Ísafold - 13.07.1918, Side 1
K«mnr út 1—2
í viku. Veröárg.
5 kr., erlendis 7%
kr. eða 2 dollar;borg-
Ist fyrir miðjati júlí
erlendis fyrirfram.
Lausasala 10 a. elnt
XLV. irg.
Reykjavik, laugardaginn 13. júlí 1918.
Talsimi nr. 455.
Ritstjári: Úlafur Björnsson.
ísafoldarprentsmiðja.
Uppaögn ^skrifl.
bundln vlö áramót,
er óglld tiem» kom
In 8Ó til útgefanria
fyrir 1. oktbr, og
sé kaupandi sku! í-
laus við blaðiO.
36. tölublað
M i n n i s 1 i s t i.
JUþýöafóLbókasatn Twtnplaras. H ki. 7—9
Jborffaratjóraökrifst. opin dagl. 10—12 og 1—8
Bœjarfógetaskrifstofttn opin v. d. 10—12 og 1—5
Bæjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 10—12og 1—B
.Íslandsbttnki opinn 10—4.
&.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8Ard.—10 ul£d
Alm. fundir fid. og sd. 8*/» slód.
Landakotskirkja. öuðsþj. 9 og 0 á helg^m
Landakotsspítttli f. sjúkravitj. 11—1.
Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12
Landsbókasafn 12—8 og 5—8. ÍJtlán 1—8
Landsbúnaöarfólagsskrifstofan opin frá i2-2
LandsfóhirMr 10—12 og 4—5.
Landsslminn opinn daglangt (8—9) virka d&ca
helga daga 10—12 og 4—7.
Listasafniö opió á sunnudögum kl. 12—2.
'Náttúrugripasafniö opib l*/a—2»/a á sunnaó
Pó*thúsiö opib virka d. 9—7 sunnud. 9—1.
Stttnábyrgö Islands kl. 1—6.
BtjórnarráöS8krifstofurnar opnar 10—4 dagl
Talsimi ReyXjavíkur Pósth.8 opinn 8—12.
Vifilstabahæliö. Heimsóknartimi 12—1
>jóðminjasafnib opib sd., þrd., fimtd. 1—3.
I>jó05kjalasafnib opið sunnud., þriðjud. og
fímtudasa kl. 12 2.
Samningarnir.
Ekki er störfum samninganefnd-
anna enn lokið að fullu. En haft
er fyrir satt, að upp úr helginni megi
búast við málalyktum.
Hafa nefndirnar verið ótrauðlega
að verki og einstakir nefndarmenn
lagt afarmikið starf á sig. Kusu þeir
hvorir um sig, Danir og Islendingar
tvo nefndarmenn í undirnefnd til
þess að ræða með sér náið einstök
atriði. Af Dana hálfu voru það
Christopher Hage ráðherra og hrik
Arup prófessor, en af íslenzkri hálfu
Einar Arnórsson prófessor og Bjarni
Jónsson frá Vogi.
Ekki verður forvitni manna enn
svalað um árangur nefnda-starfsins,
því alt er það trúnaðarmál, unz yfir
lýkur. En svo mikið má þó segja,
að kvisast hefir síðustu dagana, að
heldur horfi vænlega á um sam-
komulag. Ef sú verður reyndin á —
er það fagnaðarefni meira en með
orðum verður lýst, bví vér gerum
ráð fyrir, að ekki geti verið um að
teíla, annan samkomulags-grundvöll
en þann, er færi oss íslendingum
fullkomna viðurkennÍDg á fullveldis-
létti vorum.
Einn atburður hefir gerzt hér i
bæ, meðan nefndirnar hafa setið að
störfum, sem.vakið hefir bæði furðu
og gremju flestra manna. Það er
samþykt, sem fulltrúaráð Alþýðu-
sambandsins hefir gert og svo
hljóðar:
Sem undirstöðuatriði í viðunan-
legum samningi telur fundurinn
þetta:
1) ísland fái sinn sérstaka sigl-
ingafána.
2) Sambandið milli íslands og
Danmerkur haldist sem frjálst sam-
band milli fullvalda (suveræn), og
jafn-rétthárra þjóða, og séu skýr
ákvæði um, hvernig samningnum
meigi breyta, ef þörf krefur. Fæð-
ingjarétturinn sé sameiginlegur, sem
frá sjónarmiði verkamanna verður
að álíta undirstöðuatriði undir sönnu
þjóðasambandi.
3) Meðan Dönum er falið að fara
ffleð stjórn utanríkismála fyrir Is-
lands hönd, hafi utanríkisstjórnin
fslenzkan mann sér við hönd.
