Ísafold - 19.01.1918, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.01.1918, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD r Arni Eiríksson Heildsala. \ TtíS. 265 Og 554, PÓSÍll. 277. I Smésala Vefnaðarvörur, Priónavörur mjög íjölbreyttar. r- c=s !=3 ■OD Saumavélar með frihjóli og 5 ára verksmiðjuábyrgð. Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðír. Þvotta- og hreinlætisvörur, beztar og ódýrastar. Tækifærisgjafir. Ný bæjargjalda-skipun í Reykjavík. Bæjarstjórn hefir um skeið haft til meðferðar tiliögur þær um breyt- ing á bæjargjöldum Reykjavikur, sem gerð var grein fyrir í 74. tbl. ísa- foldar siðastl. ár. Hafði sérstök nefnd verið kjörin i fyrravor til að fjalla um málið, þeir Jón Þorláksson, Sigurður Jónsson og Sveinn Björns- son. Lagði nefndin tii, að i stað aukaútsvaranna gömlu yrði iagður á tekjuskattur með hækkandi skattstiga við hækkandi tekjur frá 1 °/0 skatti á 300—500 kr. upp í 7% á 10.000 kr. tekjur og þar yfir. Frumvarp nefndarinnar hefir ver- ið til itarlegrar íhugunar og um- ræðu í bæjarstjórninni og tókst loks að fá algert samkomulag um málið með því móti, að tekjum frá 300—500 kr. var slept við skatt, en tekjur yfir 15.000 kr. látnar bera hærri skatt, en nefndin lagði til. Hinn upphaflegi skattstigi nefndar- innar var á þessa leið: Skatt átti að greiða af tekjum frá 0 0 fTl kr. að 500 kr. 1% O O — — 700 — I 72 % 700 — — 1000 — 2% IOOO — •— 1400 — O o” 01 r-C I4OO — — 1900 — 3% I90O — — 2500 — 3 7t% 2500 — — 3100 — 4% 3100 — — 3700 — 4 7.% 3700 — — 4300 — 5% 4300 — — 5000 — 5Va% 5000 — — 6000 — 6% 6000 — — IOOOO — 6 V. % IOOOO — og þar yfir 7% En með samkomulagi nefndarinnar og þeirra bæjarfulltrúanna Jörundar Brynjólfssonar, Kristjáns V. Guð- mundssonar og Þorv. Þorvarðssonar var lagt til við bæjarstjórn að skatta- stiginn skyldi vera á þessa leið. Skatt skal greiða af tekjum frá 500 kr. að 800 kr. 1 °/0 800---1100 — 1 V* °/o 1100 — — 1400 — 2°/8 1400---1700 — 2 7a °/o 1700 — — 2100 — 3 % 2100---2600 — 3 Va % 2600---3100 — 4% 3100--- 3700 — 4 72% 3700---4300 — 5% 4300------5000—5 v2°/0 5000---------6000 — 6 °/0 6000--------10000 — 6 Va % 10000--------15000 — 7% 15000--------22000 — 7 V2 % 22000---------30000 — 8 % 30000---------40000 — 8 V2 % 40000---------50000 — 9 % Af því sem yfir er 50000 kr. greið- ist 1 o °/0. Dm bæjargjaidafrumvarpið þannig úr garði gert, fékst svo gott sam- komulag í bæjarstjórninni að það var samþykt með öllum atkvæðum, nema einu (frú Bríet), er ekki kvaðst hafa annað því að setja sig svo vel inn i málið, að hún treysti sér til að greiða um það atkvæði. Frumvarp þetta verður þvi vænt- anlega lagt fyrir næsta Alþing og árið 1919 munum vér þá væntan- lega, Reykvíkingar, lifa undir þessum nýju Jögum um bæjargjöld. Tíðarfarið. Síðustu viku hafa harðindin verið hin sömu og í fyrri viku. Við samanburð á veðráttunni harða vet- uriun 1880—81 kemur það i ljós, að hörkurnar eru meiri nú. ís er fyrir öllu norðurlandi og hafa bjarndýr gengið á land bæði á Skagaströnd og í Núpasveit. Tvö venð skotin. Sjöfn. (Þýðingar úr erlendum málum eftír Á. H. B ). I. íslenzkar bókmentir eru furðu auðugar af ljóðaþýðingum erlendra skálda, einkum norrænna, þýzkra og enskra og má það furðu gegna, þvi að miklu erfiðara veitist að snúa er- lendum listaverkum ljóða á íslenzka tungu en aðrar — vegna búnings- fjötra hljóðstafa og stuðla. Við sam- anburð islenzkra ljóðaþýðinga við frumkvæðin kemur í Ijós, að þær ná sjaldnast orðrétt hugsun og bún- ing, en fella úr ýmist ankaatnði (t. d. lýsingarorð, er kveða nánar á um einstakar lýsingar) eða bæti við (epi- theta ornantia, skrautyrði) og fer þetta eftir geðþótta þýðandans eða orsakast af rimfjötrunum. Stgr. Thor- steinsson t. d. bætir mjög oft við skrautorðum og sjást þar máske fingraför hugsæisskáldsins. Jónas Hall- grimsson leyfði sér að breyta um bragarhátt (Dagrúnarharmur t. d.), en flestir munu sammála um, að óprýði er að þvi. Aðrir breyta um útlend nöfn og setja íslerzk í stað- inn til þess að fá islenzkan blæ á kvæðið og fer vel á því í smákvæð- um, eins og t. d. í Heine-þýðingum Hannesar Hafsteins. En, aðrir ganga feti framar og breyta um samliking- ar og annað fleira, eins og t. d. Gestur, er annars þýðir manna bezt á islenzku, en þetta verða þá stæl- ingar, (sannleikurinn um >Svaninn« hans er, að hann er stælt kvæði). Ber því ekki að dæma of hart um þýðingar, þótt þær nái ekki nákvæm- lega orðum og lýsingum frumkvæð- anna, en hins verður að krefjast, að þýðingarnar séu réttar, þ. e. hugs- anir og líkingar þær sömu, sömu- leiðis hugsana og viðburðakeðja i réttri röð, bragarháttur sé sá sami, íslenzkri tungu sé ekki misboðið og síðast en ekki sizt, að þýðingin veki sömu ljóðakend og frumkvæðið og verða þýðingar þar af leiðandi að nota viðhafnarbúning tungunnar, en ekki hvimleið hversdagsorð, ef um fögur ljóð er að ræða. Þessi eru helztu vébönd Jjóðaþýðinga, og skal nú athugað, hversu Sjöfn megi þar dvelja. n. I kveri þessu eru kvæði eftir þá Longfellow, Heine, Petöfi, Goethe, Fröding, Poe, A. Tolstoy. Þýðand- inn hefir valið úr sum allra falleg- ustu kvæðin eftir þessi skáld og lít eg fyrst á Goethe-þýðingarnar. »Til tunglsins* er ljómandi fallegt kvæði, er Goethe gerði 1778 til frú v. Stein, er hann unni hugástum í Weimar og varð kvæðiðtil um sumarkvöld er hann gekk þar ásamt henni og hafði áður verið nokkur missátt milli þeirra, en varnújöfnuð; hirðmæreiní Weimar hafði þá nýlega drekt sér í fljótinu Ilm, er þar rennur og er vikið að þessu i kvæðinu. 4. erindið er i þýð.: Heyri’ eg niðinn, — hendist foss1) hengiflugi af; svona rauk pað% kæti og koss og hvarf í tímans haf. á þýzku: Fliesse, fliesse, lieber Flussi nimmer verd’ ich frohl so verrauschte Scherz und Kuss, und die Treue so. Engan foss þekki eg þar, er J) Hér og siðar set eg með feitu letn þær þýðingar, er eg tel rangar, en skáletri þær, er eg tel gallaðar. hendist af hengiflugi og þýð. vist heldur ekki, því að hann mun hafa komið til Weimar. Næsta eriudi á undan er í þýð.: Tónar alls míns liðna lífs lifna í hjartastreng; svona milli kæti os’ kíjs í kyrðinni eg geng. 1. erindið er þanni*g: Felur aftur fjöil og dal fölri silfurgljá; leysir alt hið aldna kal öndu minni frá. Vantar frumlagið i fyrri setning- una. Þá hefir þýð. fært til eitt er- indið, 8. eiindið hjá Goethe er 6, erindið hji honum og fleira mætti að þessari þýðingu finna og er það vitanlega hægara starf en að þýða. Næst eru 3 Miqnon-kvæði. 