Ísafold


Ísafold - 21.04.1917, Qupperneq 2

Ísafold - 21.04.1917, Qupperneq 2
2 ISAFOLD I sama streng tekur annar höfund- <ir á bls. 138: »Endilega markmiöið getur þar verið að koma verzluninni á sem fæstar hendur, annaðhvort eins alls- herjar kaupfélagssambands fyrir alt land, eða landsins sjálfs — lands- verzlun. Hvort sem væri heldur, væri óhult um að ekki þyrfti að óttast kúgun — einokum«. Þegar að þessari niðurstöðu er kom- ið og þessir kaupfólagapostular hafa með flokkadráttum komið gæðingum sínum að valdasessum, þá er fylling tímans komin til þess að fullkomna verkið. Áður en eg sný mór að merg máls- ins. og grein Ti'mans »Um verzlun«, sem er árótting á ofangreindum til- vituunum, vil eg benda á, hverju Tíma- rit Sláturfólags Suðurlands víkur að kaupmönnum í ritgerð eftir Björn Bjarnarson: Bls. 19. »Þyng8ta ómegðin, sem á okkur liggur, er kaupmannastóttin, með öllu því, sem við leggjum henni til framfærslu og þæginda. Kaupmenn, sem milliliður < við skiftum sem sérstök stótt er sjálf * skapi kjör sín á kostnað framleið- enda, þurfa ekki og eiga ekki að vera til«. Bls. 28. »Kaupmenskan leiðir til sálars/kingar og örbyrgðar hjá fjölda fólksins, en samvinnufólagsskapurinn eflir sálarheilbrigði og almenna vel- megun«. Bls. 46. »Utanfólagsmenn eru í raun og veru að styðja að viðhaldi kaupmenskunnar, sem er skaðlegasta átumein þjóðfélagsins«. Bls. 50. » . . . en af gjöfunum tll kaupm. hefir hann (bóndinn) og aðrir sífeldan óhagnað, með þeim er hann að ala blóðsugu. En möglunarlaust borgar hver meðalsveit meira fé árlega til við- halds kaupmenskunni en sem nemur fylstu árslauuum hálaunaðs cmbættis- manns«. Bls. 51. »Hið sanna er, að fé- lagsskaparböndin, sem sumum finst óþolandi ófrelsi, eru eina ráðið fyrir okkur til að losna við ánauð kaup- menskunnar, verða efnalega sjálf- stæðir — frjálsir«. Eg get ekki að því gert, að hálfilla finst mér það sitja á þessu fólagi að pródika frelsi, þegar athugaðar eru 6. og 7. gr. fólagslaganna, er hljóða svo: 6. gr. »Hver sá, er gengur í fé' lagið, getur ekki skorast undan lög- um þess um næstu 5 ár. Vilji fé- lagsmaður að þeim tíma liðnum ganga úr félaginu, skal hann til- kynna það deildarstjóra skriflega 6 mánuðum, áður en 5 árin eru liðin; að öðrura kosti álízt hann fólags- maður næstu 5 ár, og gildir þetta um hvert 5 ára tímabil«. 7. gr. »Skuldbundinn er hver fó lagsmaður til að skifta > 'ð sláturhús fólagsins með alt sauðfó og nautgripi, er hann selur til slátrunar, og þang að er unt að koma. Undanþegnir þessu ákvæði eru þó félagsmenn, er búa austan Jökulsár á Sólheimasandi að því er snertir mylkar ær, fráfærð lömb og fullorðna hrúta, sé það fé eigi sélt til Reykjavíkur . . . « »Brot gegn ákvæðum greinar þessarar, fyrstu málsgreiu, varða sektum 5 kr. fyrir sauðkind hverja og 25 kr. fyrir nautgrip hvern, er fólagsmaður selur utanfélagsmanni, sem kaupir fónað til slátrunar í Reykjavík eða sem verzlar með slátur- fónað eða afurðir hans«. Mór detta í hug orð skáldsins: »Ó, landar! þór talið um kúgun og kvöl, og kúgið þó verst yður sjálfir«. og »Það er heimskan og fáfræðin, hógilja og deyfð, sem að harðfjötrar sál vora og anda«. Og að þessi maður (B. B.) skuli tala um kanpmenn sem blóðsugur, sem sjálfur gengur bezt fram í því aö þræl- blnda menn samtökum til þess að halda framleiðsluvörum sínum í sem allra hæstu verði, og þegar almenningsálitið og lögreglan hefir orðið að taka í taumana til að takmarka græðgina, hefir enginn borið sig ver í blöðunum en einmitt þessi maður. Og eg man ekki betur, en að eg hafi heyrt, að þetta sama fólag hafi látið dæma sig tll að greiða lögákveðið fátækraútsvar. Af þessu verður því eigi sóð, að það beri kjör fátæklinganna svo mjög fyrir brjósti í verkinu. I 0 I 0 I Heildsala. Árni Eiríksson Tals. 265 og 554 Póstb. 