Ísafold - 14.07.1917, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.07.1917, Blaðsíða 3
ISAFOLD 1 innleiddi félagið á tiltölulega stuttum tíma, á nærfelt hvert heimili á fé- lagssvæðinu. Munu eldstórnar verða taldar þýðingarmikill Jiðnr í okkar mentiingarsögu. Svipað var utn skil- vindur nokkru síðar. Og mörg fleiri áhöld mætti nefna. Dæmi voru tíl, að jafnvel verzlunarstjórar, sem vildu útvega sérstök áhöld til eigin heim- ilis, pöntuðu þau í K. Þ. — Af matvöru innleiddi K. Þ. þegar á fýrstu árum til almennrar notkunar haframjöl og hveitimjöl, sem ekki þektist áður, að minsta kosti norðan- lands, nema hvað »hveiti« (flour) var keypt í pundatali á betri heim- ilum fyrir dýra dóma. Sama var og um regluleg hrísgrjón áður en K. Þ. kom upp. Félagsmenn urðu fyrstir til að taka þessar vörur til heimila sinna i heilum sekkjum. Þegar svo einhver vara ekki lík- aði, var rekist i því við félagsstjórn að fá aðra betri. Með þessn óx við- leitnin ekki einungis til þess að fá betri og hentugri vörur, heldur og til vöruþekkingar, sem eg ,varð litið var við að kaupmenn hér hefðu þá. Þegar á fyrstu árum K. Þ. var verzl- un félagsins að miklu leyti vikið til Englauds í stað Danmerkur, og var það nýmæli, nema ef til vill hér í Reykjavík. Var þetta til mikilla hags- muna og umbóta fyrir vöruvalið. En að visu meðfram sprottið af póli- tiskum ástæðum (1882—1890). Eg efast ekki um að kaupfélög þau, sem risu upp skömmu á eftir K. Þ., hafi haft svipuð áhrif í sin- um bygðarlögum. En um þessar mundir fara að rísa upp norðanlands innlendir smákaupmenn (»borgarar« svokallaðir). Sigldu þeir að ýmsu leyti í kjölfar kaupfélaganna, lærðu helzt, það lítið þeir kunnu, af þeim, og uxu upp í skjóli þeirra. Voru þá eigi all-litlir samhugir með þeim og kaupfélögunum. En af þeim man eg ekki til að kaupfélögin gætu lært neitt að gagni, eins og ekki var von. Loks segir hr. G. G. í sömu rit- gerð: »--------— láta mun nærri að tvö kaupfélög af hverjum þrem- ur, sem stofnuð hafa verið, hafi hætt að starfa eða farið á höfuðið«. Það mun nú verða hægt að grafa upp hið sanna í þessu með fyrir höfn og tima, sem eg hefi eigi ráð á að sinni. En eg er þessu samt kunnugii en hr. G. G. og veit, að hann mælir þetta út í bláinn. Hins vegar kannast eg við að nokkur til- finnanleg dæmi nm gjaldþrota kaup- félög, og vill svo einkennilega til um þau lökustu þeirra, að þar stóðu »verzlunarfróðir« menn (áður kaup- menn) fyrir félögunum. Væri álíka rétt að draga af því þá ályktun að »verzlunarfróðir« menn mættu helzt ekki snerta á kaupfélagsskap, eins og ályktanir hr. G. G. út af barnasjúk- dómum kaupfélagsskaparins. Benda mætti líka á sömu barnasjúkdóma hjá hinni ungu og efnilegu kaup- mannastétt vorri og sást þar vottur til í hinni löngu runu af þrotalýs- ingum í Lögbirtingablaðinu. Nú virðast þessir sjúkdómar að mestu úr sögunni hjá báðum pörtum, kaup- mönnum og kaupfélögum, og mega kaupmannasinnar að minsta kosti vel við una að þetta fallist í faðma. En kannast verður við það, að nú síðan þessi hernaðarvandræði og dýrtið hófust og þrengdu hag margra lands- manna, hefir ekki verið ðnnur eins blómaöld fyrir kaupfélög eins og fyrir kaupmenn. Þeir hafa vafalaust