Ísafold - 04.07.1917, Blaðsíða 3

Ísafold - 04.07.1917, Blaðsíða 3
ISAFOLD 3 Prestastefnan 1917, Prestastefnan (sýnódus) var haldin hér í bænum daga 26.—28. júní. Hófst hún með guðsþjónustu í dómkirkjunni þriðjudag 26. kl. 12 á hádegi. Þar prédikaði bisk- upinn sjálfur og lagði út af 1. Kor. 3,5—8 en umtalsefni hans var: »Hvað erum vér prestar?* Þá var gengið til samkomuhúss K. F. U. M., sem boðið hafði prestastefnunni húsnæði til fund- arhaldauna í flöggum skreyttum amkomusal sínum. Voru þá þang- að komnir prófastarnir Jón A. Sveinsson, Akranesi, Skúli Skúla- son, Odda, Arni Björnsson, Görð- um, Guðmundur Einarsson, Olafs- vík, Magnús Bjarnarson, Prests- bakka, Jón Jónsson, Stafafelli, og Jón Guðmundsson, Nesi í Norð- flrði. Ennfremur prestarnir: Ólaf- ur Briem, Stóra-Núpi, Ófeigur Vig- fússon, Fellsmúla, Gísli Skúlason, Stóra-Hrauni, Olafur Magnússon, Arnarbæli, Kjartan Helgason, Hruna, Br. Jónsson, Ólafsvöllum, Árni Þorsteinsson, Kálfatjörn, Friðrik Jónasson, Útskálum, Ja- kob Lárusson, Holti, Einar Thor- lacius, Saurbæ, Jóhann dómk.pr. Þorkelsson, Bjarni Jónsson, Frið- rik Friðsson, Sigurður prófessor Sivertsen, Tryggvi docent Þór hallsson, og uppgjafaprestarnir Sigurður prófastur Gunnarsson og Kristinn Daníelsson. Loks voru þar kandídatar í guðfræði Sigur- björn A. Gíslason, Ásgeir Ásgeirs- son, Ragnar H. Kvaran, Steinþór Guðmundsson, Erlendur K. Þórð- arson og Sigurgeir Sigurðsson. Síðar bættust í hópinn: síra Brynj- ólfur Magnússon, Stað í Grinda- vik, síra Eggert Pálsson Breiða- bólsstað og síra Magnús Þorsteins- son, Mosfelli. Kl. lx/2 setti biskup prestastefn- una með nokkurum ávarpsorðum út frá postullega ávarpinu í Tit. 1,4. Að öðru leyti var þessi fyrsti fundur aðallega helgaður minn- ingu hins látna biskujps, Þórhallar sál. Bjarnarsonar. Flutti biskup minningarræðuna, en fundarmenn tóku undir orð hans með því í ræðulok að standa upp. — Þá skýrði biskup frá fyrirkomulagi fundarhaldanna og lagði fram dagskrá. Skyldu fundir haldnir hvern dag kl. 9—12 árdegis, kl. 4V3—7 síðdegis, en kl. 8Y2 opin- ber samkoma með fyrirlestri í dómkirkjunni. En miðbik dags- ins frá kl. 12-^4V2 skyldu fund- armenn nota til sinna nauðsynja. F éllust f undarmenn á tilhögun þessa og var þá fundi slitið kl. '2l/2. Kl. 4V2 hófst fundur að nýju. Biskup gaf allítarleg yfirlit yfir kirkjulega viðburði síðastliðins far- dagaárs. Mintist hann þá sér- staklega látins uppgjafaprests Þorsteins prófasts Þórarinssonar frá Eydölum og látinna prests- ekkna Guðrúnar Guðbrandsdóttur frá Saurbæ og Valgerðar Þor- steinsdóttur frá Lundarbrekku (Laugalandi); skýrði því næst frá þvi hverjir hefðu látið af prests- skap á árinu og hverjir nýir bæzt við í hópinn 0g árnaði ný- skipuðum viðstöddum prófasti, síra Guðm. Einarssyni, heilla 0g blessunar í prófastsstöðu. Þá var og minst Rögnvaldar sál. Ólafs- sonar húsgerðameistara og þess mikilvæga starfs, sem hann hefði unnið í þarfir íslenzku kirkjunn- ar. Enn gerði biskup grein fyrir dýrtíðaruppbótinni til andlegrar stéttar manna, skýrði frá undir- búningi þess máls og hverjum meginreglum þar hefði fylgt verið. Loks talaði biskup nokk- ur orð um hið innra kirkjulega líf og kristilega starfsemi sér- staklega í sambandi við K. F. U. M. og sunnudagskólahald í Reykjavík. Þá bar prófasturinn í Kjalar- nesþingi í nafni prestastefnunnar fram árnaðarorð og blessunarósk- ir hinum nýja biskupi til handa. Fundaimenn tóku undir þau orð með því að standa upp, en bisk- jafnvel hlægilegt það væri fyrir oss, sem ekkert