[
Það að rjúka upp úr þurru og
fremja aðra eins villu, og gert er í
seinni málsgrein 2. liðs, er fer þvert í
bág við allar réttinsakröfur vorar á
þessu sviði hingsð til — er beinlínis
óforsvaranlegt. Og það bætir ekki
um, að þetta er einmitt gert þá dag-
ana, sem lífsnauðsyn þjóðarinnar
krefst þess, að allir standi sem einn
maður um sjálfstæðis-kröfur vorar.
Meiri ósvinna hefir eigi framin verið
lengi.
Það er á hinn bóginn góðra gjalda
vert og gleðilegt, að verkmanna-
félögin sum hafa ekki viljað láta
þann blett á sér sitja stundu lengur,
að þau væru við þetta riðin. Bók-
bindarafélagið hefir hreinlega "sagt
sig úr Alþýðcstmbandinu fyrir þetta
vik fulltrúiráðsins og Prentarafélagið
hafið kröftug mótmæli. Væntaulega
fara fleiri félög í sambandinu eftir —
kunna það vel að sjá sóma sinn.
Þegar þetta sann-nefnda »frum-
hlaup« fulltrúaráðs Alþýðusambands-
ins er fráskilið, hefir verið gætt sjálf-
sagðrar skyldu um að leyfa nefndun-
um að sitja í friði að störfum sin-
um.
Eitthvað hefir að vlsu þotið í
»Tíma«-skjánum út af ummælum
í ísafold um val nefndarmannsins af
því sauðahúsi. En vart verður það tal-
in truflunar-sök á nefndarstörfunum.
En ekki getum vér bundist þess í
þessu sambandi að benda á, hversu
hlægilegt það er, að Tíminn um
leið og hann er af vilja miklum,
en mætti litlum að reyna að fóðra
val hins eina ótlmabæra manus í
nefndina er að gefa í skyD, að það
hafi verið af náð, að Einar Arnórs-
son var kjörinn í nefndina. Þeir
sem bezt þekkja til starfa nefnd-
anna munu áreiðanlega taka undir það
með oss, að þá er flestu snúið öfugt,
ef Einar Arnórsson hefir verið tek-
inn með i nefndina af náð, en hr.
Þorst. Metúsalem af nauðsyn.
Svo mun fara, ef það rætist, að
farsælt samkomulag fáist um sam-
bandsmálið — að fyrirgefning fljóti
af fyrir þingið hjá landsmönnum,
fyrir fjölda synda. En ein er þó sú
synd, sem eigi verður fyrirgefin, er
fram i sækir. Og hún er fcað, ef
þingið ætlar að skiljast svo við, að
láta land og þjóð vera áfram til
næsta þings í höndunum á þeirri
ómögulegu þ. e. þrlhöfðuðu stjórn-
ar-ómyndinni óbreyttri.
Sá skuggi má ekki fylgja fullnuðu
verki i sjálfstæðismálinu, að innan-
landsmálin og ófriðarmálin séu sett
svo á »guð og gaddinn* og það
væri að skilja þau eftir í höndunum
á jafn viðurkendri vandræðastjórn.
Þessu mega þingmenn voiir ekki
gleyma, ef þeir vilja hverfa heim —
með góðri samvizku.
Slystör
hörmulegri er frá að segja úr
Grindavik. Kona ein, Valgerður
Sæmundsdóttir, systir Bjarna adjunkts,
var við þvott i Nautagjá og féll í
gjána og druknaði.
Dýrtíóarappbót þingmanna.
Ágrip af ræðu Sig. Stefánssonar 2. júlf.
Eg á hér breytingartillögu á þing-
skjali 406 við breytingartill. háitv.
dóms- og kirkjumálaráðherra á þing-
skjali 400, fer sú breytinga^tillaga
mín fram á að þingmenn utan
Reykjavíkur verði einir aðnjótandi
dyrtíðaruppbótarinnar 50 °/0 sem
breytingartillaga ráðherrans vill veita
öllum þingmönnum. Eg skal fús-
lega játa, að sé lit ð til tímanna,
sem nú standa yfir, þá ætti kaup
þingmanna ef til vill að vera tölu-
vert hærra en það er, eftir lögum
þeim, sem nú gilda. En af ástæð-
um, sem eg nú skal drepa á, finst
mér það fullmikil einurð af hæstv.
ráðherra að fara fram á/ að þing-
fararkaup verði hækkað um 50%.