yfirburðina i því >at fiske i rört Vand«. P. t. Reykjavík, 10. júlí 1917. Pétur Jónsson. KveSja til ,17. júni‘. Eg vona að það sé með sam- þykki flestra, og að minsta kosti í engra óþökk, er eg fyrir hönd okkar hér austan fjalls tek mér umboð til að færa söngfélaginu »17. júní« alúðar þakkir fyrir þá ágœtu skemtun, er það veitti okk- ur með komu sinni í gær og söng sínum á þrem stöðum — Sand- hól, Þjórsártúni og Eyrarbakka. Það er margbúið að lofa að makleikum hinn ágæta söng þessa félags, að þar hefi eg engu við að bæta, enda vant- ar mig flest skilyrði til 'þess að geta dæmt af þekkingu um söng þess. Og þó að einhverjir smáagnúar kynnu að hafa verið á söng þeirra í gær, fremur en þegar þeir koma þrautæfðir og uppdubbaðir upp á söngpallinn i Reykjavílc, þá er slíkt ekki orða- vert og sízt tiltökumál, þar sem söngmennirnir verða að hendast eins og þeytispjöld á milli söng- staðanna, með öll vitin full af moldarryki. En þetta er mér óhætt að segja að söngfélagið »17 júní« veitti okkur hér eystra óumræðilega skemtun með söng sínum í ,gær, skemtun sem við alveg vafalaust minnumst lengi og búum lengi að. — Allur fjöldi áheyrendanna á öllum stöðunum, sem þeir sungu á, hefir aldrei fyr átt kost á að heyra það hezta sem til er í land- inu í þessari grein. Mér er vel um það kunnugt, að allur þorri fólks hér eystra er mjög söng- elskt, og að talsvert er hér um slóðir unnið að framförum í þeirri grein. En hvernig eiga nokkrar verulegar framfarir að geta orð- ið, ef fólkið aldrei fær að heyra það bezta, fær þannig ekkert tak- mark að keppa að, og stendur máske í þeirri skökku skoðun, að það sé bezt sem það gerir sjálft. Það væri því að minu áliti stórnauðsyn á því, að svona lag- aðar heimsóknir ættu sér oftar stað. — En hér sem oftar strand- ar náttúrlega á féleysinu. Enginn maður getur með sanngirni ætl- ast til þess að þetta ágæta söng- félag leggi á sig mikla fyrirhöfn og að auki stór fjárútlát, eins og í þetta sinn, bara til þess að gleðja sér alveg óviðkomandi fólk. Eg þóttist raunar sjá það á söng- mönnunum í gær, að vinnuna mundu þeir með gleði leggja fram endurgjaldslaust, en kostnaðinn hljóta þeir að verða að fá upp- borinn. En hver borgar? Einstakir menn hafa varla efni á því, og erfitt mundi að safna fé í þessu skyni. — En sveitafélögin þá, sýslufélögin, eða kanske lands- sjóður? — »Hm, hvað ætli hann Bárður fóstri minn segi þegar eg fer að dansa^ á Búrfelli, en engin er til smjörskafan og alt er farið úr sánum«. Þetta verður ekki látið í askana, piltar. En, án gamans hygg eg nú að flestir þeir, sem í gær hlustuðu á söngfélagið »17. júní« hafi fundið það og skilið, betur en máske við flest önnur tækifæri, að þau eru sönn þessi gömlu orð, að »maðurinn lifir ekki af einusaman brauði«, að það er til nokkuð sém heitir »andlegur matur«, og að í raun og sannleika er nokkru kostandi til að afla sér þeirrar nautnar. — Og mín persónulega sannfæring er það, að ótal inargt sé styrkt af opinberu fé, sem ekki afiar fólkinu til líka eins varanlegs gagns og gleði eins og söngskemt- unin sem »17. júní« gaf okkur hérna fyrir austan fjallið í gær. Um leið og eg svo, samkvæmt áður sögðu, skoða mig sem full- trúa allra þeirra er viðstaddir