Ísafold - 27.04.1918, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.04.1918, Blaðsíða 1
K«mur út 1 — 2 { vikti. Verðárg. •i kr., eriendis 7'/2 kr. e5a 2 dollarjborg- lsfc fyrir miðjan júlí erlendk fyrirfram. Lausasala lOa. eint Uppsögn ^skrifl, bundin vlS áramót, er óglld nema kom- in só tll útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandl skuld laus við blaSiS. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjórl: Úlsfur Bjarnsson. Talsími nr. 455. XLV. árg. Reykjavík, laugardaginn 27. apríl 1918 18. tölublað V M i n n i s 1 i s t i. .Alþý&ufól bókasafn Templaras. B kl. 7—8 !>v*r}?arHtjóraí»krifst. opin dagl. 10 12 og 1 H Bœjarfó^etaskrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—5 Kœjargialdkerinn Laufásv. 5 kl. 10—12 og 1—5 lilancUbanki opinn 10—4. KÆ.VM. Lestrar-og skrifstofa ÖArd.—lOat&d Alm. fundir fid. og sd. 8*/a sibd. Landakotskirkja. ÖuÖsþj. 9 og 8 A helgam Laudakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Lindsbankiun 10—8. Bankastj. 10—12 Landsbókasafn 12—3 og 5—8. ÚtlAn 1—B ILandsbúna&arfóiagsskrifstofan opin frA ^2—2 LaiidsféhirMr 10—12 og 4—5. Landssíminn opinn daglangt (8—H) virka <Ux$:b halga daga 10—12 og 4—7. 'Listasafnið opiö á sunnudögum kl. 12—2. INáttúrugripasafni& opib 1 »/a—2»/a A sunnud. PósthúsiÖ opih virka d. 9—7 sunnud. 9—1. BamAbyrgö Islands kl. 1—6. sBbjórnarrá&sskrifstofurnar opnar 10—4 dagl Talsimi Reykjavikur Pósth.8 opinn 8—12. TiúlstabahœliO. Heimsóknartimi 12—1 ^OmenjasafniO opib sd., l^1/* - l1/* J^jó&Hkjalasafnih op 0 snnnud., þriójud. og fimtu iaga kl. 2. ( t Síra Friðrik J.Bergmann. I hópi Vestur-íslendinga hefir mest Sborið á þrem mönnum í augutn vor hér heima, og þeir hafa mestar samúðaröldur vakið á þessu landi. Þeir eru hver öðrum gagnólíkir. Einn er skáldið Stephán G. Stephánsson, :sem var heiðursgestur íslenzkrar þjóðar í fyrra sumar. Annar er Dr. Jón Bjarnason, prédikarinn mikli og stofnandi kirkjufélags Vestur-íslend- inga, sem er látinn fyrir fáum árum. Þriðji maðtirinn er síra Friðrik J. Berg- mann, sem mestur fræðari hefir ver- ið isfenzkra manna vestan hafs. And- látsfregn hans barst hingað fyrir íáum dögum. Sira Friðrik Bergmann var fæddur í Garðvík á Svalbarðsströnd 15. apríl 1858. Vorið 1874 tók hann inntöknpróf í lærðaskólann hér í Reykjavik, en kom aldrei í skólann-, og fluttist árið eftir til Vesturheims. Latínuskólanám stundaði hann við skóla norsku sýnódunnar í Decorah og lauk þvi 1881. Þá var hann fyrst við verzlun, en tók því næst að leggja stund á guðfræði, 2 ár við háskólann í Kristjaníu, og 1 ár við prestaskóla í Philadelphiu. 1886 vigðist hann og gerðist prestur is- lenzku safnaðanna í Norður Dakota innan vestur-islenzka kirkjufélagsins. 1887 gekk hann að eiga frændkonu sina Guðrúnu Ólöfu Thorlacius, 4óttur síra Magnúsar Thorlacius, og lifir hún mann sinn ásamt fjörum börnum þeirra. í september 1902 lét hann af prestskap í Dakota, fluttisf norður til Winnipeg og gerð- ist þar kennari i islenzkum fræðum við Wesley College; vestur-islenzka kirkjufélagið kostaði þá kenslu á á þeim árum. Jafnframt gerðist hann prestur Tjaldbúðarsafnaðar í Winnipeg, og var það til dauðadags.' Kirkjufélagið svifti hann kennarastöð- unni 1908, af því að þá voiu guð- íræðiskoðanir hans mjögj farnar að yíða bág við þá stefnu í trúmálum, er forseti þess, sira Jón Bjarnason, hélt fast fram. En starf sira F. B. við skólann hafði verið honum til svo mikillar eflingar, að stjórn skól- ans tók að sér kostnaðinn við þessa kenslu og lét sira F. B. halda henni áfram. Ritstjóri »A!damóta« árrits Kirkjufélagsins var hann, meðan það rit kom út. 1906 stofnaði hann mánaðarritið »Breiðablik«, og hélt þv' út til 1914. 