Ísafold - 27.04.1918, Blaðsíða 3

Ísafold - 27.04.1918, Blaðsíða 3
ISAFOLD frú Stefanía Guðmundadóttir, Kjartan Thors stud. jur. og frú, 01. Friðriks- son ritstjóri, frú María Septimus og börn, Andersen lyfsali úr Stykkis- hólmi, Sig. H. Kvaran læknir, frú Sophie Bjarnason, Elín Egilsdóttir matselja, Magnþóra Magnúsdóttir, Karl Magnússon bókbindari, Ragnar Ólafsson kaupm,, Sigr. Ólafsson og barn, Egill Thorarensen, Jón Jóns- son myndasmiður, jungfrú Karen Diechman, þórður Jónsson kaupm, jungfrú H. Finsen, jungfrú Kristín Thors, Geir Zoega kaupm. o. fl. Gunnar Gunnarsson rithöfundur ætlar að dvelja hér á landi sumar- langt. Hér í bæ dvelur hann þang- að til Sterling fer héðan í næsta mánuði, en þá fara þau hjón aust- nr til Vopnafjarðar og dvelja þar alt sumarið. Hinn 20. þ. m. lézt frú Guðríður Gilsdóttir, kona Sigurðar Pétursson- ar fangavarðar, hér í bænum. Söagskemtnn frú Lauru Finsen á mánudags- og þriðjudagskvöld, var svo fjölsótt, sem vænti mátti, troð- fullur Bárusalurinn bæði kvöldin. — |>að var óblandinn ánægja að heyra frúna fara með tónBmíðar þær, er hún hafði valið sér að syngja, en mest varið í norsku þjóðvísurnar, sem henni lét einkarvel að fara með. Ungur söngvari, Benedikt Arnason stud. theol. söng þarna fyrsta sinni opinberlega. Bödd hefir hann langt fram yfir það sem venjulegt er. |>að virðist af svo miklu að taka, að gera megi sér glæsilegar vonir um söng- mensku-framtíð hans, ef hann eignast færi á því að menta sig nægilega. Hann á eftir að læra mikið. Fylgi hann vel eftir er vafalaust efni í silfurker, þannig sem ekki má sökkva Látin er hér í hæ jungfrú Guðrún Guðjóhnsen, dóttir Einars læknis á Vopnafirði, á fertugsaldri. Banamein hennar var »hvíti dauði«, sem hún hafði þjáðst af um óraskeið. Hún er harmdauði öllum sem af henni höfðu kynni því hún var bæði frið- leíks- og atgervis-stúlka. Professor Björn Olsen hefir beð- ist lausnar frá forseta-starfi Bók- mentafélagsins, fyrir vanheilBU sakir. ÝmBÍr hafa verið til nefndir til þess að fylla það skarð, sem hann lætur eftir sig. Má þar telja varaforaeta félagsins, dr. phil. Jón f>orkelsson, biskupinn, dr. Jón Helgason, dr. phil. Guðm. Finnbogason, prófessor Guðm. Magnússon. o. s. frv. Snmardagnrinn fyrsti rann upp með »sól og sumri« þetta sinn og hrein sumarblíða hefir haldist sfðan. Um bannið. Svar gegn andmælum eftir Ólaf Þorsteinsson, verkfræðmg. (Niðurl.) Til þess að halda áfram dæminu nm efnamanninc, þá er það, held eg, viðmkent, að almenningsheill krefst þess eins, að efnamaðurinn láti nauð- ugur viljugur svo mikið af hendi rakna, að þurfamaðurinn geti lifað svo sómasamlegu lifi, að hann fái löngnn til að bjarga sér sjálfur. Ef eg nú vildi heimfæra þetta dæmi til áfengismálsins og segja sem svo: Krefst almenningsheill þá meira en þess, að hófsmaðurinn láti nanðugur viijugur svo mikið af hendi rakna, að ofdrykkjumaðurinn fyndi hjá sér hvöt til að hjálpa sér sjálfur, þá mundi bannmaðurinn fitja fyrirlitlega upp á nefið. Hann lætur sér ekki nægja minna en gera hófsmanninn að fáráðling. Hann mundi segja sem svo: Þú átt auðvitað við hina frjálsu