Ísafold - 09.06.1917, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.06.1917, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. VerSárg. 5 kr., erlendia 7^/j kr. eða 2 dollarjborg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lauaasala 5 a. eint XLIV. árg. Reykjavik, laugardaginn 9 júni 1917 Uppsögn ^skrlfl. bundln vlð áramót, er ógild nema kom- In bó til útgefanda fyrir 1. oktbr. og aé kaupandi skuld- lau»-vin blaSiS. 39. tölublaö . Model 85-4 4500.00 Brúua bifreiðio. Hér fj.i ð fiið stóra og skrautlega Overland bifreið, með ölium nýtíjku útbúnaði, setn gefur yður meira fyrir peninga yðar en nokkur önnur bdreið í heiminum. Þetta er einmitt sú bifreið sem hentar yður, fjöl- skyldu yðar og pyngju. Þvi húo er í alla staði skrautleg, liturinn er fagur- brúnn, með mjög fínum frágangi. Tjöld og himinn i sámsvarandi lit, með öllum nútímans þægindum. í þessari bifreið er hin heimsfiæga Overland 4 cy- lindera hreifivél, sem knýr áfram fleiri b'.freiðar én nokk- ur önnur vél af líkri stærð og gerð. Vélin er afar-kraft- mikil en þó eldneytisspör. Þessi bifreið hefir stór og sver hjól og langt á milli hjólanna, er þvi mjög þægileg. Ein af þessum bifreiðutn hefir þegar komið hingað. Þér munuð hafa veitt henni eftirtekt. Húu er H. F. 5. Væntanlega koma nokkrar af þessum ágætu bifreið- um hingað bráðlega. Tryggið yður í tírra. Un.boðsmaður vor er: Jónatan t»orsteinsson, Reykjavík. The Willys-Overland Company Toledo, Ohio, U. S. A. •Reynslan er sannleikur* sagði »Repp« eg l>óttCaö!>itrari mafiur. Reynsla alheims hefir dœmt IFordbíla að vera bezta allra bila og alheims dóm verður ekki bnekt. Af Ford- bílum eru fleiri A feið i heiminum en af öll- nm öðrum bíltegundum samaníagt. Hvað fiannar það ? Það sanuar það. Fordbillinn er beztur allra bíla enda hefir hann unnið sér öndvoigissieti meðal allra Bila, hjá öllum þjóðum og hlotið heiðarsnafnið Yeraldarvagn. Fást að eins hjá undiirituðum sem einnig selur hinar heimsfrægu DUNLOP DEKK og JSL0NGUR fyrir allar tegundir bila. P. Stefánsson, Lækjartorgi 1, JLlþýðufél bókasatn Templarae. 8 kl. 7—0 bx^ígarstjóraskrifst. opin dapl. 10 -1‘2 og 1—ö Bajftrfóf’etttskrifstofan opin v. d. 10—1? og 1—5 Bæjargjaldkérinn Laufásv. 5 kl. 10—12 og 1—B Ífiiandsbanki opinn 10—4. 'SLF.U.M. Lestrar-og skrifstofa Fárd.—10 lf d, Alm. fundir fid. og sd. 81/* slðd. Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 á helgaxn Landakotsspitali f. ajúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—8. Bankasðj. 10—12 íiandsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8 'L&násbúnaðarfélagsskrifstofan opin frá 12-2 Lanásféhirðir 4—5. liftöásaíminn opinn daglangt (8—9) virka dafca helga daga 10—18 og 4—7. iiifitasafnið (lokað fyrst um sinnj Wáttúrugripasafnið opið l*/a—2*/a á sunnnd. Pófithúsið opið virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgð Islands kl. 1—6. Btjórnarráðs8krifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Royk,javíkur Pósth 8 opinn 8—12. Vlfiletaðahælið. Heimsóknftrtimi 12—1 tjóðmenjasafnið opið sd., þrd. og fid. 12—2 IÞjóðakjalasafnið hvern virkan dag kl. )2- 8 og 6—8 siðd. Vöruverðið og brezku samningarnir. í fróðlegri grein, sem S. Carl Löve útgerðarmaður og skipstjóri ritar í »Vísi« .5. þ. m. um vél- bátaútgerð, kastar hann meðal annara fram þeirri spurningu, hvort landsstjórnin hafi snúið sér til Breta um hækkun á samnings- verðinu á íslenzkum afurðum, vegna hinnar gífurlegu hækkunar á aðfluttum vörum síðan á ný- ári. Margir hafa