Ísafold - 06.04.1918, Blaðsíða 4

Ísafold - 06.04.1918, Blaðsíða 4
4 IS AFOLD — hann hefir tniðlað trenningunni tnerkis-dæma kenningunni. Svo eru íslands óskasynir — ætttengdir við stuðlabergin —: altaf góðir gróður-hlynir — gráni börkur, nýtt er í merginn. DygðÍD, — íslenzkt aðalsmerki — er með þeim að nytjaverki. Yfir þeirra endi-mörkum íslands kveðju-strengir hljóma — svo sem yfir brotnum björkum bliðmál sumar-þrasta óma —, þjóðarandans þakkir vakna, þöglum hcft af tungu rakna. * * * 4 Hér «r lagður lausum orðum Ijóða-varði öðlingsmanni, þeim, er var í þéttum skorðum þjóðsómanum tryggur granni, þektur mörgum þroska-betri. ------Þessar kveðjur gef eg Pétri. j (9. dss. 1917) Halldór Hefyason. Andmæli. »Lögrétta« 19. júní n.l. flutti 9 <lálka langa grein eftir Jóhann i B'aut- arholti, og sást þó eigi fyrir endir- inn. Hún er um skattamálin; svör til ýmsra. Einn dálkur er svar til •einhvers Björns Guðmundssonar*, sem ritaði í ísafold í fyrra. Hann skrifar nú aftur og hyggur að svara. Þó eigí um skattamálin. Ætlaði eigi og ætla eigi enn að ræða um þau. Finst þetta ágreiningsatriði okkar Jó- hanns lítið koma þeim við. En Jrátt fyrir þögnina er greinarhöf.' samt bezt að gera sér litlar vonir um fylgi mitt við »skattmálatillögur« sínar. Jóhann hafði farið hörð- Menning orj5um um menninga ÍSlend'"9a- íslendinga. Hann kv.ð fæstum dyljast, að á framsóknar- brautinni stæðum vér öllum öðrum menningarþjóðum heims langt að baki. Engar sannanir voru færðar fyrir þessari ályktun; ekki heldur bent á nein ráð til bjargar. Og til- efnið virtist smátt. En alþingismað- urinn talaði i fjöllesnu blaði, svo öll þjóðin mætti heyra og þeir aðrir, er lesa blaðið erlendis. Þetta kom þvi úr hörðustu átt. Hvað mundi t. d. sagt um lulltrúa á löggjafarþinginu í Washingtou, er svipuðum orðum færi um þjóð sina, án þess að færa nokkur rök máli sínu til stuðnings? Hvern dóm haldið þið að hann fengi hjá þjóð sinni? Eða samskonar í næstu menningarlöndum Evrópu? Sannleikurinn er sá, að hvervetna unnu saman að þvi að framleiða grisku ráðgátuna, sem Mr. Gerald Balfour hefir liðað sundur i bók sinni: »Eyra Dionysiusar*. Arangur- inn varð sá, að þessi ágæti fræði- maður vottar það, að þetta hefðu engar verur getað sett saman aðrar en þeir Verrall og Butcher. Benda má á það jafnframt, að þessi dæmi og önnur svipuð sýna það ljóslega, að annaðhvort geta framliðrtir menn fært sér í nyt ágæt leiðbeininga- bókasöfn, eða þeir hafa svo gott minni, að það líkist nokkuð alvizku. Ekki gæti minni nokkurs jarðnesks manns flutt með sér allar þær ná- kvæmu tiívitnanir, sem koma fyrir í öðrum eins skeytum og þeim, er standa í þessari bók Balfours. — 73 — særa svona dómar þjóðarmetnað manna. Og það eins okkar hinna,. sem dveljum fjarri feðragrundu. Þrá- in leiðii menn út í ókunn lönd. En séu þeir eiei blindaðir af nýjunga- girni og lítilsvirðingu fyrir þjóð sinni finna þeir til með henni og vilja frægð hennar i öllu eins og þeir er heima dvelja. Og e. t. v. finna þeir þá bezt til þess hversu margt heima er eins gott og jafn vel betra en á erlendri slóð. Alþingism.stöðunni fylgir ábyrgð, og þvi artti að mega treysta, er hann fullyrðir i sambandi við löggjafarstörf eða tillögur um löggjöf. Og það skyldu vera óskrifuð löq o% óbrjótan- les;,. að hann nýddi eigi þjóð sina um skör fram. Alþingismönnum skyldi eigi