Ísafold - 22.09.1917, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.09.1917, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar í viku. Verðárg. 5 kr., erlendis 7^/a kr. eða 2 dollarjborg- lst fyrir miðjan júlí erlendis fj'tirfram. Lausasala B a. eint ísafoldarprentsmiðja. Ritstjóri: Ólsfur Björnsson. Talsími nr. 455. XLIV. árg. Reykjavik, laugardaginn 22. sept. 1917. Uppsögn (skrifl. bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandl skuld laus vlð blaðið. 60 tðlublað >Beynslan or sannleikur* sagöi »Repp« eg -iþótti at> vitrari maöur, ReyEsla alheims hefir dœmt Fordbíla að vera bezta allra bíJa, og albeims dóm verönr ekki bnekt. Af Ford- fbilum eru fleiri á feró i heiminum on af öll- am öörum biltegundum samanlagt. Hvað sannar það? í*aö sannar það. Fordbillinn v©r beztur allra* bíla enda hefir bann unnið sér öndveigissœti meðal allra Btla, hjá öllum þjóöum, og blotið heiðursnafnið V eraldarvagn. Fást að eins hjá undirrituðum sem einnig Selur binar beimsfrœgu DUNLOP DERK og íSLONGUR fyrir aliar tegnndir bila. P. Stcfánsson, Lækjartorgi 1, Báglega tókst með alþing enn Þau einkunnarorð má tvímæla- laust velja alþingi því, er sleit á mánudaginn. Þessi lýsing gildir yfirleitt um störf þess, þótt ein- staka undantekning megi finna til að staðfesta tegluna, svo sem það, að samkomulag alls þings ins fekst til að gera kröfu um siglingafána, sem vitanlega ihefst nú fram, ef iandsstjórnin ratast á það að fylgja því máli fast eftir við konung íslands, og ætti það að vera henni vork- unnarlaust með alt alþingi og alla þjóðina að baki sér. Ekki lýsir það sízt högum al- hingis í sumar, að inn á þingið ér rutt ekki minna en 137 jrum- vörpum — og nær ekki einu sinni helmingur þeirra fram að ganga. Það er eins og þingmenn hafi verið að leika sér að því að tefja tíma þings þessa, sem eingöngu átti að fjalla um bjarqráð Jyrir pjóðina á þessum miklu hörm- ungatímura, með þvi að hrúga inn á það lítils- eða einkisnytum hégómanýmælum eða breytingum á eldri lögum. Þau eru 70 frum- vörpin, sem voru léttvæg fundin og feld eða vísað frá, en 67 hin, sem fram náðu að ganga. Ef það er ekki að eyða dýr- mætum tima alþingis, slíkt fram- ferði, þá vitum vér eigi til hvers sú lýsing nær. Og þroskaleysið — já skrælingjahátlurinn, sem lýsir sér í því að varpa svo óhugs- uðum, óundirbúnum og óþörfum frumvarpamýgrút inn á þing — ætti að vera víti til varnar i framtíðinni. Oft hefir frumvarpa- flutningsæði þingmanna vakið ó- hug, en að þessu sinni teljum vér það hiklaust óverjandi. í flestu hefir þetta þing reynst siður en svo jafnoki fyrirrennara sinna, heldur yfirleitt eftirbátur. Engin tilþrif til þess að bæta að neinu syndir fyrri þinga, svo sem t. d. að forðast það eða gera störf í þjóðarinnar þarfir að póli tiskum bitlingum. Sjaldan eða aldrei hefir úthlutun bitlingasteik- urinnar borið á sér jafnskýr mörk fiokkahlutdrægninnar. Þeir, sem nenna að hafa fyrir því að at- huga, hvernig þingið hagaði sér við það starf, munu fljótlega átta sig á, að það var undantekning, að þingið liti á hæfileika. mann- anna til þess að gegna þeim störfum, sem það valdi þá í, heldur var það reglan að hugsa eingöngu um að stinga bita að einstökum þingmönnum. Það