugmanna.
Fátt hefir tekið öðrum eins risaframförum á hernaðartækjasviði og stórskotatækin. Ölium á óvart komu Þjóðverjar i ófriðaibyrjun með 42 cm. fallbyssurnar »dicke Bertha«
(digru Bertu). Samherjar sáu að eitthvað yrðu þeir að búa til stórgert af sama tagi og varð frakkneska stótskotaverksmiðjan Creuzot í broddi fylkingar. Sýnir myndiu eitt af bákuum.
hennar, falið undir seglum, vegna flugmanna óvinanna. Eins og menn sjá er þetta morðtæki margbrotin vél og mikil. Sýnist svo sem uppgötvunargáfa mannanna til að búi tii allra
stórfeldastar og mikilvirkastar morðvélar sé ótæmandi.
Guðmundur Pálsson
á Hjálmsstöðum í Laugardal.
Hann andaðist úr lungnabólgu að
heimili sínu 19. desbr. f. á. Gufmund-
ur var fæddur 15. júlí 1833 að Útey
i Laugardal, og dvaldist alla æfi sína
þar 1 dalnum. Foreldrar haus voru:
Páll Guðmundsson og kona hans Mar-
grét Sturludóttir hjón þar. Ólst Guð-
mundtir upp hjá foreldrum sínum, og
dvaldist með þeim þar til vorið 1856.
Fluttist hann þá að Hjálmsstöðum og
gekk að eiga Önnu (f. 8. okt. 1834)
Jónsdóttur Jóussonar, bónda á Hjálms-
atöðum, og konu hans Guðrúnar Egils-
dóttur. Yar Jón á sinni tíð nafnkend-
ur maður fyrir dugnað og hugrekki.
Keisiíi Guðmundur bú á hálfri jörðinni
1856 móti mági sínum, Agli Jónssyni.
Fyrsta búskaparár sitt (1856—1857)
fór hann, ásamt Agli mági sínum cg
12 mönnum öðrum, þann vetur suður
til sjóróðra. Hreptu þeir á Mosfells-
heiði mannskaðaveður það hið mikla
nóttina milli 6. og 7. marz, sem kunn-
ugt er orðið. Létust 8, þar á meðal Egill
mágur Guðmundar, en 6 komust af.
Af þeim 6, sem af komust, er nú eng-
inn á lífi, nema Pétur Einarsson, fyrr,
um bóndi að Felli í Biskupstungum.
Kól Guðmund mjög á höndum og fót-
um. Var hann fluttur til Reykjav/kur
og var 18 vikur undir hendi Jóns
Hjaltalíns landlæknis. Misti þá tær
allar, og var frá verki um hálft annað
ái. Komst þó til fullrar heilsu að
lokum. Mun hann þó um vorið 1857
hafa tekið alla ábýlisjörð sína, og bjó
þar síðan allan búskap sinn. Áraði
þó illa í byrjun, því að skömmu eftir
kom fjárklaðinn og niðurskurðurinn.
El'tir nokkurra ára sambúð misti
Guðmundur Öunu konu sína frá 6 börn-
um í ómegð, og lifa nú að eins 2 þeirra.
Skömmu seiiina gekk hann að eiga
Gróu (f. 21. mar/, 1836), alsystur fyrri
konu sinnar. Áttu þau 11 börn, og
lifa nú af þeim 4. Haustið 1S96 misti
Guðmundur siðari konu sína og bjó
sfðan til vorsins 1901 með börnum
sínum. Seldi hann þá búsforráð í
hendur Páli syni sínum, sem síðan
hefir búið að Hjálmsst.öðum og er nú
hreppsnefndaroddviti þeirra í Laugar-
dalnuro.
Guðmundur komst í ýmsar raunir,
eins og sjá má af framanskráðu. Bjarg-
aðist þó jafnan allvel, enda var hann
kjarkmaður hiun mesti. Hann var
meðalmaður á hæð, og þrekvaxin n-
enda karlmetini að burð'um og maður
stórvirkur, fríður ntaður sínttm, hinn
drengilegasti á velli og garpslegur að
öllu, drenglyndur maður, hjálpsamur
og úrræðagóður, mauna skemtnastur í
viðræðum, ör í skapi og tilfiuningarík-
ur, einarður, hreinskilinn og gat verið
allra manna oiðhepnastur og meinyrt-
astur, ef honum bauð bvo við að horfa,
brjóstgóður, svo að hann mátti ekkert
aumt sjá, en heldri menn svo neíndir,
stórbokkar og oflátungar þóttust stund-
um kenna heldur kulda af svörum
hans, því að við hroka, tildur eða
tepruskap var hann hvergi kendur.
Ekki naut Guðmundur fræðslu í
æsku framar en þá gerðist alment.
