Ísafold - 01.06.1918, Page 3

Ísafold - 01.06.1918, Page 3
X höfðu i vörzlum sínum. Eftir því, er ráða má af skýrslum um endur- greiðslur þær, sem fóru fram eftir að verðið var aftur sett niður, hafa milli 30 og 40 smálestir alls verið seldar hærra verðinu. 5. nóv. var almenna sykurverðs- hækkunin ákveðin. Þá er höggvinn sykur alment hækkaður dr kr. 1.35 pr. kilo í kr. 1.60 og steyttur syk- ur úr kr. 1.13 pr. kilo í kr. 1.30, eða höggvinn sykur um 25 aura pr. kilo og steyttur 35 aura pr. kilo, eða höggni sykurinn um rúmlega I8V2 % °£ steytti um rúmlega 30 °/0. En aldrei var þó nein skipun send sýslumönnum um að hækka verð á birgðum þeim, sem hjá þeim lágu, þegar hækkun þessi gekk i gilldi. Enda var víða sykur seldur á öllu þessu tímabili við 'gamla verðinu. Er þetta bæði bygt á yfirlýsingu þáverandi forstjóra landsverzlunar í Vísi 14. nóv. og fjölda mörgum skýrslum um sykur- verðið frá ýmsum stöðum á land- inu. Hér er þvi samskonar misfella og misréttið, sem átti sér stað um hækkunina 19. okt. f. á. a. Þeir, sem kaupa eftir 5. nóv. 1917 af landsverzluninni sjálfri, verða að borga kr. 1.60 0g kr. 1.50 fyiir hveit kilo. b. Þeir, sem kaupa af birgðum sýslu- manna, fá sykurinn fyrir kr. 1.35 og kr. 1.15 hvert kilo. Og voru þá enn víða allmiklar sykurbirgðir í vörzlum sýslumanna, er seldar voru áfram lægra verðinu. Þá kem eg að síðasta þættinum. Skiljanlegt er það, að mönnum þætti hart undir þessari ráðstöfun, hækkun sykurverðsins, að búa. Eft- ir verzlunarskýrslum vorum er syk- urnotkun á mann hér nálægt 29 Mlo á ári. 25 aura hækkun gerir á ári kr. 7.25 aura á hvert nef, en á landsmenn alla gerir það 650 þús. krónur. Sykur er fullkom- in nauðsynjavara, einkum í Reykja- vík og óðrum mjólkurlitlum stöð- um. Því er eðlilegt, að almenning- ur heimtaði fullar og ótvíræðar rök- semdir fyrir nauðsyn þessarar ráð- stöfunar. Og það er líka óhætt að segja, að sjaldan hefir mönnum kom- ið betur saman en í þessu máli. Andójsblöð stjórnarinnar víttu auð- vitað oftnefnda ráðstöfun stjórnar- innar. En menn kunna að segja, að eigi sé mikið upp úr því leggj- andi. En bað sannar meira i þessu efni, að eina stjórnarblaðið, sem þá var, »Tíminn«, varði hana alls eigi. 10. nóv. krefst hann þess, að ráð- stöfunin verði feld úr gildi. Segir, að einhver ráð verði að hafa »til pess að lœJtka einmitt pessa vðruteq- und*. Segir, að það mundi valda mjög miklu misrétti, ef þessi vöru- tegund verði eigi seld undir sann- virði — því að »Tíroinn hyggur sýnilega, að hækkunin hafi verið nauðsynleg af verzlunarástæðum — af því að mikill hluti manna hafi viðað að sér þessari nauðsynjavöru fyrir veturinn, og að þessi verðhækkun komi því aðallega niður á fátækling- ana í kaupstöðunum. Tíminn kail- ar það því 9misfellu« og »misstíqið spor«, að hækkunin kom svo seint, að allmikill hluti landsmanna gat áður birgt sig upp til vetrarins af sykri með lægra verðinu áður en hækkunin kom. »Syknrverðið verður