Ísafold - 22.09.1917, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.09.1917, Blaðsíða 2
2 62. Lög um breyting á tilskipun 30. apríl 1824 og fátækralögum, nr. 44, 10. nóv. 1905. 63. Lög um dyrtíðaruppbót handa em- bæ'jtis- og s/slunarmönnum lands- sjóðs. 64. Lög um almenna hjálp vegna dýr- tíðarinnar. 65. Lög um samþyktir um lokunar- tíma sölubúða. 66. Fjárlög fyrir árin 1918 og 1919. 67. Lög um að skipa dr. phil. Guð- mund Finnbogason kennara í hag- nytri sálarfræði við Háskóla Is- lands. ReykjaY&nr-annálI. Píanó-hljómloika efndi Jón Norð- mann til i Bárubúð í gærkveldi og þótti hún bezta skemtun — kenna sí- aukinnar framsóknar af hálfu hins unga listamanns, svo að gera megi sér mjög miklar vonir um framtíð hans. Hljómleikarnir verða endurteknir kl. 9 annað kvöld. Skipstjóri á e.s. Borg er orðinn Júlíus Júlinfusson, /. Goðafoss-skip- stjóri. Skipi sökt. Einu af fluttaingaskip- um Andrésar Guðmundssonar, St. Mar- garet að nafni, hefir verið sökt nýlege — hvar eða hvenær er engin vitueskja fengin um enn. Skipið bafði meðferð- is 200 smálestir af af kolum, 60 smál. af öðrum vörum, auk 300 saltfyltra kjöttunna til Sláturfól. Suðurlands og 110 smálesta af pipum til rafveitanna á Patreksfirði og Bíldudal. Kol og olía. Bæjarstjórn hefir feng- ið loforð um rúml. 1200 smál. af kol- um fyrir 125 kr. smál. og 572 tunnur af steinolíu hjá landsstjórninni. Auk þess er búist við að bærinn geti fengið um 100 smál. meira af Tjörneskolum, heldur en búist var við og munu þau kosta hingað komin um 100 kr. smál. Bærinn tekur lán. Samþykt var við fyrri umræðu í fyrrakvöld á fundi bæjarstjórnar, að taka alt að 180 þús. króna lán. Er það litlu meira heldur en lánveitingar, sem bæjarstjórn hefir þegar heimilað í mörgu lagi, en eigi hafa verið notaðar. Er nú alt dregið saman í eitt. Ennfremur var borgar- stjóra falið að taka alt að 100 þús. króna bráðabirgðalán til þess að stand- ast ýmsar greiðslur í næsta mánuði. Móverðið. Yerðið á bæjarmónum var ákveðið á síðasta bæjarstjórnar- fundi 45 kr. fyrir smál. af pöntuðum mó og 50 kr. fyrir mó í lausasölu. Er þetta miklum mun meira verð en ráðgert var í upphafi. Lóð E. f. A bæjarstjórnarfundi í fyrrakvöld var samþykt frumvarp að leigusamningi við Eimskipafélag íslands um lóð þá er fólagið fær á uppfylllng- unni. Lóðin er lelgð til 90 ára og ákveður matsnefnd leiguna á 5 ára fresti frá 1. okt. 1917. E. í. hefir forgangsleigurétt að uppfyllingunni austur að Framlenging Pósthússtrætis með sömu kjörum. Félagið má segja upp samningum með 12 mánaða fyrir- vara, hvenær sem það vill. Fálkapóstnrinn, sem settur var á land á Akureyri og hingað fluttur á Sterling, hefir verið gefinn laus, að fyrirskipun landsstjórnarinnar, þ. e. þeim brófasendendum hór, sem þess hafa óskað, verið afhent bróf sín. Frá ísafirði eru nýflutt til bæjar- ins til framtíðar-dvalar Þorvaldur Jóns- son præp. hon., Davíð Scheving Thor- seinsson læknir ásamt fjölskyldu sinni og Sigurjón Jónsson útgerðarstjóri með sinni fjölskyldu. ísfirðingar héldu þessu fólki fjöl- ment kveðjusamsæti að skilnaði. Valorinn (Islands Falk) kom í síð- ustu vikulok frá Færeyjum, og er ráð- gert, að hóðan fari hann til Danmerk* ur um næstu mánaðamót. Er mælt, að hann muni