liðið að veikja traust manna á sinni eigin þjóð. En það gera staðlausar fullyrðingar um vesaldóm þjóðarinnar. Og þær leyfði alþingis- maðurinn sér að iara með. Eg vítti fyrir og bað hann sanna mál sitt. Greinarhöf. sýnir vilja á Sannanirnar ^ sanna menningarleysið og ber löngum að virða vilja mannal Hann enduitekur að hann hafi búist við opnum augum manna fyrir sann- leiksgildi orða sinna. Og hann bregð- ur sér langt aftur í tímann til Ðan- merkur og Norecs, þegar hann var þar. Og var munuiinn feiknamikill á þessum löndum og íslandi, segir hann. Annars munu nú verklegar framkvæmdir hafa verið mestar á ís- landi síðustu árin. Eigi svo afarlangt síðan ísland fékk að táða sinum eig- in málum. Ekki eru Noregur og Danmörk heldur öll mentalöndheims- ins. Þjóðir þær er þau lönd byggja munu einmitt standa mjög framarla meðal mentaþjóðanna. En leiðin er löng frá lægstu menningarþjóð heims- ins til þeirrar mestu. Svo koma sannanirnar fyrir þvl að íslenzka þjóðin standi öllum öðr- um að baki: engin skinn sútuð í landinu, ekkert »margarine« búið til og engin móþreskivélin til. Þetta er til dæmis — hjá greinarhöfundilll En svo er hið stærra: járnbrautir engar og fossarnir leika lausum hala. Jóhann er réttur þar. Ymsar verk- legar framkvæmd r eru fullkomnari i mörgum öðrum löndum ená Islandi. Það vita flestir. Enhittvita ,og flestir, eða a. m. k. ættu að vita, að menn- ingin er eigi , öll i verklegu fram- kvæmdunum. — Helst viiðist þó af svarinu sem höf. telji stóriðnað og járnbrautir menningarskírteinið eina. Andlega og líkamlega mentun þjóð- arinnar minnist hann eigi á. Hvoit ber það að skiljast á þann hátt, að hann skoði menninguna i skinnasút- un og »margaiine«, en eigi í þrosk- un líkama og sálar mannsins? Það hlægir mann, að íslenzka þjóð in á eigi skilinn dóm eins og alþing- ismannsins. Og við því bjóst eg aldrei, að honum tækist að færa sönn- ur’ á mál sitt. í þvi er engum sönn- um íslendingi þægð. Og varla grein- arhöf. sjálfum, þegar alt kemur til alls. En hann vill að eg bendi á eitthvað er sanni að vér íslendingar stöndum jafnfætis eða framar öðrum þjóðum í menningarlegu tilliti. Eg bið hann enn að gæta þess að veg- urinn er langur frá lægstu menning- arþjóðinni til hinnar mestu. En til hins er þvi að svara, að bezt er fyrir hann að kynnast alþýðu erlendra þjóða, mentun hennar viðsýni og drengskaparhugsun. íslenzka alþýðu þekkir JóhaDn. Láta svo isl. göfgi og sveitarsjálfstæði dæma. Greinarhðf. er eigi búinn • Klnverski ed[n Cg fer nij ag ta]a hugsunar kínverska hugsunar- hatturinn.. r háttinn nafnkunna. higi býst hann við neinu góðu, ef hann Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar í afgreiðsluna, þegai þeir eru á ferð i bænum, eipkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega Afgreiðslan npin á hverjum virkum degi kl. 9 á morgnana til kl. 6 i kvöldin. hefði kveðið upp svona dóm í Kína. O-jæja, alt af er nú hálfbroslegt, þegar menn hyggja sjálfa sig standa i sporum »kinverskra p'slarvottac. Það er annars býsna oft vitnað til kínverska hugsunarháttarins og á það að vera næg sönnun fyrir heimsku andstæðingsins, sé hægt að finna skyldleika með máli hans og kin- verskri hugsun eða venjum. En hvernig er þá þessi kínverska hugsun? Er alt ilt við hana? Tæp- lega, en þó mikið. Er sem flest annað, að fátt er svo með öllu ilt, að eigi boði