Ísafold - 04.07.1917, Blaðsíða 2

Ísafold - 04.07.1917, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD stríðsþjóðir helzt vilja að hvert skip segi sem réttast frá þjóðerni sínu, og hvernig sem fer, munu þær una því bezt, að engin skip segi órétt eða ónákvæmt til um hvaða landi þau heyri til. Á síð- ustu árum höfum vér haft mikil bein við8kifti við Bandaríkin í Norður-Ameríku. Bandaríkjamenn veittu þvi eftirtekt, er vér hófum þau viðakifti fyrst og fögnuðu því. Myndu þeir hafa nokkuð á móti því, að skip vor sýndu það með þjóðernismerki sínu að þau væru íslenzlc? Því trúir enginn. Nei, það mundi engum torveld- leikum bundið að aðrar þjóðir leyfðu oss að sýna fána vorn sem þjóðfána, farfána (kaupfána) vorn, hver sem væri, — allar aðrar þjóðir, nem^ máske Danir, Dannebrogs-þjóðin sjálf. En myndu Danir hafa á móti því ? Það mun alment álitið svo, Svo er að sjá á sögu fánamálsins sem fram- koma þeirra í því máli hafi þótt benda í þá átt, bæði stjórnar þeirra og einstakra manna, sem ritað hafa um málið. Ef betur er aðgætt er það þó víst mjög vafasamt hvort danska þjóðin yflrleitt óskar þess að vér flögg- um með fána hennar. Danir telja oss alls ekki »bein af sínum bein- um og hold af sínu holdi«, hafa aldrei neinu ástfóstri við oss tekið. Skildleika- og vináttutil- finningin heimtar það ekki frem- ur af þeim en oss, að vér göng- um fram undir sama merki og þeir. Ef nokkrir þeirra skyldu álíta að vér vildum sýna Dönum óvirðingu eða óskuðum að forð- ast að sýna* þeim virðingu, með því að nota ekki þeirra fána, sem oss þykir þó svo fagur og göf- ugur, þá mun mega ætla að það verði hægðarleikur að leiða þá sömu menn í allan sannleika. — Eigum vér að ímynda oss að Dönum þyki þjóðarmetnaður í því, að einnig vér látumst vera Danir? Eða eigum vér að ætla þeim þann þjóðarrembing eða drotnunargirnd, að þeir, þeirra hvata vegna, vildu ekki að vér sýndum vort sanna þjóðernis- merki ? Slíkt mætti álíta get- sakir, ósamboðið Dönum vorra tima að minsta kosti. En kynni hér ekki að vera móðurleg um- hyggjusemi frá Dana hálfu, eða máske um brýna þörf eða full- komna nauðsyn að ræða ? Víst alls ekki annara þjóða vegna. Nú er tekið fyrir víking sjóræn- ingjaþjóða, og eins og áður er sagt myndu þær þjóðir erlendar, er helzt fara um höfin og gista framandi hafnir, ekki hafa neitt út á það að setja að vér sýndum ótvírætt þjóðerni skipa vorra, né oss fremur háski búinn af þeim þjóðum yfirleitt, er vér skiftum við, þótt þær sæju að skip vor væru frá íslandi og ekki frá Danmörku. En þörfin eða nauðsynin á að sýna ekki að vér séum íslend- ingar. í hverju skyldi hún þá geta legið? Hér er þá um það að ræða hvort danskir farmenn, danskir sjó-hermenn eða danskir ræðismenn og erindrekar, heima og erlendis, munu endilega þurfa að sjá Dannebrog sína á skipum vorum til þess að haga sér gagn- vart þeim svo sem þeim ber sem íslenzkum skipum. Það verða varla nokkrar skynsamlegar á- stæður séðar íyrir þvi, að þess- ara stétta menn vildu síður að skip vor sýndu sem fyrst og greinilegast að þau væru íslenzk — og það væri ekki annað en illar getsakir að ætla að þeir myndu haga sér gagnvart far- mönnum vorum á nokkurn hátt öðruvísi fyrir það, að þeir sæju það á farfánanum að þeir væru íslenzkir — ekki danskir. Máske þetta sé þá eintómur hugarburður, að Danir vilji ekki leyfa oss að nota fána