Ísafold - 14.07.1917, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.07.1917, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD Heildsala. t __ Arni Eiríksson Tals, 265 og 554 Pósth. 277. Smásala 3 Vefnaðarvörur, Priónavörur mjög íjölbreyttar. — ■QD Saumavélar með fríhjóli og 5 ára verksmiðjuábyrgð. Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. Þvotta- og hreinlætisvörur, beztar og ódýrastar. T ækif ærisgjafir. Bakka-læknishérað, en hinn hlutinn haldi gamla nafninu. 9. Stofnun húsmæðraskóla á Norðurlandi. 10. Frv. er komið fram í neðri deild, frá Einari á Geldinga- ingalæk, um einkasölu lands- stjórnarinnar á sementi. 11. Jör. Brynj. ber fram frv. um, að stjórninni veitist einkaheimild til innflutnings og sölu á kolum til landsins, að ófriðnum loknum. Stjórnin sjái um, að jafnan séu til nægar kolabirgðir í landinu. Kolin selur hún kaupféJögum, bæjar- og sveitafélögum, kaup- mönnum og öðrum, samkvæmt nánari reglum, er stjórnin setur. Til þess má verja fé úr lands- sjóði eða taka peningalán. Sér- stakur reikningur skal haldinn yfir kolaverzlunina, og skulu endurskoða þann reikning 2 menn, annar kosinn af Alþýðusambandi íslands, en hinn af Útgerðar- mannafélaginu í Reykjavík. Yfir- skoðunarmenn landsreikninga yfirlíta og reikningana. Stjórn- inni er skylt að hafa jafnan góð skipa- og húsakol, og skipakol sérstaklega á höfnum, þar sem skipakomur eru tíðar. Lands- stjórnin leggur á kolin, auk alls tilkostnaðar, 1 kr. og 50 au. á hverja smálest og rennur arður- inn í landssjóð. Engum örðum en stjórninni er heimilt að flytja til landsins kol eða afhenda í landhelgi. Þó má selja á upp- boði kol úr skipi, sem strandar, ef landBtjórnin á ekki kolin, en fyrir hverja smálest af slíkúm kolum fær landssjóður 2 kr. Olöglegur innflutningur á kolum varðar alt að 100.000 kr. sekt- um til landssjóðs, og kolin skulu upptæk. Vörutollur af kolum fellur niður þegar stjórnin byrj- ar kolaverzlun. Tilgang frv. segir flm. vera bæði að afla landssjóði tekna, er hann áætlar 150 þús. kr. á ári fyrst um sinn, og svo að loga almenning við að greiða óeðlilega hátt verð fyrir þessa lífsnauðsyn, eins og átt hafl sér stað undan- farin ár. 12. Frv. um stefnufrest til ís- lenzkra dómstóla, flytja 4 lögfræðingar í neðri deild, með Einar Arnórsson í broddi fylkingar. Er þar safnað á einn stað ákvæðum um stefnufresti, og ýmsar breytingar gerðar á forn- um réttarfarsákvæðum um þetta efni, sem nú er úrelt eða aldrei hafi átt hér við, stefnufrestur ýmist styttur eða lengdur frá því sem nú gildir, eftir sem hér þyk- ir hentast eftir staðháttum. Sjáltst&ðismálið. Till. til þingsál. um skipun nefndar til íhugunar sjálfstæðis- málum landsins var samþ. með öll- um atkvæðum í N.-deild. Magnús Pétursson hafði fram- sögu í málinu, en aðrir tóku ekki til máls. Ræða hans er birt ann- arstaðar í blaðinu. í nefndina voru kosnir með hlutfallskosningu: Þórarinn Jónsson, Matth. Olafs- son, M. Pétursson (form.), Bjarni frá Vogi (ritari), Ben. Sveinsson, Jón Jónsson og Magnús Guð- mundsson. Sjálfstæðismálið. Framsöguræða Magnúsar Pét- urssonar um skipun nefndar til að íhuga, hvernig vér bezt meg- um ná fullveldi í öllum vorum málum: Það er næsta óþarft að fjölyrða mikið um þessa tillögu, því það mætti segja að orðalag hennar segði alt sem segja þarf, en það mun samt viðkunnanlegra að láta henni fylgja nokkur