Ísafold - 19.01.1918, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.01.1918, Blaðsíða 3
I S A F O L D 3 JTlundir frá fyeimssfijrjðldinm. JTJaívælaútfjíufun í Beígíu. í Belgíu starfar nefnd eiti frá hlutlaúsum löndutn að úthlutun matvæla handa fátæklirtgum, sem keypt eru fyrir samskot meðal hlutlausra þjóða. Eins og sjá má á mynd- myndinni eru »fátæklingarnir< ú> öllum stéttum, vt nti mega nær allir heita fátækir þar í landh IV Samanburðurinn á þýðingunum i kveri þessu við frumkvæðin hehr leitt í ljó', að þær eru að meiri og minna leyti gallaðar. Væri sami mæhkvarði lagður á aðrar ljóðaþýð- ingar íslenzkar er enginn vafi á, ?ð ýmsir af göllum þeim, er hér hefir verið bent á, munu koma þar i ljós, enda er það sizt að furða, því vitan- legt er, að fá ljóð eru svo vel gerð, að ekki megi eitthvað að þeim finnn. Erlend fagurfræðisrit áa og grúa af rannsóknum og ritgerðum um ein- stök ljóð og einstök skáídrit, eink- um þau, er verulegt bókmentigildi hafa. Heimssnillingarnir jafnt o; smælingjarnir meðal skáldanna verOa að sætta sig við aðfinslur, séu þær á rökum bygðar, því að skáldfákur inn skeiðar ekki altaf jafa knálega um grund, hvort sem hann þeysir um upplönd slns eigin anda eða leitar inn i hugsjónaheim erlendra skálda. Og skáldfákurinn er kenjótt- ur og þarf mikla tamningu áður en hann lýtur boðum þess, er á bak sezt. Þetta hafa stórskáldin fundið og finna Og þvi er það, að Klopstock bað drottinn um fyrirgefningu í sér- stöku kvæði, er hann hafði lokið við Messíasarkviðu sina, ef skáldfák- urinn hefði hrasað með hann á leið- inni. En hvert skáldrit, er birtist hjá einni þjóð, á að vera leiðarsteinn hennar inn til hugsjónalanda fram- tiðarinnar, og þvi er mikils um vert, að vel sé til þeirra vandað, og að þeir leiðarsteinar, er sóttir eru utan tir heimi, brotni ekki á leiðinni, verði hrufótáfr og ójafnir og missi ljóshæfileika sina. Alexandcr Jóhannesson. Riykjavíte-aopíiH, A ís úr Viðej'. Einn dftginn gengu 3 menn úr Viðey yfir að Kleppi. Hefir það eigi komið fyrir síðan „harða veturinn* 1880—1881. Eimskipafélagið átti 4 ára afmæli þ. 17. þ. mán. og mintist þess með fánum við hún á húsum sínum og Gullfoss lá fánum prýddur frá hvirfli til ilja. Astfólgnara afmælisbarn — hinni íslenzku þjóð en Eimskipafélagið get- ur ekki, svo mikinn og góðan orðstír hefir það getið sér og svo stórmikið gagn hefir það unnið þjóðinni þann stutta tíma, sem það hefir staðið. Kjörskrá til bæjarstjórnarkosn- inganna 31. jan. næstkom. liggur nú frammi. Margar kærur hafa borist bæjar- stjórn frá stjórn Alþýðuflokksins um, að menn séu ekki teknir á kjörskrá, hafi þeir ekkert greitt af útsvari sfnu 1917. f>e8Bum kærum hefir bæjarstjórn vísað til úrskurðar kjörstjórnar. Ræjarstjórnarkosningin. Heyrst hefir þegar um lista sem von kvað vera á við kosninguna 31. jan. næst- kom. A öðrum listanum verður líkl. fyrsti maður Sveinn Björnsson, en á hinum (alþýðufl. lista), sem þegar er fram kominn eru fyrstu nöfn: þor- varður þorvarðarson prentari. ölafur Friðriksson ritstjóri og JónBaldvins- Bon prentari. Skipafregn: S t e r 1 i n g komst ekki héðan fyr en á sunnudag síðla, var ísteptur á höfninni. Auk farþeganna, sem taldir voru í síðasta blaði, tók Olsen, aðst.m. brezka konsúlsins sér fari til Noregs snöggva ferð. Lagarfoss komst inn á Fá- skrúðsfjörð núna um miðja viku. eftir mikla hrakninga og viku útivist frá Bvíb. Var skipið þá svo ísað, að naumast mátti við neinu, ef