vorn sem algildan farfána. Á hverju strand- aði fánalagafrumvarpið 1911? — Ekki synjaði konungur staöfest- ingar. Frumvarpið dagaði uppi á alþingi, og það víst mest fyrir ósamkomulag um gerð fánans. Líkt fór á alþingi 1913, frum- varpið var ekki afgreitt af þing- inu, en þingið (e. d.) ætlaðist til þess af stjórninni að hún legði aftur fyrir næsta verulegt alþingi fánalagafrumvarp. — Það gerði stjórnin ekki, heldur gaf kon- ungur út úrskurð um að vera skyldi löggildur fyrir ísland sér- stakur fáni, er draga mætti á stöng hvarvetna á íslandi og ís- lenzk skip _ mættu sigla undir í landhelgi Islands. Konungsúr- skurður þessi var staðfest úr* skurðartillaga ráðherra vors. Úr- skurðurinn veitti ekki þann fána sem frumvarpið 1911 var um, en kalla má að frumvarpið, sem kveðið var niður 1913, færi ekki fram á annan fána en löggiltur var með úrskurðinum. Það er allsendis ólíklegt að það hafi béinlínis og eingöngu verið dönsk- um mótþróa móti íslenzkum far- fána að kenna að ráðherra kom fram með þessa konungsúrskurð- artillögu rétt eftir þinglok 1913, í stað þess að taka beint tillit til hinnar rökstuddu dagskrár efri deildar, að skýra konunginum frá vilja alþingis í fánamálinu og að stjórnin síðan legði fyrir næsta reglulegt alþingi (1915) frumvarp til laga um íslenzkan fána. — Dönskum stjórnmálamönnum, sem kunna að hafa viljað skifta sér af fánamáli voru, hefði víst engu síður orðið mögulegt að beita áhrifum sínum á það 1915 en 1913; en þeir kunna vitan- lega að hafa óskað að ráða því sem fyrst til lykta á þann hátt sem gert var með úrskurðinum, til þess að því yrði síður ráðið til lykta 1915 á þann hátt sem alþingisfrumvarpið 1911 fór fram Gestur i ný-íslenzkum skáldskap. Bókmenta-hugleiBingar eftir Alexander Jóhannesson. III. Flestar af þýðingum Gests eru gerðar undir Ijúfum lögum og stingur það í stúf við flestar ís- lenzkar þýðingar, er gerðar eru. Ljóð og lag hafa ekki altaf átt, samleið, en bæði reyna þau að likja eftir hljómöldum mannssál- arinnar. Fyr á öldum höfðu ljóð- in eflaust yfirtökin og því eru kliðbrigðin í norrænum skáldskap jafn margvísleg. En er sönglist- inni fór fram, fækkaði þessum kliðbrigðum og er því ljóðagerðin einfaldari og óbrotnari hjá oss ís- lendingum nú en áður. Ljóð og lag fór hvert sína leið, líka hjá öðrum þjóðum, og því er til ara- grúi af lögum án ljóða (Lieder ohne Worte) og ljóðum án laga, þ. e. ljóðúm, sem þannig eru gerð, að mjög fárra tónsveiflna mundi gæta, ef þeim væri breytt í lög. En lagasmiðir kappkosta, er þeir gera lög við ákveðin Ijóð, að líkja eftir þeim tónsveifium, er felast í sjálfu kvæðinu. Eru miklir erfið- leikar á þessu, enda er fjöldinn allur af þesskonar lögum að meira og minna leyti fálm út í loftið, og eins er um ljóðalausu lögin, að erfitt er að ná fastatökum á hljómöldunum í orðum. Því er bersýnilegt, að fegurstur hlýtur sá söngur að vera, er ljóð og lag fallast í faðma, er algert samræmi er milli hvorutveggja. Þetta vakti fyrir Rich. Wagner, er hann reyndi að samtengja leikrit og söngleik (óperu) og varð höfund- ur að söngleikritum (Musikdrama), er Þjóðverjar álíta margir, að sé æðsta listatakmark. í þessum smíðum Wagners skýra söngur- inn og ljóðin hvort annað, í »Nibe- lungen Ring« t. d. eru yrkisefnin (motiv) talin um 90, er hljóðfæra- sveitin á að skýra í tónum. í íslenzkum Ijóðum og lögum