voru söngskemtanirnar i gær hér eystra, ætla eg að hugsa mér söngfélagið »17. júní« fólgið í einni persónu — og þá líklega helzt i hinni föngulegu þersónu formannsins, tek eg svo í persónu hans allan »17. júní« í faðm mér, kveð hann upp á gamla, góða íslenzka vísu með einum 6—8 kossum og klappa á bakið segjandi: »Vertu nú bless- aður og sæll »17. júní« minn, þakka þér hjartanlega fyrir kom- una til okkar austur yfir f jallið í gær, og hina miklu gleði er þú veittir okkur — og feginn vil eg eiga þig að. 9. júlí 1917. Ólafur Magnússon. Dýrtiðaruppbót starfsmanna Sláturfélags Suðurlands. Á nýafstöðnum aðalfundi Slátur- félags Suðurlands var samþykt að veita starfsmönnum félagsins dýrtíðaruppbót. Vildu fundarmenn ýmsir við veitingu uppbótarinnar halda sér við mœlikvarða Alþingis frá aukaþinginu í vetur leið (til þess hvatti einna ör- uggast Lárus Helgason bóndi á Kirkjubæjarklaustri), en samþykt var þó uppbót með nokkuð öðr- um hætti. Hefir heyrst að nokkr- ir starfsmenn félagsins hafi þá samstundis gert verkfall, en sátt komst á, með því að fundurinn fól forstjóra og framkvæmdar- nefnd að semja um málið við starfsmennina, og var síðan gert það skipulag, er allir undu við. Er sagt að starfsmenn Sláturfé- lagsins séu með því eigi verr haldnir en aukaþingið ætlaðist til að starfsmenn landssjóðs yrðu. Slys við hafnargerðina. Verka- maður við hafnargerð Rvíkur, A s- valdur- Magnúsaon, varð fyrir því mikla óláni í fyrradag að skrlka fótur, er hann ætlaði að stfga upp í eimreið hafnarlestarinnár og varð undir vagnhjólunum þann veg, að snfða varð af honum báða fætur upp við hné. Er hann, eftlr atvikum, við bærllega heilsu. Biskupinn, herra Jón Helgason, er farinn vestur f Barðastrandarsýslu í visitaziu. Þar hefir enginn biskup visi- teráð síðan um miðja 19. öld. Flóru-farþogarnir eru sumir komnir til Björgvinjar, en aðrir eru ennþá staddir í Bretlandi — hvar veit eng- inn. Meðal hinna síðartöldu er Böðvar adjunkt Kristjánsson. Söngfél. »17. júní« fór austur í söngferðalag á sunnudaginn í bezta veðri. Voru samsöngvar þess á Kot- strönd og Eyrarbakka mætavel sóttir, en miður á Þjórsártúni. — Bráðlega stendur til, að fólagið haldi einn sam- söng hór í Rvík. Skipafregn. V a 1 u r i n n, varðskipið danska, kom hingað í gær austan af fjörðum. Sagt, að hann muni fara héðan til Danmerkur kringum þ. 20. júlí. 4300 kr. varð eftirtekja Landsspítala- sjóðsins eftir kvennadaginn 19. júní, Frá landssímanum. Vestmannaeyja samband er nú aft- ur fengið eftir nokkurra mánaða sím- slit. Var siminn bættur með Við- eyjarsimanum. Hjátrúin á gnllið. Siðustu kaflar þeirrar ritgerðar birt- ast í ísafold næstu viku. Floru sökt. Á sunnudaginn barst hingað sím- skeyti frá Böðvari adjunkt Kristjáns- syni þess efnis, að Flora væri kaf- skotin. En nvar og hvenær greinir skeytið ekki og hefir eigi frekara um þenna leiða atburð frézt en að allir hafi komist af. Auk Böðvars voru nokkrir aðrir farþegar með Floiu. f Jóhannes Pétursson kaupm. á Isafirði, bróðir Gunnlaugs Péturssonar f. bæjarfulltrúa og þeirra bræðra, er ný látinn á ísafirði eftir langa og þunga legu. Um lausn frá embætti hefir sótt Davíð Sche- wing Thorsteinsson héraðslækDÍr á ísafirði. Er