að lœkka,« segir blaðið. Kaupmannastéttin tók eins i mál- ið. 7. uóvember var almennur kaupmannafundur haldinn í bænum. Þar var skorað á verzlunarráðið, að beita sér fyrir því, að stjórnin næmi ráðstöfun sina þegar úr gildi; þar var skorað á alla kaupmenn, að selja með óuppsettu verði þann sykur, er þeir ættu. Og þetta gerðu kaup- menn lika. Loks var skorað á stjórnina, að ná sjá’.f eða hjálpa kaupmönnum til að ná sykri, er stjórnin hafði fengið loforð um að fá frá Danmörku. Því næst var haldinn almennur fundur hér i bænum 9. nóv. að til- hlutun stjórnar alþýðuflokksins. Þar voru ráðherrarnir 2, er þá voru hér á landi. Engin röksemd kom fram, er réttlætti svo mikla hækkun á sykurverðinu, sem ákveðin hafði verið., Þar bar Jðrundur bæjarfull- trúi Brynjóifsson upp tillögu, er samþykt var með viðaukatillögu frá Sveini bæjarfulltrúa Björnssyni, og var hún á þessa leið: Fundurinn skorar á landstjórnina að fella nú þegar burtu hiua gif- urlegu verðhækkun á landsjóðs- sykrinum, þar sem hún, eins og á stendur, skapar afarmikið mis- rétti — og skorar á landstjórnina að birta þau gögn, sem verðhækkun á núverandi birgðum landsjóðs af sykri byggist á. Loks er málið tekið fyrir, utan dagskrár, á fundi bæjarstjórnar Reykja- víkur 15. nóv. Þar töluðu margir bæjarfulltrúar, og mælti enginn ráð- stöfuninni bót. Var þar samþykt með öllum greiddum atkvæðum svo- látandi tillaga: »Bæjarstjórnin skorar á lands- stjórnina að fella nú þegar niður verðhækkun þá á sykri, sem ákveðin hefir verið og gekk i gildi fyrir Reykjavík 5. þ. m., með þvi að verðhækkun þessi felur í sér misrétti, sem kemur mjög hart niður á almenningi nú í dýrtíðinni, og þess utan hefir eigi verið uppiýst, að þörf hafi verið á henni af verzlunar- ástæðum*. Daginn eftir, 16. nóv., verður það úr, að landsstjórnin neyðist til að lcekka verðið aftur. Og hún lækkar það niður í sama verð sem sykur henn- ar var áður í. Og hún endurgreiðir allan verðmuninn, sem samkvæmt reikningum landsverzlunarinnar nam rúmum 10.200 krónum. Manni hlýtur að verða að spyrja: Var lakkunin forsvaranleq frá verzl- unarsjónarmiði? Stjórnin taldi þá hcékkun, sem hún hafði ákveðið, nauðsynlega eftir verzlunarreglum sín- um. Því hlýtur sú spurning að koma fram, bvers vegna stjórnin lækkaði sykurverðið. Var það verjandi frá verzlunarsjónarmiði ? Fyrirspurnin er f tveimur liðum: Fyrst er spurt um, hvers vegna stjórnin hækkaði sykurverðið. En eg vil leyfa mér að sundurliða þessa spurningu nánar. Og verður þá sundurliðunin þessi: 1. Af hverju stafaði hin mikla verðhækkun á sykrinum? 