má finna þess mörg dæmi, hve ljóð og lög eiga illa saman, og er þetta ýmist að kenna Ijóð- skáldinu eða lagaskáldinu. Skal hér bent á t. d. lagið við »Þið þekkið fold með blíðri brá«, er tónninn er lengdur á áherzlulausu orði (drjúpi hana blessun Drott- ins á). Og illa tókst Jónasi Hall- grímssyni, er hann gerði veizlu- kvæði sitt »Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur« undir lagi. Notar Jónas stutt atkvæði undir áherzlutónum, er fer mjög illaá: eins og á vori laufi skrýðist lundur, lifnar og glæðist hugarkætin þá. — Juktum því vinir! vínið andann hressa, o. s. frv. Ætti Jónas eftir þessu að hafa verið ósöngvinn mjög. Tökum t. d. lag Helga Helga- sonar við »Skarphéðinn í brenn- unni«. Hefir hann efiaust ætlað, að í fornyrðislagi væri hljóðfallið æ hið sama: — w w w nárvarBerg þór a og verður því röng áherzla á -þór-; en skáldið hefir vitanlega kveðið: — X | ^ (D-frummynd Severs). Fornyrðislag er annars lítt sönghæft. Af þessu er bersýnilegt, að ýmislegt má til bóta standa, er iög eru gerð við ljóð; ekki má nota löilg- atkvæði, þar sem engin áberzla er; illa fer á að nota stutt atkvœði, þar sem áherzla er (mjög algengt), illa fer á samhrúgun samhljóða (t. d. þá brasí #íýrið) o. fi. En ýmislegt er fleira að athuga. Alt daglegt tal manna eru tónasveiflur, ýmist háir eða lágir tónar, þó millibilið milli þeirra sé vanalegast mjög lítið. Raddhljóðin liggja að eðli sínu misjafnlega og er því ástæða til að ætla, að heppilegt sé að velja þau raddhljóð, sem að eðli sínu eru há (t. d. e, í), þar sem tónn- inn í laginu liggur hátt, en lágu raddhljóðin á öðrum stöðum (t. d. ó, ú), en samhljóðarúir, er liggja að raddhljóðunum, ráða þó nokkru. Er menn hafa gert sér glögga grein fyrir þessu og gera síðan ljóð við lag eða þýða kvæði undir lagi, koma eðlilegir hátónar í Árni Eiríksson I Heildsala. | TalS. 265 Og 554 PÓSth. 277. I Smasala T — Vefnaðarvðrur, Priónavörur mjög fjölbreyttar. — 1=3 •Sd Saumavélar með fríhjóli og 5 ára verksmiðjuábyrgð. Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. Þvotta- og hreinlætisvörur, beztar og ödýrastar. T ækif ærisgjafir. á. Slíkt væri þó aðeins óliklegar getgátur og bæri ekki vott um álit á mikilli stjórnspeki. Hafi danskur mótþrói á mót( lögum um íslenzkan farfána vald- ið því að úrskurðurinn var gefinn út 1913, þá mætti helzt ætla að áhrifin hafi verið óbein, ráðherra hafi lagt hann fyrir af því að hann hafi uggað að farfánalög myndu vart ná fram að ganga 1915 og- jafnvel ekki fyrst um sinn, nema slíkur úrskurður væri áður fenginn. — En það voru líka til aðrar ástæður, sem gerðu það eðlilegt og hyggilegt að stíga þetta milliskref og skulu þær ekki raktar hér. Fánaúrskurðurinn spilti ekki fyrir fánalagafrumvarpi; — jú, að það ekki var lagt fyrir alþingi 1915 af stjórninni, svo sem ætl- ast hafði verið til 1913; stjórnin hafði einmitt rétt fyrir þingbyrj- un 1915 fengið útgefinn nýjan úrskurð um gerð úrskurðar-fánans og þá átti illa við að leggja fyrir alþingi frumvarp um þjóðfána, enda mun alþingi 1915 alls ekki hafa vænst þess, svo sem þá var komið fánamálinu. En úrskurð- urinn 1913 spilti á engan hátt fyrir farfánamálinu og skerti á engan hátt rétt vorn til að ráða því máli til lykta á hinn æski- málinu af sjálfu sér, þar sem bezt fer á því í söngnum. Ljóð Gests undir ljúfum lögum (flest þýdd, sum