Ísafold - 06.04.1918, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.04.1918, Blaðsíða 1
« Kemur út 1—2 í viku. Verðarg. 5 kr., erlendis 7l/3 kr. eða 2 dollar;borg- lst fyrir miðjan júlí 1 erlendfe fyrirfram. ; Lausaaala 10 a. elnt XLV. árg. Reykjavik, laugardaginn 6. apríl 1918 Uppsögn (skrifl. bundin viS áramót, er óglld nema kom- ln sá tll útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandl skuld- laus vlð blaðlð. 15 tölublað Mjnnlslisti. .AlþýÖaféLbókasaín Templaraa. 8 kl. 7—8 Eorgarstjóraskrifst. opin dagl. 10—12 og 1—8 Bœiarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—B B*»iargjaldkorinn LanfAsv. B kl. 10—12 og 1—B ÍBlandsbaliki opinn 10—4. K.F-U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—lOsfrd. Alm. fundir fid. og b*. 8l/a sibd. Landakotskirkja. Gnbsþj. 9 og 6 á heltfom Iiandakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Lftnds bankinn 10—8. öankastj. 10—12 L»i dsbókasafn 12—8 og B—8. Útlán 1—B Landöbúna&arfélagsskrifstofan opin frá 22-8 LandsfébirMr 10—12 og 4—B. Landssiminn opinn.daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. liistasafnió opiB á sunnudögum kl. 12—2. 'JNátbúrugripasafniö opiö llla—4l/a á sunnud. Póíthúsiö opiö virka d. 9—7, snnnud. 0—1. gumábyrgö Islands kl. 1—B. Btjórnarrá&sskrifBtofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reyk,iavíkur Pósth.S opinn 8—12. Vrlfilsta&ahœli&. Heimsóknartimi 12—1 ►ióbmenjasafnib opib sd., 121/*—l1/* <Þjó&skjalasafni& op ö sunnud., t>riöjud. og fimtuiaga kl. 1* 2. ...........» """ ................... Danir um skiinað. ii. Svar við grein þeirri, eftir hr. Aage 'Westenholz, sem þýdd var í síðasta blaði, birtir Gotfred Hansen höfúðs- maður í blaðinu »Köbenhavn« p. 22. des. síðastliðinn. Er hann þar ekki iit af eins hnakkakertur í tóninum, eins og í fyrri greininni, en andinn leynir sér þó ekki. Því svari and- mælir svo Westenholz í sama blaði, siðar í desember. Fara hér á eftir helztu kaflarnir úr báðum þessum greinum. Gotfred Hansen byrjar grein sína á þvi, að Westenholz skuli ekki kviða þvi, að fyrri grein sín muni gera alvarlegt tjón, því »eins og sakir standa nú hefir Danmörk ekk» meira gildi á íslaDdi en 0, og því engu frekara að tapa. Og um ástæð- umar hér heima fyrir (i Danm.) er það að segja, að því miður hefir ekki enn sést bóla á neinni ályktun i þá átt, sem bent er á i »Ugens Tilskuer«. Hér fer almenningsálitið eftir spámanns-málgögnunum í Fari magsgötu(þ. e. »Social-Demokraten«) og á Ráðhústorginu (þ. e. »Politiken«). En það sem verulegu tjóni veld- ur hér heima fyrir er, að hvenær sem á þvi þarf að halda að vekja þjóðina til andróðurs gegn einhverju, sem fremja á í anda hins falska frelsis eða þjóðfélagsspillingar-stefnu, þá gerist ávalt einhver þeirra, sem virðist mega treysta og fólkið trúir á, til að bregðaj fæti fyrir, svo sem t. d. Gluckstadt (Landmands-banka- stjóri) og jonquiéres (yfirborgarstjóri) Vestur-indíasölumálinu og nú hr. Aage Westenholz i Islands-mál- am. Slíkur liðhlaupi gerir miklu meira tjón en svo og svo mörg blöð tilsamans af Politiken og Social Demokraten. Hr. Westenholz vefur Suður- Jótland inn í þetta mál. Eins cg samanberandi sé á nokkurn hátt að- staða Þýzkalands gagnvart Suður- Jótlandi, sem það hefir rænt frá oss með ofbeldi 1864 og aðstöðu vorri gagnvart Islandi, sem verið hefir hluti hins danska ríkis í meira en 400 ár. Réttnrinn er i þessu efni vor megin, hinn sqgulegi, lagalegi og siðferðislegi réttur. Já, einmitt einnig hinn siðferðislegi. Því jafn- vel hr. Aage Westenholz hlýtur þó að krefjast þess, að hver borgari í Danaveldi lúti hagsmunum ríkisins og að hverjum þeim, sem ekki vill það gera, verði að þröngva til þess með Iögum.