Ísafold - 14.04.1917, Side 1

Ísafold - 14.04.1917, Side 1
Kemur út tvisvar i viku. Verðárg. 5 kr., erlendis T1/^ kr. eSa 2 dollarjborg- ist fyrir miðjati júlí erlendis fyiirfram. Lausasala 5 a. eint XLIV. árg. Reykjavík. laugardagina 14. apríl 1917 Uppaögn ^akrifl. bumdin viS áramófe, ' er ógild nema kom- Iin só feil útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- | laus við blaSiS. 24. tölublað »Reynslan er sannleikur* sagöi »Repp« eg þótti aó vitrari maður. Reynsla alheims hefir dæmt Fordbila að vera bezta allra bila. og alheims oóm verður ekki hnekt. Af Ford- bílum eru fleiri á ferð í heiminum en af öll- umjöðrum bíltegundum samanlagt. Hvað sannar það? I>að sannar það. Fordbillinn er beztur alira bíla enda hefir hann unnið sér öndveigi88æti meðal allra Bíla, hjá öllum þjóðam, og hlotið heiðursnafnið V eraldarvagn. Fást að eins bjá undirrituðum sem einnig selur hinnr heimsfrægu DUNLOP DEKK og SLONGUR^fyrir allar tegundir bila. P. Stefánsson, Lækjartorgi 1, Alþýðafél bókífesatn Templa?as>. 8 bl. 7—0 fcorgrarst.ióraskrifst. opin dftgl. 10 *12 og 1—8 Bæjarfóvetaskrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—5 Bæiargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 10—12 og 1—5 tuiandsbftnbi opinn 10—4. K.F.U.M. Lestrar-og sbrifstota 8árd,—10 Aim. fundir fid. og sd. Ö1/® siðd. LandHkotabirkja. Guðsþj. 0 og 6 á kelgom Landabotsspitali f. sjúkraviti. 11—l. Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12 Landsbóbasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—8 Lfejndsb'Anttðftrfélegsakrifstofan opin frá 12—2 L&ndgféhirðir 4—5. Lacdsskjalasafnið hvern virkan dag kl. 12--8 og 6—8 síöd Lttnd83Íminn opinn dnglangt (8—9) virka dftga helga daga 10—12 og 4—7. Listasafnið (lokað fyrst um sinn; STáttúrugripasatnið opið l1/*—2x/s á sunnud. PÓ8thúsið opið virka d. 9—7, snnmid. 9—1. Bívmábyrgð Islands kl. 1--5. Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Royk,iavikur Pósth.8 opinn 8—12. Vifilstaðahælib. Heimsóknartirai 12—1 'jbjóðraenjasafnið opib sd., þrd. og fid. 12—2. Klæðaverzlun H. Andersen & Sön. 5 Aðalstr. 16. Stofnsett 1888. Sími 32. þar ern fötin sanmnð flest þar ern fataefnin bezt. g vrauLLiJu rrTTrxTTTTTrTrrrm Úfriðar-annáli Khöfn, Pálmasunnud. 1917. Yfirlit. Eftir því sem lengra liður á heims- •ófriðinn, verður örðugra að fylgjast með rás viðburðanna, f.ylgja eftir og finna orsakir og afleiðingar stórvið- burða þeirra, sem á dynja. Menn sjá og finna því nær daglega, að afleiðingar og hörmungar þjóðvíg- anna verða æ tilfinnanlegri og víð- tækari. Ófriðurinn hefir þegar vaxið Öllum einstaklingum og jafnvel öllum einstökum þjóðum yfir höfuð. Þjóðhöfðingjar, svo sem Rússakeisari, verða tafarlaust að leggja niður völd. Þjóðir þær, sem enn hafa komist hjá því að senda æskumenn sína og þjóð- arstofn á sláturvellina, neySast þó •óbeinlínis til þess, að taka þátt í ófriðn- um, líða skort og tjón á margan hátt óverðskuldað. Norðmenn t. d. missa aS jafnaði skip á dag af verzlunarflota sínum. Euglendingar neyða þá til jþess að flytja sér nauðsynjavöru, Þjóð- verjar banna þeim og sökkva skipum þeirra. Heimá fyric- vantar þá kol og aðrar nauðsynjár — en samt eru þeir ekki þátttakendur í ófriðnum. Og líkt má segja ui^ hin Norðurlöndin og fleiri, er hlutlausir teljast. Um hvaö er barist? Framan af ófriðnum var oft og ein- att rætt um það, um hvað í raun og veru væri barist. — I byrjun, er Þjóð verjar óðu inn í nágrannalönd sín, var barist um lönd. Seinna tneir, er her- fylkingarnar fengu ráðrúm til þess að grafa sig < jörð niður og