væri þarfa-nýmæli að titiloka þingmenn frá þessum bitlingum og mundi hefja veg og gengi al- þingis1 meira en margt annað. Á það benti ísafold í haust, að grundvöllur gömlu flokkaskifting- arinnar væri eigi lengur til. Nú gilti að eins um að velja á þing nýtustu mennina hvað sem gömlum flokkaværingum liði. Þetta vildu þeir ekki heyra þá, sem nú aia hvað mest á því, að gamla flokka- skiftingin eigi við engin rök að styðjast. Og þeim tókst mjög um of að hamra þá skoðun inn í kjósendur, sem í sömu herbúðum er nú talin staðlaus og eingöngu til ills. En af þeim blekkingum, sem beitt var fyrir kosningarnar i haust, sýpur nú þjóðin seyðið m. a. með því að eiga við að búa landsstjórn, sem alment er viðurkend að vera óhæf til þess að stýra landinu gegnum brim og boða styrjaldar- vandræðanna, sem nú steðja að oss. Með því að misbeita flokksvald- inu og fórna öllu á altari þess — hefir alþingi skilið þjóðina eftir undir handleiðslu manna, sem alls ekki kunna að fara með hina margbrotnu og flóknu landsstjórn- arvél á þessum tímum. Það er ekki nema eðlilegt, að nú heyrist þungir áfellisdómar um þingið fyrir það giapræði, auk margra annara synda og skiljanlegt og berandi vott um vaxandi þroska þjóðarinnar, að þær gerast háværari og hávær- ari raddir þær, sem, eftir þá reynslu, sem þegar er fengin, telja þingrof bezta ráðið út úr ógöngunum — treystandi því, að þjóðin láti vítin frá síðustu kosn- ingum verða sér að varnaði fram- vegis. Verzlunarráð Islands. A mánudaginn var fundnr hald- inn hér i bæ í því skyni að setja á stofn »Verzlunarráð lslands«. Sátu fundinn 52 manns, en 21 höfðu sent umboÖ. Kaupmannaráð íslands hafði samið frv. til laga fyrir Verzlunarráðið, og var það samþykt með nokkurum breytingum. 1 lögunum segir svo um tilqanz verzlunarráðsins: »Tilgangur ráðs- ins er að vernda og efla verzlun, iðnað og siglingar<. En verksvið ráðsins er þetta: a) Að svara fyrirspurnum frá al- þingi og stjórnarvöldum og öðrum um veizlunar-, toll-, vátryggingar- og samgöngumál og annað það, er varðar atvinnugreinir þær, sem ráðið er fulltrúi fyrir. Ráðið skal einnig af sjálfsdáðum, ef þöif þykir, gera tillögur eða láta i ljósi álit sitt i þessum efnum. b) Að vinna að þvi að koma á festu og samræmi i viðskiftavenjum. c) Að koma á fót gerðardómum í málum, er varða þær atvipnugrein- ar, er hér um ræðir. d) Að safna, vinna úr og birta skýrslur um ástand þessara atvinnu- grein, eftir þvi sem föng eru á. e) Að fylgjast með breytingum á erlendri löggjöf og öðrum atburðum 'er kunna að hafa áhrif á atvinnuvegi landsins. f) Að gefa út blað þegar fært þykir, er skýri frá því markverðasta i viðskiftamálum innanlands Og utan. í blaðinu skulu einnig birt lög og stjó'narfyrirskipanir er sneita atvinnu- mál. A hverju ári skal gefin út greini- leg skýrsla um aðgerðir ráðsins og reikningur um fjárhag þess undan- farið ár. Sjö fulltrúar skipa ráðið, og hlutu þessir kosningu: les Zimsen, Garðar Gíslason, )ón Brynjólfsson, Ol. John- son, Carl Proppé, Jensen-Bjerg og Olgeir Friðgeirsson. Stjórn Búnaðarfélagsins og stjórn Fiskifélagsins eru fulltrúanefndir fyrir landbúnað og fiskiveiðar, en hingað til hefir algerlega vantað slíka full- trúanefnd fyrir verzlun iðnað