nokkuð gott. Kínverska þjóðin á sina sögu sem aðrar og eDgu ómerkari en margar aðrar. Fyr á öldum var mikil menning i Kina. Hin fjölmenna þjóð stóð þá framar flestum öðrum i menningar- legu tilliti. En ár og aldir hafa liðið. Timar og menn hafa breyst. Þjóðir sem áður voru ókunnar með öllu hafa aukist að mentun og mætti, svo nú teljast þær til helztu menningar- þjóða heims. Aðrar voldugar hafa risið upp, en liðið undir lok aftur. Fátt stendur í stað í heiminum og virðist svo sem hverri einstakri þjóö sé eigi ætlað nema’nm stutt skeið að skipa mesta tignarsætið i metn- aðaistiga þjóðanna. (Frh.) Dregið hefir úr orustum hjá Oise Bretar hafa höifað dálítið fyrir sunn- an Somme. Kosakkar úr Donhéraði hafa hand- tekið Alexjefl fyrv. yfirhershöfðingja. »Rauðu hersveitirnar* í Finnlandi mistu 10000 menn í orustunni hjá Tammarfoss. London 30. marz. Frá París er tilkynt að sprengi- kúla úr hjnni langdrægu fallbyssu Þjóðverja, hafi komið á kiikju þar i borginni og drepið 75 en sært 90, þar á meðal konur og börn. Með- al þeirra sem bana biðu, var Stroeh- ling, embættismaður í sendiherrasveit Svissa. Central News. Khöfn 31. marz. Frá London er símað að litil breyting hafi orðið á aðstöðunni síðustu dagana. Þjóðverjar segjast sækja fram hjá Somme. Foch hefir nú tekið við stjórn- inni hjá Oise. Frá Aþenuborg er símað að sakamál hafi verið hafið gegn Kon- stantin konungi. Frá París er símað að orustur magnist hjá Moreuil og Hassiging. Frá London er tilkynt að nokkr- ur þoró fyrir suðvestan Montdidier hafi verið yfirgefin. Khöfn 1. april. Frá Berlín er simað, að Þjóðverj- um veiti betur í orustum fyrir suð- austan Amien^ til Noyon, hj i Demuin, Aubvillers og Catigny og að banda- menn hafi gert þar árangurslaus áhlaup. Þakkarorð Þegar eg nú fer úr Landakota- spitala, eftir langar og strangar'sjúk- dómslegur bæði í fyrra og fram á þetta ár, með fullri von um að eg sé laus við hinn alvarlega og þrá- láta sjúkdóm. minn, fæ eg ekki bund- ist þess, að votta opinberlega öllum þeim, skylduin pg óskyldum, er rétt hafa mór göfuga hjálparhönd, hjart- anlegt þakklæti mitt. Nöfn þeirra nefni eg ekki, læt þess aðeins getið að félagssystur mínar í kvenfélaginu »Hringnum« í Stykkishólmi bundu enda á alla hjálpina við mig með því að Bkjóta saman nýlega og Benda mér göfugmannlegan fjárstyrk. Mér og okkur hjónunum hefði verið það um megn að kljúfa koBtn- aðinn, sérstaklega nú á þessum erfiðu tímum,^ en nú sé eg að öllum er borgið í því efni, svo er fyrir að þakka hjartalagi þeirra, er mig hafa stutt í orði og athöfn bæði í Stykk- ishólmi og hér í R.vík. Eg þakka guði fyrir þessa vini mína og bið hann að blessa þá, h a n n sem stýr- ir hinni líknandi hönd. Stödd í Reykjavík 27. marz 1918. Charlotta Jónsdóttir Sighv Blöndahl cand. jur. Viðtalstlmi kl. 11 —12 og 4—6 Lækjargötu 6 B. Sími 720. Pósthólf 2. Eldavólar með stóru hringjaholi, Ofnar og Rör fist hjá steinsmið Jóni Eyólfssyni á Bildursgötu nr. 3. Frá Berlin er símað, að stöðvarn- ar séu enn óbreyttar. Skoiið hafi verið' á Dunkirk með langdrægum fallbyssum. Erl. simfregnir Frá fréttaritara ísafoldar. Kaupmannahöfn, 30. marz. Frá London er símað, að Bretar veiti öflugt viðnám fyrir norðan Somme, en stöðvarnar fyrir sunnan Somme hafi verið yfirgefnar. . Frá París er símað, að Frakkar hafi gert gagnáhlaup hjá Montdidier á 10 kilometra