Ísafold - 20.10.1917, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.10.1917, Blaðsíða 1
\ % ÍKemur úfc tvisvar í viku. YerBarg. 5 kr., erlendis 7^/j }kr. eða 2 dollar;borg- ist fyrlr miSjan júlí ‘ erlendis fyrirfram. •í Lausasala 5 a. eint Talslmi nr. 455, ísafo!darprent.smiðja, pý'lý' Rttstjórl: Ólsfur Björnsson. Uppsögn (skrifl. bundln viS áramót, er óglld nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi sknld laus viö blaBiB. XLIV. árg. Reykiavík, langardaginn 20. okt. 1957. 66. tölublað Að jeikslokum. Ef að vængir þínir taka’ aö þyngjast, Þreyttir af að fljúga í burtu-átt, Hverf þú heim! og þú munt aftur yngjast Orku’, er lyftir liverri fjöður hátt. Jafnvel þó við skilnað kanske skeður. Skyndi-depurð grípi róminn þinn, Sem á hausti’, er heiðló dalinn kveður, Hugsun um, að það sé efsta sinn. Hlægir þig, að hér var steinum þungum Hnykt úr leið, ef aðstoð þína brast, Vissa Ijós, að leika’ á yngri tungum Ljóðin, sem þú aldrei kveðið gazt. Þrár og óskir þroskast, vaxa, fyllast, Þína hönd sem aldrei fær þú léð — Engin leið á von-spám nú að villast. Víkja frá, en hafa reynt og séð. Þegar vorar, vinst þeim fleygu’ og ungu Vaxin þrá, í nætursólar glóð Móinn þann að sjá, þar mæður sungu Sinna hreiðra glöðust vögguljóð, Og hjá lind og laut og klettasprungu Liðka aftur þessi förnu hljóð. Láta horfinn hljóm í nýja tungu Heimanfylgjur kveða vestur-þjóð. Yður hjá, sem hugsuðum oss saman, Hjartað skilur gesturinn, sem fer. Varmt og heilt — að hverri stund var gaman! Hönd hans óveil — só hún kulda-ber — Rétt er þeim, sem lánast á að erfa Æsku vorrar stærri þrár og dug----------- Sælt úr ljósi’ og landi hinzt að hverfa Loks með söknuð — þó með glöðum hug. 3%—1917. Stephan G. Stephansson. SiglmgE-fáninn. Árið 1907, þá er þjóðfundur var haldinn á Þingvelli uijdir ís- lenzkum fána mundi það hafa þótt fyrirsögn, að eftir að eins 10 ár stæði öll þjóðin með al- þingi í broddi — fylktu liði um þá kröfu að eignast íslenzkan þjóðfána, Islenzkan siglmga-fána. Og fyrirsögn mundi það og hafa þótt fyrir 31/2 ári, þá er Fána- nefndin kom með sínar tillögur um gerð hins íslenzka þjóðfána, er þá vakti _ ekki lítinn úlfaþyt, að nú væri komin jafngóð sam- tök meðal allrar þjóðarinnar um notkun þeirrar gerðar, sem raun ber vitni. Hvorttveggja þetta beránægju- legan vott um vaxandi skilning og þroska hjá þjóð vorri í þessu máli. öll þjóðin er nú komin að xaun um, að það er ekkert »humbugg« fyrir íslendinga að eignast sérstakan siglinga-fána, heldur lífsnauðsyn bæði frá sjálf- stæðis- og líka aimennu viðskifta- sjónarmiði. Og öll þjóðin er að komast að raun um það, að gerð fánans •er í sjálfu sér aukaatriði, smekk- atriði í fyrstu,, en er kynslóðir líða elskar þjóðin fána sinn, hvað sem gerðinni líður, af því það er hennar fáni, hennar þjóðar- merki, vottur um framsókn hennar i verzlun 0g siglingum út um heim. Af öllum þeim málum, sem forsætisráðherrann hafði með sér á konungsfund, er fánamálið ■vafalaust þjóðinni hjartfólgnast. Hvað sem öllum deiluefnum líð- ur mun vart sá Islendingur til, er •eigi óski ráðherranum hins bezta gengis hjá konungi í fiutningi þess og skori jafnframt á hann að fylgja því eftir. Ekki er gerandi ráð fyrir öðru en það mál verði auðsótt í kon- ungsgarði, þar sem þing og þjóð standa svo óskift og bjargföst utan um. »Hver sæmdar-auki þjóðarinn- ar er tignarauki konungs hennar«, sagði formaður Fánanefndarinnar I inngangsræðu sinni á fyrsta fundinum, sem hún átti með sér. Þetta er orð, og að sönnu. Og sérstakur siglinga-fáni er oss sæmdar-auki um leið og hann er oss nauðsyn. Og hann er líka tignar-auki ikonungi. Því hlýtur hann fram að ganga. Til eru þeir menn, sem jafnan eru kviðnir og gera ráð fyrir hinu versta— staðfestingarsyjjun. En ef það kæmi fyrir, þá