kaupskip ættum, að vera að taka upp sérstakan kaupfána, algildan farfána. Og að margir fánavinir hafa farið sér 3VO hægt hingað til, kemur og að líkindum af þessu sama: þörfin sýndist þeim ekki brýn. En nú er öldin önnur. í Fánabókinni, fylgir. II, 3. viðauka, var skrá um farflota íslendinga, farflota Dana og ís- lendinga miðað við mannfjölda og farflota mestu siglingaþjóða líorðurálfunnar miðað Við mann- fjölda, og sýndu skrár þessar ómótmælanlega, að Island og Noregur áttu einna flest skip, miðað við mannfjölda, og þó áttu íslendingar þá að eins sárfá flutn- inga- og kaupskip og engin stór. Síðan heflr þjóðin eignast hvert skipið eftir annað og flest fremur stór, miðað við stærð þeirra skipa, er hún átti áður. Á sama tíma hefir Noregur mist fjöldamörg af hinum stærri skipum sinum, og myndi ný skrá um farflota vorn og annara þjóða sýna það ber- lega nú, að vér eigum einna flest skip allra þjóða, miðað við mann- fjölda. En hvað sem þeim sam- anburði líður, þá er það ómót- mælanlegt, að vér eigum nú svo mörg skip, sem fara landa í milli, sum, og önnur, sem stunda stöð- ugt veiðar utan landhelgi, að það er óskiljanlegt, að nokkrum manni virðist fánamálið lengur óþarfa- mál, allra sízt á þessum síðustu og verstu tímum. Vér eigum nú að minsta kosti 12 skip, stærri og smærri, (gufuskip, mótorskip og seglskip) 100—1400 smálestir að stærð, sem höfð eru til vöru- og fólks-flutninga, og að minsta kosti helmingi fleiri gufuskip, sem stunda flskveiðar. Má þetta heita svo álitlegur farfloti, að hver maður hlýtur að sjá, að þörfin á sérstöku þjóðernismerki fyrirhann er á þessum tímum orðin að ljóðum, að söngljóðin eru kveðin við seim. Þetta hefir vakað fyrir Gesti, er hann kvað undir Ijúfum lögum og kemur lika í ljós í ýms- um kveðlingum hans og kvæðum, t. d. Hólamannahögg, er minst skal síðar á. IV. »Gestnr hefir gamnað uér við gamla hætti, átt við þi af öllum mætti.« íslendingar hafa oft fengist við ýmsar bragraunir og kveðið dýr- ara en allar aðrar þjóðir. Marg- ir hafa ort sléttubandavisur og er víst einna kunnust vísa Jóns Sigurðssonar Dalaskálds (Grund- ar t dóma 0. s. frv.), er breytir um merkingu, ef vísunni er snú- ið við. Gestur hefir gert aðra vísu þannig jlagaða og kveðið al- dýr vatnsfeld sléttubönd og hring- hendu þó um leið.80) Vandinn er þó ekki eins mikill að Kveða sléttubönd, eins og margir hyggja, ef gerðjer^ljós grein fyrir, hvers gæta þarf. En búningurinn, rím og stuðlar, eru of þungir fjötr- ar, efnið lýtur búningnum og því eru ekki nema örfáar vísur vel kveðnar i Ólafsrimu Einars Bene- diktssonar. Skáldið á að drotna yfir búningnum, en ekki búning- urinn yfir skáldinu og þess vegna eru dýrir bragarhættir ofurefli flestum. Hendingar eru of þung- ar búsifjar í löngu kvæði og því 80) Óðinn, IX, 2. brýnni nauðsyn fyrir oss, svo sem högum vorum er farið að öðru leyti. Landfáni er í saman- burði við algildan farfána fremur til gamans en gagns, og þörfin fyrir slíkan fána er annars eðlis og fremur tilfinningamál en hin brýna þörf, sem það er hverri siglingaþjóð að hafa viðurkendan farfána. Þetta má ætla, að allir íslendingar hljóti nú að viður- kenna og því sé ekki lengur ástæða til að ætla, að frumvarp um algildan farfána verði felt eða látið óafgreitt á alþingi vegna ósamkomulags um málið. En myndu lög um algildan far- fána fyrir ísland, sett af alþingi einu, öðlast staðfestingu konungs? munu.menn spyrja. Hér að fram- an var það látið í ljósi, að ekki væri ástæða til að ætla, að Danir yfirleitt né danskir stjórnmála- menn