277. [ Smásala — Vefnaðarvfjrur, Priónavörur mjög fjölbreyttar. ■OO Saumavélar með fríhjóli og 5 ára verksmiðjuábyrgði Smávörar er saerta saumavir.nu og hannyrðir. Þvotta- og hreinlætisvörur, beztarog ódýrastar Tækifætisgjafir — Jólagjafir — Leikföng. ni Tíminn. »Um verzlun«. Eins og áður er áminst, er »Tíminn« síðasta og versta alda þessa ófagnaðar. Andi hans og orðfæri sýna, að hann er runninn undan rifjum óhlutvandra manna, sem ekki er sjálfrátt um gerðir sínar. Má það því mikið heita, ef hann nær hylli margra óháðra bænda. í upphafi greinarinnar »Um verzlun« < 3. tölublaðinu er játað, að almenn- ingur eigi mest undir verzlun næst heilsu og tíðarfari. Þetta er rótt, enda er verzlunin kölluð æðakerfi þjóð- hkamans, og eftir þv< ætti verzlunar- stéttin að vera hjartað! Hvað sem því Kður, þá keppast þjóðirnar við að menta verzlunarstéttina sem bezt og gera hana að öllu leyti sem hæfasta til að umbæta vörurnar, útvega þær hjá framleiðendum og dreyfa þeim sem hagkvæmast til neytendanna, er hún hvildarlaust leitar uppi um allan heim. — Til er jafnvel, að krafist er sérþekkingar, áður en verzlunar- réttindi eru veitt, og er það ekki þyð- ingarlaust. Þá er þaó og gleði og stolt hverrar þjóðar að eiga ríka verzlunarstótt. Með nægu starfsfó er hægt að reka verzlunina á hag- kvæmari og tryggari hátt en með litlu lánsfé, — og það fó, sem verzlunar- stóttirnar hafa umráð yfir til annara hluta er ekki aðgjörðalaust, það er vanalega aflvaki þjóðþrifafyrirtækja, sem standa < nánu sambandi við verzl- un (s. s. iðnaður og samgöngur). Þeir peningar eru þá beinlínis framleiðslulind og eigend urnir framleiðendur, þótt hvergi komi þeir nálægt verkinu sjálfir. Þeir eru aflið < vólunum, sem starfa engu ótrúrra en bóndinn við orfið eða sjó- maðurinn við færið. Að amast við kaupmönnum af þv< að þeir græði eða sóu efnaðir, er fyrir íslendinga sams konar búhnykkur sem að hefta hest inn — »þarfasta þjóninn« — af því að frjáls gerir hann gagn. »Kaupmennirnir eru ekki að eins óþarfir, heldur landsins verstu ómag- ar« segir Tfminn, — þess vegna sé alstað- ar stefnt að þv< < heiminum að gera verzlunina milliliðalausa, framleiðandi selji notanda. Þetta er sú frekasta villukenning, ssm eg minnist að hafa heyrt. Þvert á móti stefnir að því < öllum menningarlöndum að greina verzl- unina sem nákvæmast, þannig að hver maður hafi sitt ákveðna hlutverk á því sviði, er hann velur sér. Að þeBsu leyti á hið sama við verzlunina eins og verksmiðjuiðnaðinn. Þar hefir hver sín vissu handtök, á þann hátt næst fl/tir og fullkomnun, og á sömu braut- um leitar verzlunarstóttin framfara og fullkomnunar. Ef rétt er verzlað, og varan er keypt eða seld á réttum stað, á það ekki að auka á verð hennar, þótt margar hendur vinni verkið. Þvert á móti, margar hendur vinna verkið a f þ v < að það er