ekkert gekk nó rak mánuðum og árum saman, þá var kept um, hver aðila hefði meira bolmagn og þol til þe«s að ausa eldi og blóði. Nú upp á BÍðkastið er barist um mat. Augu manna hafa opnast fyrir þv/, að skotgrafa baráttan gæti aldrei leitt ófriðinn til enda; hún tæki of langan tíma. Mánuðum saman færðu Miðveldin Samherjum heim sanninn um það, að vopnagerð Miðvelda væri svo tröllaukin, að þó Samherjar viðuðu að sér vopnum vlðsvegar um heim, og keptust sjálfir við vopnagerð eftir mætti, þá gætu Miðveldamenn staðið alla skothríðina af sér. Lítum á árangurinn af Somme-bar- daganum. Samherjar draga þar að sór öll ógrynni skotfæra. Hríðin dynur á Þjóðverja mánuðum saman. Samherj- ar ná um einum hundraðasta hluta af Iendum Frakklands, þeim er Þjóðverj- ar tóku í ófriðarbyrjun. Annars alt við það sama, eins nú npp á síðkast- ið. ITm það síðar. Samherjar voná að þeim takist að svelta þrótt allan úr Miðveldunum. En svo mjög hefir framleiðsla matvæla minkað um alian heim, að sultur og neyð standa fyrir dyrum víða. Með kafnökkvunum ætla Þjóðverjar sér að gera Samherjum sama grikkinn — hefta flutninga á.sjó svo nauðsynjavara komist ekki milli landa. Þannig er svo komið, að barist er um skipastól heimsins, og þá jafnt um hlutlaus skip eins og skip ófriðarþjóða. Og stórviðburðirnir reka hver annan svo ótt, að örðugt er að fylgja með í huganum. Orðugt t. d. að hugsa sór, að í Rússlandi hafi gerst og sé að gerast þau stórtíðindi þessa daga, að jafna megi þeim við stjórnarbyltinguna miklu á Frakklandi. — Það þessa daga, — og þó er ótal margt annað sem mark- vert er í dag, og má búast við ein- hverju enn þá stórfeldara á morgun. Óeirðir 1905. Það var árið 1905 að óeirðir miklar geysuðu í Rússlandi. Þjóðin rumskaði og heimtaði rótt sinn og lög mannúð- ar, gegn alda ánauð og kúgun — aft- urhaldi og spillingu stjórnarvalda. — Múgurinn kom á verkföllum og flutn- ingateppum, alt var að fara í bál. Þá kallaði keisarinn Nikulás saman fyrsta þing Rússlands — Dúmuna. — Kosn- ingalögin voru mikið heldur frjálsleg. Ekki bar á öðru en einveldið væri þá undir lok liðið. En lítt ráðsettir framsóknar-garpar urðn til þess með ofstæki sínu, að verk og valdsvið Dúmunnar varð ekki eins víðtækt og áhorfðist í fyrstu. — Afturhaldsöm stjórn náði meiri og meiri tökum á öllum landsmálum — alt sótti í sama horfið. Svo kom ófriðurinn. Rússar hervæöast 1914. Rússar lögðu út í hann með þeim ásetningi að hjálpa frændum sínum Serbum. Eldheitur áhugi og ættjarð- arást greip allar þjóðir Rússaveldis. Þótt svo væri kveðið upp úr, að hjálpa skyldi Serbum og berjast þyrfti gegn hervaldi og fjárvaldi Prússa, þá var insti og helgasti ásetningur allra þjóða Rússaveldis sá, að berjast fyrir þeirri miklu hugsjón, að frelsa þær úr hönd- um fávitrar og siðspiltrar stjórnar. — Sú von vaknaði, að á alvörutímum þeim er bæru að höndum, þyrftu Rúss- ar að taka á öllu því afli, er þeir ættu til. Að því muudi þá bera, að1 dug- legustu og framsýuustu menn þjóðanna yiðu að taka við völdum — eða að öðrum kosti liði hið mikla Rússaveldi undir lok. •— Þjóðin þjökuð og kúguð hafði engu að tapa. Baráttan gat leitt til sigurs. Rasputin. 