og sigl- ingar. Kaupmannaráðið hefir að vísu starfað sem fulltrúaráð fyrir verzlun- arstéttiua, en hefir nær eingöngu bygst á Kaupmannafélagi Reykjavik- ur. Að verzlunarráði íslands standa aftur á móti atvinnurekendur í þess- um greinum um land alt. Síðast þegar aðalmanntal fór fram árið 1910 lifðu um 10,000 landsmanna á verzl- un, samgöngum, handverki og iðn- aði, en siðan hefir þeim vafalaust fjölgað mikið og likindi tii að þeim muni fjölga mikið á komandi árum. En mikilvægi atvinnuveganna fer ekki eingöngu eftir þvi, hve margir lifa á þeim, heldur einnig, og það mest, eftir þvi hverja þýðingu þeir hafa fyrir þjóðfélagið i heild sinni. Og hér er einmitt um atvinnuvegi að ræða, sem hafa rfarmikla þýðingu íyrir alla þjóðina og velgengni henn- ar er roikið undir því komin að þeir séu í sem beztu lagi. Atvinnuráð, er starfa í svipuðum tilgangi og ætlast er til að verzlun- arráðið starfi hafa afarlengi tiðkast i öðrum löndum og hefir reynslan sýnt að starfsemi þeirra er til ómetanlegs gagns. Það á sér allsstaðar stað ná- iu samvinna milli stjórnarvalda og atvinnuráða, enda er það meginþátt- ur í starfsemi þeirra. Sérstaklega hafa verzlunarráðin ennfremur unnið að því að koma á heilbrigðum og hagkvæmum viðskiftavenjum og á verzlunarráð íslands vafalaust mikið starf fyrir höndum í þessu efni. Erlendis hafa verzlunarráðin átt upptök að ýmsum stórfeldum um- bótum, og ávalt hafa þau vakandi auga með vexti og viðgangi atvinnu- veganna; hefir oft verið ástæða fyrir þau að gr pa í taumanna, hvetja eða letja til framkvæmda, eftir því sem þörf var á. Þetta atriði ec, ekki veigamimt fyrir oss, einkum nú, er gera má iáð fyrir, að hér verði miklar framfarir innan allra at- vinnuvega, er styrjöldinni lýkur Þá verður full þörf fyrir framsýni og víðsýni og um að gera að not- færa sér reynsluna, bæði okkar eigin og annara, Að eins með því móti verður hjá því komist að stórfé og fyrirhöfn fari forgörðum vegna fyr- irtækja, sem ráðleysislega er tilstofnað. Lög frá Alþingi. 1. Lög um breyting á lögum nr. 17, 9. júlí 1909, um almennan elli- styrk. 2. Lög um stækkun verzlunarlóSar Isafjarðar. 3. Lög um breytingu á lögum nr. 35, 13. des. 1895, um löggllding verzlunarstaðar hjá Bakkagerðl í Borgarfirði. 4. Lög um sölu á kirkjueigninni 7 hndr. að fornu mati úr Tungu í Skutilsflröl. 5. Lög um heimild handa bæjar- og sveitarstjórnum til að taka eign- arnámi eða á leigu brauðgerðar- hús o. fl. 6. Lög um breytingu á 1. gr. laga nr. 45, 16. nóv. 1907, um skipun prestakalla (Miklaholtsprestakall). 7. Lög um framlenging á gildi laga nr. 30, 22. okt. 1912, og laga nr. 44, 2. uóv. 1914, og laga nr. 45, s. d. (vörutollur). 8. Lög um breyting á lögum nr. 49, 10. nóv. 1913, um eignarnáms- heimild fyrir bæjarstjórn ísafjarð- ar á lóð og mannvirkjum undir hafnarbryggju. 9. Lög um húsaleigu í Reykjavík. 10. Lög um breyting á og viðauka við lög 1. febrúar 1917 um heim- ild fyrir landsstjórnina til /msra ráðstafana út af Norðurálfuófriðn- um. 11. Lög um breyting á lögum nr. 26, 20. okt. 1915, um vátrygging sveitabæja og annara húsa í sveit- um, utan kauptúna. 12. Lög um heimild fyrlr stjórnarráð íslands til að setja reglugeröir um notkun hafna o. 11. 13. Lög um þóknun til vitna. 