hann elztur þjónandi lækna landsins. Kolaskipi sökt. Seglskipi, sem flytja átti landsstjórn- inni 6oo smál. af kolum, hefir verið sökt á leið hingað. Hagfræöisprófi yið Khafnarbáskóla hefir ný- lega lokið Héðinn Valdimarsson með mjög góðri 1. einkunn (194 stig). Fullvíst mun mega telja, að hann verði aðstoðarmaður á Hagstofu íslands. Molar frá Aðalfundi Eimskipafélagsins. Á aðalfundi Eimskipafélags ís- lands lýsti formaður félagsins yfir því, að félagsstjórnin hefði gert tUboð í flak Goðafoss, og væri því eigi loku fyrir skotið að Eim- skipafélagið eignaðist Goðafoss aftur, þó lítil von væri til, að sjófær yrði hann aftur. Þetta er nú komið í kring. Til dæmis um það hve mikla peninga Eimskipafélagið hefir flutt iup í landið má nefna að farm- gjöld og fargjöld skipanna og til- lag úr póstsjóði Dana nema kr. 915935,33. Þegar hlutaútboðið 4. septem- ber 1915 var gefið út, ákvað stjórn Eimskipafélagsins að gefa 4% I vexti af innborguðu fé. Af þessu fé hefir stjórnin fengið 4 Va°/o í vexti hjá bönkum hér. Þessi mismunur nemur kr. 104909 sem færðar eru í vaxtareikning félagsins. Alþingi veitti Eimskipafélaginu strandferðastyrk. Nam hann 1916 kr. 73 325.00, og var skift til helmingaá rekstursreikningaskip- anna. Upphaflega hefir líklega verið svo til ætlast að Goðafossi yrði talinn til tekna meiri hluti jessa styrks, en þareð bæði Goða- foss gekk ekki alt árið og Gull- foss fekk afarslæma strandferð i nóvember síðastliðnum, þá ákvað stjórnin að skifta styrknum jafnt á milli skipanna. Jón Brynjólfsson kaupm. kom með þá fyrirspurn til stjórnar- mnar, hvort orðrómur sá sem gengi hér, að einn maður úr fé- lagsstjórninni hefði fengið ódýr- ari farmgjöld en aðrir, væri á nokkrum rökum bygður. Eggert Claessen svaraði þessu fyrir hönd 8tjórnarinnar og sagði að stjórnin hef ði gefið endurskoðendu m skýrslu um þetta mál, sem þeir (endur- skoðendur) hefðu talið næga. — Einnig hefði stjórnin skýrt Árna Eggertssyni frá þessu, og hann teldi stjórnina hreina af málinu. Árni Eggertsson skýrði siðan gjörla frá málinu og voru fundarmenn alánægðir með þá skýrslu, sem steindrepur áðurumgetinn orðróm. Með tilliti til tillögu stjórnar- innar um 7% arð af hlutabréf- um til hluthafa, tók formaður stjórnarinnar það fram, að stjórn- inni hefði aldrei komið til hugar að veita svo háan arð, er hún hefði ekki getað tilfært upphæðir þær sem tilfærðar eru í tillögu um skiftingu ársarðsins undir 1. og 6. lið, og getað dregið eins mikið og gert var frá bókuðu eignarverði skipanna. Erl. símfregnir. Fri fréttaritara ísafoldar og Morgunbl. Knihofn, 7. júli. Þjóðverjar hafa flutt mikið lið frá Frakklandi til Austurvígstöðvanna til þess að stöðva framsókn Kússa þar. Þing Ira kemur saman 26. júlí. Spæuski uppreistarflokk- urinn hefir kvatt sainan þingið. Stórskotalið Bússa hefir unnið Austurríkismönnum ákaflegt tjón. Finsk brennur. Jafnaðarmenn í Þýzka- landi hafa krafist aukins kosningarréttar. Ktnhöfn, 8. júli. „Berliner Tageblatt* viU láta koma á samsteypu- ráðuneyti í Þýzkalandi. Buist við því að ríkis- kanzlarinn muni verða að segja af sér embætti. ræðu, sem hann nýlega flutti, hélt hann fast fram

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.