geta tekið um 30 far- þega, en margfalt fleirí hafa sótt um far og verða að sitja eftir með sárt ennið. Þingmenn munu nú flestir farnir til átthaga, sinna. Uni Borgarnes fóru þingmenn Strandamanna, Húnvetninga og Eyfirðinga og ennfr. Guðj. Guðl., 4. landkj. Með Sterling tóku sór fari þingm. Austur-Skaftfeilinga, Sunn- og Norðmýlinga, Seyðisfjarðar og Akur- eyrar. En vestanþingmenn hafa farið með vélbátum og e.s. Borg. Einn þingmanna, Pótur Jónsson, varð af Sterling vegna lasleika, en fer með Willimoes i kvöld. Gnðfræðisdócentinn. í dag lýkur samkepnis-prófi þeirra síra Ásmundar Guðmundssonar, síra Magnúsar Jóns- sonar og síra Tryggva Þórhallssonar um dócents embættið í guðfræði. Mun mega gera ráð fyrir úrslitum frá hálfu dómnefndar upp úr helginni. Skipafregn. Willemoes kom hingað á mið- vikudag fra Ameríku með steinolíufarm. Lagarfoss var í Halifax fyrri part vikunnar á leið hingað. t Pétnr Gíslason, f. útvegsbóndi í Ánanaustum hór fyrir vestan bæ, er látinn þ. 19. sept. í hárri elli, að heimili sonar sins, Gísla héraðslæknis á Eyrarbakka. Pótur heitinn var mesti sæmdarmaður og góðkunnur merkisborgari höfuðstaðarins um marga áratugi. Messað á morgun í dómkirkjunni í Bvík kl. 10 síra B. J og kl. 5 síra Jóh. Þ. Messað í frikirkjunni i lieykjavík kl. 5 síðd. (síra Olafur Olafsson). Adrepa til Gunnars Egilson. Gunnar Egilson tekur upp þykkj- una fyrir yfirdómarana út af opna bréfinu, er vér bannvinir sendum þeim á dögunum. Skrifar hann í ísafold, 4. ágúst, og eins og vænta mátti er ýmislegt að at- huga við þá ritsmíð. Það fyrst, að hann leggur ger- samlega ranga meiningu í bréfið, að vér með því viljum koma því inn hjá þjóðinni, að starfsmenn hennar megi ekki hafa aðra skoðun á bannmálinu en þá, sem vér höfum. Það höfum vér hvergi sagt og aldrei meint. Starfsmenn þjóðarinnar mega auðvitað hafa hvaða skoðun sem þeir vilja, en til hins ætti að mega ætlast af þeim, að þeir komi með eitthvað annað og meira en staðhæfingar sínu máli til stuðnings, þegar þeir setja opinberlega fram skoð- anir sínar gegn gildandi lands- lQgum, sem mikill fjöldi manna hefir brennandi áhuga á, að fái að njóta sín til fulls. í sambandi við opna bréfið verður að líta á það, sem á und- an var gengið. Á annan Hvítasunnudag, síðast í maí, sendum vér bannvinir út áskorun til þjóðarinnar, um að sitja fast við sinn keip í bann- málinu og slaka í engu til. í áskoruninni mintumst vér á, að lögin hefðu þegar eftir þennan stutta tíma, sem þau hafa verið í gildi, haft ýms góð áhrif, og að vér teldum víst, að með bættu eftirliti yrðu áhrifin enn betri og ISAFOLD víðtækari. Undir þessa áskorun skrifuðu ýmsir velmetnir borgar- ar þjóðfélags vors, þar á meðal menn, sem tjá sig hafa greitt at- kvæði á móti bannlögunum 1908, af því að þeir voru vondaufir um, að þau næðu tilgangi sínum, en eru nú lögunum fylgjandi, er þeir sjá, hve vel þau hafa reynst, þrátt fyrir slælegt eftirlit. Þessa áskorun vora létu and- banningar óátalda, reyndu ekki með einu orði að hrekja það, er vér töldum bannlögunum til lofs. En rúmum mánuði síðar birta þeir í blöðunum áskorun til þjóð- arinnar um afnám bannlaganna, bygða á staðhæfingum, sem sum- ar hverjar eru bersýnilega settar þar með hliðsjón af áskorun