Ísafold - 09.06.1917, Blaðsíða 2

Ísafold - 09.06.1917, Blaðsíða 2
s ISAFOLD „Tlíí t bettdi guðs". Himnasjóli, allra drótta drottinn, dagsins gjafi og þúsund sólna vald. Hvaö er að þér — ertu’ úr völdum dottinnj, eða bilað mildi þinnar hald? Hvað er að þér — ertu á ljósi þreyttur? Áttu, guð, við skuggavætti mök? Hví er myrkur? Eitthvað ertu breyttur. Aldafaðir seg þín duldu rök. Seg þín rök að leyfa heift og heimsku höfuðvald, en glata viti og dáð. Þessir tímar grafa Krist i gleymsku. Guð á hæðum, veiztu engin ráð? Er ei unt að krýndir skálkar skilji og skelfist sína glæpasmognu sál? Sendu líkn að kanna harmsins hylji; henni er löngu fótaferðar mál. Sollin tár og blóði drifnar bænir brenna senn þínn dýrðarofna stól. Á þig stúrið gervalt mannkyn mænir, miklí guð, og þráir yl og skjól. Aldrei stóðstu svona firna fjarri; fólst þín tign er sárast hrópað var? Aldrei reyndist fálát þögn þín færri, því fast er reynt að hlera guðdómssvar. Enn um skeið á drottins dýrð skal trúa og dreyma þessa himinbundnu náð, — enn um stund að helgum drefjum hlúa og hlakka til að gæzkan leggi ráð. En meðan belja blóðs og neyðarelfur og brothljóð þrymja’ um endilangan heim, dýrðartildrið titrar alt og skelfur, tómhljóð glymja’ í hindurvitnum þeim. Jákob Thorarensen. i t Arni Eiríksson I-Heildsala 1 Tals. 260 og 554. Pósth. 277. I smisaia \ — Vefnaðarvðrur, Priónavorur mjög fjölbreyttar. — -£a •ojd Saumavélar með fríhjóli og 5 ára verksmiðjuábyrgði Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. Þvotta- og hreinlætisvörur, beztarog ódýrastar Tækifærisgjafir — Jólagjafir — Leikföng. Hið Isl. Bókmentafjelag. Aðalfund sinn heldur fjelagið mánudag 18. jimí 1917 kl. í>' sífldegis í Iðnaðarmannahúsinu. Verður þar: 1. Skírt frá hag fjelagsins og lagðir fram til úrsku-ðar og samþiktar reikningar firir 1916. 2. Kosnir tveir endurskoðunarmenn. 3. Rætt og áliktað um önnur fjelagsmál, sem upp kunna að verð* borin. Bjorn M. Ólsen, p. t. forseti. Ofugstreymi Tímans Og illgirni mannanna. 1. A vettvangi kaupmanna. I siðasta tölnblaði ísafoldar beindi eg Berstaklega nokkrnm orðum til þeirra Grnðbr. Magnússonar og Jónasar Jónsson- ar út af árásnm þeirra á kanpmannastétt- ina. Hr. Björn í Gröf skrifar dálítinn greinarstúf í 8. tölukl. Tímans, sem hann kallar »Gamalt og nýtt«. Það er fyrir- myndar ritsmíð, sem ber vott um hversu vel maðurinn er til höfð- ingja og fulltrúa fallinn, sakir skírleiks, stillingar og annara mannkosta (!!). Hann kemur að visu ekki nærri efninu, né reynir að afsaka um- mæli þau er eg hafði eftir hon- um í 26. tölubl. ísafoldar, hdd- ur hreytir hann til mín ónotum og berst við skuggann sinn eins og hinir. Skuggann, sem þeim öllum finst falla á kaupfélags- skapinn af því þeir herrar fá eigi óátalið að sverta kaupmanna- stéttina. Ljómi kaupfélaganna sést því líklega ekki nema kaup- mannastéttinn sé skuggum eð.a lygahjúpi vafin. Bjöm kallar mig fóstra kaup- félaganna og álítur að þau hafi byrjað með minni kaupmensku. Þennan heiður á eg ekki, því mörg voru þá fyrir löngu byrjuð. En hefði svo verið, bar mér frek- ast réttur til þess, að segja fóst- urbörnunum til syndanna 0g þá eigi síður þeim mönnum, sem með ofstæki og ósanngimi vinna kaup- félögunum mest ógagn. Eg vísa á bug öllum dylgjum hans um að eg hafi reynst kaup- félögunum illa í viðskiftum. Þær eru atvinnurógur, sem varðar lög, ef eg vildi virða ummælin svo mikils að kæra hann fyrir þau. Annars vil eg eigi vera harð- orður við gamalmennið í Gröfinni, því að eg býst við því, að ná- hljóð þess séu ósjálfráð. Hr. Jón Gauti Pétursson. Hyrningarsteinninn undir hans ritsmíð er sá »allsherjar misskiln- ingur á eðlilegu hlutverki allrar verzlunarstarfsemi fyrir hvert þjóðfélag« er hann segir að komi fram í mínum greinum. Og hann