Ísafold - 20.10.1917, Blaðsíða 3
ISAFOLD
3
Nokkrar úrvalsbækur,
sem komið hata út á þessn ári:
Stiklur eítir Sig. Heiðdal. Verð 3.00, ib. 4.00
»í fæssui bók eru 9 sögur — og allar góðar. Sumar jafn vel
srildirlegar, t. d, »Offu (um hund) og »Hvar ertu?* (um dul.trfull
fyriibrigði, andatrú og endurfa;ðing). Og auk þess að efnið er marg-
breytt og málið gott og þýtt, þá er frágangurinn allur óvenjulega
góður. — — Eindregin meðmæli vor viljum vér eefa bókinni og
teljum haria ótvíræðan vott um, að hér sé að renna upp efnilegtsöguskáld.
Dr. V. G. i »Eimreiðinni« 1917.
Singoaila eftir Fiktor Rydberg, ís'. þýðing eftir Guðm. Guðmundsson
skáld. Fyrra heftið 1.35, stðara heftið 1.65, ib. 4.00
Viktor Rydberg þarf ekki að Iofa, heldur að cins að benda mönnum
á að iesa lit hans, og þá fyrst og frem t Sivgoöllu.
Nýir tfmar, saga eftir Axel Thorsteinsson. Verð 1.50, ib. 2.35
Þegar heimurinn ’o^nr allur i heift og grimd, þá er svölun í þvi
fyrir alla hugsmdi menn að lesa svo miida hugvekju um sálaifrið og
eflingu hins góða í ntanneðlinu, sem þessi bók hins unga, efnilegr
rithöfundar hefir að flytja.
Jónsmessohátíð, saga eftir ^Al. Kielland, ísl. þýðing eftir Guðm.
Halidóisson. Verð 1.00
Um verzlunarmál, sex fyrirlestrar eftir Jón Ólafsson rithöf., Guðm.
Finnbogason dr. phil. (2), Svein Björnsson lögm., Matth. Ólafsson
alþm. og Bjarna Jónsson háskólakennara. Verð 2.00
Kolbeinslag, gamanríma eftir Stephan G. Stephansson. Veið 0.75
I»ótt þú langförull legðir, lag við kvæði St. G. St. eftir Jón
Friðfinnsson. Verð 1.00
Ferð Kaf-Deutschlands yfir Atlantshaf eftir Paul König, foringja
skipsins. Með þrem myndum. Verð 2.00
„U 202“. Striðsdagbók kafbáts eftir fríherra von Spiegel, foringja kaf-
bátsins. Verð 2 00
Enginn róman hefir enn verið skrifaður svo grípandi sem þessi lát-
lausa frásögn af ferð kafbitsins »U 202« um að eins rúman hálfan
mánuð. »Ferð Kaf-Deutschlands« er alveg á þrotum, upplagið af
»U 202* var jafn lítið og ættu menn þvi að hraða sér að ná í
þessar bækur.
Gamall góðkunningi er á uppsiglingu: Róbinson Krúsóe er i prentun.
Ofantaldar bækur fást hjá öllum bóksölum á landinu eða beint frá
Bókaverzlun Ársæls Árnasonar, Reykjavík.
har.da og verkinu stjórnað með ráð-
um og dáð góðra manna.
Eg er þess fullviss, að enginn
þarf nokkurntíma að sjá eítir þvi,
þótt hann legði einhvern skerf i
þetti fyrirtæki, því það að styrkjt
gott og nytsamt málefni, hlýtur að
hafa blessunarríkar afleiðingar. Slikt
ber vott um kærleisrikt hugarfar, og
hver sem hefir kærleiksrikt hjarta,
stendur nálægt þeim sem bæði vill
og getur líka veitt mönnum blessun
sina.
Kærleikurinn er uppspretta marg:a
sannarlegra góðverka.
Bjarmalandi við Reykjavík u/10 '17.
Ingunn Eivarsdóttir.
Svar
«1 skðgræktarstjöra A. T. Kofoed-Hansen
«m skógarfleyting úr Laugardal frá Böðv-
ari Magnússyni á Laugarvatni.