vorri, og alveg gagnstæðar. Hefði það ekki verið meiri kurteisi að reyna að hrekja um- sögn vorá um áhrif bannlaganna með einhverjum rökum, heldur en láta eins og ekkert væri og birta gagnstæða áskorun? Vér tókum það ráð að tína saman fjarstæðustu staðhæfingarn- ar og spyrja um rök fyrir þeim og stiluðum bréf með allri kurt- eisi til yfirdómaranna, sem allir höfðu skrifað undir áskorun and- banninga. Var það nokkuð óeðlilegt? Ekki sáum vér oss til neins að spyrja stjórn Andbanningafélagsins eða helztu forsprakka þess félags- skapar. Þeir eru í vorum augum það sem stjórnir Good-Templara og Bannvinafélagsins eru í þeirra, ofstækisfullir. Ekki álitum vér oss til neins að fara að spyrja presta og bændur inst innan úr afdölum, andbanningar segja sjálf- ir, að drykkjuskapur hafi verið úr sögunni til sveita áður en bannlögin komu til hennar, og nefna ekki að hann hafi komið aftur til sögunnar eftir að bann- lögin gengu í gildi. Þeir geta því ekkert um þetta vitað nema af afspurn. Hins vegar væntum vér þess, að menn, sem árum saman hafa gegnt yfirdómarastörf- um, hefðu tamið svo skap sitt, að þeir létu ekki persónulegt fylgi með eða móti einhverju málefni leiða sig til að skrifa undir staðhæfingar, sem enginn fótur er fyrir. Auk þess ætti það ekki að vera álitamál, að því ábyrgðar- meiri stöðu sem menn gegna í þjóðfélaginu og því meiri virð- ingar, sem þeir njóta, þeim mun varkárari eigi þeir að vera í öll- um fullyrðingum. Þá ætti líka vafalaust öllum að geta skilist, hvers vegna vér beindum spurn- ingum vorum til yfirdómaranna fremur en annara, því að staða þeirra er þannig vaxin, að það er skylda þeirra að forðast stað- hæfingar í málum, sem jafnan geta komið til úrskurðar þeirra sem dómara, enda munu þeir eiga að sneiða hjá opinberum afskift- um af pólitískum deilumálum, að minsta kosti virðist þingsetu- bann stjórnarskrárinnar bendatil þess. Þá er að líta á staðhæfingarnar. í áskorun andbanninga segir, að drykkjuskapur hafi ekki mink- að í kaupstöðum og sjávarþorp- um. Eg hefi í höndum skrifleg vott- orð um hið gangstæða frá bæjar- fógetanum í einum kaupstað, hreppsuefndum, hreppstjór«m og fleiri mönnum í 4 kauptúnum hér nærlendis. Auk þess eru ummæli t Arni Eiríksson I Heildsala. \ TdlS. 265 Og 554. PÓSth. 277. 1 Sm&sala l — Vefnaöarvörur, Priónavörur mjög fjölbreyttar. — Saumavélar með fríhjóli og S ára verksmiðjuábyrgð,- Smávðmr er snerta saumavinnu og hannyrðir. Þvotta- og hreinlætisvörur, beztar og ódýrastar,- Taokifærisgjafir. fyrverandi bæjarfógeta hér í bæn- um, núverandi forsætisráðherra, umsögn borgarstjóraus hér og bæjarfógetans á Isafirði. öllum ber saman um hverfandi drykkjuskap og þar af leiðandi betri efnahag. Að ekki eru fyrir hendi fieiri skrifleg vottorð stafar eingöngu af þvi, að ekki hefir verið farið fram á þau víðar. En hvaðanæfa fréttist af samskonar áliti máls- metandi manna út um alt land. Allir þekkja mismuninn á loka- dögunum fyr og nú. Þá mætti og taka til dæmis hásetaverkfall- ið í fyrra, þegar um 200 sjómenn gengu hér æstir í skapi og iðju- lausir um göturnar vikum saman og sá ekki vín á neinurn þeirra. Það fara öðru vísi sögur af verk- föllum í öðrum löndum, þar sem áfengi er á boðstólum, og komið hefir það fyrir, að