2. Hvers vegna var verðið eigi hækkað þegar í stað eftir að stjórnin hafði sannreynt það, hvaða verð þyrfti að leggja á sykurinn sem kom á »Islandi« í september 1917, til þess að sala á þeim sykri út af fyrir sig gæti borið sig? 3. Hvers vegna var verið haft mis- munandi frá 19. okt. til 5. nóv. f. á., selt með liœkkaða verð- inu það sem var afgreitt sam- kvæmt pöntunum út um land, en sýslumanna birgðir og það, sem selt var kaupmönnum hér, framvegis selt með lægra verð- inu? ISAFOLD 4. Og loks, hvers vegna var syk- ur landsverzlunar enn seldur mismunandi verði eftir að al- menna hækkunin 5. nóv. var ák eðin, þanDÍg að af sýslu- manna birgðum var framvegis selt með lægra, gamla verðinu, en af birgðum, sem voru í vörzlum lundsverzlunarinnar, með hækkaða verðinu ? í síðari lið fyrirspurnarinnar er spurt að eins um ástæður fyrir því, að sykurverðið var aftur lækkað, og eigi að eins lækkað, heldur lækkað alveg niður í gamla verðið á öilum birgðunum, enda þótt »lslands«- sykurinn frá í sept. f. á. væri tals- vert dýrari en svo, að sala á hon- um út af fyrir sig bæri sig með gamla sykurverðinu. Eg vona að hæstv. atvinnumála- ráðherra hafi skilið fyllilega sundur- liðun mína á spurningunum, og svari þeim skýrt og glögt í sömu röð sem þær eru settar fram. Á þann hátt verður auðveldast að að ræða málið, glöggvast mönnum að átta sig á svörunum og umræð- ur um málið skipulegri. Svarræða Einars Arnórssonar við ræðu atvinnumálaráðherra og frekari greinargerð umræðanna, verður þrengsla vegna að bíða miðviku- dagsblaðsins. Tíminn og hr. G, Sv. Eftirfarandi tvær athugasemdir hef- ir G. Sv. beðið ísafold fyrir. Til ritstjöra »Timans«. Eg hefi í dag látið stefnuvotta bæjarins afhenda ritstjóra »Tímans« svolátandi leiðréttingu: »Samkvæmt prentfrelsislögunum krefst eg þess, að þér takið í fyrsta eða annað blað »Tímans«, er út kemur hér eftir, eftirfarandi athuga- semd: Þér segið í blaði yðar síðasta laugardag (25. þ. m.), að fjárhags- nefnd Nd. eða eg sem ritari henn- ar, hafi gefið »villandi skýrslu« um eitt atriði i sögu Tjörnesnámunnar, og þér gefið i skyn, að það sé gert »víssvitandi«. Út af þessu verð eg að taka fram: 1. Nefndin bygði skýrslu sina yfir- leitt á engu öðru en þvi, sem fyrir lá skriflegt — skilríkjum frá atvinnumáladeild stjórnarráðs- ins og vegamálastjóra. Þetta ber skýrslan lika með sér, enda nefndin öll á einu máli um hana og ekki eitt einasta atriði henn- ar vefengt í þinginu, jafnvel ekki af s:jórninni. 2. Þessi klausa i skýrslunni, sem þér gerið þann veg að umtals- eíni — um að S. J. ráðherra hafi ferðast norður og undirbú- ið kolanámið, að þvi er sjá mætti á greiðsluávísun til hans — er sett í skýrsluna aðeins sem einn liður í scgu málsins, en alls ekki vegna ávísunarinnar eða þeirrar upphæðar, sem þar um ræðir (hennar var heldur ekki minst með einu orði í framsögu málsins). Ur öllum plöggnm, sem nefnd- in hafði til yfirlits, var »noterað niður« dagsetning og innihald, ef máli þótti skifta, svo var og um skjal það, sem áðurgreind ummæli skýrslunnar voru bygð á, en það lá í skjölum Tjöfnes- námu í atvinnumáladeild stjórn- arráðsins. Innihald þess var — skrifað á gulan pappír, með blýant og með hendi fjármála- ráðherra B. Kr. —, að til Sig. J. ráðherra skyldu greiðast úr landssjóði 500 kr. til norður- ferðar, eða fyrir