gerir mér þann misskilning, að eg álíti að verzlunin eigi sér stað vegna kaupmanna, en þeir ekki vegna hennar. Að visu ját- ar hann jafnframt, að eg hafi hvergi sagt þetta (og því síður hefi eg hugsað það eða skrifað), en hann hefir þó fundið að það skorti á stórmensku sína, að hann gæti skapað blaðagrein án efnis, og af því að hann getur ekki »hengt hatt sinn« á nein oftöluð orð í greinum mínum, kennir hann mér ýmsar ósannar hwgsanir, er hann reifar með kaupfélaga klút- um. Mér er vel ljóst að kaupmanna- stéttin er til orðin vegna nauð- synlegrar og eðlilegrar skipunar þjóðfélagsins. Og af þeim dæm- um «r J. G. P. tilgreinir, ætti honum líka að vera það skiljan- legt. Skipið siglir ekki reiðalaust. Hnakkinn þarf hann bæði vegna sín og hestsins. Og af fötunum veitir honum ekki til að hlífa sér og hylja nekt sína fyrir öðrum. Þegar hann því líkir verzluninni við skipsreiða, hnakk og föt, dylst honum eigi hve mikið gagn hún gerir. Mér kom ekki efni greinar Jóns Gauta á óvart, því að það er alt að kalla, gömul kaupfélagatugga, sem er leitt að sjá ganga mann fram af manni, útþynta með hroka og fáfræði. Hann þykist geta knésett mig, kent mér verzl- unarsögu og skilgreining verzlun- arreksturs. Þótt eg virði viðleitn- ina að maklegleikum, verð eg að segja, að eg er eigi hrifinn af kenslunni. Honum verður skrafdrjúgt um milliliðina í verzlun, og slær því föstu fyrir hönd kaupfélaganna, að aðrir séu eigi milliliðir en þeir »sem hafa full eignarumráð varanna lengur eða skemur og selja þær aftur því verði, sem viðskiftaástæður leyfa þeim í hvert sinn. (s. s. heildsalar og smákaupmenn)«. Þótt það varði minstu hverju nafni þeir nefnast, sem verzlun reka, vil eg benda á, að þetta kemur illa heim við skilning Tím- ans á »millilið«, því að hann tel- ur þó að allskonar umboðsmenn nefnist því nafni lika. * Annars væri fróðlegt að vita hver af- staða þeirra er til verslunar frá kaupfélaga sjónarmiði. Hitt er erfiðara að skilja, hvernig þessir menn hugsa sér verzlun án miili- liða, það er: kaupmanna, sem eiga vörurnar er þeir verzla með, þar sem þeir þó í öðru orðinu leggja áherslu á þá grundvallar- setningu sína, að verzlunin sé milliliðalaus, þegar allir þeir sem verzla (þ. e. kaupa og selja) eiga verzlunina (sjá 7. tölubl. Timans). Þetta er hringferð Tímans, eða gáta sem eigi verður leyst, nema með dæminu um vöruskifti not- anda og framleiðanda í 29. tbl. Isafoldar, því að það liggur í aug- um uppi, að fari varan annara á milli, hljóta þeir menn annað hvort að vera kaupmenn eða um- boðsmenn. Það er dálítið nýjabragð að þeirri kenningu J. G. P. að kaup- menn séu aðeins umboðsmenn, er ekkert siðferðislegt leyfi hafi til að ráða verðlagi á sinum vörúm, eða laga það eftir breytingum heimsmarkaðarins. í síðasta tölu- blaði ísafoldar stendur þessi reg- in vitleysa: »Honum (þ. e, mér) skilst þá ef til vill líka, að sem umboös- maöur tveggja manna, erskift- ast á vörum, hefði hann engan siðferðislegan rétt til að færa upp verð á vörum þeirra sér í hag, þó svo vildi til, að sams- konar vörur stigi í verði alment meðan þær væru í hans vörzl- um. — Þetta gerðu þó allir kaupmenn, sem það gátu sum- arið 1914, og oftar, 0g annað hvort verða þeir því að neita ■ því, að hlutverk þeirra sé að vera umboðsmenn framleiðenda og notenda, og þeir reki því start sitt eingöngu með sinn hag fyrir augum, — eða þeir verða að játa á sig siðferðislegt afbrot*. Það sjá allir, að verzlun fer eigi fram nema menn hafi ein- hver eigna8kifti. Og eg kaupi t. d. ullina af bóndanum, af því að hann vill heldur eiga peningana en ullina, þar sem eg aftur á móti kýs mér frekar ullina. Og eftir að eg hefi þannig eignast ullina, hefi eg sama eignarrétt yfir henni, eins og bóndinn, sem fyr átti hana. Af því leiðir að eg