1909 gekk hann úr vestur-islenzka kirkjufélaginu, ásamt nálægt þriðjungi kirkjufélagsmanna, fyrir megnan ágreining i trúmálum. Síra Friðrik Bergmann tók við prestskap sínum sem ihaldssamur guðfræðingur. Það er hálfskringi- legt nú að minnast þess, að fyrsti ágreiningurinn, sem kom upp milli hans og síra Jóns Bjarnasonar, var út af því, að síra Friðrik fann að þvi, á kirkjuþingi á Garðar 1886, að »Sameiningin« væri ekki vel »lút- ersk«. Sumt af þvi, sem hann tal- aði og ritaði á fyrstu prestskapar- árum sínum, var af furðu ihalds- sömum toga spunnið. Sjálfsagt herti það nokknð á honum í þá áttina, að mótspyrna var nokkuð rík í bygðarlagi hans gegn kirkjufélaginu á þeim árum — alt aðrar hugsjón- ir en þær, sem kirkjufélagið var fulltrúi fyrir, voru þar að reyna að láta á sér bæra. En þekkingarþorsti mannsins var óslökkvandi. Aðalástríða hans var sú að kynnast nýjum hugsunum. Það reið baggamuninn. Það gjör- breytti andlegu lifi hEns. Og þrátt fyrir jihaldsemina, sem svo mikið varð vart við hjá honum um þetta leyti, er engmn vafi á því, að hug- ur hans var betur undir breytingar búinn en margra annara. Hann þakkaði það kennara sinum, prófess- or Fr. Petersen i Kristjaniu. Hann hafði þrásinnis orð á þvi við mig á þessum árum, og lét þess líka getið á fjölsóttum mannfundi á kirkju- þingi í Mountain 1888, að Petersen hefði brýnt það vandlega fyrir læri- sveinum sínum að vera við því búnir, að þekking ókominna tima feldi margt úr gildi, sem nú væri talið mikils um vert, og að sann- leikanum yrðu menn að lúta, hvað óþægilega sem hann kynni að reka sig á eldri skoðanirnar. Flestum mönnum, sem til þektu, mun hafa verið' það ráðgáta, hvern- ig sira Friðrik fékk lesið svo mikið, sem raun varð á, meðan hann var prestur Dakota-safnaðanna, með þvi óhemju mikla starfi, er á hann lagð- ist þar sem prest. En út úr þeim lestri kom hann mjög breyttur. Þessi íhaldsami guðfræðingur hafði fengið viðtæka þekking á rannsókn- um nútimans, þeim er að trúarmál- unum lúta, hafði í raun og veru hrist af sér alla kenniugar klafa og var orðinn frjáls maður i anda. Svo virðist, sem insti kjarni trúar hans hafi aldrei skaddast neitt í þessum umbrotum andans. Hann var alla æfi með afbrigðum trú- hneigður maður og trúrækinn. Jesús Kristur var honum altaf »vegurinn, sannleikurinn og lífið* — eins fyrir þvi, þó að hann tæki að véfengja hitt og annað, sem um Krist er sagt í nýja testamentinu, og þó að þær véfengingar hafi ef til vill sumar farið lengra en réttmætt er. Þegar s’ra Friðrik tók fð láta uppi hinar nýju skoðanir sínar, tók að hvessa. Og kynlegast var það, að hvassviðrið kom úr tveim átt- um. Sira Jón Bjarnason og þeir, sem honum "fylgdu, brugðu honum um, að hann væri genginn af trúnni og töldu ^hann óhæfan til þess að Vera prest — að minsta kosti innan kirkjufélagsins. Sérstaklega varhon- um brugðið um það, að hann væri ekkert annað en Únítar. En Únit- arar voru engn betri í hans garð. Eg hefi 1 ritlingi minum »Vestur- för« lýst lauslega málfundi, sem Únítarar stofnuðu til á Gimli 1907 út af erindi, sem síra Friðrik hafði flutt á kirkjuþingi þá um sumarið. Hann hafði þar mælt með umburð- arlyndi og bróðurhug með þeim mönnum, sem mismunandi skoðan- ir hafa á trúmálum, ög varað við öllum ofbeldis-tilhneigingum. Ræóu- menn Únitara létu mjög ófriðlega út af þessu erindi. \ Svo sem flestum er kunnugt, enda vikið að hér að framan, lauk starfi síra Friðriks svo i kirkjufélag- inu, að hann sagði sig úr því á kirkjuþingi 1909. Sumir hafa láð honum það, hafa litið svo á, sem