En það st.óð á efninu, sem nota
þurfti, svo menn þeir, sem ráðn-
ir voru til að binda hrísið í flot-
ana, urðu að byrja á öðru.
18. maí kom Einar Sæmundss.
skógfr. austur og hafði orðið að
skilja eftir alt dótið suður á Mos-
fellsdal, fekk engan til þess að
flytja það. Þar var bæði snæri
til bindinga, báturinn 0. fl. Voru
mennirnir nú sendir til að sækja
það og fóru í það 3 dagar.
Það stóð aldrei á flutning frá
okkar hendi.
Þriðjudaginn 30. maí reið Einar
Sæm. skógfr. á Þingvöll og mun
þá hafa skýrt skógræktarstjóra
frá því í síma, að alt yrði til-
búið til fleytingarinnar 2. júní.
En þá lætur skógræktarstj. enn-
þá standa á sér. Hann lætur
ekki sjá sig fyr en að kvöldi
þess 6. júní, og ekkert má gera
fyrir 7. júní, er svo fyrst sett á
flot. En einmitt þessa daga, sem
beðið er eftir honum, sögðu Tcunn-
ugir mér, að drnar hefðu fjarað
til muna. Af þessum ástæðum
o. fl. sést það því ljóst, að taflr
þær, sem urðu á skógarfleyting-
unni, hafa alls ekki að neinu
leyti verið okkur að kenna; mér
finst jafnvel heldur ekki rétt að
kenna skógræktarstj., þó á hon-
um stæði og ekki væri hægt að
fleyta fyr en þetta, því það var
tíðinni að kenna og fleiru óvið-
ráðanlegu.
En hvernig voru nú þessir
samningar ?
Eg man nú ekki samninginn
1915, minnir þó helzt, að tekið
væri fram í honum, að viðurinn
ætti að vera kominn að Hólá í
maí eða svo fljótt, sem hægt væri
að vorinu; en hvað sem því líð-
ur, þá man eg það, að ekki stóð
neitt á viðnum þá, og eg var
farinn að vonast eftir mönnunum
fyr en þeir komu.
Hitt er rétt, að okkur kom
saman um af þ. á. reynslu, að
viðurinn þyrfti að vera kominn
að Hólá 15. maí eða svo fljótt,
að hinir ráðnu menn, sem báðir
réru, gætu tekið strax til starfa
og áður en flóðið í ánum byrjaði.
Við vitum það vel báðir, skóg-
arræktarstjórinn 0g eg, að þegar
við gerðum þá samninga, ætluð-
umst við endilega til, að viður-
inn yrði dreginn á sleðu að vetr-
inum til. Einungis með það fyrir
augum tók eg hann að mér fyrir
áðurmiiist verð, af því eg trúði
skógræktarstj., að með því móti
gæti flutningurinn orðið ódýrari
og hægari, annars hefði eg alls
ekki getað lofað svo miklura
flutning eftir að hafa verið með
hestana í brúkun nál. á hverjum
degi fram að jólum. Til þess
voru sleðarnir keyptir.
En svo vildi nú til, sem ekki
er vanalegt, að einmitt í allan
fyrra vetur var autt nokkuð af
Laugarvatni, sem yfir átti að
draga, svo að aldrei var mögulegt
að fara með sleða. Þetta hef eg
margsagt skógræktarstj. og hef
ótal vitni að. Svo í norðanveðr-
inu, sem hann gerði 24. marz,
lagði vatnið, og fór eg þá strax
og fekk mér menn til að reyna
að draga, en þá hafði skeflt svo
yfir allan viðinn, að við náðum
að eins upp 2 bindum; úr því
sat viðurinn í skafli fram undir
miðjan mai, svo að engin leið
var að ná neinu, því enginn
maður óvitlaus lætur sér detta í
hug að pikka upp yflr 300 hest-
burði, enda hefði öll binding eyði-
lagst.
Þetta er eg margbúinn að segja
skógræktarstj. líka, en hann virð-
ist ekki geta skilið það, og er
það leitt að þurfa að vera að
yrðast um slíkt í opinberum blöð-
um.
Eg þykist þá vera búinn að
skýra frá, hvernig þessum samn-
ingsrofum er háttað.