að fara norður, til þess að lita eftir vegum og undirbúa námurekstur á Tjörnesi. Eg heti nú í morgun farið enn eina ferð uppí atvinnumáiadeild stjr., til þess að bera saman plöggin á ný. En viti menn — þetta umrædda skjal, sem sýndi, að nefndin fór að- eins eftir því, sem skrifað stóð, fyrir- fanst nú ekki í plöggum málsins, það -«r, eða var i dag, með öllu horfið þaðani Hvað hefir orðið af því? Hver hefir tekið það eða skotið því undan? ; í ávísanabók fjármáladeildar hefi séð í dag, að þessi greiðsla er bók- færð til »Sigurðar Jónssonar ráðherra vegna Tjörnesnámunnar (rekstrar- kostnaður)«. Er það rangt? Ef svo er, þá er það að m. k. ekki nefnd- arinnar sök. Fjárhagsnefndin hefir þannig, eins og allir hafa víst getað séð, ekki farið með neinn »róg« um ráðherr- ann, né htns vegar með einu orði gefið í skyn (eða henni komið til hugar), að hann hafi (óleyfilega) »dreg- ið sér fé úr landssjóði«, sem þér eruð að tala um. í grein þeirri i »Morgunblaðinu«, sem þér vitnið i,- á eg engan hlut og mér vitaulega enginn úr nefndinni Rvík, 27. maí 1918 Gísli Sveinsson, ritari fjárhagsn. Nd. Alþingis. Ijörnesjerð atvinnumálardðherrans. í viðbót við yfirlýsingu mína 27. þ. rri., út af ummælum ritstjóra »Tímans« um þetta atriði i skyrslu fjárhagsnefndar um Tjörnesnámuna, skal eg uú taka fram: Blaðið »Tímínn«, útkominn í dag, segist hafa sannfært sig um, að »gula skjal.ð<, sem ekki fanst í at- vinnumáladeild stjórnarráðsins, sé nú komið fram i Tjörnesplöggunum hjá vegamálastjóra. Þeir voru þar sann- arlega hepnir, atv.málaráðherra og klíkubræður »Timans« að skjalið fanst, því að ella hefðu böndin bor- ist að þeim, að þeir hefðu blátt áfram hnuplað pví 1 Og tilgangurinn gat ekki verið annar en sá, að reyna að sverta andstæðinga sína, og kippa burtu um leið því sönnunargagni, er þeir gátu varið sig með. Nú hefir þá ritstjóri »Timans« séð skjalið, og vitanlega var honum það kunnugt áður, og getur nú ekki lengur þrætt fyrir Tjörnesferðina, eins og hann ætlaði að reyDa i laug- ardagsblaðÍDu. Hann hefir nú orðið að éta alt saman ofan i sig, er hann fyr sagði, sem engan skyldi heldur furða. Af því að ritstjóri »Tímans» þyk- ist svo fáfróður um það, hvar skjöl Tjörnesmálsins séu niðurkomin, skal honum skýrt frá því, að hann fer með ósannindi, trúlegast visvitandi, er hann segir skjölin vera (öll) hjá vegamálastjóra, en ekki hjá stjr. Þau eru einmitt öll í atvinnumála- deildinni, nema reikningar og nokk- ur plögg önnur, sem vegamálastj. hefir fengið í hendur. Eg þarf ekki að endurtaka það, sem eg hefi áður um getið, að bæði innihald og dagsetningar skjala hafði nefndin úr málsskjöluuum, eins og gefur að skylja, Ef ruglingur ein- hver hefir átt sér stað þar, getur hún enga áoyrgð borið á þvl. Og ef ritstjórinn heldur, að hann geti 3 fengið menn til þess að gleyma Ijörnes hneyksli stjórnarinnar með því annars vegar að þegja um aðal- atriði málsins og hins vegar að fara rangt með