Ísafold - 02.02.1918, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.02.1918, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD lét flytja hann á spitalann. Nú fór Kornilov að hressast. Hann fldði og komst heim til Rússlands i dular- klæðum eftir mörg æfintýri. Hann er gæddur ótæmandi vinuu- krafti og hann er örlagatrúarmaður og hirðir aldrei um hættur. Hann ásetti sér nú að berja nið- ur uppreisnarandann í hernum með miskunnarlausri hörku. Hann krafð- ist þess nú að dauðahegningu yrði aftur komið á innan hersins og tók að beita henni þegar áður en leyfi stjóqjarinnar var fecgið. Hann hóf svo samninga við stjórnina um að gefnar yrðu út nýjar hernaðareglur, hálfu strangari en þær sem giltu. Samvinnan með honum og Keren- skij tók heldur að stirðna við þetta, en þó gekk alt stórslysalaust með þeim um hríð. Til þess að afla sér Þjóðfundurmn trausts hjá þjóðinni og vita hver hugur hennar væri, taldi stjórnin nauðsynlegt að kalla saman þjóðfund i Moskva í ágústmánuði í sumar. Kerenskij heils- ar fundinum með langri ræðu og iýsir hreinskilnislega öllu ástandi landsins og hvernig komið sé á víg- söðvunum. Hann fer mörgum orð- um um hve agalegar og ógæfuvæn- legar horfur séu á öllum sviðum rússnesks lífs, atvinnuvegirnir liggi í kalda koli og fjármál ríkisins séu í verstu óreiðu. Hann segir að alt sé nú í veði sem unnist hafi ef ekki sé stranglega stjórnað og talar þung- um ávítum og hótunum til þeirra er reyni að grafa undan heraganum og spilla stjórn landsins. — Hann er nú farinn að sjá að áminningar og hugsjónaræður eru sljógt vopn í höndum valdhafanna á stjórnleysis- tímum. Nú gripur hann til þess að hóta öllu hörðu, þeim sem sekir séu. Kornilov kom líka til þessa fund- ar og hélt mikla ræðu til hans. Hann lýsti með mörgum dæmum hörmungarástandi hersins, flótta- tilraunum hermanna, óhlýðni við yfirboðarana og allskonar óknyttum. Þar á ofan magnaðist stöðugt óregl- an sem væri á öllum aðflutningum til hersins. Það eina, sem nú gæti hjálpað, væri að ganga til verks með harðri hendi og hann vænti þess að fundnrinn léði sinn stuðning til þess. — Þegar eftir ræðu sína gekk Kornilov af fundinum og hélt aftur á vígstöðvarnar. f Kornilov fær nær öllu Kerenskij framgengt er hann fer 0Sfjendur°V ^ram ^ eflingar her- stjórninni. Kerenskij verð ur stöðugt að teygja sig til sam- komulags óg að síðustu selur hann Kornilov í hendur alt vald til þess að endurbæta herstjórnina. En Kornilov var ekki fullnægt með þessu, Metnaður hans vex með völd unum, og hann verður æ sannfærð- ari um það, að hann sé iétti mað urinn til þess að stýra Rússlandi út úr öllum ytri vandræðum. Sá sem það gæti gert, yrði að vera járnkarl eins og hann, en ekki draumóra- og hugsjónamaður eins og Kerenskij, sem beiti orðum í stað hörku. Hann sendir nú Keren skij þau siðustu sáttaboð sín að hann verði að fá sér í hendur öll völd yfir her og riki og heimtar að fá að mynda stjórn eftir eigin geð- þótta. Kerenskij svaraði með afsetn- ingu Kornilovs. Kornilov stefndi þá til Petrograd með lið manna, eins og kuunugt er, og hugðist að ná völdum með hervaldi. Kerenskij hélt með lið manna til móts við hann, sigraði lið hans og tók hann hönd- um ásamt fjölda herforingja og stjórn málamanna er voru hohum sam- sekir um uppreisnartilraunina. Þetta gerðist snemma í september. Maximalistar hefja nýja uppreisn. Það sem síðan hefir gerzt í Rússlandi vant- ar enn svo mjög ábyggi- legar og