hann hefði heldur átt að bíða átekta innan kirkjufélagsins, menn hefðu aldrei dirfst að reka hann þaðan, en að hinu leytinu mjög mikið í húfi við sundrunguna, bæði fyrir kristni þjóðar vorrar vestra og við- hald íslenzks þjóðernis þar. Því að hvernig sem menn líta að öðru leyti á kirkjufélagið, verður við það að kann- ast, að það hefir verið öflugastur vörður þjóðernis vors i Vesturheimi. Eg veit vel, að þar var úr vöndu að ráða. En eg tel mjög hæpið, að nokkur samvinna síra Friðriks við kirkjufélagið hefði getað bless- ast, með þeim anda, sem þar var kominn inn, enda samþykt sú, sem samþykt var af kirkjufélaginu, ber- sýnilega fram komin i því skyni að flæma hann úr þvi. Og ófrjálslynd- ið i samþýktinni var svo ramt, að hún er, i minum augum að minsta kosti, einhver óskemtilegasti blettur- inn á kristnisögu þjóðar vorrar, b'æði austan hafs og vestan. Síra Friðrik gat ekki án þess ver- ið að miðla öðrum af sinum mikla þekkingar og andans auði. Fyrir þvi varð hann, eins og eg sagði í upphafi þessa máls, mestut fræðari meðal íslenzkra manna vestan hafs. Frá því er hann varð prestur og alt til æfiloka, var hann stöðugt að flytja fræðandi erindi um fjölda málefna; því að það var eins og hann væri alstaðar heima. Merkasta bókin hans er »Trú og þekking*, er hann rit- aði út af deilumálum vestur-íslenzkra kirkjumanna. Hún hefir fengið eiú- róma lof allra þeirra, sem vit hafa á, fyrirv fágætan guðfræði-lærdóm. Auk þess liggja eftir hann bækurnar »ísland um aldamótin«, feröasaga frá íslandi, »Vafurlogar«, nokkrir fyrir- lestrar og »Eina lífið«, nokkrar pré- dikanir, og ennfremur ýms' smárit. í »Aldamótum« er mikið eftir hann, og »Breiðablik« ritaði hann nærfelt einn öll árin, sem það kom út.' Alt andlegt líf þjóðar sinnar lét hann sig mjög miklu .skifta, og um það bera ekki sízt ritdómar hans vitni. Þeir voru íækilegri en rit- dómar flestra annara íslendinga. Nærri því æfiinlega voru þeir ritaðir af ríkum samhug með höfundunum og góðgirni til þeirra. Ekkert var síra Friðnk fjær skapi en að vera að leita vandlega að hinum og öðrum §mágölluni og tina þá til. Hitt mátti ef til vijl segja, að þeir væru nokk- uð einhliða. Því að eitt var það, sem hann leitaði að framar öllu öðru. Það var siðferðilegt gildi ritanna. Fyndi hann það ekki, vöktu ritin litla samúð hjá honum. Að nokkru leyti kann það að hafa stafað af því uppeldi, sem hann hafði fengið, og þvi lífsstarfi, sem hann hafði valið sér. En þetta átti líka vafalaust rætur i eðlisfari sjálfs hans. Siðferði- legi strengurinn var þar sterkastur aljra. Eg heyrði hann einu sinni í samkvæmisræðu biðja menn að fyr- irgefa sér, að hann væri æfinlega »presturinn«; hann gæti ekki að því gert. Hann var »presturinn« í rit- dómum sínum eins og annarstaðar. Sira Friðrik var alþjóðamaður að þekking og víðsýni. En íslending- ur var hann ekki siður fyrir það. Hann var altaf að hugsa og tala og rita um Island og íslenzk m^lefni. Misjafnlega var það þegið hér heima, bæði ádeilugreinar þær, sem hann ritaði á fyrstu prestskaparárum sín- um um deyfðina og roluháttinn i andlegn lífi þjóðar vorrar, og eins það sem hann lagði til sumra ver- aldlegra mála hér í »Bréiðablikum«. En hvern dóm sem menn kunna að kveða upp um þær ritgerðir hans, þá er eitt víst: allar voru þær samd- ar af óslökkvandi kærleika til íslands. Ekki get eg bundist þess að minn- ast á það hér, að eitt málið, sem sira Friðrik ritaði um hvað eftir annað í »Breiðablikum«, var það, sem hér á landi hefir oftast verið nefnt »rannsókn dularfuljra fyrir- brigða*. Hann ritaði ávalt um það mál af góðgirni. Hann andmælti þeim ofsóknum, sem