2. er- indi 2. kvæðis er þannig í þýðmgu: Á réttri stundu rennur sól á tind, þá rofar fyrir öliu því, sem lifir; úr hörðum kletti sprettur Ijóstær lind, þó lykur jörðin dýpstu renslin yfir. A þýzku: Zur rechten Zeit vextreibt der Sonue Lauf die finstre Nacht, und sie muss sich erhellen; der harte Fels schliesst seinen Busen auf, missgönnt der Erde nicht die tiefver- borgnen Quellen. Þýðandinn hefir misskilið þetta erindi. Sólin rekur myrkrið á braut og leyndustu lindir jarðarinnar (»dýpstu renslin*) streyma fram til blessunar mönnunum, en instu til- finningum sínum getur skáldið ekki sagt Mignon frá. Þetta eru andstæð urnar í kvæði þessu. Stej hörpuleikarans er næsta þýð- ing. 2. erindi er þannig: Æ, gæti ég þá orðið einn, ekki skyldi eg seinn að hirða mína hugarraun og halda mi% á laun. Og 3. erindi er þannig: En likt og svanninn hægt og hljótt hjúkrar veikum svein, svo drífa að mér dag og nótt mín dimmu þungu mein. Á þýzku: es schleicht ein Liebender lauschend sacht, ob seine Freundin allein? Samlíkingin hjá Goethe er ágæt um elskhugann, er ber kvíðboga fyrir því, hvort unnusta hans sé ein og hann fái tækifæri að vera með henni, en samlíkingin á íslenzku er öll önnur og auk þess ekki rökrétt. í 3. kvæðinu er lokalínan í báð- um erindunum einu áherzluatkvæði of löng, en vitanlega er þetta smá- vægilegur galli. »NæturIjóð ferða- mannsins* er áður þýtt af Hannesi Hafstein og betur en í kveri þessu. Enn eru 2 Goethe-þýðingar í kveri þessu: »Vorspá, um gaukinn*. er spá á góðu fyrir tveim unnendum og eru i síðasta erindinu þessar ljóðlínur: Einskis þá við óskum fleira, ef við mættum íá að heyra, að aldrei þrjóti okkar trygð, yrði pað oss dauðans hryqðl á þýzku: Sind wir nun zusammen blieben, bleibt denn auch das treue Lieben ? könnte das zu Ende gehn, wat’ doch alles nicht mehr schön. Hitt kvæðið er »TiI unnustunnar« og er byrjun 2. erindis á þyzku: Frisch gewagt ist schon gewonnan, haib ist schon mein Werk vollbracht I Sterne leuchten mir wie Sonnen, nur dem Feigen ist es Nacht. I þýðingu: Hugur veldur hálfum sigri, hálfnað er verk, þá byrjað er! Hraustur drenqur veldur viqri, en verjulaus er blauður hver. Eftir Heine eru mörg kvæði þýdd í kveri þessu og eru þær þýðingar yfirleitt betri, en ekki eru þær ná- kvæmar alstaðar og ekki er þetta er- indi rétt þýtt (»Víð sæinn*): Við ræddum um rok og skipbrot og raunalíf sjófarans, um alt milli himins og heljar og hlutskifti dauðlegs manns. Á þýzku: Wir sprachen von Sturm und Schiff- bruch, vom Seemann, und wie er lebt, und zwischen Himmel und Wassren und Angst und Freude schwebt. »Bergidylle« Heines er í kveri þessu, en 3. kvæðinu er skift í 2 kvæði í þýðingunni, að ástæðulausu. Ó dðkunnanleg er lína eins og: »— ei hið smáa líkar mér« (I.) og að segja, að kippir kringum munn- inn, er stafa ekki af bænum, að þeir »komast ei jyrír bænurn ít eða um rósir, er spretta innan um urð og grjót, að þær »renni jramt (spriihn aus dem Gewiihl hervor), og ýmis- legt fleira má finna að þeim. III. Eg lít þessu næst á ensku þýð- ingarnar. 