myndu vilja aftra því, né heldur hafa verulega aftrað því, að vér hefðum löghelgaðan far- fána. Konungur vor hefir heldur aldrei neitað slíkum lögum stað- festingar, og vér vitum ekki til, að hann eða danskir stjórnmála- menn hafi aftrað ráðherrum vor- um frá að leggja fyrir alþingi frumvarp til slíkra laga. Síður en svo. Sambandslaga-uppkastið 1908 bar með sér (sbr. 9. gr.), að danskip stjórnmálamenn, og vit- anlega þáverandi konungur einn- ig, vildu, að konungur gæti síðar meir ákveðið, eftir tillögu um það frá alþingi, að sambandinu um sameiginlegan kaupfána út á við skyldi verða slitið; og að konungur vor núverandi úrskurð- aði 1913, að vér skyldum þá þegar hafa sérstakan landfána, svo sem þá var farið fram á bendir fremur á, að hann vilji samþykkja lög um kaupfána, ef þau verða lögð fyrir, en neita þeim. .Það verður ekki ætlað, að konungsvaldið gefi út slíkan úrskurð nema því að eins, að eru Hringhendur Guðmundar Frið- jónssonar of dýrt kveðnar — flug- vél hans hnígur stundum niður til jarðar. Skáldin skyldu varast að velja of dýra bragarhætti í löngu kvæði, en vel fer oft á að kveða einstöku vísur dýrt i löng- um kvæðum eins 0g t. d. Lilju, er efnisþungi og kraftur krefst þess. Dýrir bragarhættir hæfa bezt lausavísum. íslenzk kveðandi hefir ger- breyzt frá því í fornöld og liggja til þess ýmsar orsakir. Fram- burður tungunnar er annar, þar sem áður voru stutt atkvæði eru nú löng, og þar sem áður voru löng eru nú stutt. Kliður- inn er og allur annar og brag- liðirnir flestir tví- eða þrískiftir í ljóðlínunum, sem annaðhvort eru fallgengar eða risgengar. í fornum skáldskap skiftast á fallgengir og risgengir bragliðir, t. d. í fornyrðislagi. íslendingar yrkja margir enn undir fornyrðis- lagi, en flestir hyggja, að ef þeir hafi 2 áherzluatkvæði í ljóðlínu og þær 8 talsins, þá sé rétt kveðið. Þó þetta sé reyndar aðalatriði, er þó margs að gæta, ef kveða á vel undir fornyrðislagi. Sést það bezt á fornljóðunum, Völu- spá, Þrymskviðu, Helgakviðunum 0. fl., er kveðnar eru undir forn- yrðislagi, hversu bragliðirnir stíga 0g hníga á víxl eftir geðþótta skáldsins og efnisþunga kvæðis- ins. Mest eru notaðir tvíhnígandi það sjái slíks fána fulla þörf eða viðurkenni réttmæti ein- huga þjóðarvilja um sérfána; en hversu miklu fremur hlýtur þá ekki hið sama konungsvald að sjá og vilja viðurkenna þörf vora fyrir sérfána nú? Að núverandi fyrirkomulag á ríkisréttarsambandi íslands og Danmerkur sé, óbreytt að öðru leyti, því til fyrirstöðu, að ísland hafi sérstakan kaupfána, kemur ekki til nokkurra mála; það sýna bezt uppkasts-ákvæðin 1908, sem áður voru nefnd; kaupfáninn átti að geta orðið sérstakur þótt kon- ungsvald, utanrikismál og hermál væru sameiginleg mál. Að vér hefðum sérstakan herfána kynni að vera ósamrímanlegt við nú- verandi fyrirkomulag á ríkisrétt- arsambandi landanna, en herfána óskum vér ekki að hafa, að minsta kosti ekki fyr en vér höf- um her. — Sérstök íslenzk eftir- litsskip með fiskveiðum, til þess að gæta landhelginnar, þyrftu ekki að hafa herfána fremur en lögreglustjórar á landi. Af þessu, sem nú hefir verið tekið fram, virðist þá mega álíta, að það sé full þörf á því fyrir oss, enda almennur vilji þjóð- arinnar, að hún fái sem allra fyrst löggildan þjóðfána, er sé algildur farfáni hennar; að næsti alþingi bæri þess vegna að setja lög um slíkan fána, og að alt útlit sé fyrir það, að slík lög öðlist staðfestu konungs og farfáni vor verði síðan fús- lega viðurkendur af öðrum þjóðum. Matthías Þórðarson. Árni