má eigi leiðtogana bresta þrek til að stíga það skrefið, sem hlýtur að verða afleiðingin af því. En auðvitað kemur það ekki til mála að þess þurfi til! Kveðja til. Stephans G. Stephanssonar Stephan G. Stephansson heldur að heiman heim á leið á næstu diga. Vinir og lesendur ljóða hans hafa nú séð hann, kynst honum í ná- vistam. ý Við kunnnm áður að nokkru skapi hans og skoðunum, kunnum skyn á skáldeðli hans og anda eins og við vissum deiii á löngu liðnu skáldi, tr við höfðum aldrei séð né héyrt, en höfðum lesið nokkuð eftir. Frumleikur og ótviræð skáldgáfa virtist okkur aftur koma skýrara í ljós hjá honum en hjá mörgum þjóðskálda vorra, og okkur furðaði á, ef hún gat dulist mentuðum ljóðvinum, svo skærum leiftrum sem brá fyrir í skáldskap hans. Þar var gnótt ljómandi lik- inga, er i geymdust þróttmiklar hugsanir, sannfróðleikur og bersögli um mannlegt líf og mannlegt eðli. Flestnm lifandi Ijóðskálda vorra ér hann myndfrjórri og myndvísari, en á því mun skáldgáfa auð- kendust. í myndvísi minnir hann á elzta þjóðskáld vort, Egil Skalla- grímsson. Mun það sannast sagt um hann, að hann sé meira skáld en listamaður, enn meiri andans maður en skáld Og við undruðumst íslanzku haus, hve gagnauðugur hann var að orðum og orðvís, þó að hann flyttist tvítugur af landi brott og hefði siðan dvalist alla æfi i annarri heimsálfu. Auðvitað mátti sjá út- legðar-merki á stöku orðmyndum, en það var fnrðu sjaldan. Og við dáðumst enn meira að honum, er við vissum, að hann var bóndi, sjálflærður og sjálfhafinn (selfmade), er æ yrði að vinna erfiðisvinnu. — Sýnt var, að vel hafði hann varið tómstundum sínum. Kvæði hans báru þess vitni, að hann var bæði víðlesinn og viðhugsaður. Þetta vissum við um hann og meira ekki. Æfisögu hans kunnum við sama sem ekkert, höfðum ekkert getað lesið um líf hans og stríð, vissum ekkertum, hvaða skáld og bækur höfðu snortið hann fastast, nema hvað auðséð var, að íslenzkar sagnir og sögur voru honum ótæmandi brunnur yrkisefna og hugmynda. Þar var spegill, er hann sýndi í skoðanir sinar og mannlífið, eins og hann kendi þess. Og við kunnum engar sögur af hon- um sem ýmsum skáldum okkar lifs og liðnum. Og nú hefir gerst það æfintýri, að hann heimsótti okkur. Honum var boðið heim, sem kunnugt er. Hér hefir honum verið ger mikil sæmd, haldin virðuleg samsæti, gerður heið- ursfélagi Bókmentafélagsins, ogalþingi hefir sæmt hann heiðursgjöf. Með þessu er l.onum skipað á bekb með mestu merkis- og verðleikamönnum þjóðar vorrar. Á slíkum dómi bera dómendur ábyrgð fyrir dórúgreindri framtíð, sem einatt breytir þeim. En eg óttast ekki, að þessi dómur samtíðar skáldsins um hann verði úr gilfli numinn, hversu sem hann verður krufinn og kviðristur. Ög æ er það fagnaðarefni, er góðgerðamönnum þjóðanna eru fluttar maklegar þakkir, áður en þeir eru lagðir á líkfjalirnir. Hann hefir í surnar ferðast. víða um land, séð meira af því og kynst fleirum landsbúa, en við flestir gerum, er ölum hér aldur okkar, að kalla, alla æfi. Og hann hefir þúað alla, kon- ur og karla, æðri og óæðri. Og alstaðar hefir honum verið tekið tveim höndum. Hann hefir lika skygnst dýpra i islenzkan anda en flestir heimdragi, frjóvgast meira af honum. Og um land alt voru menn honumaðnokkrukunnugir,þó að þeir hefðu aldiei séð hann né heyrt, ef til vill kmrnugri honum en mörgum sveitunga sinum. Og þeim þótti vænt nm hann fvrir göfgar nautnir, er hann veitti þeim, og að hann hafði klætt búningi óðs og stuðla sitthvað, er bærðist í hugum þeirra sjálfra. Og hann hefir yngzt á heimferð sinni, sem hann vottar í kvæði því, er birtist í »ísafold« í dag. »Hverf þú heim! Og þú mnnt aftur yngjast orku, er lyftir hverri fjöður hátt«. Sést þetta og ljóslega á kvæðum, er hann hefir ort hér heima í sum- ar. Þau eru