Yar þó maður stórgáfaður, framúrskar-
andi bókhneignður og stálminnugur.
Mun honum eigi hafa fundist jafn-
mikið urn neitt það, sent hanu las,
%
og íslendingasögur, enda kunni hann
þær jafnvel sumar utanað. En mest
mun hann hafa metið Egil Skallagríms-
sou allra söguhetjanna, og kvæði hans
kunni hann öll. Var Guðmundur
rammíslenzkur í beztu merkingu, bæði
I sjón og raun, svo að fáir rnunu
fremur vera. Hólt sér ágætlega and-
lega og h’kamlega alt þar til er hanu
tók veiki þá, er leiddi hann til bana.
Mun Guðmundur hafa verið einn
nafnkendari bænda um efri híuta Ár-
nessýslu og átti marga vini og góð-
kunningja, bæði þar og líka syðra, en
óvini mun hann 'enga hafa átt, þótt í
glettur slægi stundum með lionum og
öðrurn eða orðahnippingar. I sveitar
eða landsmálum tók hann lltinn opin-
beran þátt, en mun þó hafa haft þar
eigi sfður ákveðnar og rökbundnar
skoðanir en rnargir þeir, sem meira
fást við þau, enda fylgdist hann manna
bezt með í öllu, er við bar, bæði um
þau mál og annað. Ábýlifijörð sína
bætti hann allmikið að túnasléttum og
vatnsveitingum síðari hluta búskapar
síns.
Á Guðmundi var alt af einhver stór-
mannlegur forneskjubragur og karl-
mensku. Við Guðmund mætti það vel
eiga, sem Grínnir Thomsen kvað eftir
Konráð Gíslason:
Forn 1 skapi, forn í máli
farínn er hann til þeirra braut,
er sálir áttu settar stáli,
situr hann nú hjá Agli og Njáli,
Abrahams honum er það skaut.
E.
Nýárssundið 1917.
I fyrsta tölubl. ísafoldar þ. á.
segir, að nýárssundmennirnir
hafi verið átta (8), er þreyttu
sundið 1. jan. þ. á.
Þetta vildi eg mælast til, að
blaðið leiðrétti, því sundmennirnir
voru tíu (10), og eru hér nöfn
þeirra og sá tími, er þeir fóru
þessar 50 stikur á.
st. sek.
Érlingur Pálsson sundk. 50 á 344/5
Steingrímur Pálsson — «39
Kristinn Hákonarson — « 40
Guðmund. Halldórsson — « 45
Sveinn Þorsteinsson — «46
Vald. Sveinbjörnsson — « 484/3
Andrés Brynjólfsson — «49
Olafur Pétursson — « 49-
GuðmundurGuðjónsson— « 51
Jónatan Finnbogason — « 67
Lofthiti var 2 gr. og sjávarhiti
0 gr.
Þá er önnur grein í 3. tölubl.
ísafoldar eftir hr. Sig. Gunnars-
son, þar sem hann með réttu
ávítir óstundvísi ísl., en um ný-
árssundið er það að segja, að það
var auglýet, að það ætti að byrja
kl. 103/4 f. h., en ekki kl. 10 eins
og hann segir. Svo þessi óstund-
vísi var ekki eins stór, og hann
segir.
En þó virðist, mér rétt athugað
hjá hr. S. G., að »engin óstund-
vísi sé lítilfjörleg*. Og vonandi
:mx]rrmjj.rrrjjjÁir!
Oscar Svenstrup
Stein og myndhöggviri
i8 Amagerbrogade i8ó A
Köbenhavn S.
Legsteinar úr íægðum granit,
marmara og sandsteini
Granit- og marmara-skildir
Uppdrættir, áætlanir buröargj.frítt
verður þetta í fyrsta og síðasta
sinni, að »nýárssundið« byrjar
ekki stundvíslega, því nóg er það
annað, er aflaga fer.
Bennó.
A t s.
Þessi leiðrétting frá Bennó átti
að koma í blaðinu fyrir margt
löngu, en hefir farist fyrir at
vangá. Ritstj.
Grein Hermanns Jónasscmar í blað-
inu í dag um »fráfærur« í sambandl
við vandræða ástandið yfirvofandi verð-
skuldar athygli bænda og búaliðs. Er
þar um tillögur að tefla, sem oss vit-
anlega hefir eigi verið minst á áður.
Látinn er Friðrik Stefánsson f. alþm
Skagfirðinga 9. þ. mán. að heimili sínu.
Svaðastöðum í Skagafirði, 76 ára aS
aldri.
Nýtt ættarnafn Jón Jónsson sagn-
fræðingur hefir tekið upp og fengið,
staðfesting stjórnarráðsins á ættarnafu-
nu A ð i 1 s fyrir sig og sitt fólk.
i