Þá er loks að minnast á af
hverju ekki gat orðið úr samn-
ingum síðastliðið haust. Það var
af þeirri einföldu ástæðu, að eg
sá mér ekki fært að leggja hesta
í flutning eftir mjög vont sumar
og þar af leiðandi illa heyjaður,
en að hinu leytinu átti viðurinn
að vera kominn að Hólá 1. maí
og það, sem verst var, að eg gat
ekki búist við að geta sannfært
skógræktarstj., þó alt yrði ómögu-
legt, en átti mér engan mann
vísan til hjálpar, þar sem Svein-
björn á Snorrastöðum afsagði al-
veg að vera með, sem von var
eftir því sem á stóð með hey.
Þó bauð eg skógræktarstj. að
leggja til 1 mann og 1 hest fyrir
annan sleðan, ef hann eða aðrir
gætu útvegað hinn hestinn, það
gerði eg ekki af þvi, eg gæti það,
heldur af því mér var sárt um
að ekki yrði framhald á þessu,
um það væri fullreynt.
(Meira)
Silfnrbrúðkaup eiga í dag þau
August kaupm. Elygenring 1 Hafnar-
firði og frú hans, þórunn.
Jafnframt kvæniet sonur þeirra,
Ingólfur bóndi á Hvaleyri frændkonu
sinni, Kristínu Pálsdóttur.
þessa tvöfalda hátíðisdags á hinu
góðfræga, gestrisna Flygenringsheim-
ili, munu margir minnast, svo mikil
ítök eiga silfurbrúðhjónin í hugum
vina og kunningja víðsvegar um land-
ið. —
Tryggvi Gunnarsson varð 82 ára
þ. 18. þ. m., og var afmælis hans
minst víða um bæinn með fánum við
hún. Því miður er heilsa hans eigi
nærri svo góð sem skyldi, þótt ferli-
vist hafi hann daglega.
Hjúskapur. Guðbjörn Guðmunds-
son prentari og jungfrú Júlía Magn-
úsdóttir. Gift 13. okt.
Skip sekkur. það vildi til aðfara-
nótt 13. þ. mán. að sélveiðaskipið
K ó p u r, eign Péturs A. Ólafssohar
frá Patreksfirði, sökk 6J milu fram
undan Herdísarvfk. Kom leki upp í
framstafni skipsins og án þesa nokk-
uð hafi uppvíst oiðið um orsakir hans,
og sökk skipið 1 klst. eftir að Iekans
varð vart, á 100 metra dýpi.
Skipverjar komust af í skipsbátnum.
Aðkomumenn. Hjörtur bóndi Lín
dal frá Efra Núpi í Miðfirði, Jónas
bóndi Árnason frá Reynifelli.
Látin erhéríbæ í hárri elli ekkjufrú
Vilhelmina Steinsen, f.Biering, ekkja
síra SteinB heit. Steinsen, en móðir
Halldórs læknis í Ólafsvík og þeirra
systkina.
Davíð Sch. Thorsteinsson læknir
og frú hana hafa orðið fyrir þeirri
Borg að missa yngstu dóttur sína,
Gyðu, úr heilabólgu. Var hún á
17. ári og hin mannvænlegasta.
Lagarfoss kom hingað í dag um
hádegið. — Fer til Vesturheims á
mánudag.
Látinn er 19. þ. mán. Brynjólfur
Einarsson símaverkstjóri, eftir mjög
langvinna og stranga banalegu, sem
var afleiðing af byltu, er hann fékk
við starfa sinn fyrir 2 árum síðan.
Brynjólfur sál var vel látinn af öll-
um, mesta lipurmenni og áhugasam-
ur dugnaðarmaður. Lætur haun eftir
sig eiginbonu og barn, fárra mánaða
gamalt. Annað barn höfðu þau hjón
mist áður. Kona hans er Ingibjörg
Pétursdóttir frá Vitastíg 8 hér í hæ.
Skip Duusverzlunar, þau er send
voru til Danmerkur til þess að fá í
sig vélar, eru nú öll komin hingað —
kom það síðasta í gærkveldi.