3 kvæði eru þar eftir Longfellow og 1 eftir Poe. Kvæði Longfellows »Horfið sjónum« er áð- ur þýtt af Hannesi Hafstein og »í ljósaskiftum* af Sigurði Sigurðssyni. Er þýðing Sigurðar miklu betri og skáldlegri, eins þar sem hann n.ær ekki frumkvæðinu, eins ogí 3. erind- inu: A feeling of sadness and longing, that is not akin to pain, and resembles sorrow only as the mist resembles the rain, er Sigurður þýðir: — sáran söknuð og löngun, er sækja á huga minn og minna á hulda harma sem haustið d veturinn, en Á. H. B. þýðir: Einhver óeirð og löngun, sem er eins og deyfuskúr, en ósvipað hrygðinni, er hrynur sem hvelfiskúr brjósti úr. Hvorugur nær frumkvæðinu í er- indi þessu, en samlíking Sigurðar er smellin og skáldleg. Hún er líka laus við ósmekkieg orð eins og í 2. erindi í þýð. Á. H. B.: — og á mig óyndi sækir, sem eg get ei hamlað geqn. í 4. erindi: — sem óyndið í mér svæfi og umstangið frá í dag. (and banish the thoughts of day). í 7. erindi: Lestu þvi ljúfu skáldin, er lagið úr hjarta paut. í 9. erindi: söngvar þeir sefað geta hið sífelda áhyggju jag. Eða 10. enndi, á ensku: Then read from the treasured volume the poeme of thy choice, and lend to the rhyme of the poet the beauty of thy voice. Hjá A. H. B.: Taktu því kærustu kvæðin og komdu með gitarinn, lj iðu þeim lífsanda söngsins, ljáðu þeitn róminn þinn. Vitanlega er erfitt að þýða vel jafnfallegt kvæði og ekki síður gim- steininn hans Poe »Annabel Leec. 1. erindið endar á ensku: — And this maiden she lived with no other thought than to love and be ioved by me. í þýðingu: Er hennar eg minnist, pá hníga mér tár og harmur minn ýfist á ný. í 2. erindi: — with a love the winged seraphs of heaven coveted her and me. Á íslenzku: — að englar á himnum með öjund' leynt sáu ofsjónum yfir því. I 3. erindi: — So that her highborn kinsman'- came and bore her away from me, — Á íslenzku: En háborin ættmenni himnum af hrifu’ hana Annabel Lee — Hjá Poe er »highborn kinsman*r eflaust engill dauðans, en óljóst mun þetta vera þýðandanum. í 5. erindi þýðir hann: — And neither the angels in heaverr above, nor the demons down under the sea — Og takast það upphimins englum ei má né árunum sænum í — í 6. og síðasta erindi þýðir hann: — And the stars never rise but I feel the bright eyes of my beautiful Annabel Lee: — svo ajmálar stjarna hver augn a ljós þín, mín Annabel, Annabel Lí. Síðasta kvæðið f kverinu »Söng- lok* er frekar stæling ea þýðing (Curfew I—II hjá Longfellow er 8: erindi, en 3 í þýðingu); en erindi þessi í íslenzka búningnum eru ijómandi falleg og eiga skilið, að þeim sé haldið á lofti. Málvillur eru nokkrar i þýðing- unum: táhreinn f. tárhreinn bls. 4 sem að f. sem bls. 4,12 hönd f. hendi (þgf.) bls. 8 hendi f. hönd (þolf.) bls. 20 hring í kringum f. hringinn í; kring bls. 29, o. fl.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.