hagur fyrir alla. Þessa kenningu sína rotar einnig greinarhöfundurinn sjálfur < næstu dálkum, þv< að þar kemur upp úr dúrnum að kaupfólögln eigi að reka heildverzlun, sem sé liðurinn milli þeirra og útlendra viðskiftamanna — en núverandi heildsalar sóu þar með leystir af hólmi. Milllliðum — sem eru þyrnar í augum höfundar — fækk- ar þv< alls ekki. Það er af þekkingar- leysi til verzlunar, að höfundur heldur fram að hór á landi gangi sama varan < gegnum hendur: smákaupmanna, stærri verzlana, kaupmanna, stórkaup- manna, umboðssala og heildsala. Það er von að bonum finnist þetta margir milliliðir, en lesendur blaðsins vita betur, að hér er að eins um tvo milli- liði að ræða, smásala og heildsala, eða smásala og umbpðsmenn, þó að ein- kennilegt só að höf. skyldi ekki kynna sér einföldu8tu skil á verzlunarstétt landsins áður en hann fór að skrifa um verzlum. Verzlunin er ekki góð, eða < réttu lagi, nema báðir hlutaðeigendur, þ. e. kaupandi og seljandi, hafi hag af henni, og < þeim tilgangi eru viðskiftin gerð. En það er mesti misjkilningur, sem vakir fyrir höf. og máske fleirum, að kaupandi sá, sem hagnast meira á verzluninni en annar só óþarfastur eða skaðlegastur þjóðinni — »taki flesta spæni úr aski hennar« — eins og Tim- inn segir. Til þess að málið verði sem ljósast og höf. < Timanum skiljanleg- ast, vil eg nota sama dæmið, sem hann hefir á hraðberg: sinum málstað til stuðnings, án þess eg viti hvort það er satt, eða skáldskapur, en eg er ánægður með það til stuðniugs mínu máli. Islenzkir heildsalar (0. J. & K.) hafa átt að kaupa nokkur hundruð smálest- ir af matvöru i New York síðastliðið haust, er þeir borga strax og geyma < pakkhúsi. Nokkrum mánuðum síðar þarf landstjórnin (íslenzka) að kaupa samskonar vörur. Hún leitar viða eftir tilboðum, og fær þau ódyrust hjá umræddum heildsölnm, af því að vör- urnar höfðu hækkað mikið i verði < millitið, og þeir gátu látið landstjórn- in njóta þess hagnaðar að nokkru leytl, til þess að ■ verða aðnjótandi viðskift- anna við hana. Fyrir þetta eiga við- komandi menu lof skilið en ekki last. Frams/ni þeirra hefir þarna orðið laud- inu til hagnaðar, og verðhækkunin að hinu leytinu hefir lent hjá innlendum kaupmönnum < stað einhverra amerík- anskra »spekúlanta«, án þess að pen- ingarnir væru á nokkurn hátt »teknir úr aski (slenzkrar alþ/ðn«. — Höf. svíð- ur mjög hve auðveldlega fsl. kaup- menn græða fó á þennan hátt. Þeir hafi svo litlu til sín kostað til undir- búnings undir starfið, og þetta kosti að eins samning og nokkur símskeyti. Já, undir þessum kringumstæðum segi eg — sem betur fer — þarf fsieuzka þjóðin ekki að telja eftir það fó, sem úr almennum eða opinberum sjóðum hefir runnið til mentutiar verzlunar- stéttarinnar. Að þvf er snertir fyrir- höfnina, er því til að svara, að sömu verzlun gátu hverjlr gert sem vildu, og með líkri fyrirhöfn, að eins ef þeir hefðu haft tvö skilyrði, sem það út- heimti, sem só verzlunarvit og peninga. Ef höf. álítur sig hafa vit á því, hve nær vörur muni hækka og lækka < verði á helmsmarkaðinum, eða geta sagt fyrir um þá hluti, þyrfti hann aldrei að skorta fó, og íiyti þá þjóð hans vafalaust góðs af því. Hvað þv< viðvíkur, að það só frjálst og heiðarlegt af kauprnönnum að hækka vörur sfnar < verði eftir þv( sem þær stíga á heimsmarkaðinum — um það geta ekki v.erið skiftar skoðanir. Eða geta óháðir bændur ekki með góðri samvizku selt mór ull fyrir 4 kr. kflóið < ár, ef eg vildi borga það, sem þeir hafa geymt frá fyrra ári, þótt hún þá hefði ekki kostað nema 3 kr. kílóið? Það er kostur frjálsrar verzlunar á friðartímum, að framboð og eftirspurn fá að ráða verðinu og viðskiftunuui, en ekki þvingunarlög með háum sekt- arakvæðum, eins og dæmi eru til að kaupfólög og samvinnufélög láta sór sæma. Höf. leiðir Bjálfúr svo Ijós rök að þv< hvernig fer, þegar þeir menn verzla, sem ekkert skyn bera á þá hluti, og vil eg því láta mér nægja að benda á sama dæmið sem hann birtir í 3. tölubl. Tfmans, þar sem sk/rt er frá tilraunum Fiskifélagsins með ohuverzlun — »það hafði ekki lund« til þess að haga seglum eftir viðskiftareglum, framboði og eftir- spurn, en borfði á olfuna leka úr tunnunum heilan vetur niður < sand- inn, og beið af verzluninni stórtjón. Þannig vill það oft verða, að pening arnir hverfa í sand og sjó úr höndum þeirra, sem ekki kunna með þá að fara, eimt ikting im o» þjóðum til óbætanlegs tjóns, en að eins hinum öfundsjúku til hugt'róunar. Það versta sem hlyzt af þessum mönnum, sem misbrúka svertu og pappfr eins og ritstjóri Tfmaus og hans fólagar, er óvildin, sem þeir kveikja milli manna og stétta, og tor- trygnin, sem þeir vekja í kaupum og sölu. Svo dyggilega hefir verið unnið að þv( undanfarið að gera kaupmenn tortryggilega, að viðbúið er að þess vegna eigi kaupmannastéttin íslenzka tiltölulega færri vel mentaða menn en sú sama stótt annara þjóða. Hngsnnarháttnrinii. Eg neita þv< eigi, að kaupmanna- stóttinni (slenzku er < /msu ábótavant, elns ogeðlilegt er,þarsem kaupmenuirn- ir eru alllr að kalla frumb/lingar f sinni stétt, en því fer fjarri að skriffinnar kaupfólaganna syni þá þjóðrækni, að benda á það, sem miður fer í fari þeirra, enda mundu þeir þá engu síð- ur koma við kaun kaupfólaganna. Þeirrar hugsunar gætir mjög hjá /ms- um, að það séu ekki aðrir en óráð- vandir braskarar og gn/jarar, sem geti grætt á verzlun. Þegar þaunig er í pottinn búið, hr<s efnilegum mönnurn hugur við að ganga þá leið, mönnum, sem ekki athuga það, að < engri stétt eru manndygðir jafn nauðsynlegar og arðvænlegar eins og < verzlunarstótt- inni. Eftir þv< sem maðurinn hefir meiri mök og skifti við meðbræður sfna, því nauðsynlegri er sanngirni, hreinskilni og orðheldni, og þv< betur sem verzlunarmaðurinn er búinn þess- um dygðum, þv< meiri viðskifti og arð fær hann. Aðalreglan í frjálsu við- skiftalífi vðrður því sú, að þjóðin græði mest á þeim kaupmömium, sem mest græða sjálfir. Aðalyfirskyn andstæðinga kaup- manuastéttarinnar er að þeir berjist fyrir jafnrétti og beri velferð fátækl- inganna mest fyrir brjósti. Þeir þykj- ast því vera mestu alþ/ðuvinir, og meðan gærunni er ekki flett af þeim, uota þeir sér atkvæði vinnul/ðsins til þess að komast til valda < þjóðfólag- inu. Eg vil ekki metast við þá um það, hverjir geri meira mannúðargagn — þeir eöa kaupmannastóttin, — en ósk'iljanlegt er það kænskubragð, að spilla samúð efnamanna og bágstaddra fátæklinga, eins og blöð jafnaðarmanna svokölluðu oft hafa gert. Minnistæð- ast mun það vera, þegar vikublaðið »Dagsbrún« þakkaði hr. Thor Jensen < fyrra höfðinglegar gjafir til fátækra manna. Þarfir verkal/ðsins eru