orð. Eg býst við því að hv. alþingis- menn flestir hafi látið á sér heyra og heyrt það annarsstaðar frá, að aðalstarfsvið þessa þings væri það, að sjá um að þjóðin hefði nóg að bíta og brenna og myndi því þar að mestu markaður bás, en lítt myndi 'hægt að hugsa um annað en yfirstandandi og yflr- vofandi þjóðarvandræði. Þetta er auðvitað að mestu rétt. En þó teldi eg það ekki vansæmdarlaust þessu þingi ef það liti ekki nokk- lengra og hefði ofurlítið víðari sjóndeildarhring. Undanfarin ár höfum vér verið að reyna það tvent að mér finst, að verja landsréttindi vor og að ná undir oss þeim málum, sem Danir umboðslaust og því rang- lega hafa farið með fyrir okkar hönd. Erfiðlega heflr þessi bar- átta gengið, og hefir það þá ekki sízt valdið árangursleysinu að vér höfum lítt getað orðið sam- mála um það hingað til hvers vér ættum að krefjast eða á hvern hátt vér ættum að fá kröfum okkar framgengt. Eg ætla samt að gera ráð fyrir því að fyrir öllum eða allflestum úr öllum flokkum hafi blasað sama endatakmarkið, fullkomin yfirráð yfir öllum ökkar mdlum og algert fullveldi. Að víou virðist svo sem þetta endatakmark hafl í sumra augum verið nokkurs- konar Utopia, eða eftirsóknarvert draumaland. Til hafa einnig verið þeir menn, sem álitið hafa þetta endatak- mark skýjaborg eina, en óhugs- andi er að þeir hafi verið margir. Nú verður að álíta að rás við- burðanna hafi sparkað oss miklu nær markinu, sem innanlands- reipdráttur og skilningsleysi Dana hafa bægt oss frá, því ekki er hægt að neita því, að sem stend- ur höfum vér miklu meira sjálf- stæði en verið hefir, eða ef það er ekki sjálfstæði þá er það þó að minsta kosti sjálfrœði. Sjálf- stæði í orði hefir oss að vísu ekki aukist, en því meira á borði. En þessu sjálfstœði er þannig varið, að ef vér ekki erum vel vakandi og á varðbergi, þá ber það osb ekki að sjdlfstœðinu, — heldur mun sækja aftur í sama horfið þegar núverandi ófriðar- ástand líður hjá. En samband vort við Dani, eins og það hefir verið, er auðvitað alveg óviðun- andi og getur ekki komið til mála að nokkur Íslendíngur láti sér detta í hug að búa við það framvegis, og megum vér því ekki láta undir höfuð leggjast að ráða þegar ráðum okkar í þessu efni hvað gera skuli, svo ekkert tækifæri gangi úr greipum vor- um. Eg býst við því, og það gera einnig margir menn fróðari mér og getspakari um slíka hluti, að þegar friður verður Baminn, þá muni þjóðirnar koma sér saman um einhverja þá skipun ianda og ríkja í Norðurálfunni sem ætluð verði til frambúðar, og muni erf- iðara, ef ekki ómögulegt síðar- meir að fá komið til leiðar nokk- urri breytingu á þeirri skipun. Við væntanlega friðarsamninga getur því orðið tœkifœrið til þess að fá öllum kröfum okkar fram- gengt, bara ef við stöndum allir saman og höfum Jag á að koma ár okkar fyrir borð. Að þá sé tœkifœrið er margt sem bendir til, og þá ekki sízt það, að nú virðirt vera los á öll- um landa og ríkjasamböndum og stóru ófriðarþjóðirnar, sem mestu hljóta að ráða um slíkt, hafa hvað eftir annað lýst yfir því að smá- þjóðirnar eigi sjálfar að ráða samböndum sínum og stjórn og að hvert þjóðerni hafi þar jafnan rétt til þess að segja til hvernig það vilji að því sé stjórnað. Það virðist því liggja í augum uppi að þar með sé viðurkent, að vér höfum sjálfir rétt til að kveða á um hvort vér viljum vera í sambandi við önnur rlki