talið sjálfsagt að stjórnin færi fram á þetta við Breta, og mér er kunnugt um, að landsstjórninni hefir verið bent á þetta fyrir þó nokkru síðan. Hvað hefir gerst í því er mér ókunnugt um. Hinu geri eg ráð fyrir að slík málaleitun, ef rétt væri að farið, gæti baft góðan árangur. Það er vitanlegt að grundvöllur samn- inga þeirra sem gerðir voru við Breta fyrir rúmu ári síðan var þessi: Bretar telja sig neydda til þess af hernaðarástæðum að stöðva fiutning íslenzkra afurða á þá staði, sem þær eru bezt borgaðar. Til þess að kyrkja eigi með þessu íslenzka framleiðslu, vilja þeir skuldbinda sig til að kaupa þann hluta framleiðslunnar, sem heftur er því verði að islenzkum fram- leiðendum sé trygður sanngjarn hagnaður af framleiðslunni. Þetta er rauði þráðurinn í sam- komulaginu. Nú er það kunnugt, að árið 1916 var verð þetta þannig sett, eftir að kjötverðið hækkaði með útflutningsleyfinu til Noregs, að það náði tilgangi sínum: að trvggja sanngjarnan hagnað af framleiðsl- unni. Landsstjórnin mun og hafa talið verð það, er um var samið á síðastliðnum vetri ná þessum tilgangi. En síðan hefir sú ger- breyting orðið, að aðalvöruteg- undir þær, er notaðar eru til framleiðslu sjávarafurða hafa hækkað í verði, sem nemur jafn- vel hundruðum °/0 og allaraðrar nauðsynjar hafa hækkað stór- kostlega. Afleiðingin er sú að í stað sanngjarns hagnaðar verður tap á framleiðslunni, nema samninga- verðið brezka verði hækkað. Til þessað koma þessu máli fram munu tæplega nægja símskeytasending- ar frá landsstjórninni. Heppileg- ast væri líklega að einhver ráð- herranna fari, ef stjórnin teldi hæft, til Lundúna með tveím eða fleiri duglegum mönnum og gætu þeir lagt fyrir brezku stjórn- ina full gögn fyrir því, hvað verðið þurfi að vera til að tryggja sanngjarnan hagnað af framleiðsl- unni. Þetta er eitt af mestu alvöru- málunum, þvi með vissu tapi fyrir stafni hlýtur framleiðslan að mestu leyti að liggja niðri. Af því leiðir alment atvinnuleysi og hörmungar þær, sem það hlýt- ur að hafa í för með sér. Og með hverju á að borga aðfluttu vörurnar, ef útflutningur á innlend- um afurðum minlcar svo afskap- lega, sem nú eru helzt horfur á? Eg get eigi stilt mig um að minnast á það í þessu sambandi, hve óbiigjarnir eru sumir þeir dómar, sem heyrast um viðskifd Breta við oss út af ófriðnum. Án þess að fara nokkuð út í dóma um brezku samningana að öðru leyti vil eg að eins benda á það, að úr því Bretar töldu nauðsyn- legt og réttmætt að hefta vöru- flutninga vora af hernaðarástæð- um og gátu það, þá hefir þeim farist vel, er þeir lofuðu að tryggja oss sölu þeirra afurða sem yrðu fyrir því barði, svo góðu verði að sanngjarn hagnaður yrði af að framleiða þær. Og mér er það kunnugt að brezka stjórnin hefir á nokkrum sviðum greitt engu ver eða jafnvel betur, fyrir os8 íslendingum í viðskiftum en sumum öðrum hlutlausum þjóð- um þótt stærri séu. Slíkt verður að segjast, þó eigi væri til annars en að mótmæla þvi kröftuglega, er menn vilja bera viðskifti Breta við oss sam- an við framkomu Þjóðverja, er þeir heimsækja Færeyinga, sem voru á friðsömum fiskiveiðum á -venjulegum miðum sínum, og skjóta orðalaust. undan þeim skip- in,jrlsaklausum, en setja áhöfn skipanna í beinan lífsháska. Svei m Björnsson. Aths. Eftir að þetta er ritað sé eg að stjórnarblaðið »Landið« telur það illkleift að halda uppi brezka verðinu vegna þess að grund- völlurinn sé þar illa lagður og eg hafi í byrjun farið fram á ó- hæfilega lágt verð, sökum þekk- ingarleysis á