fljóta átti og svo ferlegt hafði það verið ásýndum, að miklu líkara þótti stór um, hrönglóttum fsjaka en skipi. Frá Fáskrúðsfirði stóð til að Lagarfoss færi til Seýðisfjarðftr og affermdi vörurnar þar, því engar horfur eru á því fyrst um sinn, að skip komist norður fyrir Langanes vegna íss. B o t n i a á að fara héðan til Noregs á næstunni. Von á henni frá Seyðis flrði hingað, hið fyrsta. Geysir fór héðan á mánudag til Borgen. Var búist við að hægt yrði að senda með honum mikinn póst, en einhvernveginn atvikaðist það svo, að hann fór mönnum óafvitandi og mun Iítinn sem engan póst hafa tekið. Utgerðin. Héðan úr bæ lítur út iyrir, að engir botnvörpungar verði gerðir út á vertíðinni, vegna þess, hve dýrt saltjð er og kolin lítil og dýr, Vélbátaútvegur verður aftur senni- lega nokkur. Leibafmæli, 25 ára, á siðast í þessum mánuði(30.jan.) frú Stefanía Guðmundsdóttir. Hún leikur þann dag eitt af helztu hlutverkunum, sem hún hefir fengist við: Mögdu íHeim- ilinu. Eftir leikinn stendur til að að efnt verði til heiðurssamsæti fyr- ir frúna. Aufe frú Stefaníu eiga 2 af góð- leikendum vorum 25 ára leikafmæli í þessum mánuði. Eru það þeir Helgi Helgason og Friðfinnur Guðjónsson. Hinn síðari er þó eiginlega eldri leikari, lék fyrsta sinni á Akureyri 1890, en hér í bæ fyrsta sinni 1893 En Helgi kom fyrst á leiksvið í Hafnaríirði. Báðir hafa unnið leiklist vorri mikið gagn, verið ábyggilegir og leyst hlutverk sín alljafnan mjög snoturlega af hendi. Baiinsókn á farþegagózi mjög ströng fór fram áður en Sterling fór. Stóðu þeir bæjarfógeti og aðstoðarm. brezka ræðismannsins í því verki fram á laugardagskvöld, með þeim árangri að 2 farþegar, sem ætluðuað fara, voru kyrsettir, þeir G. E. Guð mundsson námumaður og þorvaldur Arnason stúdent. Höfðu báðir f fór- um sínum einkabréf til manna erlend is, en farþegum verið harðlega bann- að að flytja með sér póst. SIíáldastyrkTirlmi. S jörnarráðið hefir nú úthlut?ð styiknum til skálda og listamanna, stnikvæmt ákvörðun síðasta alþingis, samtals 12 þús. krónur. Þessir hafa fengið styrk: Einar H. Kvaran, rithöf. 2400 Einar Jónsson, myndh. 1500 Guðm. Manússon, rithöf. 1200 Guðm. Guðmundsson, skáld 1000 Jóhann Sigui jónsson, rithöf. 1000 Valdemar Briem, vígslubiskup 800 Guðm. Friðjónsson, skáld 600 Jakob Thorarensen, skáld 600 Sig. Heiðdal, sagrtaskáld 600 Asgr. Jónsson, málari 500 Br. Þórðtrson, málari 500 Jóhannes Kjarval, málari 500 Ríkharður Jónsson, myndism. 500 Hjálmar Lárusson, myndsk. 300 Símfregnir. 90 höfrungar drepnir. Fiéttaritari vor á AkuTeyri símaði oss í gær á þá leið, að Jón bóndi á Grímsnesi á Látraströ id við Eyja- fjörð hafi farið frarn að sjó með 7 menn með sér. Gengu þeir þar að vök nokkurri, þar sem margir höfr- ungar voru fyrir. Ráku þeir alls 90 höfrunga á land og drápu þá. Jón gaf hverjum fylgdarmanna sinna 4 höfrunga i ómakslaun. Kjötið er selt á n aura pundið. Útflntningsleyfi kvað ekki vers fengið í New York fyrir vörur, sem Frftncis Hyde á að taka. Og eigi heldur fyrir vörur f »lslandt. En eitthvað kvað vera af vörum liggj- andi í New York, sem kaupmenn hafa fengið útflutningsleyfi fyrir, svo vonandi verða skipin látin taka þær heldur en að tefjast lengi vestra. Vilbjálmur Stefánsson. Eftir því sem segir i grein í ensku blaði frá 1. jan. er Vilhjálmur Ste- fánsson kominn til Fort Yukon. En hann hefir verið í leiðangri noiður um höf í rúm 4 ár.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.