« Gotfred Hansen kveðst i fyrri grein sinni hafa haldið því fram, að^ nú væri samningatilraunir orðn- ar ótimabærar, og heldur áfram: »Til þess að geta samið ‘er óhjá- kvæmilegt, að til sé eitthvað, sem hægt sé að slaka til á og eitthvað að bjóða; en ísland er búið að fá alt, við höfum ekkert meira að bjóða, nema algerðan skilnað. Stjórnmála- stefna íslendinga inn á við hefir siðustu 20 árin verið sú að fara með þvaður um Danmörku og alt sem danskt er. Getuleysi Danmerkur hefir verið prédikað fyrir íslending- um bæði í ræðu og riti. Er það þá nokkur furða, að inn i þá komist að lokum sú trú, að fátt sé frá Dönum, isem gæfáh oss gaf«. Þjóðaratkvæði nú mundi alveg óþarft. Verði atkvæðagreiðslan opinber fær Danmörk ekki eitt atkvæði, en verði hún leynileg gætum við ef til vill bjargað svona 2 °/0. .. Þessi er niðurstaðan orðin, sök um þess, að við höfum þegjandi og hljóðalaust látið oss það lynda að vera reknir út. Á íslandi er nú eng- inn maður til þess að tala máli Danmerkur, ekkert málgagn til and- svara hártogunum og málkrókum. Fram úr þessu verður því ekki ráð- ið á gamla grundvellinum. Meðan enginu fulltrúi er »þar uppi< fyrir rikið, verður metnaðargjörnum stjórn- málamönnum það hægðarleikur að æsa upp kjósendur með þvi að hrópa hátt nm, að frelsi landsins sé i voða og »yfirbjóða« keppinauta sina í kröfum þeim, sem gera eigi til Dana. Þess vegna eigum við að krefjast þess, að ríkið eigi sér fulltrúa, kon- ungkjörinn landshöfðingja, sem eigi sæti á alþingi og — ásamt einum eða tveimur islenzkum þingræðis- ráðherrum — í danska rikisráðinu. Þetta er eina leiðin fyrir oss til þess að fá áhrif á ályktanir um, hvað eigi að telja sameiginleg mál; Þetta er sú krafa, sem eg álit, að Danmörk eigi að þvinga fram. Ef við getum ekki ráðið það við okkur, þá brest- ur bandið. Alt hjal, allar samninga- tilraunir og þjóðaratkvæði er »eftir dúk og disk« (post festum). ísland yfirgefur Danmörk til þess að stíga næsta skrefið: að svíkja Norðurlönd og verða amerikst. Þar sem eg þvínæst mintist á, að þið mundi ekki úr vegi, að lands- höfðinginn hefði »eins og tvo her- menn i vasanum« átti eg ekki við, að þessir hermenn ættu að kúga ís- land. Það átti að hafa þá til að vernda landshöfðingjann frá þvi að verða einn góðan veðurdag látinn þangað, sem nú stendur fánastöng sú, sem til þess er ætlast, að hafi danska rikisfánann við hún þ. e. þar sem var haugurinn í tíð síðasta lands- höfðingja. Það er ekki meining min, að við eigum að kúga ísland með vopnum, heldur hitt að við á sið- ústu mínútum hinnar ji. stundar sendum þeim hinum fáu íslending- um, sem enn halda trygð við rikið — siðferðislegan bakjarl. Og svo sannarlega sem sambandið Danmörk- ísland er heilbrigt inn Við kjarnann — mun það hepnast að stofna, með þessari aðferð »ríkis« flokk (Rigsparti) »þar uppi«. í greininni í U^ens Tilskner var ennfremur vikið að því, að lands- höfðinginn ætti að hafa til stuðnings sér .embættismenn, sem hefðu það starf með höndunj að vera viðstadd- ir á stjórnmálafundum og andæfa þar í ræðu öllum þeim