svæði og sótt fram 2 kilometra. Þjóðverjar tilkynna, að þ&ir hafi tekið framvarðastöðvar bandamanna hjá Scarpe og náð þar 1000 föng- um. Alls segjast Þjóðverjar hafa handtekið 70.000 menn og noo fallbyssur að herfangi. »Syndikalistar« eru í meiri hluta á norsku verkmannaráðstefnunni, sem nú stendur yfir í Kristjaniu. Frá Amsterdam er simað, að brauð- skamtur Hollendinga hafi verið minkaður. Hollendingar eru samt að hugsa um að neita að taka við korn- vörum frá Ameríku. Frá Petrograd er símað, að Tyrk- ir hafi samið sérfrið við Rússa i Kákasus. Því er haldið fram að Maximalistar hafi Odessa á slnu valdi. Sir Douglas Haig, yfirbershöfð- ingi Breta, hefir gengið inn á að franski hershöfðinginn Foch verði »generalissimus'« alls franska og brezka hersins á vesturvígstöðvnnum. Fiá London er símað, að Bretar hafi náð aftur Lucevalley-stöðvunum. Frá París er simað, að Þjóðverjar hafi beðið ósigur hjá Moreuil og að Frakkar hafi náð þvi þorpi aftur á sitt vald. (Um 11 kilom. fyrir suð- austan Amiens). Foch hefir ekki verið skipaður •reglulegur* yfirhershöfðingi banda- mannahersins, heldur hefir honum verið falið að koma á samvinnu i öllum hernaðarframkvæmdum banda- manna á vesturvígstöðvunum. Þjóðveijir halda áfram skothríð- inni á París. Sókninni á Amiens-stöði’unum er haldið áfram. Frökkum hefir veitt betur hjá Lassigny og Montdidier og hafa þeir sótt þar nokkuð fram. Verkamenn í An eríku hafa sent menn til Engiands til þess að hvetja stéttarbræður sína þar til að halda ófriðnum áfram. Khöfn. 2. apríl. Bandamenn hafa gert gagnáhlaup á Amiens-stöðvunum semvirðast vega fullkomlega á móti árangrinutn af sóhn Þjóðverja i byrjuninni. Frá Vasa er símað, að fregnin um uppgjöf Tammarforsborgar hafi verið á undan tímanum. Er enn-barist þar af hinni mestu grimd. Norsku »Syndikalistarnir« hafa rekið flokksstjórnina frá völdum og hinn nýi meirihluti hefir gefið út stefnuskrá i byltingaranda og and víga hernaðarstefnunnt. - Khöfn, 2. apríl. Bandamenn hafa enn gert gagn- áhlaup hjá Somme og’ Demuin með góðum árangri og vaxandi þreki. Khöfn 3. april Frá Petrograd er símað að Rú- menar [hafi fallist á það að hverfa með her sinn á burt úr Bess- arabíu. Ef þess gerist þörf ætlar herinn að leita á náðir Rússa. Khöfn. 3. aprl. Czeinin, utanríkisráðherra Austur- ríkismanna, hefir haldið nýja ræðu á þingi og lýst því yfir, að hann fall- ist á tillögur Wilsons Bandaríkjafor- seta. Friðarkostir þeir, sem Rúmenum hafa verið settir, þykja mjög illir. Rigningar hindra allar hernaðar- framkvæmdir á vesturvígstöðvunum. Khöfn, 4. apríl. Þýzk herdeild hefir gengið á land i sunnanverðu Finnlandi og eru þar nú háðar blóðugar orustur. Setið er um Tammarfors. Bretar hafa tekið Ayette. A vesturvígstöðvunum er yfileitt kyrt, og þar hefir eigi borið annað til tíðinda en loftorustur. Maximalistar og Bandamenn hafa sæzt og orðið ásáttir um það að verja Murmanstrandar-járnbrautina. . Khöfn, 4. april síðd. Clemenceau, forsætisráðherra Frakka, hefir neitað því að nokkrar friðarumleitanir hafi átt sér stað milli bandamanna og Austurríkis, Czeckar í Austurriki krefjast þess, þrátt fyrir mótspyrnu Czernins utan- ríkisráðherra, að ráðuneytisnefud ut- anríkisstjórnariunar verði kölluð sam- an á fund. Þjóðverjar hafa sent 40.ooo.manna her til Finnlands. \

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.