frumkveðin) falla óvenjuvel saman við lögin og er bersýnilegt, að hann hefir með fullri athygli reynt að ná sam- ræmi milli hvorutveggja. Verða menn þess varir, ef ljóð og lag heyrist í einu. »Haust« heitir lítið barnaæfintýri eftir Gest í bundnu og óbundnu máli27). Eru þar tvær vísur gerðar undir raunalagi eftir Jonny Udsen, en það lag gert við erindi i áþekku dönsku æfintýri eftir Carl Ewald. Söngurinn er mjúkur, moll- söngur, og fer óvenjuvel á lin- stöfunum 1, m, n í þessum vísum: Fellur mjöll á fjöllin há, fer að versna tíðin. Fuglar margir flýja þá, og fölnuð drúpir hlíðin o. s. frv. og næsta erindi: Frjósa laukar, falla strá, fögur lækkar sólin. Hvergi verður frið að fá, nú fýkur senn í skjólin o. s. frv. Þar sem söngurinn er harður, dúr, fer eflaust betur á tannhljóðum: d, t, þ og r, sem er mjög hart í íslenzku. Tónalausa söngva úr »Sveinka- ljóðum« nefnir Gestur 4 kvæði eftir sig28) og bætir við, að lögin 27) Óðinn, XII, 7—8, á kápunni. *8) Óðinn, XII, 9. legasta og sjálfsagðasta hátt. Þannig leit og alþingi 1914 á og má í því sambandi benda á nefnd- arálit um fánamálið á þingskj. 440 og ummæli Bjarna Jónssonar í alþt. 1914 B I, 42—43. d., sem enginn mótmælti. Nú er komið að næsta reglu- lega alþingi og má nú búast við, að margir hugsi til fánamálsins á ný; því að ekki fyrnist það, og ekki er það útkljáð. Þótt skamt sé að vísu enn síðan fána- úrskurðurinn var gefinn út, og vér höfum látið oss hann lynda þessi ár, þó er það ekki af því, að hann hafi verið oss fullnægj- andi. Og því síðar er hann það nú orðið, þótt skamt sé í milli. Tímarnir hafa verið svo viðburða- ríkir og framkvæmdirnar svo miklar og það einmitt á þeim sviðum, er fánamálið snertir hvað mest, bæði vorar egin fram- kvæmdir, afstaða Dana gagnvart oss, framkvæmdir annara ríkja og afstaða þeirra bæði gagnstætt oss og Dönum. Þótt flestum kunni nú að þykja það undarlegt, þá var það samt svo, að ýmsir íslendingar lögðust í móti fánamálinu fyrir nokkrum árum, og þeir studdu skoðun sína einkum við það, hversu óþarft, liggi óskráð í orðunum. Eru þau mjög sönghæf, einkum Vofudans og er ekkert kvæði til á íslenzku tungu, er líkist því. Heyrist fyrst söngur, er lýsir því, að ljósin eru að dofna, mánaglæta leikur um gólf, »klukkan hvíslar tólf«, söng- inn hægir; eykst sönghraðinn aft- ur, er von er.á vofunum: lifendur falla í dauðadá, en dauðir rísa og fara á stjá. Sjá! — þeir koma! — sjá! Þær flykkjast síðan inn, vofurnar, og heyrist nú einsöngur, er lýsir vofunum, hverjar þær séu, ýmist með mjúkum málróm eða kvéin- stöfum, unz vofurnar hverfa aftur dansandi út; Ijósin vakna, harpan kætist, söngurinn magnast æ meir og hvetur lýði að lifaglaðir, því að »leið er greið i jarðarskaut«. Gestur hefir sjálfur sett söngtákn: agi-tato, lamentoso o. s. frv. við Vofudansinn og verður að lesa þessi ljóð eftir söngtáknunum til þess, að þau hljómi fallega, en vitanlega eiga þau að syngjast, og er þar verkefni fyrir lagasmiði að finna óskráð lög Gests í þess- um ljóðum. Nútíðarljóð vor eru flest iesljóð, en ekki söngljóð. Kvæðin okkar gömlu voru flutt (deklameruð), kveðin (sungin) og urðu þá radd- hljóðin lengri en í mæltu máli og eimir eftir af þessu í rimun- um. Þau voru því kveðin við seim og er þetta einmitt aðalmis- munurinn á lesljóðum og söng-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.