lygum, sem Danmörk er nú ausin. Mér er það Ijóst, að svofelt andóf af hálfu hins opinbera er óhentugt, en það verður samt svo að vera, unz myndaður er »ríkis«-flokkur. Þá var og lagt til, að blað væri gefið út, með styrk af ríkisfé, svo það gæti boðið upp á sem bezt efni og aflað sér sem mestrar útbreiðslu*. »Þetta voru þá kúgunartillögur mínar«, segir hr. Gottfred Hansen og finst honum lítill prússneskur keim- ur að þeim. Svar hr. ^Aaqe Westenholz við grein Hansens fer i sömu átt og fyrri grein,hansaðal áherzlanlögð á, að pjóð irnar ráði sér sjálfar. »Frumreglan sú, segir höf, að pjóðirnar eiqi rétt á að ráða sér sjálfar hefir sama gildi hvort sem í hlut á ísland eða Suðjrjótland. Frumreglur (Princip) hafa menn ein- mitt, þar sem atvik eru frábrugðin. Að 2-j-2 séu 4 gildir alveg eins fyr- ir fila eins og títuprjóna. Gildi hins söquleqa réttar er vafasamt; oft verður úr honum endalaus styrjöld með bleki og blóði. Sögulegi rétt- urinn i Slesvik-Holstein hefir verið meiri plágan fyrir Norðurálfu. Hverir eiga sögulegan rétt i Finnlandi, í Elsass eða á Skáni? Hafa 600 ár fengið Tyrkjum i hendur söguleg- an rétt í Armeníu eða i Jerúsalem? Gotfred Hansen höfuðsmaður talar um hinn siðjerðisleqa rétt til þess að krefjast þess, að sérhver borgari i Danaveldi »lúti hagsmunum ríkisins og að þeim, sem ekki vilja það gera, verði að þröngva til þess með valdi laganna*. En ef nú pýzka ríkið teldi það hagsmuni sína, að allir þegnar þess í Suður-jótlandi töluðu þýzku, hefði það þá siðjerðis- le%an rétt til að þröngva þeim til þess? Þjóð eða einstaklingum, sem hata og fyrirlíta það, sem danskt er, mundi eg aldrei vilja þröngva til þess að vera danskir, miklu fremur synja þeim^ um rétt til þess. Ekki hömlum vér Dönum frá að vera Aneríkumenn. Átthagabandið er úr sögunni. Ef konan mín og full- orðin börn mín hötuðu mig og fyrirlitu, að fullkunnum málavöxtum og ættu sér þá eina ósk að losna við mig, mundi eg skammast mín fyrir að 'halda í þau. Fulla pekking á öllum málavöxt um ættu ísleudingar að fá — lika frá voru sjónarmiði séð; um það er eg samdóma hr. Gotfred Hansen. Við eigtam b cði rétt og skyldu til að sjá svo um, að máli Danmeikur verði talað kröftuglega á Islandi, Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að Lárus Blöndal, elzti sonur Kristjáns L. Blöndals bónda á Gilsstöðum í Vatnsdal, er ný ega látinn. Bananiein hans var blóðeitrun. Aðstandendur. bæði í ræðu og riti. Slíkar umræð- ur eða undirróður ætti vel við sem undirbúnmgur undir pjöðaratkvœði (einkum ef það væri endurtekið). En að láta þann undirbúning fram- kvæmdan af islenzkum. embættis- mönnum (launuðum af íslenzku fé?) virðist nokkuð mikið i prússnesk- um anda. Ætli við gerum ekki íslendinga alveg óviðráðanlega með því að lýsa »sambandið lífsskilyrði fyrir Dan- mörku«? Erum við ekki flestir sam- mála um, að sambandið um daga síðustu kynslóðanna hafi hvorki verið Danmörkú tii sæmdar né \ hags? Og með hvaða rétti má þess vænta, að það verði betra eftir- leiðist? Höf. hefir litla trú á, að ráðu- neyti, upprisið af hinum nýju grund- vallarlögum Dana, muni mikið fá að gert í íslandsmálum af neinum krafti, og klykkir svo enn út með tillögu umv þjóðaratkvæði í báðum löndum, Danmörku, og íslandi, um »samband af f ú s u m vilja eða skilnað*. Að lokum farast honnm svo orð: Sjálfsákvðrðun bjóðanna er frum- regla, naumast eldri en