samstæðar fregnir af, að lítt er hægt að skýra margt af því og erfitt að herma það með nokkurri nákvæmni. Tvent er er augljóst og fullvitað og nægir til skýringar á uppreisninni nú i nóvem- ber. Síðan í september hafa Maxi- malistar ráðið lögum og lofum I verkamanna- og hermannaráðinu og að foringja hafa þeir átt dugnaðar- manninn Lcon Trotzki. Þeir hafa með vaxandi Skafa undirbúið nýja stjórnarbyltingu í alt haust. Hitt er eins vist, að traustið á Kerenskij hefir farið síþverrandi. Allar vonir um, að honum myndi takast að kippa óstjórninni í lag eru löngu brotnar. í alt haust hefir hann horft á ölduna vaxa, sem var til þess vak- in að steypast yfir hann og stjórn hans, — og hann hefir ■ stöðugt ekkert gert nema halda ræður. Nóttina milli hins 6. og 7. nóv. tóku Maximalistar svo völdiu i Petro- grad með þá Trotzki og Lenin í fylkingar broddi. AUir ráðherrarnir voru teknir fastir nema Kerenskij. Hann komst undan í hraðreið tfl vígstöðvanna og safnaði að sér Iiði og hélt til höfuðstaðarins til þess að ná völdunum aftur í sínar hendur. Á meðan höfðu Maximalistar myndað stjórn, náð öllum opinber- um byggingum í sínar hendqr og birt stefnu sína. Þeir vilja að friður sé saminn þegar og að landinu sé skift milli bændanna. Frá bardögum þeim, er síðan hafa verið háðir milli Kerenskij og Maxi- malista um Petrograd, greinir fátt með vissu. Svo mikið er vist, að þarin 24. nóv. höfðu Maximalistar enn á valdi sínu bæði Petrograd og Moskva og stó'ðu blóðugir bardagar um báða höfuðstaði Rússlands. Flestir eru nú sammála Kerenskij UIU} ag ygld Kerenskijs valdþrota. ^ sjjgunni hvern- ig sem fari. Hann þykir hafa sýnt það svo áþreifanlega, að hann ræð- ur ekki við stjórnleysið í Rússlandi, að ekki komi til mála að fá honum völdin aftur þó að Maximalistar verði brotnir á bak aftur. Hinsvegar hafa menn augastað á Kornilov, sem nú er sloppinn úr fangelsinu og á Kósakka-höfðingjanum Kaledin, garpi hinum mesta og svo harðvitugum, að hann gæti dæmt hundrað manns til dauða á dag, án þess að hika eina mínútu, að því er sagt er. Kerenskij hefir vantað hörku og miskunnarleysi, festu í framkvæmd- um, stjórnaralund, yfirmensku í fram- komu, einbeitni og hikleysi. Hann hleypti byltingunni ágætlega af stokk- unum, en siðar er stjórnleysið óx eins og snjóflóðþá fór alt í handaskol- um fyrir honum. Sumpart stafar þetta af skoðunum hans, sumpart af lundarfari. Hann er mannúðar- og hugsjónamaður og trúir á landa sína. Og honum óar við að skjóta á þjóðbræður sína og beita samskonar harðstjórn og keisarastjórnin í sinni tíð gerði. Hann hótaði oft að láta hart mæta hörðu, en hann hikaði við að framfylga hótun sinni unz alt var komið í óefm. Hann spehti bogann of hátt, en hann hikaði við að láta örina fljúga, — og svo fengu óvinir hans tíma til að höggva á strenginn. Kerenskij er nú úr sögunni sem alræðismaður Rússa af því að hann gat ekki verið sama hörkutólið við aðra og hann var við sjátfan sig. Við sjálfan sig hefir hann verið miskunnarlaus. Fyrir tveimur árum / Arni Eiríksson _Hei|daa'a- I Tals. 265 og 554. Pósth. 277. I smiSaia — Vefnaðarvörur, Prjónavörur mjög fjölbreyttar. — Saumavélar með fríhjóli og 5 ára verksmiðjuábyrgð. Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. Þvotta- og hreinlætisvörur, beztar og ódýrastar.. Tækifærisgjafir. i Skákþing íslendinga ~ hefst I. april þ. á. j Þátt-takendur verða að vera meðlimir einhvers taflfélagsr og haía gefið sig fram, í síðasta lagi 3 dögum áður en þingið byrjar, við Harald Sigurðsson (hjá Zimsen). Stjórn Taflfélags ReykjaYíkur. var hann um tlma nær dauða en llfi. Annað nýrað var tekið úr hon- um og þegar hann komst á fætur var hann horaður, fölur og tauga- veiklaður. Samt sem áður hefir hann stöðugt siðan misboðið kröftum sin- um, lagt á sig stranga vinnu og lang ar vökur. Oft sefur hann vikum saman ekki nema 4 kl.st. á sólar- hring og altaf annars minna en aðr- ir menn. Og hann hefir hvað eftir annað lagt líf sitt i hættu, t. d. í haust, sótt fundi I Petrograd, þar sem Maximalistar hafa verið búnir að hóta að drepa hann. Svo hefir hann talað og þá hefir lýðurinn fagnað honum og alt fallið I ljúfa löð. Hann hefir hvorki skort stál- vilja og kjark þjóðhetjunnar, nema til þess að beita landa sína hörku og lyfta sverði gegn andstæðingum sínum meðal þeirra. Því hlífðist hann við þangað til alt var um sein- an. Ræður Kerenskijs eru næsta fá- tæklegar og áhrifalausar þegar þær eru lesnar. En þegar hann talar til Rússanna, . þegar lýðurinn þyrpist utan um hann, fáfróður og barna- legur, óþroskaður, hverflyndur og næmur á áhrif, þá eru tök hans á hugum manna oft svo mikil, að menn gráta, yfir ræðum hans á eft- ir, faðma hann að sér eða alt ætlar bókstaflega að ærast af fögnuði. Þetta töfravald Kerenskijs er sumpart fólg- ið I útliti hans og tilburðum meðan hann talar, — hann hrópar hátt og lyftir höndum skjálfandi af geðs- hræringu, andlitið og hreyfingarnar lýsa krafti og logandi ákaía, ræðan veltur fram eins og glóandi eldflóð. Hann beitir aldrei ræðumannsbrögð- um, aldrei háði eða gamni, orðlag alt er skrúðlaust og blátt áfram og öll ræðá hans heilög alvara og heit sannfæring. Hann talar oft svo inni- lega og hjartnæmt til fólksins, og það finnur að hann er fjöldans mað- ur, skilur og elskar fjöldann, er eins og persónugerfing hins rússneska þjóðaranda. En ekki hvað sízt munu. áhrif hans eiga rætur sinar I með- vitund áheyrendanna sjálfra um það, hver það sé, sem er að tala, hve miklu hann hafi fórnað, hve óslei ti Opið svar til hr. Norlevs ritara. (Politiken, 23. okt 1917). Fyrir nokkru birtisf grein í Hoved- staden frá æstnm bannmanni, Nor- lev ritara. fiéðst hann þar óþyrmi- lega á ^ira Oluf Madsen, sem mæit hefir með félaginu „Den personlige Fribeds Væm“. Madsen prestur sendi svar til Hovedstaden, en blað- ið vildi ekki taka þá grein í heild, Yér ljáum því presti Friðrikskirkj- unnar rúm hér í blaðinu. Hr. Norlev ritari hefir spurt mig í >Hovedstaden* 30. sept, I »opnu bréfi«, er hann svo nefnir, um af- stöðuj mlna til bannmálsins, út af meðmælum mínum með félaginu »Den personlige Friheds Værn*. Fyrirspurn þessi er sett fram með þeim hætti, sem af sumra manna hálfu virðist orðin venja nú á tímum, sem sé að beita ófrægingu, og veld- ur fyetta því, að manni væri I raun- inni skapi næst að svara ekki. En hins vegar veitist þá tilefni til að fara út I málið sjálft, og ætla eg þvi að gera grein fyrir afstöðu minni til þess. Þegar spurt er um hvatir mínar til þess að vinna fyrir þetta nýstofn- aða félag, þá get eg svarað þvi, að þessar hvatir eru sprotnar af rót- grónu vantrausti á öllum nauðung- arathöfnum, þegar vinna á gagn góðu málefni meðal manna. Góða mál- efnið, sem hér er um að ræða, er hófsemin, eins og hr. Norlev tekur fram réttilega. Það er sagt, að við höfum haft frelsi I þessu efni öld- um saman og séð afleiðingarnar. í þessu efni