liprari, léttari og varm- ari en kvæði, er eg hefi séð eftir hann á stangli, síðan »Andvökur« komu út. Einkum hetir hann ort stóifagutt kvæði um Geysi og um æskusveit sina Skagaflörð. Þá er eg les ljóð hans um fjörðinn hans fagra, finst mér sem andi framliðins manns, er dáinn er fyrir hálfri eða heilli öld, liði í snmarblæ yfir æsku- stöðvar sínar og sveit, minnist bjartra bernskustunda í mel og mó, og manna, er gerðu vel til hans, komi á kirkjustaðinn, þar sem hann var fermdur, rifji þar upp atvik og leika ftá þeim timum og virði fyrir sér niðja samtiðarmanna sinna og sveit- unga. Fáir gestir hafa goldið fag- urlegar beina en hann með kvæð- um sinum. Og gaman var að kynnast hon- um. Sumir rithöfundar barma sér yfir þvi, að þeim hafi brugðist von- ir sinar, er þeir kyntust einhverjum frægum manni, er þeir dáðust að. Svo hefir ekki farið fyrir okkur hér •Reynslao er sannleikur* sagði *Repp« og þótti ab vitrari maöur. Reynsla alheims hefir dromt Fordbila ah vera bezta allra bila og alheims dóm verbur ekki hnekt. Af Ford- bilum eru fleiri á ferð i heiminum en af öli- um öhrum biltegundum samanlagt. Hva(> sannar þaö ? I»aö sannar það. Fordbilliim er beztnr allra bíla enda hefir hann unniö sór öndveigissæti meöal allra Bila, hjá öllura þjóöum, og hlotið heiðursnafnið V eraldarvagn, Fást að eins hjá undirrituðum sem einnig selur hinar heimsfræga DIJNLOP DEKK og SL0NGUR fyrir allar tegundir bila. P. Stefánsson, Lækjartorgi 1, A.Vþýönfél bðbasafn Templaras. 8 kl. 7—0 korgarstjóraskrifst. opin dagl. 10—12 og 1 8 Sæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—6 Brajargjaldkerinn Lanf&sv. 6 kl. 10—12 og 1—6 íslandsbanki opinn 10—4. &.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8&rd.—lOsfi 'J. Alm. fnndir fid. og sd. 8’/s sibd. Landakotskirkja, önBsþj. 0 og 8 & holgura {.andakotsspitali f. sjúbravitj. 11—1. Onndsbankinn 10—3. Bankastj, 10—12 bandsbókasafn 12—3 og 6—8. ÚtlAn 1—8 Iiandsbúnabarfélagsskrifstofan opin fr& lS-~8 GandsféhirBir 4—6. bandssiminn opinn daglangt (8—0) virka da»;« helga daga 10—12 og 4—7. Listasafnið (lokað fyrst nm sinnj 8& túrngripasaínib opið l>/«—2«/s & mnnnd. Fósthúsið opiB virka d. 0—7, snnnnd. 0—1. lum&byrgð Islands kl. 1—6. Stjórnarr&Bsskrifstofnrnar opnar 10—4 dagl. Calslmi Beykjaviknr Pósth.B opinn 8—12. VlfilstaðahœliB. Heimsóknartimi 12—1 Þjóbmenjasafnið opið sd., 12>/s— l>/t ÞjóðskjalasafniB opið snnnnd., þriðjnd. og fimtniaga kl. 12-2. austan hafs, er komist höfum í kunn- ingskap við skáldið. Við höfum óvíða komið að tómum kofunum hjá honum. Svo margt hefir hai n lesið, tekið eítir og hngsað um. Steinhissa hefi eg oft orðið á, hve þaulkunnugur hann er hér heima. Átthagar okkar Stefáns eru grann- sveitir, svo að eg þekki nokkuð af raun eða afspurn ýmsa, er hann þekti hér heima i æsku og flestir eru nú dán- ir. Og allra mest hefir mig furðað á, hve gerla hann, maður búsettur úti í yzta vestri, hefir vitað um hagi þeirra, raunir og breytingar á skap- lyndi þeirra, síðan hann fór. Það er eins og hrafnar Óðins hafi flogið fyrir hann austur yfir hafið mikla, hafi njósnað fyrir hann um smátt og stórt og sagt honum gerla, hvers þeir urðu visari, er þeir komu úr Austurvegi og hann siðan munað öll tiðindin. Hann hefir æ verið okkur hinn mesti aufúsugestur, viðræður hans skemti- legar og fróðlegar, viðmót hans alúðlegt og fas hans viðfeldið, laust við alt yfirlæti og tildur. Hann virð- ist nú mesti rósemdarmaðnr í skapi, llkist að því leyti öðru íslenzku skáldi, frægu á sinni tíð, Sighvati Þói ð- arsyni. Hann ver skoðanir sínar með stillingu og festu, en þýtur ekki upp, þó að honum sé andmælt, sem dæm- in gerast um sum skáid. — — í eftirmælum og æfisögum nafnkunnra manna er það einatt

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.