Eggertson fór í gær í 10 daga skemtiferð upp um Borgarfjörð. í för með honum er dr. Guðm. Finn- bogason. bragliðir ( -X —X), en við og við skiftist á hnig og stig og hefir brag- fræðingurinn Sievers gert töflu yfir nokkur helztu fornyrðislags- kvæðin, er sýnir hlutföll braglið- anna. Má af þeírri töflu sjá, hvað látið hefir bezt í eyrum forn- manna og margt af því læra. T. d. má í ýmsum kvæðum Jónasar Hallgrímssonar, er notar oft forn- yrðislag, benda á ýmsar ljóðlín- ur, er rangt eru kveðnar undir fornyrðislagi, og eins er í kvæð- um ýmsra nútíðarskálda vorra. Þar -úir og grúir af forskeytum (Auftakt), er sjaldgæf eru í forn- um skáldskap, ennfremur eru þar ýms áherzlulaus atkvæði, svo að ljóðlína í nútíðarfornyrðislagi er oft miklu lengri en vel fer á. Aðalkostur fornyrðislagsins er einmitt, hve stuttorður og gagn- orður þessi bragarháttur er. Brag- fræðin er því mjög mikilsvert atriði fyrir upprennandi skáld vor og ef vænta á nokkurra ný- unga í íslenzkri kveðandi verða skáldin að kunna bragfræði til þess að geta drotnað yfir brag- háttunum. Flest þeirra þekkja ekki bragfræði, en kveða þó oft- ast rétt, en fylgja þá bragarhátt- um þeim, er þeir hafa lært af kvæðum annara skálda, íslenzkra eða erlendra. Háeyrardrápa Gests, er minst hefir verið á, er kveðin undir fornyrðislagi, en Gestur hefir í þessu kvæði breytt til frá venju og kveðið með endarími 2. og 6., 4. og 8. ljóðlínu, er fer mjög vel á (í raun 0g voru 1. og 3., 2. og 4. langlínu (langzeile), eins og Sievers vill lesa fornyrð- islag): »Skamt fyrir utan sker og boða tuttugu ferjur fljóta á bárum, ætla sér búinn beinan voða, fáráðar, líkt og fuglar í sárum.< Annað nýmæli Gests er það einnig, að hann kveður hrynjandi hátt með endarimi í útigangsvísu sinni Sumargleði- Mest er yndi á okkar landi yfir víðar sveitir ríða, upp frá strandar eyðisandi inn til fríðra dalahlíða, hitta vildarvin að kveldi, vaka og spjalla um heima og geima, svo hjá morgunsólareldi sofna, gleyma og undur dreyma. í hrynjandi hætti eru, eins og kunnugt er, 8 atkvæði i ljóðlínu, en hann er án endaríms þarsem hann kemur fyrir (í Háttatali, Hrynhenda Arnórs, í Lilju og víðar). Dróttkvœður háttur hefir alla tíð þótt mjög viðhafnarmikill og er enn notaður í íslenzkum skáld- skap, en hefir lotið breytingum tungunnar. Gestur hefir kveðið dróttkvæðar vísur og kveðið tvær að fornum sið, kveðið við seim, aðra um Magnús landshöfðingja áttræðan,81) hina um ófriðinn og er hún þannig32): Skelfing skekur álfur, skot dynja, menn hrynja; einstæð inni bíður aum kona, dauðvona. Mannkyn mænir, stynur, má eigi sköp sveigja; heimslif hrjáir ávalt hörð nauð og vís dauði — hörð nauð og vís dauði. I þessari vísu er alls gætt að fornum sið: sexkvæðar ljóðlínur, höfuðstafur á 1. samstöfu, stefið (viðkvæðið) 0g vísan ertvískelfd. Gestur hefir enn kveðið harðskeytta vísu, er hann nefnir svo, og var uppáhaldskveðandi Jóns Arasonar biskups83) og gert dansvísu (Al- gleymingur) undir tröllaslag hin- um forna.84) Sumir af þessum háttum eru svo erfiðir viðureign- ar og hæfa helzt lausavísum, eins og drepið hefir verið á, að lítt tækilegt mun vera að endur- lífga þá. Hólamannalag kallar Gestur þann íslenzka alþýðuhátt, erkvæði hans Hólamannahögg85) er kveð- ið undir. Er sá háttur æfagamall 81) Lögrétta 2. nóv. 1916. 8I) Lögrétta 6. jan. 1915. 8Í) Afmælisvísur til Þorsteins Gíslasonar (fimtugs), Lögréttu 31. jan. 1917. 34) Ljóðleikar, Óðinn IX, 2. 85) Skírnir 1915, 4.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.