framleiðslukostnað- inum. Eg hefi að mestu látið hlutlausar ákúrur gegn mér út af umræddum erindisrekstri mínum og mun gera svo enu. Tel til- gangslausar stælur um það; tím- inn einn leiðir það i ljós, hvert ámæli eg á fyrir það. Eg vil aðeins geta þess, að verð, það er eg fór fram á í byrjun, og þótt- ist geta rökstutt, var ekki lægra en uppástungur þær, sem komu héðan og bygðar voru á fullri þekkingu um framleiðslukostnað- inn. Og takist stjórninni að halda uppi þeim »illa* grundvelli, sem lagður var í byrjun, þ. e. að verð- ið sé miðað við framleiðslukostn- aðinn, að viðbættum sanngjörn- um hagnaði, hygg eg að henni muni eigi ámælt, þótt ámælis- vert sé það talið, er eg var við það riðinn. Sv. B. Bannlogin gerast nú víða umræðu- efni. N/lega var haldinn kjósenda- fundur um þau á ísafirði og samþykt þar tillaga um að skora á alþlngi að efla eftirlitið með þeim og að breyta þeim, svo að þau nái betur tilgangi sínum. Stjórnin sótt? »Landið* hefir talið sig knúð til að nota talsvert dálkarúm til umtals aðfinslunum við stjórnina, sem kom- ið hafa fram í blöðunum seinustu vikurnar og verið hefir mikið um- talsefni síðan augu almennings opn- uðust fyrir þvi, hve illa stjórninni sem nú er, farast stjórnarstörfin. Meira er það skraf blaðsins að víð- áttu en viti. »Landið« finnur að því að það sé kallað vörn, sem blaðið hefir svarað aðfinslunum með. »Bragð er að þá barnið finnurc má segja. Enda höf- um vér þegar bent á að vörnin var engin. En nú Htur út fyrir að svör blaðsins ætli að snúast npp í sóktt á hendur landsstjórninni? Er það ekki árás á landsstjórnina að segja, að hún hafi horft viss vitandi á það að kol og salf gengu algerlega til þurðar án þess að hreyfa legg legg eða lið, af pví að hún áleit það hlutverk h.f. Kol og Salt að sjá land- inu algerlega fyrir þessum vörumi? Er það ekki árás á landsstjórnina að segja að hún hafi horft víss vit- andi á það, að steinolía gekk til þurðar, af pvi að hún áleit að Stein- olíufélagið ætti að sjá landsmönnum fyrir steinolíul? Er' það ekki árás á landsstjórnina að segja að hún hafi ekkert vitaö um vöntun á þessum vörum fyr en alt var orðið tómt, af því að útgerð- armenn hafi ekki krafist varanna fyr af landsstjórninnU ? Er það ekki árás á stjórnina að víta Eimskipafélagsstjórnina fyrir að benda á þann mann til Ameríku- ferðarinnar sem stjórn Eimskipafé- lagsins taldi hæfastan og landsstjórn- in síðan beiddi einnig að reka erindi sín af því að hún (landstjórnin) áleit hann til þess vel hæfanl? Er það ekki árás á landsstjórnina að gefa í skyn eins ótvíræðlega og blaðið gerir að stjómin geri ekkert nema það, sem aðrir benda henni á eða þvinga hana til að geral? Vér hyggjum að eigi sé ofmælt, að svo frumkvæðislítil stjórn sé óvið- unandi á þessum alvörutímum. í sama dálkinum sem blaðið við- urkennir að hér sé tilfinnanlegnr skortur á kolum, salti og steinolíu, segir það: »Oss er ókunnugt um að tilfinnanlegur skortur sé orðinn í landinu ... «1 Þessi leikur með lífsmálin hjá stjórnarblaðinu er oss óskiljanlegur með öllu. Heimspekisprófi við háskólann hafa þessir stúdentar lokið: Anna Bjarnadóttlr I. ág. Árni Sigurðsson I. ág. Helgi JónassoU I. Inglmar Jónsson I. ág. Lúðvfk D. Nordal I. Magnús Guðmundsson I. Pótur Magnússou II. betri. Stanley Guðmundsson I. Sveinn Ogmundsson II. betrl Þorkell Gíslason II. lakari. Auk þessara stúdenta tóku 2 próf fyrir nokkru, þeir Helgi lngvarsson og Egill Jónsson, báðir með I. ein- kunn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.