Ísafold - 29.09.1917, Page 3

Ísafold - 29.09.1917, Page 3
ISAFOLD 3 spor í áttina, að Halldór (skrif- stofustjóri andbanninga) er farinn heim. Þá er það ekki minna, að greinir okkar bannvina eru í aug- um andbanninga komnar í hóg- værðarhjúp. En mest er þó um vert, að andbanningar hafa í áskorun til þjóðarinnar viðurkent þörfina á takmörkun áfengisnautn- ar og persónufrelsis (!!). Nú eiga þeir ekki annað eftir en að ganga inn á, að alger út- rýming sé eina færa leiðin. Jón RósenTcranz. 9 A konungsfund fer forsætisráðherrann á morgun xneð Valnum — til þess m. a. að fá staðfesta lagasyrpu albingis — öll þessi stórþörfu (!) 07 frv. En ráðherrann á og annað og mikilvægara erindi við konung; því að alþingi hefir falið stjórn- inni að koma nú í kring full- hornnum íslenzkum siglingafána. Stjórnin hefir lofað að leggja al- gera áherzlu á að fá því máli framgengt. Blöðin dönsku kváðu eitthvað farin að þenja sig á móti, og þurfti það eigi að koma neinum óvart. Er nú þess að vænta, að for- sætisráðherra haldi svo röggsam- lega á málinu í konungsgarði, að fram nái að ganga — hið allra fyrsta, svo mikið nauðsynja-sjálf- stæðis-mál, sem það er orðið. Valurinn (Islands Falk) fér héðan á morgun. Auk forsætisráðherrann munu veroa um 30 farþegar með skipinu, en eitthvað 60 manns synj- að um far. Konungsafmæli. J>. 26. þ. m. átti Kristján X.' 47 ára afmæli. Hafði foringinn á Valnum boð inni þann dag fyrir ýmsa bæjarmenn. Brezkt herskip kom hingað í gær- morgun. Með skipinu kom E. Cable ræðismaður. þetta var sama skipið og flutti þá feðga Thor Jensen og Bich. Thors hingað í sumar. Erá Damuörku kom hingað í vik- unni heilu og höldnu þilskipið Kefla- víkin, eign Duusverzlunar. Skip Eimskipafélagsins. Lagar- foss er væntanlegur hingað þessa dag- ana. Gullfoss fór frá New York 25. sept. Um 6000 smálestir af kolum til landsstjórnarinnar komu hingað í morgun með brezku skipi. Falleg gjöf. 600 króna minningar- gjöf hefir Magnús Bjarnason kaupm. gefið styrktarsjóði sjúklinga á Vífils- stöðum til minningar um 5 viní sína, sem þar hafa látist, meðan Magnús hefir dvalið þar. Guðfraeöisdócentian. Samkepninni um það embætti lauk svo, að dómnefndin lagði til, að sira Magnúsi jónssyni frá Isafirði yrði veitt embættið og hefir hann nú fengið fyrir þvi veiting. Dómnefndina skipuðu biskupinn, prófessor Har. Nielsson, Sig. Sívert- sen, Björn. M. Ólsen og Jón Jóns- son Aðils, dócent. Tillögu sinni lét nefndin fylgja þessi ummæli: Eftir allítailegar umræður varð það að samkomulagi meðal nefndar- manna, að síra Magfú? Jónsson yrði að telja hæfastan, að öllu athuguðu. En jjf framt lýsir nefndin ánægju sinni yfir því, hve vel öll verkefnin voru af hendi leyst, og álitur að Há- skólinn gæti verið vel sæmdur af hverjum umsækjandanna sem væri i kennaraembættið, þótt bún verði að taka þennan fram yfir hina, og sér- staklega vill hún láta þess getið, að ritgerð sira Tryggva Þórhallsonar ber vott um einkargóða sagnaritarahæfi- leika. Draumar Nýjar og gamlar góðar bækur Hermanns Jónassonar. Ein af beztu bókum er komið hafa út á íslenzka tungu. Fást í bókverzlunum bæjarins. Isafold -- Olafur BjornssoD. Ofurefli, Oull, Vestan hafs og austan, sögur eftir Eitiar Jt. Jivaran, fást i bókverzlununum. ísaf. — Óíafur Björnsson. Latnesk orðmyndafræði eftir latlnnkennendur Reykjavikurskóla. Bragfræði islenzkra rímna eftir sira Helga Sigurðsson. Göngu-Hrólfs-saga. Göngu-Hrólfs-rímur. Hálfdánar saga Barkarsonar. Kristinfræði eftir Gustav Jensen. Sálmasafo eftir Pétur Guðmundsson. Rimur af Friðþjófi frækna. Galdrakver. Garðyrkjukver eftir Schierbeck. Mestur í heimi. II, útgáfa. Olöf í Asi eftir Guðmund Friðjónsson. Hvi slær þú mig? Eftir Har. Níelsson. Helen Keller. Eftir Har. Níelsson. Tímavitið Iðunn er