í sambandi við þessa tillögu vildi
eg leyfa mér að benda á það, að
þessi uppbót hefði komið flestum
þingm. að miklu betri notum í ann-
ari mynd. Eg hefi áður vakið máls
á því á þessu þingi, að það hafi að
ófyrirsynju verið kallað alt of snemma
saman. Það hefði og getað afkastað
jafnmiklu landinu til gagns á 6 vik-
um, eins og það er nú búið að gera
á nærfelt 12 vikum, sem það hefir
nú þegar beðið eftir aðalmálinu, sem
það var kallað saman .til að fjalla
um. Eg geng ekki gruflandi að þvi,
að langmestur hluti landsmanna
muni líta á það sömu augum. Þetta
verður auðvitað lang dýrasta þingíð
sem háð hefir verið á þessu landi.
En við því er ekkert að segja ef
árangurinn af starfi þess yrði í ein-
hverju hlutfalli við kostnaðinn, en
fyrir því eru enn næsta litlar líkur.
Og mér dettur ekki i hug að gefa
þingmönnum það að sök, þó afrek
þess verði lítil að þessu sinni. Það
er hreint og beint stjórninni að
kenna og samvinnuleysi hennar við
þingið. Þegar það var fyrirsjáanlegt
fyrir 6—7 vikum síðan, að erindi
það, sem okkur var stefnt saman til
að reka, mundi ekki geta komið á
dagskrá fyr en nú er reynd á orðin,
þá fóru nokkrir þingmenn þess á
leit við stjórnina, hvort ekki væri
réttast, að við, sem heima eigum út
um landið, og fórum frá heimilum
okkar óráðstöfuðum, fengjum að
skreppa heim i bili, meðan ekkert
yrði aðgert i þinginu i sambands-
málinu. Hæstv. stjórn tók nú svo
í þessar málaleitanir, að hún synjaði
okkur heimfararleyfis, enda þótt eg
hafi það fyrir satt að frestunartillag-
an væri i fyrstu frá henni komin.
Hvort sijórnin hafi verið einráð um
þessa synjun, skal eg láta ósagt.
En hafi .hún felt þennan úrskurð,
með ráði og samþykkji einhverra
þingmanna, þá hafa það tæplega verið
þingmenn utan af landi, heldur ein-
hverjir þeirra, sem heima eiga hér í
Reykjavik.
Eg held mér sé óhætt að fullyrða,
að ef sá vegur hefði verið farinn,
þá hefði ecgum þingmanni utan af
landi dottið i hug að fara fram á
dýrtiðaruppbót. Þessi tillaga er þvi
beinlinis afleiðing þess, að stjórnin
hafði hvori vit né vilja til að verða
við réttmætum kröfum þingmanna
utan Reykjavíkur. Sú ráðstöfun að
fresta þingi og veita þingmönnum
heimfararleyfi um hrið, hefði komið
sér margfalt betur fyrir þá heldur
en þessi dýrtíðaruppbót sem virðist
vera borin fram til þess að reyna að
blíðka þá fyrir þá óbilgirni, sem
þeim var sýnd með synjun þing-
frestunarinnar.
Ef sá kostur hefði verið upp tek-
inn, að fresta fundum þingsins, þá
hefði sú ráðstöfun sparað landssjóði
svo hundruðum þúsunda króna skift-
ir. Eg þori að segja, að flest af
þeim fjárveitingum, sem hér hafa
verið samþyktar, þennan langa tima,
hefðu vel mátt bíða næsta reglulegs
fjárlagaþings, án þess að landinu
hefði stafað nokkur hætta eða tjón
af. Það er því nokkurnveginn víst,
að þessir 3—4 mánaða seta þings-
ins að þessu sinni, verður hvorki
fyr né síðar talin með því, sem
hyggilega hafi verið ráðið. Og þó
þessi 50 °/0 dýrtíðaruppbót verði
samþykt, þá verð eg að segja, að
hún verður ekki til að blíðka mig
eða til dylja fyrir mér þau skakka-
föll og þau afglöp sem augljós eru
orðin i fari stjórnarinnar og lítillega
hefir verið minst á hér f deildinni
áður.
En eg ætla þá að snúa mér að
breytingartillögu minni á þingskjali
406. Þegar litið er á afstöðu þeirra
þingm., sem heima eiga í Reykjavík
og hinna, sem þing sækja utan af
landi, þá vildi eg míklu heldur vera
þingmaður kauplaust, sem Reykvik-
ingur, heldur en sem þingm. utan
af landi fyrir 10 kr. á dag. En ekki
er nú samt farið fram á þetta i
minni tillögu, heidur einungsis fram
á það, hvort háttv. þingmönnum
gæti ekki virst tilhlýðilegt, að Reyk-
víkingar fengju ekki að þessu sinni
neina dýrtíðaruppbót. Það verður
fljótt Ijóst hveijum sem um það
hugsar, að munurinn á aðstöðunni
er ærið mikill. Þingmenn úr Reykja-
vík þurfa engu, eða því nær engu,
að slökkva niður af atvinnu sinni,
eða þeim störfum, sem þeir hafa á
hendi. En þeir, sem utan af land-
inu koma, verða að slökkva niður
allri sinni vinnn, bæði stjórn búa
sinna og öllum störfum, sem þeir
kunDa að hafa á hendi. Þetta eitt
er svo mikilvægt, að ekki ætti að
þurfa að leiða fleiri rök til þess, að
liggja mætti í augum uppi, að ekki
er réttmættt, að dýrtíðaruppbótin
sé jöfn hjá öllum þingmönnum.