Mannog -skip-tjón
hrapallegt hefir orðið í öndverðum
þessum mánuði. Vélbáturinn Trausti
fór frá Kálfshamarsvík við Húnaflóa
þ. 1. okt. og hefir eigi spurst til
hans síðan, svo að hann er með
öllu talinn af.
Hafa þar farist 7 manns, 3 skip-
verjar og 2 farþegar. Eru nöfn
þeirra þessi. Aðalbjörn Bjarnason
skipstjóri, ókvæntur Rvikingur, Þor-
steinn Olafsson Lindargötu 18,
ókvæntur, Valgeir Guðbjarnarson vél-
stjóri Þingholísstræti 8, lætur eftir
sig ekkju og 3 börn á unga aldri,
Pétur Asbjarnarson Rauðarárst. 9.
ókvæntur, Guðjón Björn Asmunds-
son ókvæntur, frá Brekku í Mjóa-
firði.
Farþegarnir 2 menn: Þorvaldur
Einarsson, unglingsmaður á leið
hingað til stýrimenskunáms og Sigur-
laug Biering, ung stúlka.
ErJ. sirafregnir.
Frá fréttaritara ísafoldar og Morgunbl.
Kaupmannhöfn, 12. okt.
Meiri hluti þýzka rikis-
þingsins krefst þess að þeir
Capelle og Helfferich verði
að fara írá.
Widen íorseti neðri deildar
sænska þingslns, hefir verið
kvaddur til þess að mynda
frjálslynda stjórn, en aftur-
haldsmenn og jatnaðarmenn
hafi i henni fulltrúa sína.
Lansing hefir komið því
upp að Þjóðverjar hafi gert
sanftök um það, að ónýta
árnbrautir í Kanada og Banda-
ríkjunum.
Kaupmannahöfn 13. okf.
Bretar hata gert áhlaup á 6
mílna svæði norðaustur af
Ypres.
Herlína Þjóðverja hefir verið
rofin hjá Poelcapelle og Pass-
chendaeles.
þjóðverjar hafa gert árang-
urslausa sókn á Rigavígstöðv-
unum.
m
þýzku blöðin halda enn uppi
deilunni um kanzlarann.
Njálu-leikrit Jóhanns Sigur-
jónssonar (Lyga-Mörður) er
komið út hjá Gyldendal.
Khöfn, 14. okt.
Djóðverjar hata sett her-
Uð á land í Dago og Ey-
sýslu (0sel). Búist er viú
að afleiðing þess verði sú»
að Bússar þurfi að horía
enn lengra undan á Riga-
vígstöðvununa.
Ribot hefir lýst yfir þvl
að Frakkar heimti að fá
Eisass-Lothringen.
Capelle flotaforingi Þjóð-
verja hefir farið frá.
Rigningar hindra hern-
aðarframkvæmdir í Flan*
dern.
Neðri deild brezka þings-
ins gerir ráð fyrir því
að komið verði á raatar-
skömtun meðal allra
bandamanna.
FuUtrúar Rauða-kross-
ins i Dýzkalandi, Austur-
ríki og Rússlandi eiga nú
fund með sér í Amalien-
borg.
Khöfn, ódagsett.
Friðarskilmálar Búlgara
eru þeir, að Búlgaría verði
stærsta ríkið á Balkan-
skaga og fái landaukning-
ar írá Rúmeníu, Serbíu
og Grikklandi.
Viðnám Rússa I Eysýslu
brotið á bak aftur. Arens-
burg brennur.
Widen hefir gefist upp
við að koma á fót sam-
steypuráðuneyti í Svíþjóð.
Prófessor Eden hefir nú
tekið við þeim starfa að
mynda ráðuneytið.
Þýzku jafnaðarmennirn-
ir halda fund með sér í
Woryborg. Er talið lík-
legt að flokkarnir muni
sameinast aftur.
Khöfn 16. okt.
Þjóðverjar hafa tekið
Arensburg.
Á ráðstefnu jafnaðar-
mannaflokks S c h e i d e-
m a n n s var þess krafist
að Michaelis færi frá.
Reventlow stingur upp
á því að eitirmanni Micha-
elis verði gefið einræði.
Þing Rússa hefir skipað
bráðabirgða-rikisráð.
Bretar sækja á I Artois-
héraði.