áfengissala hefir verið bönnuð meðan á verk- föllum stóð. Ef litið er á innflutning áfengis árin áður en bannið gekk í gildi, sést, að frá 1905—1910 eru fiuttir til landsins að meðaltali á ári um 230.000 lítrar af 8° brennivíni og þess ígildi, 300.000 lítrar af áfengu öli og auk þess dálítið af léttum vínum, um 20.000 lítrar á ári. Þá er ótalið það áfengi, sem strandferðabát- arnir seldu landsmönnum á ferð- um sínum kring um land, en þeim hefir, eins og kunnugt er, ekki verið til að dreifa síðan 1915, er bannlögin gengu í gildi. Dettur nú nokkrum manni í hug, að eins mikið sé drukkið og áður? Engum. Ekki einu sinni andbanningum sjálfum, því að í sömu andránni, sem þeir staðhæfa, að drykkjuskapur hafi ekki mink- að, segja þeir, að siglingateppan hafi komið oss bannvinum til hjálpar. Nei, drykkjuskapur hefir mink- að mikið, svo mikið, að eftir eru aðeins örfáir menn, sem hafa jafnan úti öll spjót og sjá sig al- drei úr færi að ná í áfengi; en þeim fækkar smám saman og myndi fækka fljótlega, ef eftir- litið væri dálítið skárra en það hefir verið hingað til. Þá segja andbanningar, að bann- lögin fari í bága við réttarmeð- vitund alls þorra landsmanna. Þegar bannvinir fara fram á rök fyrir þessari og fleiri stað- hæfingum andbanninga, segir Gunnar: »Það skilst víst jafnvel Stórstúku íslands, að ef til væru órækar sannanir í lagaskilningi fyrir öllum atriðunum í áskorun andbanninga, þá væru dagarbann- stefnunnar á íslandi þegar taldir*. Og það er víst um það, að oss skilst þetta. En hitt lítur aftur á móti ekki út fyrír að vera eins víst, að andbanníngum skiljist það, að ef bannlögin hefðu farið i bága við réttarmeðvitund alls þorra landsmanna, þá hefði hug- myndin aldrei verið samþykt með þjóðaratkvæði og lögin aldrei náð samþykki Alþingis né konungs- staðfestingu. Niðutlag. Jón Rósinkranz. Þingsályktanir 1917. 1. Þingsál. um kolanám. 2. Þingsál. um endurbætur á- gildandi löggjöf um stofnun og slit hjúskapar og afstöðu foreldra til barna. 3. Þingsál. um smíð brúa og vita úr járni og stofnun smiðju í Reykjavík. 4. Þingsál. um ásetning búpen- ings. 5. Þingsál. um fóðurbætiskaup. 6. Þingsál. um útvegun á nauð- synjavörum. 7. Þingsál. um hafnargerð í Þorlákshöfn. 8. Þingsál. um breyting á fá- tækralögum frá 10. nóv. 1905. 9. Þingsál. um konuugsúrskurð um fullkominn siglingafána fyrir ísland. 10. Þingsál. um að skora á stjórn- ina að hlutast til um stofn- un útibús í Árnessýslu frá Landsbanka íslands. 11. Þingsál. um fjallgöngur og réttir. 12. Þingsál. um rann3Ókn sím- leiðar. 13. Þingsál. um endurbætur A gildandi lögum um meðferð á fé ómyndugra. 14. Þingsál. um uppeldismál. 15. Þingsál. um skilyrði fyrir styrk til búnaðarfélaga. 16. Þingsál. um vegamál. 17. Þingsál. um seðlaútgáfurétt. 18. Þingsál. um skipun milli- þinganefndar til að íhuga- fossamál landsins. 19. Þing8ál. um verð á lands- sjóðsvöru. 20. Ályktanir út af athugasemd- um yfirskoðunarmanna lands- reikninganna fyrir árin 1914 og 1915. 21. Þingsál. um heiðursgjöf lianda skáldinu Stephani G. Step- hanssyni. Erl. símfregnir. Frá fréttaritara ísafoldar og Morgunbl. Khöfn 14. sept. Painleve er orðinn íorsæt- isráðherra og hermálaráðherra

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.