hefi þann sama siðferðislega rétt til að selja þessa vöru fyrir það verð er eg hæst fæ fyrir hana, alveg eins og bóndinn hafði gagn- vart mér. Bændur munu engu síður en kaupn^enn vera kröfuharðir að því er snertir verðlag á vörum sínum. Á yfirstandi tímum eru vöruframboð tept, og þar af leið- andi fær frjáls samkepni ekki að njóta sín. Þó get eg eigi séð að kaupmennirnir hafi notað sér frekar en framleiðendur landsins þessar þvinguðu kringumstæður. Eða virðist það ekki benda til þess að bændur reki sitt starf með sinn eigin hag fyrir augum, þegar þeir bindast samtökum til þess að koma í veg fyrir að sam- landar þeirra fái framleiðsluvör- urnar með því.verði sem stjórn- aryöld hafa ákveðið og munu hafa haft við orð að draga held- ur úr framleiðslunni en að selja undir því verði, er þeir sjálfir leggja á vörur sínar. Þetta er eigi gert með hag neytenda fyrir augum. Hinsvegar er ómögulegt að hugsa sér kaupmann, (»er hefir full eignarráð varanna*) oem um- boðsmann framleiðenda og not- enda, og að hann reki starf þeirra beggja þeim til hagsmuna, vegna þess að hagsmunir þesaara tveggja verzlunaraðilja geta eigi farið saman, þegar um eina og sömu vörutegund er að ræða. Eftir því sem eg t. d. borga bóndanum hærra verð fyrir smjörið, því dýr- ara verður það sjómanninum eða kaupstaðartiúanum, er neytir þess. Hvernig sem litið er á afstöðu kaupmanna gagnvart verzlun, verður á engan hátt hægt að segja með sanni að þeir séu um- boðsmenn framleiðenda og neyt- enda, þegar út frá því er gengið að þeir reki verzlunina með eig- in fé eða á eigin ábyrgð. Er það því mesta fjarstæða að þeir fremjí nokkurt siðferðislegt afbrot þótt þeir selji vörur sínar því verði sem viðskiftaástæður leyfa þeim í hvert sinn, eins og J. G. kemst sjálfur að orði á öðrum stað í grein sinni. Eða álítur J. G. að landsstjórnin fremji siðferðislegt brot, þótt hún hækki verð á kola- birgðum þeim er hún átti áður en síða8ti farmur kom til lands- ins, og seldi þá á 86 krónur smá- lestina, upp i verð síðast keyptra kola, sem er 150 kr. smálestin. Hverjir eru »óbreyttu mennirnir* er J. G. þykist sanna að hafi aðr- ar >lögmálstöflur« en kaupmenn? Verzlunarfrelsi almennings, þar sem um kaupmannaviðskifti ein er að ræða, finst J. G. líkjast »því sjálfstæði, að mega vera sjálf- ráður um þvort maður kastar sér í sjóinn eða hafið«. Eg er Jóni sammála um það, að líkt muni vera að drukkna í sjó eða hafif En ef eg fæ dregna nokkra hugs- un út úr þessari samlíkingu, virð- ist mér hún miða að því, að gera lítið úr þekkingu og frjálsræði þjóðarinnar í verzlunarefnum, að undanskildum örfáum kaupfélags- poatulum. Þekking, frjálsræði og sjálfstæði er þó leiðin til þess að njóta þeirra beztu viðskiftakjara sem kostur er á. Ef verzlunin er þvinguð með lögum — hvort held- ur sem er landslögum eða óeðli- legum félagslögum — verða menn að sætta sig í þeim efnum við stjórn og forsjá annara, og þá oft þeirra manna, sem óvönduð- ust ráð nota til þess að ryðja sér til valda. Þá missir ekki aðeins einstaklingurinn heldur þjóðin í heild dýrustu eignina — frjáls- ræðið. Kaupfélagsmenn vilja láta sam- bend íslenzkra samvinnufélaga skifta erlendis við heildsöluhús þarlendra samvinnufélaga. Hvaða trygging gefst íslendingum fyrir því, að þeir fái ódýrastar og beztar vörur lijá erlendum sam- vinnufélögum, eða að þau borgí bezt íslenzkar afurðir? Ef svo væri myndu íslenzkir kaupmenn, hagsmnna sinna vegna, hafa átt kaup við þau hús, en því fer fjarri að svo hafi verið, svo nokkru nemi. Eg þekki það af eigin reynslu, að þau hús geta hvorki kept við heildverelanir kaup- manna að veröi né gæðum var- anna. Ef því íslenzk kaupfólög ætla að binda sig við erlenda kaupfélagsverzlun, eins og J. G.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.