1 allri siðspiilingunni og stjórnleys- inu ber einn maður langt af öllum — þjóðarskrímslið R a s p u t i n. Saga hans er sorglegt æfintyri, æfi hans ö!l einn svika- og lyga-vefur, gerðir hans stórgerður samanhangandi glæpur alt til enda. Þegar maður heyrir um aðgerðir og afdrif þessa manns, þá er mjög örðugt að gera sór í hugarlund, að maður þessi hafi verið nútímámaður. Líkari er æfi hans því, að hann hafi lifað fyrir mörgum öldum, í myrkri fávizku, hjátrúar, trúarofsa og annarar spillingar. Hann var fyrst drepinn' nú á jólum. Prins nokkur ungur nátengdur hinum volduga keisara Rússlands varð til þess við annan mann að losa þjóð sína við manu þennan. Mun veik það hafa verið eitt hið þarfasta þjóðþrifa- fyrirtæki, er gert hefir verið í Rúss- landi um laugan aldur — enda hefir eigi verið hirt um hegningu enn. Uppruni Rasputins. Rasputin var ættaður austan úr suðlægari héruðum Síberíu. Var hann í æsku ribbaldi hinn mesti, og oftlega hegnt fyrir margskonar yfirsjónir. — Mentun fekk hann enga. Eru fáir læs- ir og skrifandi þar um slóðir. Fulltíða gerðist hann malari. Drakk hann þó oftar en hann mól. Svo fór, að hann fekk alllanga fang- elsisvist fyrir þjófnað. Komst hann þá í tæri við munka og biblíuna, og gerð- ist nú mjög trúaður. Settist hann með sveittann skallann við að lœra að lesa og tókst það nokkurnveginn. Rasputin verBur munkur. Er hann hafði fengið nasasjón af kristilegum fræðum, gerðist hann munk- ur. Lét hann nú af malarastarfi og stofnaði trúarflokk. í flokk hans gengu margar konur. Um trúarhætti hans og helgisiði verður eigi talað hór. Næsta einkennilegt, að slík ofurspilling geti fengið sess og heiti nálægt kristni. Vald hans cg álit óx nú mjög um hríð, meðal hjarðmanna Síberlu. Ferð- aðist hann um með konur sínar og geiði margskonar »dásamleg« krafta- verk. — Eiginkonu átti hann þó eina, er hann hafði keypt af hjarðmönnum og borgað fyrir út í hönd eins og títt er þar 1 landi. En, kvennhylli hans kom bonum brátt til heldra fólks í Rússlandi. Læknaði hann þar sjúka og fekk álit og fó fyrir. Agirnd og valdafíkn hans heimtaði nú stórum meira. A hæztu tindum. Greifafrú ein í Rússlandi er hann þekti, kom honum þá líka á tyllitá við keisaradrotninguna sjálfa. Var það Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, aQ móOir mín elskuleg frú Anna Christine Thomsen, ekkja H. Th. A. Thomsens kaupmanns, andaðist 24. þessa mán. ur lungnabóigu. Kaupmannahöfn 28. marz 1917. D. Thomsen. fyrir einum 10 árum. Hve gam- all hann var, er svo langt var komið, verður ekki sagt með vissu. Menn héldu hann um fertugt, er hann var skotinn, en hann hólt sjálfur að hann væri mikið eldri. Er hann komst að keisarahirðinni var ríkiserfinginn Alexej fárra ára gamall, og mjög heilsulaus. Margskon- ar sögur hafa gengið um veikindi hans, en ekkert vitnast með vissu. En drotn- ing tók munkinum tveim höudum. Með bænahaldi og trú sinni átti hann að færa syni hennar heilsubót. Og nú byrjar valdatími Rasputins; munksins austan úr Síberíu, sem ekk- ert kunni nema svall — og kærði sig að eins um metorð og fé. Sezt hann nú að í Pétursborg undir hatidarjaðri drotningar. Fljótlega er bústaður hans glæsileg höll. Bezta leiðin fyrir alla þá, er einhverju vildu fá fiamgengt, verður nú sú, að fara til Rasputins og biðja hann ásjár. Er þangað kom, sögðu menn hvað þeir vildu. Ef þeir svo voru vel efnum búnir, nefndi Rasputin hve mikið hylli hans kostaði, og sagði síðan að hægt yrði að koma því í lag. >Rasputin vilU. En fyrirhöfn hans var ekki mikil. Lítt skrifandi gat hann ekki látið vönd- uð meðmæli. Yenjulega skrifaði hann á miða »Rasputin vill«, án þess að láta þess getið, hvað hann vildi. Þessir nafnkunnu miðar Rasputins urðu nú æðstu valdboð Rússaveldis. Setti hann biskupa og ráðherra af eftir vild sinni og gaf embættin vinum sfn- um. Öll þjóðin skalf og nötraði fyrir vaidi hans. Fáir þorðu að leggja stein í götu hans. Engum tókst að steypa honum. Enginn mátti tala um hann í ræðu