aukaatriðin, þá skjöplast honum hrapallcga Tjöraess-bneyksl ð verður ekki ó- verulegasta moldarrekan á líkkistu stjórnarinnar, þegar hún verður jarð- sungin. Og þi verður þorparanna við »Timann« ef til vill minst um leið, þótt ekki væri nema af því, að þá inissa þeir spón úr askinum sín- um, samhliða því að svívirðuáhrifum þeirra á stjórn landsins linnir. Rvík.' 30. mai 1918. Gísli Sveinsson. RayfclaYftnr-aBoálI. Skipafregn: B o t n i a kom hingað f. 21. þ. m. Earþegar voru: Jón Aðils sagn- fræðingur, ÓI. Johnson konsúll og frú, Aall Hansen konsúll og frú, As- geir Pétursson kaupm., Jónas Jónas- son læknir, H. S. Hanson kaupm., Geir Zoega kaupm., G. E. Guðmunds- sou bryggjusmiður og frú, Bagnar Ólafsson verzlm., jungfrú f>urióur Sigurðardóttir og maðurinn sem hún fylgdi út til þess að fá fæturna, Ingólfur Espholin frá Akureyri, Jón Arnesen konsúll frá Eskifirði, Ein- ar Guðjohnsen frá Húsavík, Jporst. Sch. Thorsteinsson cand pharm., Stefán og Oddur Thorarensen cand, pharm. frá Akureyri, jungfrú Bagna Tuliníus frá Akureyri, Nielsen verzl.- stjóri frá Eyrarbakka, Gunnl. Blöndal myndskeri, frú Björnsson frá Ak- ureyri og tveir syuir hennar, Sig. Tómasson úrsmiður (kemur beint frá þýskalandi), Lier, norskur verzlunar- maður, 5 færeyskir fulltrúar frá þórshöfn, Guðrún Stefánsdóttir frá Fagraskógi (kemur frá Svíþjóð), og Smith verkfræðingur. Lagarfoss fór héðan á mið- vikudag. Meðal farþega voru: Jón JþorláksBon verkfr., Asgeir Pétursson* kaupm., Böðvar Bjarkan yfirdóms lögmaður, Jón Arnesen konsúll, Bened. Arnason sÖDgvari, Stefán og Oddur Thorarensen lyfsalar, jungfrúnnar Bagna Tulinius, Havsteen o. fl. Francis Hyde kom hingað þ. 21. f. mán. frá Amerfku. Hafði skipstjóri þess látist á leiðinni. Var hann lasinn þá er skipið fór frá New York og dó 5 dögum áður en skipið náði höfn hér. Hann var ameríkskur borgari en norskur að ætt. Stýrimaður tók við stjórn skipsins eftir andlát skipstjóra. Skipið flutti hingað um 1000 tunnur af steinoliu, en mestur hluti farmsins er cement. B o t n i a fór héðan þ. 23. f. m. Meðal farþega voru: Capt. Bothe, frú Ungerskov og tvö börn, síra Jóhann þorkelsson dómkirkjuprest- ur og jungfrú jþmdður dóttir hans, Fritz Nathan stórkaupmaður og frú hans, frú Jörgina Andersen, frú Jóhanna Havsteen og dóttir, Ól. Sveinsson vélstjóri, Aage Vest- skov verzlunarstj, Theódór Arnason fiðluleikari, frú Hildur Guðmunds- dóttir, Gísli Guðmundsson gerlafræð- ingur, Ól. Magnússon ljósmyndari, Guðm. Eggerz sýslumaður, jungfrú Bagna Stephensen, Björn Gíslason kaupm., jungfrú Helga Jacobson, Arni Einarsson verzlunarstj., frú Jó- hanna Zimsen og tvö börn, jungfrú Sigr. Zoega, Hallgr. Kristinsson 01. Hvanndal umboðssali, jungfrú Elísa- bet Arnórsdóttir, jungfrú Elísabet Helgadóttir, jungfrú Asta Sveinbjörns- son, jungfrú Magdalena Guðjónsdóttir, Niels Anderson og kona hans, Tóm- as Stefánsson verzlunarmaður.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.