eða standa einir, og þá einnig rétt til að ákveða í hverskonar sambandi, ef um samband yrði samkomulag. Það getur varla verið nokkrum vafa undirorpið að Danir viður- kenni þetta einnig nú orðið, því hvorirtveggja, Danir og íslend- ingar, munu nú orðið nokkru fróðari um nauðsyn og nytsemi sambands landanna, heldur en var fyrir ófriðinn. íslendingar munu nú allir hafa sannfærst um, að vér höfum bæði getu og gáfur til þess að fara með öll okkar mál, án íhlutunar annara, og augu Dana ættu einn- ig að hafa opnast fyrir þvi, að það eitt að þeir að fullu viður- kenni þetta getur haldið við sam- bandi milli ríkjanna lslands og Danmerkur. Það hefir verið gert ráð fyrir því, að þetta þing gerði verulega gangskör að því að fá íslenzkan siglingafána, og er það auðvitað svo sjálfsagt, að naumast ætti að þurfa mikið um það að ræða. — Að sjálfsögðu erum vér einhuga um það. Minsta kosti bendir til- lagan einmitt til þess. En fáninn er ekki nema eitt spor í áttinn, og því alls ekki takandi í mál. að þingið ekki ráði ráðum sínum um hin önnur fullveldismálin. Vér tillögumenn teljum auðvit- að sjálfsagt að þessi tillaga verði samþykt í einu hljóði, því fyrsta og helzta skilirðið til þess að koma fram vilja okkar er, að vér stöndum óskiftir. Enda dettur víst engum annað i hug, þar sem tillaga þessi er í fullu samræmi við yfirlýsingu ráðuneytisins, þeg- ar það tók við stjórn landsins, þar sem hæstv. forsætisráðherra þá lýsti því yfir, að stjórnin vildi vinna að því af fremsta megni, að þjóðin næði fullum yfirráðum yfir öllum sínum málum. Nú vona eg verði tækifæri fyrir hæstvirta stjórn að sýna að henni hafi verið full alvara. Ef eg hefði getað við það ráðið þá hefði eg kosið helzt að sam- hljóða tillaga hefði jafnsnemma komið fram í hæstvirtri efri deild, en þó eg hafi borið mál á það við einstaka menn úr efri deild, þá hefir enn ekki orðið úr þvi, en eg er þess fullviss, að þess verði ekki langt að bíða frá jafn- völdu liði eins og þar er saman komið. Sú deild mun aldrei verða eftirbátur í því að sýna að vér viljum standa einhuga og sam- taka í því að ná öllum vorum málum í eigin hendur og fá viður- kenningu fullvéldis vors. Engum getur heldur komið á óvart þó þessi tillaga kæmi fram og öllum ætti að vera það gleði- efni. Samþyktir á héraðsfundum í Strandasýslu og reyndar víðar, bentu ótvírætt í þá átt, að þessu yrði hreyft. Og eg vildi að end- ingu óska þess, að allir hv. al- þingismenn gætu orðið jafn-ein- huga og óskiftir í þessu eins og kjóséndur mínir eru. Þá verður góður árangur af þessari nefndar- skipun og drengilegur afspurnar utanlands og innan. Athugasemdir. í ritgerð hr. stórkaupmanns Garð- ars Gíslasonar, sem birtist í 42. tbl. ísafoldar þ. á. heíir haun tekið npp útdrátt úr skýrslu um Kaupfélag Þingeyinga fyrir 1915 (sbr. Tímarit islenzkra samvinnufélaga III 1916). Útdrátturinn er svo hljóðandi: »— — vörur útlendar og innlendar seld- ar það ár fyrir kr. 442.256.97. Verzl- unarágóði kr. 8630.93 eða tæplega 2°/0 af verzluninni. Þó sést ekki á reikningsskilunum að af ágóðanum sé búið að leggja til hliðar fyrir fyrningu húsa og óvissum sknldum«. A útdráttur þessi að sýna hve ágóði af verzlun félagsins hafi verið lítill, eða máske alls enginn. Líklega er það af ókunnugleika höfundarins, þó undarlegt sé, hvern- ig hann dregur ályktanir af nefndri skýrslu um K. Þ. í tfmaritinu. — Skýrsla