bindindisstarfsemi og fleira af því tægi. Þessi hugmynd lítur nógu vel út á pappírnum, en hún er ekki annað en »teóría«. Hún er ófram- kvæmanleg eins og allar »teóríur«. Nú hafa menn prédikað bindindi um allar aldir og samt drekka menn eins og svín. Eg man þá tíð, þegar eg var meðiimur í stúkuhni »Gjallarhorn« hérna um árið; þá gekk ekki á öðru en endurreisnum á endurreisnir ofan. Eg lofaði mér því þá, að eg skyldi ekki eiga i því stappi lengur. Nei það eina, sem gert verður gegn áfenginu er algert bann; bann er sama sem bindindi. Nú benti eg bannmönnum á, að ef þetta væri rétt hugsað, þá væri sú rétta hegningarlöggjöf ekki fund- in enn þá, sú hegningarlöggjöf, sem væri sama sem siðgæði, eins og bann væri sama sem bindindi, því að menn héldu, eins og kunnugt er, enn þá áfrarn að stela og myrða og ljúga, þrátt fyrir það, þótt prédikað hefði verið siðgæði frá alda öðli. Og eg spurði þá, hvort ekki væri þá reyn- andi að nota sömu aðferð í hegn- ingarlöggjöfinni, sem hefði gefist eins ágætlega vel við áfengið, eins og dæmin deginum ljósari bera vitni. í staðinn fyrir, að mér væri hegnt fyrir morð, þá væri mér varnað að ná í þau tæki, svo sem skotvopn og bitjárn, sem yfir höfuð gerðu mér fært að fremja morð. Ef mér samt sem áður tækist að ná í eitthvert af þessutn tækjum og fremdi morð með því, þá ætti að refsa þeim, sem seldi mér vopnið, en sleppa morð- ingjanum. Nú skyldu menn halda, að bannmenn hefðu orðið mér þakk- látir fyrir, að eg reyndi að benda þeim á önnur verkefni, sem þeir gátu beitt hinni marglofuðu bann- aðferð við til blessunar og velfarn aðar þjóðarinnar. En það undarlega gerist: vanþakklæti er mín uppskera. Hr. }. Þ. segir svo: »Þessir hlutir verða ekki bornir saman . . . mis- munurinn er sá, að annar hluturinn (afnám vopna o. s. frv.) er að allra dómi óframkvæmanlegur . . . eu hinn hluturinn (aðflutningsbannið) var og er sennilega enn þá talinn framkvæmanlegur af meiri hluta þjóðarinnarc.* Mikil er trú þinv kona. Inn í hr. J. Þ. hefir auðsjáanlega ekki slæðst neitt hugboð um það, að eins og sama bannaðferðin væri óframkvæm- anleg um vopn eins væri hún ófram- kvæmaDleg um áfengi. Og þó hafa sumir skoðunarbræður hr. J. Þ. viður- kent, að bannlögin hafi ekki reynst eins vel eins og þeir bjuggust við. Og i öðru lagi: hve.rs vegna heldur hr. J. Þ., að t. d* bann á skambyss- um sé ekki framkvæmanlegt? Eða á hvaða skotvopnum sem er? Eða á bitjárnum ? Hr. J. Þ. hefir alveg láðst að færa rök fyrir því. Hr. J. Þ. segir enn fremur um sama efni og eg held að hr. S. A. G. og aðrir bannmenn mundu skrifa undir þau orð: »Svo er annað sem sýnir, að þessi samanburður hr. Ó. Þ. er hermska einber: Þótt svo sé, að með hlutum þessum (vopnum ..) megi vinna og sé oft unnið ógagn, ... þá yfirgnæfir gagnið þó miklu framar, sem með þeim er unnið; yrði þvf notkunarbann þeirra þjóðar- mein. Afenginu skýtur alveg skökku við þetta: Þótt svo sé, að með þvi megi vinna nokkuð gagn, þá yfir- gnæfir þó ógagnið miklu framar ... Aðflutningsbann þess er þvi þjóðar- nytsemdc. Eg vil skjóta þvi hér inn, að hr. J. Þ. kemst hér i mótiögn við sjálf- an sig