14. Lög um breytlng á lögum nr. 39, 11. júlí 1911, um sjúkrasamlög, og á lögum um breyting á þeim lögum nr. 35, 3. nóv. 1915. 15. Lög um viðauka við lög 11. des. 1891, um samþyktir um kynbæt- ur hesta. 16. Lög um breyting á og viðauka við lög um stofnun Ræktunarsjóðs íslands, 2. marz 1900. 17. Lög um stofnun alþýðuskóla á Eiðum og afhendingu Eiðaeignar til landssjóðs. 18. Lög um framkvæmd eignarnáms. 19. Lög um breyting á lögum nr. 30. 20. okt. 1913, um umboð þjóð- jaröa. 20. Lög um breyting á lögum nr. 21 2. nóv. 1914, um notkun bifreiða, og viðauka við sömu lög. 21. Lög um stefnufrest til íslenzkra dómstóla.- 22. Lög um heimild fyrir landsstjórn- ina til að leyfa íslandsbanka að auka seðlaupphæð þá, er banklnn má gefa út samkvæmt 4. gr. laga nr. 66, 10. nóv. 1905. 23. Lög unt mæiitæki og vogaráhöld, 24. Lög um framlenging á friðunar- tíma hrelndýra. 25. Lög um málskostnað einkamála. 26. Lög um breyting á lögum nr. 18, 13. sept. 1901, um manntal í Reykjavík. 27. Lög um mjólkursölu í Reykjavik. 28. Lög um skiftingu bæjarfógetaem- bættisins í Reykjavík og um stofn- sórstakrar tollgæzlu í Reykjavík- urkaupstað. 29. Lög um hjónavígslu. 30. Lög um gjöld til holræsa og gang- stétta á Akureyri. 31. Lög um áveitu á Flóann. 32. Lög um einkasöluheimlld lands- stjórnarinnar á steinolíu. 33. Lög um laun hreppstjóra og aukatekjur m. m. 34. Fjáraukalög fyrir árin 1914 og 1915. 35. Lög um fyrirhleöslu fyrír Þverá og Markarfljót. 36. Lög um afnám laga nr. 21, 20. okt. 1905, um skýrslur um ali- dýrasjúkdóma. 37. Lög um breytingu á sveitarstjórn- arlögum nr. 43, 10. nóv. 1905 (hækkun oddvitalauna og sýslu- nefndarmanna um þriöjung). 38. Lög um breyting á lögum frá 22. nóv. 1907, um vegi (flutninga brautir í Húnavatnssýslu). á9. Lög um samþyktir um herpinóta- veiði á fjörðum inn úr Húnaflóa. 40. Fjáraukalög fyrir árin 1916 og 1917. 41. Lög um stofnun dósentsembættis í læknadeild Háskóla íslands (í líffærameinfræði og sóttkveikju- fræði). 42. Lög um breytlng á lögum nr. 22. 8. okt. 1883, um bæjarstjórn á Akureyri, og lögum nr. 43, 11. júlí 1911, um breyting á þeim lögum. 43. Lög um slysatrygging sjómanna. 44. Lög um samþyktir um kornforða- búr til skepnufóöurs. 45. Lög um útmælingar ióða f kaup- stöðum, löggiltum kauptúnum o. fl. 46. Lög um breyting á lögum nr. 12, 9. júlí 1909, um breyting á lög- um um stofnun Landsbanka 18. sept. 1885 m. m. 47. Lög um breyting á 1. gr. laga um vitagjald frá 11. júlí 1911. 48. Lög um breytingar á og viöauka við lög nr. 35, 20. okt. 1913, um ritsíma- og talsímakerfi íslands. 49. Lög um lýsismat 50. Lög um samþykt á landsreikning- unum 1914 og 1915. 51. Lög um stefnubirtlngar. 52. Lög um fiskivelðasamþyktir og lendingasjóöi. 53. Lög um breyting á 1. gr. tolllaga fyrir ísland, nr. 54, 11. júlí 1911. 54. Lög um lögræði. 55. Lög um bæjarstjórn ísafjarðar. 56. Lög um bráðabirgðahækkun á . burðargjaidi. 57. Lög um breyting á lögum um fasteignamat. 58. Lög um rekstur loftskeytastöðva á íslandi. 59. Lög um aðflutningsbann á áfengi. 60. Lög um breyting á og viðauka við lög nr. 23, 14. des. 1877, um tekjuskatt. 61. Lög um stofnun húsmæðraskóla á Norðurlandi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.