nýlega komið út i. og 2. hefti 3. árgangs. Er eigandinn prófessor Ágúst H. Bjarnasort nú búinn að taka alveg að sér ritstjórn Iðunnar, en Einar H. Kvaran látinn af henni. Iðunn er sem fyr bæði fróðleg og fjöibreytt. Prestur á ísafirði verður settur í vetur Sigurgeir Sigurðsson cand. theol. Heimspekispróf við Háskóla íslands verður að þessu sinni látið Dægja þeim stú- dentum, sem ella hafa i hyggju að halda áfram námi við háskólann i Khöfn. Seldir botnvörpungar. Núna í vikunni fullréðst um sölu io íslenzku botnvörpunganna til Frakklands. Kaupandi er stjórnin frakkneska. Undanþágu til þess að mega selja skipin hefir íslenzka stjórnin veitt og bundið ýmsum skilyr§um m. a. þeim, að nota féð til að uppyngja fiskiflotann að jafnmiklu leyti sem nú er hann skertur, þegar að loknu stríðinu. Þessi skip eru seld: Baldur, Bragi, Apríl, Maí, Eggert Ólafsson, Earl Herford, Jarlinn, Þór, Ingólfur Arn- arson og Þorsteinn Ingólfsson. Söluverðið npp og niður 4—500,000 krónur. Þetta skipa-sölumál er eitt þeirra mála, sem nanmast er rétt að gera að opinberu máli um þessar mundir og teljum vér því til engis að ræða það frekara að sinni. Háskólinn. Setning hans fer ekki fram fyr en um aðra helgi 6. eða 8. okt. Prófessor B. M. Ólsen hefir feng- ið undanþágu frá fyrirlestrahaldi fyrra skólamissirið, en Jón. Aðils dócent bæði háskólamissirin. Mun standa til, að hann fari til útlanda i nóvember. Er!. símfregnir. Frá fréttaritara ísafoldar og Morgunbl. Khöfn 22. sept Bretar hata tekið Inver- nessV Giencrose, Veldhoen, Zevenkote og fleiri þorp. Bretar hafa handtekið rúmlega 2000 menn. Svar Miðríkjanna við friðarhoði páfans hefir nú verið birt, en í því er ekk- ert sem béndir tll þess að friður.muni bráðlegakom- ast á. Eftir dauðann eða Bréf frá Júltu heft og i bandi, fæst í bókverzlunum bæjarins. Isaíofd -- Olatnr Bjernsson. Verkhovsky hermálaráð herra Bússa tilkynnir að Rússland sé í mikilli fjár- þröng. Rússneski herinn hefír minkað um einn þriðja hluta. AlexieflF hefír lagt niður embættivegna ósarnkomu- lags við Kerenzky. Kaupmannahöfn, 23. sept. Bretar hata enn sótt fram og liandtekið 3000 menn. Þjóðverjar hafa rofíð herlínu Rússa, tekið Ja- cobstadt og haudtekið 400 ineirn. Rússneska stjórniu hefir náðað Nikulás keisara og fjölskyldu hans. Frjálslyndu blöðin í Þýzkalandi eru ánægð með sáttlýsi þá, sem komi iram í svörunum við friðarhoð- 11 m páfans og segja að vegna hinnar mikilsverðu yfirlýsingar um siðferðis- legtm rétt, takmörkun h vígbúnaði og alheimsdóm- stól, þá sé það nú undir Wilson komið hvenær frið- ur kemst á. Rætt er um að Norður- lönd komi á fót flugpóst- ferðum til Rússlauds. K.höfn, 24. sept. — Viðsjár miklar milli Þjóðverja og Argentinu- stjórnar. — Áköt stórskotahríð á vesturvígstöðvunum. Dukanin hefír tekið við af Alexieff. Blöð handaman.ua gagn- rýna mjög svar Miðríkj- anna við friðarboði páf- Frauskar smásögur. Þýddar af Birni Jónssyni. Fást á skrifstofu Isafoldar og í bókverzlununum. f I I I Úlgerðarmenn. Við höfum nú fengið töluvert af Ttetjagarm, ágæt tegund. Enskum tínum, frá P/a pd. til 4 punda. Lódaönglum, nr. 7—8. önguttaumum og Sjófafnaði. Avalt fyrirliggjandi þessi ágæta Smurningsolía á mótora (Cylinder og Lager), sem þegar hefir fengið útbreiðslu um alt land. Jltfjugiö verð og gæði þessara varal Ausfursfræfi I, Asg. G, Gunnlaugsson & Co 1 ■ 0 1 i Flensborgarskblinn staríar í vetur með heimavist og sama íyrirkomulagi og að undantörnu. Verður settur 10. október. Ögmundur Sigurðsson. Sænskf fimbur ans. í Noregi er nú krafist vegabréfa af öllum ferða- mönuum. flestallar gerðir og stærðir selur undirritaður. Sann- gjarnt verð. Timbrið er afhent á hafnaruppfylling- unni. Pétur Ingimundarson.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.