fyr i greininni. Hann byrjar sem sé með því að segja, að hann telji það heppilegt, að bannmálið sé rætt bæði af bannmönnum og and stæðingum þeirra. En ef hr. J. Þ. álítur, að alt eigi að banna, sem geri meiri skaða en gagn, sé bann fram- kvæmanlegt og eg get ekki skilið orð hans öðru visi, hví þá ekki að banna öll skrif og öll andmæli gegn banninu. Harin telur bannið gott og þarflegt og þar af leiðandi hlýt- ur hann að telja alt vont og skað- legt, að því leyti sem það reynir að hnekkja banninu, þvi að alt, sem reynir að hnekkja því góða, er skað- legt. * Nú miða öll skrif mót bann- inu að þvi einu að hnekkja banninu; eg sé þá ekki, hvernig hr. J. Þ. getur komist hjá þ»i að banna skrifin. Og að þess konar bann sé framkvæman- legt er eins vist sem að aðflutnings- bann er það; ritbann hefir áður tíðkast i heiminum. Ef hr. J. Þ. svarar mér því, að skrif gegn banni geri því ekkert ó- gagn, heldur þvert á móti gagn með þvi að leiða i ljós röksemdaþrot andbanninga, þá finst mér' að ef hann hugsaði á sama hátt um á- fengisnautD, þá mundi hann vera andbanningur. Þvi að þá mundi hann telja frjálsa áfengisnautn gera ekki skaða, heldur gagn, þar sem hún mundi leiða átakanlega i ljós skaðsemi sjálfrar sin. Ef hr. J. Þ. svarar, að það hafi hún þegar gert, þá vil eg spyrja hann, hvort hann álíti ekki að andbanningar hafi þeg- ar leitt i ljós röksemdaþrot sjálfra sm. Það gerir hann að líkindum; það sýnir lá hÍDn kátbroslegi gor- geir, sem skín út úr skrifum hans. Ef hr. J. Þ. er ekki ánægður enn- þá og segir, að samlíking min á fengisbanni og skrifbanni sé fjar- stæða, af því að óhófleg vinnautn sé skaðleg, en skrif gegn banninu séu fánýt, og að skaðsemi og fánýti séu sitt hvað, þá vil eg benda hr. f. Þ. á það, að öll fánýt starfsemi er líka skaðleg; hún eyðir tíma og rænir kröftum manna frá nytsam- legri starfsemi; almenningsheill krefst þess beinlinis að andbanningar leggi á sig þau smáræðis óþægindi að vera án bannskrifa, tfl velfarnaðar þjóðarinnar. Hr. J. Þ. verður þvi að banna annaðhvort hvorttveggja eða hvorugt. Þessi kenning um yfirgnæfandi skaðsemi áfengis er það miðvigi bannmaana, \ þaðan sem þeir beina Cllum sínum skotum. En eg ætla ekki að deila við þá um þetta. Þeirri spurningu verður ekki svarað í einni blaðagrein. hn hvað vita bannmenn um það gagn, sem á- fengið hefir unnið mannkyninu ? Hvað vita þeir um allar þær hugs- anir, sem vinið hefir leyst úr læð- ingi? Hvað vita þeir um öll þau samúðarbönd, sem menn hafa bund- ist yfir vininu ? Hvað vita þeir um öll þau afreksverk, og hreysti, sem unnin hafa verið af áhrifum vins? í fám orðum sagt: Hvað vita þeir um það, hvernig heimurinn mundi líta lit núna, hefði vínið ekki verið til? Eg trúi þeim manDa sizt tilað leysa þá gá u En eg ætla, sem sagt, að láta það órannsakað, hvort áfengisnautn geri meiri skaða en gagn eða þvert á móti. Gerum ráð fyrir, að af henni hljótist meiri skaði en gagn, meira ilt en gott. Það sem bannmenn fara fram á, er þetta: Við sknlum þá út- rýma bæði þvi illa og þvi góða. Úr þvi að það góða gat ekki sýnt af sér þá rögg að verða yfirsterkara, þá hefir