þessi segir nefnilega alls ekki neitt um það, til eða frá, hver ágóði hefir orðið af kaupfél^gsverzl- uninni þetta umrædda ár, að því undanteknu, að »úthlutaður ágóði og fjárhæðir til sjóðauka« hefir verið í árslok (fært yfir til næsta árs) kr. 8639.93. Fyrst er nú það, að K. Þ. er pöntunarfélag að mestu leyti og hefir »söludeild« aðeins að öðrum þræði. Allar pantaðar vörur fá fé- lagsmenn með kostnaðarverði, að viðbættu lágu varasjóðsgjaldi. Getur hver félagsmaður sjálfur reiknað út, hve mikinn hagnað hann telur sér á þeim viðskiftum, móts við verzl- un við kaupmenn. Liggja engar skýrslar opinberlega fyrir um það. En hlægilegt þætti það í Þingeyjar- sýslu ef einhver færi að bisa við að sanna að slíkur hagnaður væri jafn- vel innan við 10% til jafnaðar. í söludeildinni er vöruverð að jafnaði lægra en kaupmanna verð. Þó var félagsmönnum úthlutað i ágóða næst- liðin 5 ár um 9% til jafnaðar aí vöruúttekt þeirra þar, °og á sama tima rnikið bættur hagur söludeild- arinnar innbyrðis. Verð fyrir allar útfluttar vörur fá félagsmenn eins og þær seljast, að frádregnum kostnaði og lágu vara- sjóðsgjaldi. Um ágóða þar er sama að segja óg á pöntuðu vörunum. — Sláturfjárafurðir eru helztu vörurnar og hefir aðsókn að félaginu með sláturfé stöðugt verið svo mikil sem sláturhús þess hefir getað tekið á móti, og árlega farið vaxandi hlut- fallslega móts við kaupmenn, Næst- liðið haust nam sláturfé félagsins ná- lægt ®/5 alls sláturfjár á félagssvæð- inu. Bendir þetta á, hvernig sú verzlun hefir þótt bera sig. Það sem hr. G. G. dregur út úr skýrslum um hin kaupfélögin hlýtur að vera á svipuðum misskilningi bygt. En þar munu kunnugir menn svera til. Þessari ritgerð hr. G. G. er beint sem deilugrein á móti öðrum mönn- um, sem sjálfsagt svara henni og væntanlega hrekja hana í öllum að- alatriðum. Eg hefi því litla hvöt til, né heldur tíma, að leiðrétta öllu fleira í henni. Þó vil eg drepa á ein tvö atriði önnur. Hr. G. G. segir á einum stað í sama tölublaði: »Eftir því sem inn- lenda verzlunin færðist í betra horf, urðu ókostir pöntunarfélaganna aug- ljósar'i — — —. Menn gátu eigi sjálfir valið sér vörurnar, en treysta algerlega á útlenda umboðsmenn i þvi efni, bæði hvað verð og tegund varanna snerti, og varð að taka við því sem frá þeim kom, þótt það væri eigi í allra hæfi«. í þessu er einungis eitt sannleiks- korn. Það er satt og skiljanlegt að í pöntun er óþægilegt að hafa vefn- aðarvörur og ýmsar smærri kram- búðarvörur, sem selja þarf eftir einkar þörfum og smekk, Þessvegna hafa líka sum pöntunarfélög sett á stofn söludeild við hliðina, og hafa þau þá bætt úr þessum annmarka. En að öðru leyti eru þessi ummæli hr. G. G. hrein öfugmæli. Áður en pönt- unarfélögin komu, höfðu menn ekki aðrar vörur um að velja en þær, er kaupmenn völdu og réttu að mönn- um, fábreyttar vörur og oft illa »við hæfi«. K. Þ., sam er elzt félaganna, breytti hér strax um til stória bóta. Við útveguðum þegar á fyrstu ár- um verðlista og »Kataloga« með myndum, og stundum bein sýnis- horn frá stórverzlunum í Englandi og Danmörku, höfðum þetta til sýnis og leiðbeindum félagsmönnum í því að velja, hverjum eftir sínu hæfi, svo sem framast var unt, eink- anlega ýms búskaparáhöld. Má þar tilnefna fyrst eldstór, sem varla þektust þá í sveit á íslandi. Þær

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.