Mér dettur alls ekki í hug að
bera þingm., sem heitna eiga hér I
Reykjavik, það á brýn, að þeir séu
ekki eins nýtir og duglegir og við
hinir. Það er auðvitað upp og nið-
ur og alveg eins á báða bóga. En
eg vil endurtaka það, sem eg vék
að áðan, að hafi það verið nokkrum
af þingm. að kenna, að við þingm.
utan af lándinu fengum ekki beztu
dýrtíðaruppbótina, sem við gátum
fengið, þingfrestunina, þá munu þeir
framur hafa verið úr flokki Reykja-
vikur þingmannanna en úr flokki
hinna aðkomnu.
Eg verð að álita, eins og bæði
c7C. cHnéersen S Son
Reykjavík.
Landsins e 1 z t a klæðaverzlun og
saumastofa. Stofnsett 1887.
Aðalstræti 16. Sími 32.
Stærsta úrval af alls-
. konar fataefnum .
. og öllu til fata. .
eg og aðrir hér í deildinni hafa svo
oft drepið á, að eins og fjárhag
landssjóðs er nú komið, þá sé öll-
um þingmönnum skylt, að reyna til
að stuðla að því, að útgjöld lands-
sjóðs verði sem minst að auðið er.
Það er að visu gott að vera spar-
samur í orði á fé landssjóðs, en því
betra að sýna sparnaðiun í verkinu,
og ekki sízt í því, að vera ekki sem
harðastur í fjárkröfum sér til handa.
Eg skal nú ekki fara frekar út í
þá sálma. En eg álit að nóg sé að-
gert þó ekki sé gengið lengra með
þessa dýrtíðaruppbót en gert var á
síðasta þingi. Og eg verð að lofa
það, að uppbótina á nú ekki að
veita með sama fyrirkomulaginu og
þá var gert.
Um mig get eg sagt það, að eg
er i raun og veru hlyntur hækkun
á dagkaupi þingmanna. En eins og
nú stendur á og þegar litið er til þess,
að enginn starfsmaður landssjóðs
fær hærra en 40 °/0 dýrtíðaruppbót,
þá finst mér ekki ástæða til fyrir
oss þingmenn að setja oss hærra en
þá. Þeir vinna í þarfir landsins alt
árið, en við sitjum hér að eins tíma
úr árinu, og að þessu sinni höfum
vér enn sem komið er setið í sam-
anburði við kostnaðinn af þingset-
unni hér til lítils gagns og í litilli
þökk þjóðarinnar. — Mér fyndist
hæfilegt fyrst farið er að gera nokkra
tillögu um dýrtiðaruppbót þing-
manna að ekki sé farið upp úr
40 %, sem er hámark dýrtíðarupp-
bótar hjá öðrum starfmönnum lands-
sjóðs. Mér þykír sizt ástæða fyrir
þingmenn að færa sig lengra upp á
skaftið á þessum tímum, þegar lands-
sjóður þarf allra sinna muna með,
og ótal útgjöld hlaðast á hann úr
öllum áttum. Eg get lýst því yfir
áður en eg lýk máli mínu, að eg
ætla við atkvæðagr. að vera á móti
allri dýrtíðaruppbót að þessu sinni
til þingmanna, en ekki fyrir það, að
mér þyki kaup þingmanna of hátt,
heldur af hinu, að mér finst við illa
geta aukið við það syndaregistur,
með kauphækkun til sjálfra vor, sem
við berum fram fyrir þjóðina, að
þessu þingi loknu, þótt beinlínis sé
það ekki óss að kenna.
Willemoes teptur.
Búist hefir verið við skipinu
Willemoes þessa dagana með lands-
sjóðs steinolíu frá Vesturheimi. En
í stað skipsins kemur sú fregn,
að það sé enn tept í New York og
hafi enga steinollu fengið. Þykja
þetta illar efndir á brezku samning-
unum og furða menn sig mjög á,
því mikið er haft fyrir að efna þá
vel og dyggilega á vora hlið.