eg, en hefir þegar gert mikið þarfaverk. Tveim stór-ríkjum hefir verið safnað í eina heild: Ítalíu og Þýzkalandi; hún hefir klofið þriðja ríkið að nokkru: Tyrkland og heldur því von- Mikilvægasta málið i heimi II. Erindi eftir Sir Arthur Conan Doyie. kemur eftir dauðann. Frh. Nú skulum vér vikja Hvaðfyrirmenn frá pessu mikia máli, sem ef til vill má um þrátta, þvi, ‘ hvérjum breytingum slíkar nýjar opinberanir mundn valda á kristindómiuum, og reyna að gera okkur í hugarlund hvað fyrir menn kemur eftir dauð- annk Vitnisburðurinn um það er töluvert mikill og sjálfum sér sam- kvæmur. Skeyti hafa komið frá fram- liðnum mönnum í mörgum löndum á ýmsumtímum ogi þeim skeytum hefir verið töluvert um þennan heim, sem vér höfum getað gengið úr skugga um, að var rétt hermt. Þegar slík skeyti koma, hygg eg ekki nema sanngjarnt að gera ráð fyrir, að ef það, sem við getum rannsakað, er rétt, þá sé hitt líka rétt, sem vér getum ekki rannsakað. Þegar við það bætist, að mjög mikið samræmi er í skeylunum og samkomulag um smáatriði, sem kemur alls ekki heim við nein þau hugsanakerfi, sem fyrir eru, þá álít eg likurnar mjög miklar fyrir þvi, að satt sé frá sagt. Það er örðugt að hugsa sér, að eitthvað — 61 — andi áfram. Ennfremur er ástæða til að ætla, að tveim öðrum stórum kúg- unarrikjum: Rússlandi og Austurríki- Ungverjalandi, verði skift. Það væri óskandi, að sjálfsákvörðun þjóð- anna fengi framvegis að vinna með krafti og heill til þess að sameina pað, setn saman vill vera, en sundra pví, sem helzt vill svo vera láta.« Embætti. Um Skaftajellssýslu sækja lögfræð- ingarnir Gisli Sveinsson, Páll Jóns- son og Sigurður Lýðsson. Kristján Linnet cand. juris, sem gegnt hefir sýslumannsembættinn í Mýra- og Borgarfjarðar-sýslu undan- farið er orðiön fulltrúi hins nýja bæjarfógeta i Rvík. Fulltrúi lögreglustjórans nýja er orðinn Jón Ásbjörnsson cand juris. Lögregluskrifstofan er Vesturgötu 4, en bæjarfógetaskrifstofan þar sem' hún áður var. Hinn setti bæjarfógeti, sem verið hefir, Vigfús Einarsson cand.jur. verð- ur fulltrúi á 2. skrifstofu stjórnarráðs- ins. Rausnargjðf. Fiskiveiðafélagið »Bragi« hefirgefið Landsspítalasjóðnum 2000 kr. gjöf. Sýslumaður Skaftafellssýslu var skipaður í gær Gísii Sveinsson cand juris. tuttugu skeyti, sem eg hefi rituð, séu öll sammála, og samt öll röng; og ekki er heldur vel gerandi ráð fyrir, að framliðnir menn geti sagt satt um okkar heim, en ósatt um sinn eigin. Þau’ skeyti, sem að þessu lúta, virðast mér hljóti að fylla menn óendanlega miklum öruggleik, hvort sem litið er til þess, sem fyrir okkur sjálfum á að liggja, eða þess, sem komið hefir fyrir vini vora. Öllum framliðnum kemur saman um, að venjulega sé dauðinn bæði hægur og sársaukalaus, og á eftir honum óumræðilegur friður og hvild. Hinn látni verður var við að hanú er í andlegum líkama, sem er nákvæm samstæða við gamla líkamann, að öðru leyti en því, að allur sjúkdóm- ur, veikleiki og lýti eru horfin. Lík- ami þessi stendur eða Iíður við hlið- ina á gamla líkamanum og veit af honum og fólkinu umhverfis. A þessari stundu er hinn látni maður nær efninu en hann verður nokkuru sinni aftur, og þar af kemur það, að á þeirri stundu kemur það oftara fyrir en endranær, að andlegi lík- aminn fer til einhvers Fjarstadds .og birtist honum; framliðni maðurinn — 62 — \

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.