það mist allan rétt til að lifa og við stingum þvi i sama pok- ann með því illa og drekkjum svo öllu saman í bannsins stóra hyldýpi, þaðan sem ekkert kemur upp aftur að eilifu. Breytist það góða þá skyndilega í ilt, þegar að því kemur, að það illa hefir borið það ofurliða ? mun eiphver einföld sál spyrja; fyrir hvaða kraft verður sú skyndilega breyting? Eða var það góða ef til vill alla tíð ilt bæði áður og eftir að það illa varð yfirsterkara, þó að það fyrir okkar skammsýnu augum liti svo út, sem einhver mismunur væri þar a? Eða ef það góða er gott jafnt eftir sem áður, hvers vegna eigum við þá ekki að lofa því góða að lifa og dafna en út- rýma því illa? Bannmenn munu segja: Það er því miður ófran kvæmanlegt að koma á aðskilnaði milli þess góða og þess illa; þetta hvorttveggja er hér svo násamteDgt, að því illa verður ekki útrýmt, nema því góða sé útrýmt líka; við verðum því að sætta okk- ur við, þó að okkur þyki það leitt, að það góða, sem er smávægilegt, hverfi, til þess að við getum náð því hnossi, að því illa, sem er yfirgnæf- andi, verði útrýmt. Þessi k^nning, að það illa sé skyndi- lega orðið svo násamtengt hinu góða, undir eins þegar það góða hefir ver- ið ofurliði borið, að því illa verði ekki útrýmt, nema það góða hverfi um leið, er sá grundvöllur, sem bannlögiu íslenzku hvia á. Þetta er sá hinn ósvikni, þjóðlegi, íslenzki fagnaðarboðskapur, sem við höfum að færa heimsmenningunni. Þetta nána samband, sem eftir skoðun bannmanna verður milli þess góða og þess illa, þegar það illa verður yfirsterkara, er það sem við í daglegu tali köllum orsakasamband. Þegar eitthvað verður ekki upprætt nema með þvi skilyrði, að eitthvað annað sé upprætt um leið, þá köll um við það síðara orsök þess fyrra. Ef við heimfærum þetta til banns- ins, þá fáum við þetta: Þegar að því er komið, að það góðá er ofur- liði borið af því ilfa, þá verður það góða sem leiðir af vínnautn um leið orsök hinna illu afleiðinga hennar og þar af leiðandi ve'rður eina leið- in til þess að losna við það illa, sú, að þvi góða sé útrýmt. Eg tilfæri nokkur dæmi: Eftir þessari kenningu eru þau örfandi áhrif, sem vinið hafði á Pétur, einu- sinni þegar hann var i sjávarháska og dreypti á því til Jþess að auka sér þor, orsök þeirra skaðlegu áhrifa, sem hann eða jafnvel einhver annar varð fyrir seinna. Eg hef heyrt um sáttasemjara, sem ekki sættu svo tvo menn, að þeir gæfu þeim ekki i staupinu áður. Eru þá þau áhrif, sem vínið hafði á Jón og Guðmund, svo að þeir sættust, orsök þess að þeir eða jafnvel einhverjir aðrir, flugust seinna á í illu ? Eins og kunnugt er, þá geta margir fleiri hlutir heldur en vínnautn haft skað- leg áhrif og lamað viljastyrk manDa, t. d. kaffidrykkja, og jafnvel svo óhjákvæmilegur hlutur sem matar- át. Það eru sumir, sem hafa mag- ann fyrir sinn guð. Er það skoð- un bannmanna, að það, að eg drakk einn bolla af kaffi f gær og varð gott af, sé orsök þess að eg eða máske einhver annar drakk io bolla i dag og varð veikur af. Eða að það að eg varð saddur i gær sé orsök þess, að eg eða einhver annar át yfir sig i dag. Ef svo væri, þá væri