málið sætti hér á landi í byrjuninni, og hann skýrði viðo og við frá merkilegum ummælum heimsfrægra manna, sem héldu málinu fram. Fyrsta ritgerð hans, sem að málinu lýtur, er í fyrsta tölúbl. »Breiðablika«. Ber- sýnilegt er, að þegar hann ritar þá grein, hefir hann enga þekkÍDg á málinu. Það er nokkur bending um það, hve örðugt sannleikurinn á stundum uppdráttar i þessari ver- ,öld. Síra Friðrik er einhver mest- ur lestrar- og fróðleiksmaður á and- legum sviðum, af öllum íslending- um. ^Um málið hefir verið batist meira en hálfa öld. Ýmsir af allra frægjistu vísindamönnum veraldar- innar hafa haldið því fram, að svo furðulegir atburðir gerist, að ^alla hlýtur að reka í rogastans, sem slíkt héyra. Sumir þeirra setja vlsinda- manns-sæmd sína að veði þess, að sönnun sé fengin fyrir sambandi við aðra heima. En þegar fregnir ^aira að koma af því utan.af Islandi að dularfull fyrirbrigði séu að gerast og að menn séu að rannsaka þau, og að menn standi við það, sem þeir hafa séð og heyrt, þá liggur við að þessi ágæti fræðimaður verði sem steini lostinn af undrun út af þes.s- ari nýung. Síra Friðrik kyntist málinu nokk- uð betur síðar. Aldrei lagði hann því annað en gott til á prenti. En eg varð þess aldrei var, að hanu fengi verulegan áhuga á því. Hann skildi það víst aldrei, að það væri »mikilvægasta málið i heimi«, eins og þeir telja það Si’r Arthur Connn Doyle og Sir Oliver Lodge og svo margir aðrir stórmerkir menn, sem fengið hafa djúpsetta þekkÍDg á þvi. HanD kom ekki auga á það, jafn- lærður guðfræðingur' og hann var, að málið hlyti að umturna guðfræð- inni — meðal annars guðfræði sjálfs hans. Eg lái honum það ekki. Mér finst það ofur skiljanlegt. Mikil barátta hafði farið fram í sál hans. Hann hafði haft mikið fyrir því að losa sig við gamlar, úreltar hugmyndir og samþýða ný sannleiksatriði hugs- analifi sínu. Nú hafði sál hans fund- ið frið. Engin furða að hann kveink- aði sér við nýrri baráttu í sannleiks- leitinni. Eg geri líka ráð fyrir þvi, að var- færnin i eðlisfari hans hafi þar kom- ið til greina. Það er engin furða, þó að menn, sem telja sig hafa ábyrgð á mörgum litt þrosknðum sálum, þyki stundum málið fara að vjndast, þegar nýr, furðuíegur, lítt kunnur sannleikur knýr á dyrnar. Það þarf stundum alt að því tak- markalaust traust á sannleikanum til þess að hleypa honum út í viðblá- inn vitleysunnar — jafnvel til þess að fara að leggja það á sig að graf- ast eftir honum. Og þó að kynlegt kunni að virð- ast um mann, sem fleygði sér út £ annan eins eld og sira Friðrik Berg- mann Ienti í, þá var varfærnin afar- rík í eðlisfari hans. Það er mér kunnugra um en mörgum öðrum. Því að við höfum muið saman tal- að, og mörg bréf hafa milli okkar farið. Og enginn má ætla, að það að það hafi verið í neinu fljótræði, að hann kvað upp úr um hinar breyttu skoðanir sinar. Það var nú eitthvað annað. Síra Friðrik Bergmann var fríður sýnum á yngri árum. Eg minnist þess, hve glæsilegur mér fanst hann þegar eg sá hann fyrsta skiftið, í Winnipeg 1886. Með aldrinum varð hann magur, þreytulegur og 'heilsuleysislegur, enda mjög hniginn að heilsu síðari árin. Þó gat ekk- ert unnið svig á fjöinu í augunum. Hann var töfrandi skemtilegur í við- ræðum, fjörugur, fræðandi og þýð- legur. Hann var með afbrigðum vel máli farinn á mannfundum, og gerði alt ljóst og lifmdi, sem hann fjallaði um; og ijöddinni vai ljúfur, laðandi hreimur. Hagsýnn maður var hann í fjármálum, og honum innhentist víst oft mikið. En órlæt- ið var ekki siður. Þau heimili hafa víst ekki verið mörs?, með isleuzk

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.