marg- ar, en á engan hátt er verzlunarástand- ið, eins og það er hór á friðartímum, sárasta þörfin, enda eru útlendar vör- ur oft seldar töluvert lægra verði hór í smásölubúðum en < búðum utanlands, þótt undarlegt megi virðast, það s/nir það, að (slenzkir kaupmenn reka verzl- un með minni kostnaði en stóttar-- bræður þeirra erlendis, og láta sór offc nægja minni arð. Að þessu simii hefi eg tekið á mál- efni og mönnum með silkihönzkum, og vonast eftir að þeir, sem hlut eiga að máli, skoði framanritað sem vinsam- legar bendingar frá manni, sem alls ekki er óvinveittur róttri kaupfó- iagsstarfsemi en neyði mig eigi til að draga fram dæmi og myudir »úr líf- inu«, sem 16 ára viðkynning af kaup-- fólögunum hefir lagt mór < hendur. Ef aftur á móti er stofnað til baráttu milli kaupfólaga og kaupmanna með ritsmíðum þeim, sem eg hefi vitnað til,- veit eg að kaupmenn muni ekki ganga af hólmi að óieyndu. Kaupmenn hafa horft á það þegjandi, að Alþingi hefir verið hlutdrægt í þeirra garð, og jafn- vel veitt töluverðar fjárupphæðir úr landssjóði tll styrktar kaupfólaga og samvinnufólaga, en ekki annað til verzlunarstóttar laudsins < hoild, en Ktilfjörlegan styrk til Verzlunarskól- ans. Hefi eg þó aldrei skilið í þvf, á hverju það byggist, því að bændur virðast mega láta sór það uægja að fá að njóta < friði aukatekna af verzl- un, án þess að þau hjáverk sóu verð- launuð af almannafó. En hór fer eins og sagt er um þann gamla, ef hann nær < litlafingurinn. Nú kvað þessir menn eiga ítak í lar.dsstjórninni, og þykjast þeir þv< óhræddir geta talað fullum hálsi. — Nú er líka mikið undir þv< komið, að landsstjórnin syni kaupmönnum og kaupfóiögum jafnrótti < orði og verki. Þar á eg sórstak- lega við að hún selji ekki frekar af vörubigðum sínum til kaupfólaga en kaupmanna, og samtengi kaupfólags- verzlanirnar á engan hátt við lands- verzlunina. Þjóðarheill getur legíð við að friður, samúð og samvinna iiald- ist < landinu, eins og nú er ástatt, en til þess verða Tímans raddir að deyj* tímanlegum dauða. Garðar Gíslason. Jarðræktarfélag Reykjayikur, Aðalfundur þess var haldinn 30,- f. mán. — Sjóður kr. 13x6.20. — Samþykt var að veita Aldamótagarð- inum 100 kr. styrk til þess að bæta vegi og framræslu í garðinum, gegn því skilyrði, að Búnaðarfélag íslands leggi f.am jafnmikið fé og bæjar- stjórn leggi vatnsleiðslu inn í garð- inn. Auk þess var þess vænst að hún legði 100 kr. til umbóta á garð- inum. — í stað Þóihalls biskups Bjarnarsonar var kosinn í stjórn garðsins Sigurður Thoroddsen ad- junkt. Kosrir voru tveir fulltrúar til að* sitja aðalfund Búnaðarsambmd Kjalar- nesþinrs, þeir Jón prófessor Krist- jánsson og Pétur Hjaltested úrsnx. Viðnrkcnning fyrir áhuga og dugn- að í garðrækt var Axel Meinholt húsgagnasmið veitt, og Ogmundi Hanssyni frá Hólabrekku, fyrir á- huga og dugnað í jsrðyrkju. Voru. þeim báöum sendir nokktir árg.. a£ Búnaðarritinu. Samþykt var að gera Gisla John- sen konsúl í Vestmanneyjum kost á að kaupa af honum tilbúinn áburð í vor. Hafa félagsmenn skrifað sig fyrir allmikilli áburðarpöntun. Stjórnin endurkosin : Einar Helga- son, Jón Kristjánsson og Pétur Hjaltested. Sömuleiðis endurskoð- unarmenn: Halldór Danielsson yfir- dómari og Sighvatur Bjarnason banka- stjóri. ■»

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.