yfirhöfuð óvinnandi vegur að vinna bug á ofáti, þvi að ókleift væri að banna orsðkina matarátið, og af- leiðingin yrði sú, að þvi meira sem Nærsveitamenn eru vinsamiega beðnir að vitja Isafoldar i afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins dagiega Afgreiðslan npin á hverjum virkum degi kl. 9 á tnorgnana til kl. 6 á kvöldin. borðað væri í hófi, þvi meira yrði ofátið eftir þeirri reglu, að eftir því sem orsökin magnast, eykst einnig afleiðingin. Ef kenning bannmanna er sönn, þá ætti að fara á sama veg um vinnautnina: Þvi meira sem orsökin vex, það er: Því meira gott sem leiðir af vinnautninni, þess meira magnast afleiðingarnar, það illa, svo að ekki verður við ráðið. Og eg, sem hélt í eínfeldni minni, að það góða hefði þó heldur þann eiginleika að vinna á móti því illa. Sá eini vegur, sem eg sé út úr þessum ógöngum, er sá að kannast við, að það góða, sem leiðir af vin- inu, sé alls ekki prsök hinna illu afleiðinga þess. En sé þetta játað,, hvers vegna má það góða þá ekki lifa ? Væri það ekki heimska á háu stigi? En það hefir nú verið sagt, að þær verstu plágur, sem yfir menn- ina hafi komið, haíi þeir bakað sér með heimsku sinni. Ef það góða er alls ekki orsök þess illa, þá hlýtur það ilia að hafa einhverja aðra orsök og hið eina ráð til þess að útrýma því, er að finna þessa orsök og upp- ræta hana. Ef þá svo skyldi reyn- ast, að hið góða hefði hina sömu orsök, þá mundi það hverfa sjálf- krafa ásamt með því illa, þegar hin sameiginlega orsök væri horfin og bannmenn þá fá fullum vilja sinum framgegnt. Þessi kenning bannmanna, að það góða sé orsök þess illa, er í fullu samræmi við aðr*a kenningu bann- manna, sem sé þá, að hófsmaður- inn sé orsök ofdrykkjunnar, að sá, sem með líferni sínu gefur fagra fyrirmynd, beri ábyrgð á því, ekki að annar líki eftir honum, heldur að annar reyni að líkja eftir hon- um en mishepnist það. Þó að nú bannmenn blygðunarlaust í mörg ár hafi stagast á þessu, þá hafa þeir þó ekki haft áræði til þess að fram- fylgja þessari kenningu i bannlög- unum. Ein af helztu rökum bann- manna hafa ætið verið þau, að inn- flutningur og sala á kláðahrútum og kólerubakterium væri bannaður og eins ætti að banna innflutning og sölu á áfengi. Hvað mundi maður nú segja um vitsmuni og stefnu- festu þess löggjafa, sem legði harða refsingu á þá, sem flyttu inn og seldu kláðahrúta og kólerubakteríur en léti þá leika lausum hala, sem keyptu og hefðu um hönd þessa sömu skaðsemdargripi og væru þannig visvitandi orsök i þvi, að margt lif- andi sýktist? Og þó er i bannlög- unum ekki minst einu orði á, að þeim sé refsað, sem kaupir vínið og hefir það um hönd. Hefðu bann- lögin verið sniðin í samræmi við kenningar bannmanna, hefðu þau litið þannig út: Ofdrykkjumaðurinn sé sýkn caka þvi að hann er eins og fáráðlingur, en hófsmaðurinn fái allan skellinn, þvi að það er hann, sem hneykslinu veldur; hann er orsökin. En hversu lengi eiga þess- ar kenningar að vera ofan á með þessari þjóð? Mundi henni unnið meira gagn með öðru en því að losa hana við þennan ófögnuð?

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.