væri fremur hægt að segja, að mannkynið hafi I margar aldir þjáðst og stunið undir andlegri nauð- ung og tilraunum til að vinna að betrun þess með ytri úrræðum. En allar tilrannir hafa mistekist, og ár- angurinn orðið öfugur við það, sem tiþ var Stlast. Öll sú nauðung, sem löfð hefir verið I frammi gagnvart andlegu lifi I ýmsum myndum, öll viðleitni til einskorðunar hið ytra, aefir leitt til þess, að andlegt Hf aefir kulnað út eða orðið fyrir al- gerðum kyrkingi. Það er undarlegt, að menn skuli ekki vera komnir lengra, eftir alla þá reyslu, sem mann- kynið hefir öðlast á þessu sviði, en svo áð undir eins er tekið til ytri nauðung- arráða, þegar það, sem menn ætla sér að koma fram, virðist ekki ganga nógu greiðlega með frelsinu. Að því er kemur til hófsemismálsins, þá hefir nú I nærri tvo mannsaldra ver- ið unnið feykimikið fyrir það hér á landi á frelsisgrundvelli. Slík vinna tekur mjög langan tíma, áður en ávextirnir koma I ljós, og það get- ur því að eins tekist, að þeir, sem að þessu vinna, séu gæddir mikilli þolinmæði. Eigi að siður eru ávext- irnir komnir í ljós nú þegar á okk- ur timum. Það gerur sem sé ekki dulist, að hófseminni befir fleygt mjög fram hjá þjóð vorri, I öllum stéttum, nú á dögum. Að vísu er mikið eftir enn, og margir eiga enn að búa við afleiðingarnar af lesti þéim, sem hér er verið að reyna að sigrast á, en þó er það alveg vist, að viðureignin við löstiun hefir haft mjög góðan árangur, og að horfur eru á, að þetta muni takast enn betur, ef leyft er að vinna áfram á fielsisgrundvelli. Þegar litið er á þessi sannindi, þá er það næsta furð- ulegt, að þeir, sem staðið hafa fremst- ir I fylkingu gegn ofdrykkjunni sem lesti, og séð hafa svo mikinn árang- ur af þessari baráttu og unnið svó marga sigra og átt I vændum að vinna fleiri, skuli nú alt I eihu fleygja frá sér. öllu, sem á hefir unnist, týna öllu trausti á því, sem þeir hafa af- rekað áður á frelsisgrundvelli, missa alla þolinmæði til að bíða ávaxtanna af vinnunni, og svo að fara að taka til þess ráðs, sem verst er, mér liggur við að segja aumlegast allra úrræða, sem sé banns og nauðung- ar. Það er þessi; tilhneiging til að ónýta það, sem starfað er I frelsi, sem við viljum berjast gegn I félaginu til varnar persónufrelsinu. Það er ekki lítil hvöt fyrir mig að eiga þátt i starfinu fyrir þetta félag, að menn vilja af hálfu bannvina bendla krist- indóminn við viðleitni sina og gera það nærri að skyldu kristnum manni að styðja að þvi að koma á almennu áfengisbanni. Það kemur greinilega I ljós I »opna bréfinu* frá hr. Norlev, að nú eigi að telja það með auðkennum kristindóms og krifitilegrar árvekni að vera bann- maður. Þessari tilhneigingu verður ekki nógu kröftuglega mótmælt. Lengi hefir verið predikað bindindi I ýms- um ytri efnum sem einkenni á hreinum og einlægum kristindómi. Það er svo að sjá, að menn séu smám saman orðnir leiðir á þessu. Þeir hafa dregið nokkuð úr þessari ströngu kröfu. En þá hafa menn i þess stað fundið bindindismálið eða einkum bannmálið, og hér er svið, þar sem menn geta rótast um í vaadlætingaseminni eftir vild. Ef tilhneigingip til að rugla saman kristindómi og bannmáli magnast svo, að hún fái yfirráð að sama skapi og hún er metin, þá verður með sanni sagt, að kristilegt verð- mæti sé farið forgörðum. Kristilegt verðmæti fer forgörðum þegar menn vilja troða upp á kristindóminn ein-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.