eða riti. Fljótt varð hann stórauðugur. Átti hann víða stóreignir. Meðai annars átti hann mikið af þýzkum verðbréf- um. Var það augljóst, að hann biði fjárhagslegt tjón af ófriðnum, enda var hann ófriðnum andvígur frá byrjun. Engum dettur í hug, að friðartylii hans hafi verið sprottin af öðru en fjárhags- legum ástæðum. Er talið sennilegt, að hann hefði getað afstýrt vígbúnaði Rússa 1914, ef hann hefði verið í Pót- ursborg, er ósköpin dundu yfir. En nú fór sem fór og Raspntin sat í valdastól sínum og skipaði ráðherra eftir vild sinni og efnahag þeirra — á bak við tjöldin. Því alt vald hans og allar gerðir voru í hliðar- og bak- herbergjum valdsmannanna. FriÐur, ef uppreist verður. í samningi þeim, sem Rússar gerðu við bandamenn sína í ófriðarbyrjun, skuldbundu þeir sig til þess, að semja ekki sérfrið við fjandmenn sína að bandamönnum fornspurðum — nema ef uppreist kæmi í Rússlandi sjálfu. Ef uppreist kæmi, væru þeir lausir allra mála. Rússneska þjóðin lagði út í ófrið þennan með þeim ásetningi, að hrista af sór ánauð og stjórnspilling margra alda. En stjórnarvöldin unnu á hinn bóginn að því, að halda allri stjórn í sama horfi. Er leið á ófriðinn, kom það æ bet- ur í Ijós, að mjög var ábótavant öllum hertygjum og aðbúnaði Rússa. Ófrið- urinn varð Rússum sú aflraun, að meira afl þurfti til, en ánauð og ill stjórn gat í tó látið. Því voru að eins tvær leiðir fyrir stjórnina : Önnur var sú, að gefa þjóðinni meira frelsi — hin að semja frið. — Og stjórnin vildi semja frið. Rasputin tapaði á ófriðn- um. Hann vildi óður og uppvægur frið — til þess og að geta haldið ófriði og völdum yfir þjóð sinni. En bandamenn Rússa, er birgja þá með hertygi, halda við sinn keip, að þeir verði að hjálpa þeim með að ganga í skrokk á Þjóðverjum. Stjórnin gerir sér uppreist.. Rússastjórn sá þá leið eina, að gera sór uppreist í Rússlandi til þess að sleppa úr kUpunni. Er það tekið til bragðs, að trassa matarflutninga um ríkið, svo alþýða svelti víða. Og uppreistin kom von bráðar — þó hún færi ekki eftir óskum og áælt- unum stjórnarinnar. Rasputin drepinn. En fyrst var Rasputin drepinn. Það var um jól. Það voru umbótamenn Rússlands, er áttu þar upptök að; menn sem sáu, að nú var um að gera fyrir hina rússnesku þjóð, að duga eða drepast. Ný stjórn varð að taka við. Og þá fyrst og fremst urðu þeir að sjá fyrir Rasputin. Þeir fengu áheyrn hjá hinum unga prinz Jussupov. Rasputin var boðið til veizlu í höll prinzins. Gekk hann þar í glaum og valdadýrð klæddur bændamussu að vanda. Hefðarfrúr þerruðu hendur hans að aflokinni mál- tíð. — Hann kunni aldrei að matast með hníf og gafli. En að mórgni fanst lík hans í ánni Neva með kúlugat í hnakkanum. — Þann morgun reis nýr dagur í sögu Rússlands. í þrjá næstu daga máttu blöðin skrifa um Rasputin. Þaðan veit heim- urinn um hann. Hálfum þriðja manuði síðar reis uppreistm. Duman. Nokkrum sinnum síðan ófriðurinu hófst hefir rússneska Dúman verið kölluð saman. Venjulega hefir þó ekki gefist ráðrúm til þess að sitja lengi á rökstólum. Þungar ákúrur hefir stjórn- in fengið í hvert sinn fyrir afturhald sitt og trassaskap. Þcgar í ófriðarbyrj- un bræddust fleiri flokkabrot innan dúmunnar saman í einn flokk, er gerðist harðsnúinn andstæðings-flokkur stjórnarinnar. Eftir því sem leið á ófriðinn, og dúman fekk oftar tækifæri til þess að koma saman, varð flokkur þessi öflugri og fjölmennari. En allir fundir dúmunnar enduðu á þá leið, að stjórninni þótti nóg um skammirnar, og keisarinn sendi þing- menn heim.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.